Borgarráð - Fundur nr. 5448

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2017, fimmtudaginn 30. mars, var haldinn 5448. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.04. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir, Hjálmar Sveinsson, og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Hrólfur Jónsson, Birgir Björn Sigurjónsson, Hallur Símonarson, Kristbjörg Stephensen, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 6. og 13. mars 2017. R17010030

2. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 23. mars 2017. R17010032

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 20. mars 2017. R17010009

4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 24. mars 2017. R17010015

5. Lögð fram fundargerð ofbeldisvarnarnefndar frá 20. mars 2017. R17010036

6. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 20. febrúar og 7. mars 2017. R17010025

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 24. mars 2017. R17010023

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 17. mars 2017. R17010027

9. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 29. mars 2017. R17010021

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R17020248

11. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R17010042

Samþykkt að veita Með oddi og egg ehf. styrk að fjárhæð kr. 800.000 kr. fyrir útgáfu hverfablaðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða og hverfablaðs Miðborgar og Hlíða.

Samþykkt að veita Félagi fagfólks í frítímaþjónustu styrk að fjárhæð kr. 750.000 vegna Bootcamp for Youth Workers.

Öðrum styrkumsóknum er hafnað.

12. Fram fer kynning á drögum að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar.

Vísað til borgarstjórnar, velferðarráðs og umhverfis- og skipulagsráðs.

Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Gréta Björg Egilsdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Marta Guðjónsdóttir, Svavar Jósefsson, Ámundi Brynjólfsson og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R17030164

13. Fram fer kynning á skýrslu VSÓ ráðgjafar um áhrif ferðaþjónustu á húsnæðis- og vinnumarkað í Reykjavík.

Elín Oddný Sigurðardóttir, Gréta Björg Egilsdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Marta Guðjónsdóttir, Svavar Jósefsson, Ámundi Brynjólfsson, Haraldur Sigurðsson, Sverrir Bollason, Vignir Jónsson og Yngvi Harðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R17030164

- Kl. 10.25 víkur Áslaug Friðriksdóttir af fundinum og Marta Guðjónsdóttir tekur þar sæti.

- Kl. 10.35 víkur Halldór Auðar Svansson af fundinum og Þórgnýr Thoroddsen tekur þar sæti.

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. mars 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. mars 2017 á auglýsingu um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í starfsemi við götuhliðar, markmið um virkar götuhliðar, skilgreiningu landnotkunar og sérákvæði um starfsemi, göngugötur og torg og almenn markmið um miðborgina, ásamt fylgiskjölum. R11060102

Samþykkt.

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. mars 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. mars 2017 á auglýsingu um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Norðlingaholts, ásamt fylgiskjölum. R11060102

Samþykkt.

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. mars 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. mars 2017 á bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. mars 2017, ásamt samningi Bílastæðasjóðs og Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 23. febrúar 2017, um innheimtu og úrvinnslu vegna stöðvunarbrotagjalda Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur, ásamt fylgiskjölum. R17030253

Samþykkt.

Kolbrún Jónatansdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. mars 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs á bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. mars 2017, þar sem lagt er til að hluti bílastæða á lóð Domus Medica að Egilsgötu 3 verði gerð gjaldskyld, ásamt fylgiskjölum. R17030245

Samþykkt.

Kolbrún Jónatansdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. mars 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. mars 2017 á bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. mars 2017, þar sem lagt er til að almenn bílastæði við Hólavallagötu og Hávallagötu milli Garðastrætis og Blómvallagötu verði gerð gjaldskyld, ásamt fylgiskjölum. R17030251

Samþykkt.

Kolbrún Jónatansdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. mars 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við nýja göngubrú yfir Breiðholtsbraut við Norðurfell ásamt tilheyrandi stígum, ásamt fylgiskjölum. R17030256

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 11.07 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

20. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 27. mars 2017, þar sem lagt er til að tillögur stýrihóps um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði samþykktar, vísað til meðferðar skóla- og frístundasviðs og fjármagnaðar með breyttri ráðstöfun fjárheimildar vegna inntöku mars-apríl barna. R16050104

Samþykkt.

