Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2017, fimmtudaginn 18. maí, var haldinn 5453. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.11. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Sabine Leskopf, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Kristbjörg Stephensen, Hrólfur Jónsson, Anna Margrét Jóhannsdóttir, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson og Bjarni Þóroddsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 11. maí 2017. R17010032
2. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 12. maí 2017. R17010004
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 9. maí 2017. R17010008
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 11. maí 2017. R17010011
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 11. maí 2017. R17010014
6. Lögð fram fundargerð ofbeldisvarnarnefndar frá 8. maí 2017. R17010036
7. Lögð fram fundargerð verkefnisstjórnar miðborgarmála frá 9. maí 2017. R17050116
8. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 17. maí 2017. R17010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
9. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði. R17010042
Samþykkt að veita styrk að fjárhæð kr. 250.000.- vegna alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 2017.
10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 17 mál. R17040185
11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. maí 2017, þar sem mælt er með því að borgarráð samþykki að veita jákvæða umsögn vegna veitingastaðarins Bazaar við Hringbraut 121, ásamt fylgiskjölum. R17050048
Samþykkt.
12. Fram fer kynning á rafrænu fundarkerfi borgarráðs. R17040011
- Kl. 9.29 tekur Stefán Eiríksson sæti á fundinum.
13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. maí 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. maí 2017 á breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar, Örfiriseyjar vegna lóðarinnar nr. 71-73 við Fiskislóð, ásamt fylgigögnum. R17050107
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 11. maí 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. maí 2017 á tillögu að deiliskipulagi svæðis í vestanverðum Fossvogi sem afmarkast af Fossvogsvegi, Árlandi og göngustígum, ásamt fylgigögnum. R17010216
Samþykkt.
Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Umhverfis- og skipulagssviði er falið að huga að frekari uppbyggingu á svæðinu í tengslum við yfirstandandi vinnu við gerð hverfisskipulags.
15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. maí 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. maí 2017 á breytingu á deiliskipulagi Reynisvatnsáss vegna lóðarinnar nr. 10 við Haukdælabraut, ásamt fylgigögnum. R17050104
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. maí 2017, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. maí 2017 á breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina 19 við Smiðshöfða, ásamt fylgigögnum. R17050108
Synjun umhverfis- og skipulagsráðs staðfest.
Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við atkvæðagreiðsluna og leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðsluna í ljósi þess að skiljanlegt hljóti að teljast að viðkomandi hafi sett upp skilti á sama stað og fyrrverandi skilti þó um aðra tækni sé að ræða. Borgin eigi fyrst og fremst að einbeita sér að því að endurskoða reglur vegna nýrrar tækni í stað þess að agnúast út í athafnafólk. Þrátt fyrir að deiliskipulagi verði ekki breytt megi koma til móts við aðilana með undanþágum þar til reglur eru skýrar. Þá vilja fulltrúarnir gera athugasemdir við að í umsögn skipulagsfulltrúa er stuðst við forsendur sem ekki er búið að setja stefnu um. Eðlilegt væri að vísa málinu í svokallaðan skiltahóp sem hefur það verkefni að móta stefnu um LED skilti í borginni og hefur ekki lokið störfum. Mýtan um að verklag borgarinnar sé að allt sé bannað nema það sé sérstaklega leyft er greinilega sönn.
17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs frá 11. maí 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. maí 2017 á breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 103-105 við Hraunbæ ásamt fylgigögnum. R15030283
Samþykkt.
18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. maí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að fara í framkvæmdir og kaup á búnaði vegna miðlægrar stýringar umferðarljósa til að tryggja forgang neyðarbíla og strætó. Kostnaðarmat er 75 m.kr. og þar af er hluti Reykjavíkurborgar 50 m.kr. R14120101
Samþykkt.
- Kl. 10.00 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.
19. Fram fer kynning á viðbrögðum upplýsinga- og tæknideildar vegna gagnagíslatökuveira og aðgerðum í tölvuöryggismálum. R17040011
Óskar Sandholt og Jón Ingi Þorvaldsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 10.07 tekur Börkur Gunnarsson sæti á fundinum.
20. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 5. maí 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 3. maí 2017 um að gerðir yrðu samningar við Hjallastefnuna ehf., Skóla Ísaks Jónssonar og Landakotsskóla vegna reksturs frístundaheimila skólanna ásamt fylgigögnum. R17050057
Samþykkt.
Soffía Pálsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
21. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs frá 17. maí 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. um samþykkt á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Vogabyggðar fyrir svæði 1. R17050139
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun;
Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins minnir enn og aftur á að með skipulagi á Gelgjutanga er komið í veg fyrir að svokölluð innri leið Sundabrautar sé möguleg. Sú leið hefur verið talin ódýrust og einföldust þeirra sem taldar eru til greina koma. Með því að skipuleggja byggð á öllum Gelgjutanga er Reykjavíkurborg að auka kostnað við lagningu Sundabrautar.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina tekur undir bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins undir þessum lið.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Stefna borgarstjórnar eftir ítarlegt samráð við íbúa beggja vegna Elliðaárvogs er að Sundabraut skuli vera á ytri leið í göngum. Þetta var niðurstaða allra flokka eftir ítarlega skoðun árið 2008. Innri leiðin sem vísað er til í bókun minnihlutans var ekki hluti af aðalskipulagi Reykjavíkur, né heldur er hún í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, og var sú afstaða einnig þverpólitísk.
22. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 16. maí 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stöðu vinnu við endurmat eldri gagna um staðsetningu olíutanka í Örfirisey, sbr. 45. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. maí sl. R15110066
23. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. apríl 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hvernig sé áætlað að takast á við vaxandi umferðaþunga sbr. 70. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. desember 2017. Einnig er lagt fram yfirlit samgöngustjóra, dags. 17. maí 2017, yfir helstu verkefni í samgöngum í Reykjavík. R16120115
24. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15. maí 2017, um fyrirhugaða ferð borgarstjóra og föruneytis til Philadelphiu í Pennsylvaniuríki í Bandaríkjunum dagana 28. til 30. maí 2017, ásamt fylgiskjölum. R17050103
25. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15. maí 2017, um fyrirhugaða heimsókn borgarstjórans í Philadelphiu í Pennsylvaniuríki í Bandaríkjunum til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017, ásamt fylgigögnum. R17050061
26. Lögð fram umsögn velferðarsviðs, dags. 10 maí 2017, um tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021. 434. mál. R17040181
Samþykkt.
Regína Ásvaldsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
27. Lögð fram umsögn velferðarsviðs, dags. 12. maí 2017, um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 438. mál. R17050017
Samþykkt.
Regína Ásvaldsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
28. Lögð fram umsögn velferðarsviðs, dags. 12. maí 2017, um frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 4071991 með síðari breytingum (innleiðing samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýslu og húsnæðismál, 439. mál. R17050018
Samþykkt.
Regína Ásvaldsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
29. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 8. maí 2017, þar sem þjónustukönnun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016 er lögð fram til kynningar.
Þorlákur Karlsson og Birgir Baldursson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R17050038
- Kl. 11.45 víkur Börkur Gunnarsson af fundinum.
30. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, sbr. 50. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. mars 2017, um kynningu á tækifærum og lausnum við þjónustumælingu ásamt umsögn menningar- og ferðamálasviðs, dags. 10. maí 2017. R17030299
Frestað.
31. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 15. maí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóðinni Döllugötu 2 til Helgu Bjarkar Haraldsdóttur í stað Sigurðar Harðarsonar og Helgu Sigurðardóttur á grundvelli þess að lóðinni var áður ranglega úthlutað til þeirra síðarnefndu. R17020008
Samþykkt.
32. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 15. maí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir einbýlisbús að Döllugötu 6. R17030139
Samþykkt.
33. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 15. maí 2017, þar sem óskað er eftir að úthlutun lóðar að Haukdælabraut 1 frá 30. mars 2017 verði afturkölluð. R17010255
Samþykkt.
34. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 15. maí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu á byggingarrétti fyrir einbýlishús að Haukdælabraut 1. R17010255
Samþykkt.
- Kl. 12.00 tekur Birgir Björn Sigurjónsson sæti á fundinum.
35. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. 16. maí 2017, með endurskoðaðri tíma- og verkáætlun vegna undirbúnings og vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018-2022. R17020174
Samþykkt.
36. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. 15. maí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki breytingar á styrkjahandbók vegna innleiðingar á kynjaðri fjárhags- og starfsáætlunargerð. R17020025
Samþykkt.
37. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. 18. maí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki aðalmiðlarasamninga sem gerðir eru í tengslum við skuldabréfaútgáfu Reykjavíkurborgar, ásamt drögum að samningum. R16120032
Samþykkt.
38. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 16. maí 2017, um undirbúningsvinnu vegna uppbyggingu Laugardalsvallar, ásamt fylgigögnum. R15020197
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 12.28
Sigurður Björn Blöndal
Halldór Halldórsson Líf Magneudóttir
Halldór Auðar Svansson Börkur Gunnarsson
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir Sabine Leskopf