Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2017, fimmtudaginn 11. maí, var haldinn 5452. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05 Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Óli Jón Hertervig, Birgir Björn Sigurjónsson, Hallur Símonarson, Örn Sigurðsson og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð fjölmenningarráðs frá 3. maí 2017. R17010034
2. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 5. maí 2017. R17010023
3. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 28. apríl 2017. R17010027
4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. maí 2017. R17010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 19 mál. R17040185
6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstarleyfisumsóknir veitinga- og gististaði sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R17040186
7. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R17010042
Samþykkt að veita Hróknum styrk að fjárhæð kr. 1.500.000 vegna skákhátíðar í Nuuk.
8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. maí 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. maí 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturlandsvegar-Hallar vegna Lambhagavegar 12 og 14 ásamt fylgiskjölum. R17050056
Samþykkt.
- Kl. 9.15 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
- Kl. 9.22 tekur Pétur Ólafsson sæti á fundinum.
- Kl. 9.30 tekur Kristbjörg Stephensen sæti á fundinum.
9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. maí 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Úlfarsárdalshverfis vegna uppbyggingar og stækkunar hverfisins ásamt fylgiskjölum. R16060021
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Með samþykkt um breytingu á deiliskipulagi fyrir Úlfarsárdal er verið að tryggja aukið framboð á lóðum til uppbyggingar í borginni í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Árið 2006 var íbúðum í Úlfarsárdal fækkað í 773 en með þessari breytingu er verið fjölga þeim í allt að 1300.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að stækkun hverfisins í Úlfarsárdal eins og tillaga að deiliskipulagi gerir ráð fyrir sé mikilvæg. Hins vegar er viðbótin ekki nema í hæsta lagi 550 íbúðir sem er langt frá þeim tillögum sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram í borgarstjórn og borgarráði og meirihlutinn í borgarstjórn hefur fellt. Miðað við þá stöðu sem húsnæðismarkaðurinn í Reykjavík er í í dag vantar allt að 5000 íbúðir nú þegar. Því ganga þessar aðgerðir of skammt til að takast á við þann alvarlega vanda.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:
Framsókn og flugvallarvinir samþykkja tillöguna en hefðum viljað að tillagan gengi enn lengra. Við teljum mikilvægt að stækka enn frekar byggðina í Úlfarsárdal og auka þar lóðaframboð verulega til að hverfið verði sjálfbært. Svæðið er vel fallið til frekari uppbyggingar og réttlæta áætlanir um fjárfestingar borgarinnar í innviðum hverfisins enn frekari uppbyggingu á svæðinu. Með auknum íbúafjölda í hverfinu er meiri þungi á borgaryfirvöld að flýta uppbyggingu skóla og annarra innviða í hverfinu en núverandi íbúar hafa beðið óþægilega lengi og ljóst er að borgin þarf að uppfylla skuldbindingar sínar gagnvart þeim íbúum sem keypt hafa lóðir í hverfinu. Ljóst er að lóðaskortur og húsnæðisvandi er orðinn að stóru vandamáli í höfuðborginni og því ættu skipulagsbreytingar Úlfarsárdals að ná enn lengra en þær gera hér. Illskiljanleg er tregða meirihlutans í borgarstjórn til uppbyggingar í Úlfarsárdal og hvers vegna hverfið er ekki stækkað enn frekar og að breytingin nái ekki til svæðisins fyrir ofan Mímisbrunn.
Borghildur Sturludóttir og Richard Briem taka sæti á fundinum undir þessum lið.