Skúli Helgason, Helgi Grímsson og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

21. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 24. mars 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 22. mars 2017 á tillögu skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar og áheyrnarfulltrúa Pírata vegna umsóknar Landakotsskóla um aukið framlag, ásamt fylgiskjölum. R17030254

Samþykkt.

Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna samþykkir fjölgun í alþjóðadeild Landakotsskóla vegna sérstakra aðstæðna sem hafa skapast annars staðar í skólakerfinu. Hins vegar er stefna Vinstri grænna sú að menntun eigi að vera gjaldfrjáls og að rekstrarformið sé ekki forsenda fjölbreytni menntunar. Það er einnig skoðun fulltrúans að Reykjavíkurborg eigi sjálf að sjá um að koma upp alþjóðadeild í borgarreknum skóla/um.

22. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 27. mars 2017, varðandi endurskoðaða aðgerðaáætlun ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar 2017-2020, ásamt fylgiskjölum. R17030257

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Í tengslum við áætlaða árlega endurskoðun aðgerðaáætlunar ferðamála er mjög mikilvægt að mælingar séu gerðar á þeim helstu markmiðum sem unnið er að. Grunnstoðir, vöruþróun, kynningarmál, gæði og ábyrgð á stefnunni auk þess að vera með síbreytilegar skilgreiningar á þolmörkum og forgangsröðun í innviðauppbyggingu eru allt þættir sem nauðsynlegt er að fylgjast með, með markvissum hætti.

Áshildur Bragadóttir og Elsa H. Yeoman taka sæti á fundinum undir þessum lið.

23. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um bætta strætisvagnatenginu í Skerjafirði, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. febrúar 2017. Jafnframt er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs frá 17. mars 2017. R17020014

Frestað.

24. Lagt fram svar Strætó bs., dags. 9. mars 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi strætisvagnaakstur um Reynisvatnsveg, sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. ágúst 2016. R16080093

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Furðu sætir að það skuli hafa tekið rúma sjö mánuði að fá rökstuðning lagðan fram í borgarráði fyrir þeim ákvörðunum að skerða strætisvagnaþjónustu verulega í eystri hverfum borgarinnar. Með brotthvarfi leiðar 26, Spöngin-Keldnaholt-Úlfarsárdalur-Grafarholt-Árbær-Selás, féll niður bein tenging íbúa Grafarholts-Úlfarsárdals við Árbæjarhverfi en þangað sækja þeir margvíslega þjónustu, m.a. heilsugæslu og velferðarþjónustu. Einnig var þjónusta skert með því að leið 16, Hlemmur-Sæbraut-Ártúnsholt-Árbær-Selás, hætti akstri um helgar. Með því að hætta akstri um Reynisvatnsveg hefur þjónusta verið skert við fjölmenna íbúabyggð sem þar er, m.a. stúdentagarða, en við byggingu þeirra á sínum tíma voru gefin sérstök fyrirheit um að séð yrði til þess að þeir yrðu vel tengdir strætisvagnakerfi borgarinnar. Ljóst er að umrædd þjónustuskerðing Strætó bs. kemur verst niður á íbúum Grafarholts, Úlfarsárdals, Árbæjar, Ártúnsholts, Seláss og Grafarvogs sem og þeim strætisvagnafarþegum er eiga erindi í þessi hverfi.

25. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags 14. mars 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um kynningar í skipulagsmálum, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. október 2016. R16100036

26. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 28. mars 2017, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að framlengja tilraunaverkefni um styttingu vinnudags á umhverfis- og skipulagssviði um einn mánuð eða til 1. maí nk. R14050127

Samþykkt.

27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. mars 2017, ásamt fylgiskjölum:

Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að samningi um samstarf milli Reykjavíkur og Wroclaw í Póllandi. R16070107

Samþykkt.

28. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. mars 2017, ásamt fylgiskjölum:

Lagt er til að borgarráð samþykki að fela innkaupadeild að hefja samantekt gagna til undirbúnings útboðs á ytri endurskoðunarþjónustu í samvinnu við stjórnir félaga innan samstæðu Reykjavíkurborgar í samræmi við fyrirliggjandi bókun endurskoðunarnefndar í máli IE13040001. R17030237

Samþykkt.

29. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. mars 2017, ásamt fylgiskjölum:

Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagða kostnaðaráætlun vegna málefna miðborgar. Áætlunin tekur til kostnaðar vegna verkefnisstjórnar og verkefnisstjóra miðborgarmála sem og kostnaðar vegna stofnunar miðborgarsjóðs. Kostnaður vegna verkefnastjóra og verkefna á vegum hans og verkefnastjórnar eru 16.3 m.kr. og kostnaður vegna miðborgarsjóðs er 30 m.kr. Alls 46.3 m.kr. sbr. viðauka við fjárhagsáætlun vegna málefna miðborgar. Þá eru drög að erindisbréfi verkefnisstjórnar miðborgarmála lögð fram til kynningar.

Greinargerð fylgir tillögunni. R15010232

Samþykkt.

30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 28. mars 2017, ásamt fylgiskjölum:

Lagt er til að samgöngusamningar verði teknir í notkun hjá Reykjavíkurborg frá og með 1. september nk. Markmiðið með samgöngusamningum er að hækka hlutfall starfsmanna sem nýta vistvænar samgöngur vegna ferða til og frá vinnu og/eða vegna ferða í þágu vinnuveitanda. Greiðslur vegna samgöngusamninga nemi 72 þúsundum króna á ársgrundvelli fyrir starfsfólk í 50%-100% starfi en 36 þúsundum  króna fyrir starfsfólk í 33%-49% starfi. Mannauðsdeild Ráðhúss er falin innleiðing samgöngusamninga og að leggja fram mat á kostnaði vegna innleiðingar þeirra fyrir 1. september nk.

Greinargerð fylgir tillögunni. R17030262

Samþykkt með 6 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

31. Lagt fram erindi hjúkrunarheimilisins Eirar, dags. 10. mars 2017, þar sem óskað er eftir því að Reykjavíkurborg skipi 7 fulltrúa og 4 til vara til fjögurra ára í fulltrúaráð Eirar. R17030177

Samþykkt að skipa Einar Jón Ólafsson, Berglindi Magnúsdóttur, Óla Jón Hertervig, Helgu Jónu Benediktsdóttur, Magnús Má Guðmundsson, Evu Einarsdóttur og Halldór Frímannsson og til vara Ingibjörgu Guðmundsdóttur, Guðbrand Guðmundsson. Sigurð Björn Blöndal og Ingibjörgu Bjarnadóttur.

32. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. mars 2017:

Lagt er til að borgarráð samþykki tillögu um stofnun bataskóla að erlendri fyrirmynd í samstarfi við Geðhjálp og er verkefnið til þriggja ára. Heimiluð verði árleg tilfærsla kr. 15.000.000 á milli kostnaðarstaðar F1700 (fjárhagsaðstoð) á kostnaðarstað V1120, verkefni F5480 (bataskóli).

Greinargerð fylgir tillögunni. R16120043

Samþykkt.

33. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 17. febrúar 2017, varðandi kaup á átta nýjum rýmum í vinnu- og virknimiðaðri stoðþjónustu. Jafnframt er lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. 13. mars 2017. R16070008

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina samþykkir fyrirliggjandi tillögu um að bæta við á átta nýjum rýmum í vinnu- og virknimiðaðri stoðþjónustu svo að ekki verði rof í þjónustu við þá fötluðu einstaklinga sem að eru að útskrifast úr framhaldsskóla í vor. Einnig er mikilvægt að velferðarráðuneytið komi til móts við þá ósk velferðarsviðs að Reykjavíkurborg fái greidd daggjöld vegna vinnumiðaðrar stoðþjónustu við fatlaða aldraða sem eru 67 ára og eldri og geta ekki nýtt sér hefðbundin úrræði.

34. Lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. 24. mars 2017, um frumvarp til laga um tekjustofn sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars), 120. mál. R17030132

Samþykkt með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn tillögunni. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

Vísað til borgarstjórnar.

35. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 27. mars 2017, með viðaukum við fjárhagsáætlun 2017. R17020176

Vísað til borgarstjórnar.

36. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. mars 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð staðfesti meðfylgjandi samkomulag um jarðvinnu á RÚV-reit, ásamt fylgiskjölum. R16070071

Samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

37. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. mars 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi samkomulag eignasjóðs Reykjavíkurborgar við Skugga 4 um kaup á 15 íbúðum af félaginu. R16070071

Samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgaráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Ljóst er að það stendur ekki steinn yfir steini í áætlunum og yfirlýsingum meirihlutans í húsnæðismálum. Fyrst stóð til að borgin ætti 40 íbúðir sem dreifðar væru um svæðið en nú er verið að kaupa 7 og 8 íbúðir á sitthvorri lóðinni. Kaupverð hvers birts fermetra í íbúðunum (ásamt meðfylgjandi geymslu) er kr. 438.400. Við sitjum hjá í þessu máli þar sem við teljum að það hefði þurft að gera enn betur í fjölda íbúða og lágmark að standa við gerð samningsmarkmið um 40 íbúðir.

Borgaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Það er rangt að samþykktir borgarinnar hafi verið um að borgin eignaðist 40 íbúðir á svæðinu. Hið rétta er að kveðið var á um að 40 íbúðir skyldu að lágmarki vera leiguíbúðir, óháð eignarhaldi. Auk þess yrði um kauprétt Félagsbústaða að ræða. Fyrirliggjandi samningar eru í samræmi við þessi samningsmarkmið.

38. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 27. mars 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki sölu fasteignar með fastanúmer 203-8423 sem stendur á heildarlóð Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, ásamt fylgiskjölum. R17030248

Samþykkt.

39. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 24. mars 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki aðilaskipti á handhafa lóðarréttinda og byggingarréttar að Nýlendugötu 34, ásamt fylgiskjölum. R17030235

Samþykkt.

40. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 24. mars 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi samning um lóðarvilyrði gegn greiðslu á Hólmsheiði. R17030163

Samþykkt.

41. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 24. mars 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita Símanum lóðarvilyrði fyrir lóð við Hólmsheiði undir rekstur gagnavers. R17030163

Samþykkt.

42. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 24. mars 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki aðilaskipti á handhafa lóðarréttinda og byggingarréttar að Lautarvegi 34, ásamt fylgiskjölum. R17030239

Samþykkt.

43. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 24. mars 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Haukdælabraut 1. R17010255

Samþykkt.

44. Lagt er til að Líf Magneudóttir taki sæti í stýrihópi um atvinnu- og virkniúrræði á vegum Reykjavíkurborgar í stað Hermanns Valssonar. R16120085

Samþykkt.

- Kl. 12.28 víkur Líf Magneudóttir af fundinum.

45. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Óskað er eftir upplýsingum um hvernig mati á þjónustu Ferðaþjónustunnar er háttað. Hvernig koma notendur með athugasemdir, kvartanir eða tillögur til úrbóta, eða eru gerðar þjónustukannanir. Er haft beint samanband við notendur eða aðstandendur? Er farið sérstaklega yfir það hvernig má bæta þjónustuna fyrir hópa eins og einhverf börn í grunnskólum sem þarf að taka sérstakt tillit til, þroskaheftra eða annarra slíkra hópa. Hefur verið kannað hvaða hópar fatlaðra eiga oftar ónotaðar ferðir þar sem viðkomandi kom ekki í pantaðan bíl og hefur verið kannað hverjar orsakir ónotaðra ferða eru? R17030293

46. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Samkvæmt borgarráðssamþykkt frá mars 2010 er fjallað um að skóladagatal grunnskóla sé grundvöllur að samstarfi skóla og frístundar um þjónustu við börn. Á skóladagatalinu eiga að koma fram allir frídagar og óhefðbundnir skóladagar. Frídagar eru jólafrí, páskafrí, samstarfsdagar kennara og samstarfsdagar skóla. Foreldrum stendur þjónusta til boða fyrir þau börn/ungmenni sem eru skráð á þessa frídaga og greiða fyrir það ákveðið gjald á dag fyrir utan hefðbundinn opnunartíma. Hvernig er því háttað þegar fötluð börn eiga í hlut þegar um óhefðbundna skerta skóladaga er að ræða? Stöðum sem sjá um að veita lengda viðveru ber ekki að brúa kostnaðarbilið sem myndast ef skóladagar eru skertir. Hvernig er þessu málum háttað? Hafa skólarnir í Reykjavík mætt kostnaði sem myndast hjá stöðum sem taka við börnum eftir skóla? Hefur skólum verið boðin sú þjónusta en hafnað því vegna þess að ekki er gert ráð fyrir því fé á fjárhagsáætlun? R17030294

47. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Fyrir liggur mikil uppbygging á svokölluðum BYKO reit á horni Hringbrautar, Framnesvegar og Sólvallagötu, eða 15.700 fm af byggingarmagni og þar af 70 íbúðir ásamt gististað og verslun og þjónustu. Þessi uppbygging er í miklu nábýli við Vesturbæjarskóla sem er þéttsetinn af börnum, ásamt því sem börn svæðisins sækja síðan efsta stig grunnskóla í Hagaskóla og þurfa að fara yfir Hringbraut, a.m.k. Því er óskað eftir upplýsingum um hvort að úttekt hafi farið fram, eða gert umferðarmódel vegna fyrirhugaðrar aukningar á bílaumferð um vestasta hluta Hringbrautar, þ.e.a.s. frá gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar og niður að Ánanaustum. Hver er áætluð aukning? Til hvaða aðgerða hyggst borgin grípa til að tryggja samgönguleiðir barnanna til og frá skóla og íþróttamannvirkja á KR-svæðinu, vegna aukningar á umferð? R17030296

48. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Óskað er skýringar á því hvernig það má vera að tvær sjálfstæðar fyrirspurnir, annars vegar frá Sjálfstæðisflokki og hins vegar Framsókn og flugvallarvinum fái sama númer R15050131 í fundargerð frá fundi borgarráðs nr. 5360 frá 21. maí 2015, liðir 45 og 47. R17030297

49. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina:

Um árabil hefur verið rekinn íbúðakjarni fyrir fatlað fólk að Rangárseli 16-20 í góðri sátt við íbúa hverfisins. Nú standa yfir breytingar á húsinu, sem m.a. felast í uppsetningu hárra öryggisgirðinga og er jafnframt gert ráð fyrir breytingum á íbúahópi þess. Óskað er eftir upplýsingum um þessar breytingar og hvort þær áhyggjur íbúa hverfisins, hvort þarna verði íbúar sem með einhverjum hætti geti talist ógn við umhverfi sitt, eigi við rök að styðjast. Hyggst velferðarsvið halda samráðsfund með íbúum í nágrenninu vegna þessara breytinga? R17030298

50. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Í tengslum við bókun okkar undir lið 22 í fundargerð leggjum við fram þá tillögu að borgarráð fái kynningu frá sérhæfðu þjónustumælingarfyrirtæki um tækifæri og lausnir sem Reykjavíkurborg þarf að huga að við þjónustumælingar á sviði ferða- og menningarmála og innviðauppbyggingu í tengslum við fjölgun ferðamanna í höfuðborginni. R17030299

Frestað.

51. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgaráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallavina og Sjálfstæðisflokksins

Borgarráðsfulltrúar Framsóknar og flugvallavina og Sjálfstæðisflokksins leggja fram þá tillögu að ákvörðun borgarstjórnar frá 20. desember 2016 um færslu íbúða í Seljahlíð frá eignasjóði yfir til Félagsbústaða verði dregin til baka, þar sem beinlínis rangar og ófullnægjandi upplýsingar lágu til grundvallar ákvörðuninni og allt bendir til þess að meginreglur stjórnsýslulaganna hafi verið brotnar við töku ákvörðunarinnar.

Greinargerð fylgir tillögunni. R17030300

Frestað.

Fundi slitið kl. 12.35

Sigurður Björn Blöndal

Kjartan Magnússon Þórgnýr Thoroddsen

Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir