Borgarráð - Fundur nr. 5450

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2017, fimmtudaginn 27. apríl, var haldinn 5450. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.09. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lagður fram að nýju ársreikningur A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016, dags. 27. apríl 2017, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs 6. apríl sl., ásamt skýrslu fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Einnig er lögð fram skýrsla innri endurskoðunar um mat á eftirlitsumhverfi Reykjavíkurborgar, dags. í apríl 2017, og skýrsla Endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar, dags. í apríl 2017.

Fram fer kynning á skýrslu KPMG um ársreikning Reykjavíkurborgar 2016. R16120061

Ársreikningur borgarsjóðs (A-hluta) og samstæðureikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016 hefur verið undirbúinn af fjármálskrifstofu í samræmi við ákvæði 61. greinar sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Lagt er til að ársreikningi verði vísað til fyrri umræðu í borgarstjórn.

Gísli Hlíðberg Guðmundsson, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir, Auðunn Guðjónsson, Guðný H. Guðmundsdóttir, Anna Margrét Jóhannsdóttir og Ólafur B. Kristinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. Einnig taka sæti á fundinum undir þessum lið borgarfulltrúarnir Skúli Helgason, Magnús Már Guðmundsson, Dóra Magnúsdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Ilmur Kristjánsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og Gréta Björg Egilsdóttir.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Meirihluti borgarstjórnar er stoltur af þessari niðurstöðu. Málaflokkar borgarinnar og fyrirtæki skila öll góðri niðurstöðu, eins og ársreikningurinn ber með sér. Þessi viðsnúningur er ávöxtur gríðarlegrar vinnu fjölmargra starfsmanna og stjórnenda og fyrir það vill meirihlutinn þakka. Skuldir lækka, hagræðingarmarkmið hafa náðst og fjárhagsstaða borgarinnar er sterk.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja ekki seinna vænna að rekstur Reykjavíkurborgar, sem hefur verið í algjörum ólestri allt þetta kjörtímabil sem og kjörtímabilið 2010-2014, verði betri. Allt frá árinu 2010 hefur vandræðagangur verið á rekstrinum með of slöku rekstraraðhaldi því rekstrarvandræði borgarinnar hafa verið útgjaldavandi en ekki tekjuvandi. Árið 2016 er gert upp með rekstrarafgangi og væri það ótrúlegt ef slíkt tækist ekki miðað við þá gríðarlegu tekjuaukningu sem orðin er í íslensku samfélagi og sjá má á jákvæðri rekstrarniðurstöðu sveitarfélaga um land allt. Þegar rekstur Reykjavíkurborgar, langstærsta sveitarfélags landsins, er borinn saman við fjögur stærstu nágrannasveitarfélögin má sjá að rekstrarárangur borgarinnar er lakari en hjá þessum sveitarfélögum þrátt fyrir hærri tekjur af hverjum íbúa í borginni. Skatttekjur á hvern íbúa borgarinnar eru 624.000 kr. en meðaltal hinna sveitarfélaganna er 488.000 kr. á hvern íbúa þeirra. Þá er veltufé frá rekstri Reykjavíkurborgar 10,9% sem er til bóta frá alltof lágu veltufé árin á undan en meðaltal hinna sveitarfélaganna er 13,15%. Skuldir borgarsjóðs (A-hluta) aukast um 3 milljarða á milli áranna 2015-2016 en skuldir hinna sveitarfélaganna standa í stað eða lækka. Þá má nefna að Reykjavíkurborg leggur hámarksútsvar á íbúa sína en meðaltal hinna sveitarfélaganna er undir lögbundnu hámarksútsvari.

- Kl. 9.19 tekur Kristbjörg Stephensen sæti á fundinum.

- Kl. 10.07 víkur Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir af fundinum.

- Kl. 10.30 víkja Skúli Helgason, Magnús Már Guðmundsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Ilmur Kristjánsdóttir af fundinum.

- Kl. 10.32 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinum.

- Kl. 10.46 víkur Gréta Björg Egilsdóttir af fundinum.

2. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 3. apríl 2017. R17010030

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 11. apríl 2017. R17010008

4. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 7. og 12. apríl 2017. R17010015

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 7. apríl 2017. R17010023

6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 10. apríl 2017. R17010009

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 7. apríl 2017. R17010027

8. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. apríl 2017. R17010021

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 32 mál. R17040004

10. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R17010042

Samþykkt að veita Skáksambandi Íslands styrk að fjárhæð kr. 250.000.- vegna lokahófs Reykjavíkurskákmótsins 2017.

11. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R17040035

- Kl. 11.05 tekur Ólöf Örvarsdóttir sæti á fundinum.

- Kl. 11.10 víkur Stefán Eiríksson af fundinum.

12. Fram fer kynning á bréfi Samkeppniseftirlitsins til borgarfulltrúa í Reykjavík varðandi skýrslu norrænu samkeppniseftirlitanna um samkeppni við meðhöndlun úrgangs.

Magnús Þór Kristjánsson og Páll Gunnar Pálsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R17020034

13. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 7. apríl 2017, ásamt drögum að samstarfssamningi milli Reykjavíkurborgar og Skátasambands Reykjavíkur.

Samþykkt.

Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R17040142

14. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 18. apríl 2017, sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs frá 3. mars 2017 á drögum að samningi við Íþróttabandalag Reykjavíkur um áframhaldandi rekstur Skautahallarinnar í Laugardal, ásamt fylgiskjölum. R17040141

Samþykkt.

Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. apríl 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. apríl 2017 á kynningu á tillögu að verkefnislýsingu skipulagsgerðar og umhverfismats að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur varðandi Kópavogsgöng, niðurfellingu stofnbrautar, ásamt fylgiskjölum. R11060102

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. apríl 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. um auglýsingu á tillögu varðandi breytingu á deiliskipulagi Sléttuvegar, Hrafnistu vegna fjölgunar íbúða o.fl., ásamt fylgiskjölum. R17040093

Samþykkt.

17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. apríl 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. apríl 2017 um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.151.5 vegna lóðarinnar nr. 10 við Lindargötu, ásamt fylgiskjölum. R17040092

Samþykkt.

18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. apríl 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. apríl 2017 á útfærslu hjólastígs að Birkimel milli Hringbrautar og Hagatorgs, ásamt fylgiskjölum. R17040094

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að gangstétt við Birkimel verði lagfærð og að þar verði lögð hjólreiðaakrein. Jafnframt er óskað eftir því að gerðar verði lagfæringar á sjálfri götunni í samræmi við áður fram komna tillögu Sjálfstæðisflokksins þar um. En vegna mistaka við malbikslögn myndast stórir pollar á götunni í rigningum sem veldur því að ítrekað ganga slettur af henni upp á gangstéttina, gangandi vegfarendum til ama og tjóns.

19. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. janúar 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna leiksvæða, torga og opinna svæða árið 2017. Um er að ræða endurgerð á 5 leiksvæðum, lagfæringar í Grasagarði, á Klambratúni og við Tjörnina, endurgerð á Freyjutorgi og áframhald verkefnisins torg í biðstöðu. Kostnaðaráætlun framkvæmdanna er 165 m.kr. en var ranglega tilgreind 100 m.kr. í fyrri bókun sbr. 15. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. febrúar 2017. R17010320

Samþykkt.

20. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. apríl 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. apríl 2017 á tillögu á úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði árið 2017, ásamt fylgiskjölum. R17010174

Samþykkt.

21. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. apríl 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. apríl 2017 á bréfi samgöngustjóra, dags. 30. mars 2017, og lista varðandi aðgerðir í umferðaröryggismálum og kostnaðaráætlun, ásamt fylgiskjölum. R16050092

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra skv. 81. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

- Kl. 12.25 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

22. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 7. apríl 2017, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 6. apríl 2017 á tillögu, dags. 14. mars 2017, um breytingu á tekju- og eignamörkum og breytingar á tekjuviðmiðum á matsblaði skv. 4. gr. reglna um félagslegt leiguhúsnæði og sérstakar húsaleigubætur, ásamt fylgiskjölum. R14050077

Samþykkt.

Regína Ásvaldsdóttir og Berglind Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

23. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 7. apríl 2017, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 6. apríl 2017 á tillögu, dags. 23. mars 2017, um innleiðingu á hugmyndafæði endurhæfingar í heimahúsi, ásamt fylgiskjölum. R17040113

Samþykkt.

Regína Ásvaldsdóttir og Berglind Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

24. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 25. apríl 2017:

Lagt er til að velferðarsviði verði falið að gera tillögur að hækkun tekjuviðmiðs Reykjavíkurborgar vegna sérstakra húsnæðisbóta, í samræmi við reglugerð velferðarráðuneytisins um hækkun frítekjumarks húsnæðisbóta. Jafnframt verði útfærðar tillögur að hækkun sérstakra húsnæðisbóta sem verji leigjendur Félagsbústaða fyrir umbeðinni 5% hækkun á leigu. Greinargerð þar sem samantekin áhrif af þessum hækkunum sérstaks húsnæðisstuðnings borgarinnar fyrir einstaklinga og notendur fylgi tillögunum. R16100329

Samþykkt.

Regína Ásvaldsdóttir og Berglind Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

25. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 7. apríl 2017, varðandi tillögu um aukið framlag til barnaheimilisins Óss, ásamt fylgiskjölum. R17040077

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna greiðir atkvæði með auknu framlagi til þegar starfandi sjálfstætt starfandi leikskóla til samræmis við samþykkta stefnumörkun starfshóps um að brúa bilið. Það er hins vegar skoðun fulltrúans að menntun barna eigi að vera endurgjaldslaus og að borgin eigi að sinna menntastofnunum sínum og starfsfólki þeirra af myndugleik og metnaði.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja framlagðar tillögur um fjölgun nemenda í sjálfstætt reknum leikskólum. Mikilvægt er að sjálfstætt reknir leikskólar í Reykjavík fái að vaxa og dafna í samræmi við spurn eftir þjónustu þeirra.

Elísabet Helga Pálmadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

26. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 7. apríl 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 5. apríl 2017 á tillögu um aukið framlag til leikskólans Vinaminnis, ásamt fylgiskjölum. R17040074

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna greiðir atkvæði með auknu framlagi til þegar starfandi sjálfstætt starfandi leikskóla til samræmis við samþykkta stefnumörkun starfshóps um að brúa bilið. Það er hins vegar skoðun fulltrúans að menntun barna eigi að vera endurgjaldslaus og að borgin eigi að sinna menntastofnunum sínum og starfsfólki þeirra af myndugleik og metnaði.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja framlagðar tillögur um fjölgun nemenda í sjálfstætt reknum leikskólum. Mikilvægt er að sjálfstætt reknir leikskólar í Reykjavík fái að vaxa og dafna í samræmi við spurn eftir þjónustu þeirra.

Elísabet Helga Pálmadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

27. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 7. apríl 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 5. apríl 2017 á tillögu um breytt rekstrarleyfi og aukið framlag til Félagsstofnunar stúdenta – Mánagarðs, ásamt fylgiskjölum. R17040076

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna greiðir atkvæði með auknu framlagi til þegar starfandi sjálfstætt starfandi leikskóla til samræmis við samþykkta stefnumörkun starfshóps um að brúa bilið. Það er hins vegar skoðun fulltrúans að menntun barna eigi að vera endurgjaldslaus og að borgin eigi að sinna menntastofnunum sínum og starfsfólki þeirra af myndugleik og metnaði.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja framlagðar tillögur um fjölgun nemenda í sjálfstætt reknum leikskólum. Mikilvægt er að sjálfstætt reknir leikskólar í Reykjavík fái að vaxa og dafna í samræmi við spurn eftir þjónustu þeirra.

Elísabet Helga Pálmadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

28. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 7. apríl 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundasviðs frá 5. apríl 2017 á tillögu um aukið framlag til ungbarnaleikskólans Ársólar, ásamt fylgiskjölum. R17040075

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna greiðir atkvæði með auknu framlagi til þegar starfandi sjálfstætt starfandi leikskóla til samræmis við samþykkta stefnumörkun starfshóps um að brúa bilið. Það er hins vegar skoðun fulltrúans að menntun barna eigi að vera endurgjaldslaus og að borgin eigi að sinna menntastofnunum sínum og starfsfólki þeirra af myndugleik og metnaði.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja framlagðar tillögur um fjölgun nemenda í sjálfstætt reknum leikskólum. Mikilvægt er að sjálfstætt reknir leikskólar í Reykjavík fái að vaxa og dafna í samræmi við spurn eftir þjónustu þeirra.

Elísabet Helga Pálmadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

29. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 7. apríl 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 5. apríl 2017 á tillögu um breytt rekstrarleyfi og aukið framlag til Vinagarðs, leikskóla KFUM og K, ásamt fylgiskjölum. R17040073

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna greiðir atkvæði með auknu framlagi til þegar starfandi sjálfstætt starfandi leikskóla til samræmis við samþykkta stefnumörkun starfshóps um að brúa bilið. Það er hins vegar skoðun fulltrúans að menntun barna eigi að vera endurgjaldslaus og að borgin eigi að sinna menntastofnunum sínum og starfsfólki þeirra af myndugleik og metnaði.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja framlagðar tillögur um fjölgun nemenda í sjálfstætt reknum leikskólum. Mikilvægt er að sjálfstætt reknir leikskólar í Reykjavík fái að vaxa og dafna í samræmi við spurn eftir þjónustu þeirra.

Elísabet Helga Pálmadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 25. apríl 2017:

Lagt er til að unnin verði áætlun um fjölgun vatnshana, krana og annarra leiða til að gera ókeypis vatn aðgengilegra í borginni, með áherslu á skóla, íþróttamannvirki, almenningstorg og útivistarsvæði. Markmiðið er að stuðla að neyslu vatns, draga úr notkun plastumbúða og ýta undir og auðvelda hreyfingu og útivist. Verkefnið verði unnið undir forystu umhverfis- og skipulagssviðs í samráði og samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur (Veitur), með aðkomu skóla- og frístundasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs. R17040153

Samþykkt.

31. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 25. apríl 2017, þar sem fram kemur að á aðalfundi Hörpu ohf. sem haldinn verður 28. apríl nk. verði gerð tillaga um að Arna Schram taki sæti í stjórn félagsins í stað Svanhildar Konráðsdóttur. R17010048

32. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 24. apríl 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 6. apríl 2017 um kostnað við ferð borgarstjóra og föruneytis til Wroclaw í Póllandi. R16070107

33. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 25. apríl 2017:

Lagt er til að tekið verði upp menningar- og heilsukort eldri borgara í Reykjavík frá og með haustinu 2017. Kortið nýtist öllum Reykvíkingum sem hafa náð 67 ára aldri til að fá endurgjaldslausan aðgang að sundlaugum og menningarstofnunum sem reknar eru af Reykjavíkurborg. Þessir afslættir hafa þegar verið innleiddir í fjárhagsáætlun ársins en töluverð brögð eru að því að eldri borgarar þekki ekki til þessara fríðinda eða nýti sér þau ekki til heilsubótar og menningarauka. Jafnframt eru lögð fram til kynningar drög að erindisbréfi starfshóps um menningar- og heilsukort eldri borgara í Reykjavík.

Greinargerð fylgir tillögunni. Jafnframt eru lögð fram drög að erindisbréfi starfshóps um menningar- og heilsukort eldri borgara í Reykjavík. R17040154

Samþykkt.

34. Lagt fram bréf borgarstjóra til dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra, dags. 12. apríl 2017, varðandi mögulegan flutning lögreglustöðvarinnar af Hverfisgötu. R17010282

35. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. apríl 2017:

Lagt er til að leikskólagjöld í Reykjavík verði lækkuð um 200 m.kr. á ársgrundvelli í samræmi við samstarfsyfirlýsingu meirihluta borgarstjórnar í ljósi niðurstöðu ársreiknings Reykjavíkurborgar 2016. Lækkuninni var frestað til að auka mætti fjárframlög til skólastarfs sl. haust. Fjármálaskrifstofa og skóla- og frístundasvið útfæri lækkunina með vísun til viðkomandi fjárheimilda og leggi fyrir borgarráð. R17040159

Frestað.

36. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. apríl 2017:

Lagt er til að borgarráð samþykki tillögu stýrihóps um tilraunaverkefni um styttingu vinnudags án launaskerðingar. Stýrihópurinn leggur til að tilraunatímabil fyrir alla starfsstaðina sem þegar taka þátt í verkefninu, fyrir utan Laugardalslaug, verði framlengt til 1. nóvember 2017. Í millitíðinni verði frekari gagna aflað, samstarf við starfshóp ríkisins um tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar verði eflt auk þess sem samstarf verði haft við háskólasamfélagið um áhrif styttingar vinnuvikunnar á ólíka þætti. Kannaður verður áhugi tveggja fagsviða borgarinnar á að fleiri starfsstaðir komi inn í verkefnið.

Greinargerð fylgir tillögunni. Jafnframt er lögð fram áfangaskýrsla um tilraunaverkefnið, dags. í apríl 2017. R14050127

Samþykkt.

37. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi fundargerðir frá fundum borgarstjóra með fulltrúum stjórnvalda, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. mars 2017. Jafnframt er lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara frá 19. apríl 2017, ásamt fylgiskjali. R17010089

Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata að vísa tillögunni frá með vísan til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

38. Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fjölgun lóða í Úlfarsárdal, sbr. 1. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 7. febrúar 2017. Jafnframt er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. mars 2017. R17020065

Tillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Nú þegar eru 765 íbúðir í Úlfársárdal skv. gildandi deiliskipulagi og áætlað er að yfirstandandi deiliskipulagsvinna geti fjölgað þeim um allt að 500. Úthlutun lóða bíður þess að sú vinna klárist. Ákveði borgarráð að fjölga íbúðum til samræmis við fyrirliggjandi tillögu myndi það krefjast umfangsmikilla breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur sem myndi tefja úthlutun enn frekar. Til að bregðast við húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins hefur nú verið lögð fram húsnæðisáætlun í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir þar sem fram kemur að nú þegar eru 2.500 íbúðir á framkvæmdastigi í Reykjavík. Aðrar 2.500 eru tilbúnar til uppbyggingar og um 4.000 eru í formlegu deiliskipulagsferli auk 10.000 íbúða í þróun. Sú tillaga sem hér liggur fyrir myndi ekki gera neitt til leysa húsnæðisvandann á höfuðborgarsvæðinu. Það verður best gert með því að vinna rösklega að þeim áætlunum sem fyrir liggja.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir undrun á því að tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 7. febrúar sl. um fjölgun lóða í Úlfarsárdal skuli fyrst fá umfjöllun í borgarráði í dag, 27. apríl, tæpum þremur mánuðum eftir að samþykkt var í borgarstjórn að vísa henni til borgarráðs. Þegar hún loks kemur til borgarráðs með umsögn er hún felld af meirihlutanum. Seinagangur meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar við afgreiðslu tillögunnar undirstrikar þann vandræðagang sem einkennir meirihlutann í húsnæðis- og lóðamálum hjá Reykjavíkurborg. Allt að 5000 íbúðir vantar nú þegar og svo vel yfir 1000 íbúðir árlega alveg til ársins 2030 miðað við stöðu mála í dag og áætlanir. Þrátt fyrir þessa stöðu heldur meirihlutinn sig við óbreytta stefnu um að úthluta ekki nýjum lóðum heldur styðjast nánast eingöngu við lóðir á þéttingarsvæðum þar sem ljóst er að íbúðir eru miklum mun dýrari en ef borgin úthlutaði sjálf fleiri lóðum. Skortur í húsnæðismálum og óeðlilega mikil þensla á húsnæðismarkaði markast af skorti sem er heimtilbúinn og í boði meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar í Borgarstjórn Reykjavíkur.

39. Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 4. apríl 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina um breytingar á starfsemi velferðarsviðs að Rangárseli 16-20, sbr. 49. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. mars 2017. R17030298

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

Samkvæmt þessu svari er ljóst að Reykjavíkurborg telur ekki þörf á kynningu þegar verið er að breyta starfsemi þannig að styrkt búseta rýmist innan búsetakjarnans að Rangárseli, og þannig að íbúar þurfi sólarhrings vakt og sérstakan forstöðumann. Verður að telja það afar hæpna túlkun á nábýlis- og grenndarrétti lögfræðinnar. Þá er því slegið föstu að ekki standi til að halda opinn íbúafund, né heldur að kynna með öðrum hætti þessar breytingar til nærsamfélagsins. Kallað er eftir samráðsvilja og upplýsingaást meirihlutans gagnvart íbúum Seljahverfis í þessu máli.

40. Lagt fram svar regluvarðar Reykjavíkurborgar frá 19. apríl 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um skýrslu regluvarðar, sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. mars 2017. R17030222

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Miður er að borgarráð hafi aldrei á kjörtímabilinu fengið kynningu regluvarðar í samræmi við lagaskyldu, sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 1050/2012.

41. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. apríl 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lokun skiptistöðvar á Hlemmi, sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. mars 2017. R17030087

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að ekki hafi verið farið eftir samþykkt borgarráðs frá 17. mars 2016 um að húsnæði skiptistöðvarinnar að Hlemmi yrði opið fyrir strætisvagnafarþega á aksturstíma strætisvagna á meðan unnið væri að breytingum á húsnæðinu. Þegar tillagan var samþykkt á sínum tíma fékk borgarráð upplýsingar um að vel væri mögulegt að standa þannig að framkvæmdum að hluti hússins yrði opinn meðan á þeim stæði. Skýtur skökku við að nú skuli því vera haldið fram að ekki hafi komið til greina að hafa húsið opið á framkvæmdatíma. Vakin er athygli á því að til stóð að umræddum framkvæmdum yrði lokið sumarið 2016. En það gekk ekki eftir og er húsið enn harðlokað farþegum, sem þurfa að bíða utandyra í kulda og trekki. Ítrekuð er ósk um greinargerð um málið þar sem fram komi upplýsingar um kostnað, helstu tímasetningar og hvenær fyrirhugað er að opna biðskýlið að nýju fyrir farþegum.

42. Lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 21. apríl 2017, um tillögu til þingsályktunar um opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, 156. mál. R17040067

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir sitja hjá við afgreiðslu hér. Í desember 2014 lögðum við fram tillögu um að farið yrði í samningaviðræður á milli borgarinnar og byggingaraðila um að byggingum og byggingarmagni við brautarendann á neyðarbrautinni yrði breytt þannig að allir gætu vel við unað og brautin héldist opin og uppbygging gæti átt sér stað, þeirri tillögu var hafnað af meirihlutanum. Hefði sú tillaga verði samþykkt hefði verið auðvelt að opna þessa braut aftur, en Alþingi svaf á verðinum.

43. Lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 25. apríl 2017, um tillögu til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 270. mál. R17040070

Samþykkt.

44. Lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 26. apríl 2017, um þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun 2018-2022, 402. mál. Jafnframt er lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. apríl 2017. R17040136

Samþykkt.

Borgarráð samþykkir umsögn fjármálaskrifstofu um þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun 2018-2022 og vísar jafnframt til umsagnar Reykjavíkurborgar til Alþingis um frumvarp til laga um opinber fjármál.

45. Lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 18. apríl 2017, um frumvarp til laga um tekjustofn sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 306. mál. R17030270

Samþykkt.

46. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 3. apríl 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki framsal lóðarréttinda og lóðarhafaskipti vegna Friggjarbrunns 39-41, ásamt fylgiskjölum. R17040001

Samþykkt.

47. Lagt fram bréf kjaranefndar Reykjavíkurborgar, dags. 6. apríl 2017, þar sem óskað er eftir umsögn og upplýsingum vegna starfa embættismanna Reykjavíkurborgar. R17040151

Frestað.

48. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Fyrir ári síðan skrifuðu Reykjavíkurborg og samtökin Social Progress Imperative undir viljayfirlýsingu um að Reykjavík yrði fyrsta borgin í Evrópu til að taka upp sérstaka samfélagsvísitölu sem mælir gæði samfélagsinnviða eða Social Progress Index en endanlegt markmið með því væri að tryggja lífskjör íbúanna, en þetta átti að vera fyrsta skrefið í þeim leiðangri að sjá hvar Reykjavík standi og hvar borgin geti bætt sig, „tilgangurinn er að kortleggja hvernig við tryggjum þarfir íbúanna, hvernig við göngum úr skugga um að íbúar hafi jöfn tækifæri og hvernig við gætum velferðar þeirra sem hér búa.“ Þá kemur fram að í því skyni að búa til þessa nýju vísitölu fyrir Reykjavíkurborg munu samtökin kortleggja allar stofnanir samfélagsins á breiðum grunni auk þess sem skoðað verði hvað íbúunum finnst einkenna Reykjavík sem sveitarfélag og um gæði félagslegra innviða í borginni. Framsókn og flugvallavinir óska eftir upplýsingum um hvar þetta verkefni er statt og hver niðurstaðan er úr þessu samstarfi og hvaða kostnaður hafi hlotist af samstarfi til dagsins í dag. R16040212

49. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Gerð er tillaga um að sú hækkun fæðisgjalda nemenda í grunnskóla sem lögð var á haustið 2016 verði tekin til baka, í ljósi niðurstöðu ársreiknings 2016. R17040175

Frestað.

50. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Gerð er tillaga um að hækkanir umfram raun vísitölubreytingar á velferðarsviði sem lagðar voru fram og samþykktar voru í fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárið 2017 verði dregnar til baka í ljósi niðurstöðu ársreiknings 2016. R17040176

Frestað.

51. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Óskað er eftir upplýsingum um hvernig Reykjavíkurborg ætli sér að koma til móts við þá íbúa Rangársels sem ekki fá húsaleigubætur, en því hefur ítrekað verið haldið fram af hálfu embættismanna við íbúa hússins. R15050131

52. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja til að vinnulagi meirihlutans varðandi aðgengi borgarfulltrúa að ársreikningi borgarinnar verði breytt þannig að allir borgarfulltrúar fái ársreikning á lykli á sama tíma en ekki einungis borgarráðsfulltrúar sem hafa lögbundið hlutverk varðandi afgreiðslu ársreiknings til ytri endurskoðunar. Núverandi vinnulag þýðir að helmingur borgarfulltrúa hefur ekki tækifæri til að rýna ársreikninginn og undirbúa sig með sama hætti og fulltrúar í borgarráði. R17040177

Frestað.

Fundi slitið kl. 13.43

Sigurður Björn Blöndal

Halldór Auðar Svansson Halldór Halldórsson

Líf Magneudóttir Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir

Heiða Björg Hilmisdóttir Kjartan Magnússon