10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. maí 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. maí 2017 á leiðréttri bókun við afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. apríl 2017 vegna samþykktar á svarbréfi skipulagsfulltrúa, dags. 31. mars sl. 2017, við athugasemd við auglýsta tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grundarstígsreitar ásamt fylgiskjölum. R15120045
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. maí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun gönguleiða í eldri hverfum 2017. Kostnaðaráætlun er 100 m.kr. Greinargerð fylgir erindinu. R16050135
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja fyrirliggjandi verkefni varðandi endurnýjun gönguleiða í eldri hverfum og lagningu hjólastíga. Sú skoðun er áréttuð að við gerð nýrra gatna og gangstétta og endurgerð gamalla, verði leitast við að leggja sérmerktar hjólareinar milli götu og gangstéttar.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. maí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að ljúka hönnun og bjóða út framkvæmdir við gerð hjólastíga 2017. Kostnaðaráætlun er 575 m.kr. og þar af er hlutur Reykjavíkurborgar 450 m.kr. Greinargerð fylgir erindinu. R17050053
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. maí 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili sviðinu að koma til framkvæmda ýmsum verkefnum sem tengjast þéttingu byggðar. Kostnaðaráætlun er 147 m.kr. Greinargerð fylgir erindinu. R17050050
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. maí 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir við umferðaröryggismál 2017. Kostnaðaráætlun er 70 m.kr. Greinargerð fylgir erindinu. R16050092
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. maí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir og kaupa búnað vegna endurnýjunar á eldhúsi Breiðholtsskóla. Kostnaðaráætlun er 70 m.kr. Greinargerð fylgir erindinu. R17050054
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
16. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um endurbætur á gamla Gufunesveginum, sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. maí 2017. R17050020
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.
17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. maí 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. maí 2017 á skýrslu stýrihóps, dags. í apríl 2017, um akstur hópbifreiða um miðborgina, ásamt fylgiskjölum. Einnig er lagt fram bréf Samtaka ferðaþjónustunnar, dags. 10. maí 2017, og bréf íbúa við Freyjugötu 35 og 37, dags. 9. maí 2017. R17050058
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að þau skref sem stigin verða til að draga úr umferð hópferðabifreiða um miðborgina mikilvæg til að koma til móts við þarfir og óskir íbúanna varðandi akstur hópferðabifreiða. Um leið þarf að gæta þess að þarfir ferðaþjónustunnar og þar með gesta sem koma til borgarinnar verði ekki hunsaðar því margar ábendingar hafa borist frá atvinnugreininni sem lýsa áhyggjum af því að of langt sé gengið með þessum tillögum og að ekki sé skynsamlegt að banna umferð allra bíla vegna þess að það muni þegar upp er staðið auka heildarumferð um miðborgina. Með umræddum reglum er komið í veg fyrir að smárútur (kálfar) fari um ákveðið svæði og er þá hætt við að hávaði aukist í íbúagötum vegna gangandi vegfarenda með töskur í eftirdragi. Þá er hætt við að umferð muni aukast um þær íbúagötur sem eru á jaðri skilgreinds bannsvæðis. Mikilvægt er að þau safnstæði sem tillagan gerir ráð fyrir rúmi nægjanlega marga bíla og lykilatriði að á umræddum sleppistæðum séu skil á milli umferðar og stæðis þannig að unnt sé að hlaða og afferma hópferðabíla án mikillar hættu. Endurmat á reynslunni verður að fara fram jafnóðum og í síðasta lagi eftir sumarið 2017.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Framsóknar og flugvallarvina, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Nýjar reglur um akstur bifreiða um miðborgina voru smíðaðar í samráði við íbúa miðborgarinnar, Miðborgina okkar, Samtök ferðaþjónustunnar og fleiri hagsmunaaðila. Reglurnar setja ríkari skilyrði en áður hafa gilt fyrir akstri um miðborgina. Fyrri reglur miðuðu einungis við hópbifreiðar sem eru 8 metrar eða lengri að stærð en nú gilda þær um allar hópbifreiðar óháð lengd, þ.m.t. smárútur og stórar upphækkaðar bifreiðar sem ætlaðar eru til jöklaaksturs. Bannsvæði er stækkað en á móti er lagt til að safnstæðum fyrir hópbifreiðar verði fjölgað. Reglurnar munu gilda í sumar og verða endurskoðaðar síðar á árinu í ljósi reynslu íbúa og hagsmunaaðila. Markmiðið verður ávallt það að tryggja að samlíf miðborgarbúa og gesta borgarinnar verði eins og best verður á kosið. Náið verður fylgst með hvernig reglurnar reynast og staðan metin reglulega þar til endurskoðunarákvæði tillagnanna verða virkjuð.
Þorsteinn Hermannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
18. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og velferðarsviðs, dags. 7. maí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi drög að leigusamningi og þjónustusamningi við Sjómannadagsráð/DAS um þjónustumiðstöð við Sléttuveg, samkomulag um verkefnastjórn og umsjón með byggingu hjúkrunarheimilis og viljayfirlýsingu um rekstur hjúkrunarheimilis við Sléttuveg, ásamt fylgiskjölum.
Greinargerð fylgir erindinu. R17010159
Samþykkt.
Regína Ásvaldsdóttir, Sigurður Garðarsson, Pétur Magnússon, Guðmundur Hallvarðsson og Berglind Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
19. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 9. maí 2017, þar sem kynntur er samningur Reykjavíkurborgar við Solstice productions ehf., dags. 8. maí 2017, vegna tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 2017. R15080084
20. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 4. maí 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 3. maí 2017 á breytingum á reglum Reykjavíkurborgar um þjónustusamninga við tónlistarskóla ásamt fylgiskjölum. R16110123
Samþykkt.
Helgi Grímsson og Sigfríður Björnsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
21. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 4. maí 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 3. maí 2017 á drögum að samningum við tónlistarskóla vegna neðra og efra stigs tónlistarnáms með fyrirvara um að skólarnir uppfylli skilyrði reglna Reykjavíkurborgar um þjónustusamninga við tónlistarskóla. R16110123
Samþykkt.
Helgi Grímsson og Sigfríður Björnsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
22. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 5. maí 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 3. maí 2017 á tillögu um breytingu á viðmiði um hámarksfjölda reykvískra nemenda sem heimilt er að greiða framlag vegna til Skóla Ísaks Jónssonar ásamt fylgiskjölum. R15050003
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að sjálfstætt reknir skólar í Reykjavík fái að vaxa og dafna í samræmi við spurn eftir þjónustu þeirra. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina styðja því tillögu um fjölgun nemenda í Ísaksskóla sem Reykjavíkurborg greiðir framlag með, úr 161 í 199, og lýsa yfir ánægju sinni með þá viðhorfsbreytingu sem virðist nú eiga sér stað hjá Samfylkingu og Vinstri grænum til sjálfstætt rekinna skóla.
Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
23. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 4. maí 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 3. maí 2017 á tillögum um stofnun nýrrar sérdeildar fyrir einhverfa nemendur á yngsta stigi og miðstigi grunnskóla og skiptingu sérdeildar fyrir einhverfa nemendur í Fellaskóla í yngra stig og unglingastig ásamt fylgiskjölum. R17040085
Samþykkt.
Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
24. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 5. maí 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundasviðs frá 3. maí 2017 á framlagi til sjálfstætt rekinna grunnskóla vegna reksturs frístundaheimila ásamt fylgiskjölum. R17050057
Frestað.
25. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 4. maí 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um samkomulag um flugskýli í Skerjafirði, sbr. 39. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. apríl 2017. R17030166
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Út frá þessu svari má álykta að það sé huglægt mat hverju sinni hvenær verklagsreglur um kaup og sölu eigna borgarinnar eiga við.
26. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 3. maí 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um viðbrögð við fjölda íbúða í útleigu hjá Airbnb, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. mars 2017. R17030085
27. Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 8. maí 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um mat á þjónustu ferðaþjónustu fatlaðs fólks, sbr. 48. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. mars 2017. R17030293
28. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina um að færsla íbúða til Félagsbústaða verði dregin til baka, sbr. 51. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. mars 2017. Jafnframt er lögð fram umsögn velferðarsviðs frá 28. apríl 2017 og umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. maí 2017. R17030300
Tillagan er felld með vísan til framlagðra gagna með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt hefði verið að fá umsögn borgarlögmanns um tillöguna þar sem rökstuðningurinn snýr að því að meginreglur stjórnsýsluréttarins hafi verið brotnar við töku ákvörðunarinnar, hvorki skrifstofa eigna og atvinnuþróunar né velferðarsvið taka á þeim sjónarmiðum sem liggja að baki tillögunni og tíunduð eru í greinargerð með henni.
29. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 8. maí 2017, þar sem lögð eru fram til kynningar drög að erindisbréfi starfshóps um öryggi persónuupplýsinga í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. R17050041
30. Lagt fram svar umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 19. apríl 2017, við bréfi borgarstjóra frá 1. febrúar 2017 varðandi snjóflóðavarnir í hlíðum Esju. R17010317
31. Lagt fram bréf Íslenska gámafélagsins, dags. 14. febrúar 2017, varðandi fyrirkomulag sorphirðu í Reykjavík. Jafnframt er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. apríl 2017. R17020034
32. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. 24. apríl 2017, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi breytingar á styrkjahandbók vegna innleiðingar á kynjaðri fjárhags- og starfsáætlunargerð til að fylgja betur eftir þeirri breytingu á styrkjareglum sem samþykkt var í borgarráði þann 26. maí 2016. R17020025
Frestað.
33. Lögð fram tillaga fjármálastjóra og fjárstýringarhóps, dags. 10. maí 2017, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki tilboð að fjárhæð 400 m.kr. að nafnvirði á ávöxtunarkröfunni 5,51% í skuldabréfaflokk RVKN 35 1 en hafna öllum tilboðum í skuldabréfaflokkinn RVK 53 1. R16120032
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
34. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. maí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að lóðarverð fyrir lóðina Döllugata 2 verði leiðrétt á grundvelli þess að lóðinni var úthlutað þann 4. maí sl. á röngu verði, sbr. lið 32 í fundargerð borgarráðs frá 4. maí sl. Rétt lóðarverð er 11.766.000. R17020008
Samþykkt.
35. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. maí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús að Döllugötu 4. R17010197
Samþykkt.
36. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. maí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús að Döllugötu 5. R17030238
Samþykkt.
37. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. maí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús að Döllugötu 9. R17030218
Samþykkt.
38. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. maí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús að Döllugötu 10. R17030203
Samþykkt.
39. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. maí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús að Döllugötu 11. R17030162
Samþykkt.
40. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. maí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili aðilaskipti/skuldskeytingu á skuldabréfi í eigu Reykjavíkurborgar með veði í fasteigninni Sjafnarbrunnur 5-9. R17050034
Samþykkt.
41. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. maí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili aðilaskipti/skuldskeytingu á skuldabréfi í eigu Reykjavíkurborgar með veði í fasteigninni Sjafnarfarbrunnur 11-19. R17050040
Samþykkt.
42. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. maí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi viljayfirlýsingu á milli Samtaka aldraðra og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á lóð merktri C á svokölluðum KHÍ reit við Stakkahlíð. R14010122
Samþykkt.
43. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 9. maí 2017, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagða viljayfirlýsingu milli Reykjavíkurborgar og Ferðafélags Íslands um að merkja og lagfæra gönguleiðir á Úlfarsfelli. Verkefnin verða t.a.m. merkingar og stikun leiða í fjallinu til þess að auka veg svæðisins til útivistar. R17050067
Samþykkt.
44. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að lóð frístundaheimilisins Stjörnulands við Ingunnarskóla verði lagfærð og fegruð sem fyrst. Ástand lóðarinnar er allsendis óviðunandi en þar er opið grassvæði og moldarsvað sem verður að aurbleytu í rigningum. Afmarka þarf leiksvæði fyrir frístundaheimilið og koma þar fyrir leiktækjum. R17050084
Frestað.
45. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um hvar vinna við endurmat eldri gagna um staðsetningu olíutanka í Örfirisey er stödd. Í borgarráði 14. janúar 2016 var samþykkt að endurmeta eldri gögn um staðsetningu olíutankanna og efna til nýrrar skoðunar á því sem kann að hafa breyst varðandi forsendur og skipulagssýn og gera í kjölfarið tillögu um heppilegri staðsetningu olíutankanna leiði skoðun málsins til þeirrar niðurstöðu. Umhverfis- og skipulagssviði var falið að vinna þetta verkefni. R15110066
Fundi slitið kl. 12.45
Sigurður Björn Blöndal
Halldór Auðar Svansson Halldór Halldórsson
Heiða Björg Hilmisdóttir Kjartan Magnússon
Lif Magneudóttir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir