Borgarráð - Fundur nr. 5445

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2017, fimmtudaginn 9. mars, var haldinn 5445. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.09. Viðstödd voru Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Halldóra Káradóttir, Guðlaug Sigurðardóttir, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir og Bjarni Þóroddsson.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Breiðholts frá 26. janúar og 21. febrúar 2017. R17010006

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 23. febrúar 2017. R17010013

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 24. febrúar 2017. R17010023

4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. mars 2017. R17010021

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R17020248

6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R17030033

- Kl. 9.12 tekur borgarstjóri sæti á fundinum ásamt Pétri Ólafssyni.

7. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði.

Lagt er til að veita FC Sækó styrk að fjárhæð kr. 280.000. vegna keppnisferðar.  R17010042

Samþykkt.

8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. febrúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. febrúar 2017 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi reits 1.254, Kennaraháskólinn. R16030162

Samþykkt.

9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. mars 2017, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. mars 2017 á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna lóðarinnar nr. 28a við Lokastíg. R17030046

Borgarráð staðfestir synjun umhverfis- og skipulagsráðs.

10. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. mars 2017:

Lagt er til að borgarráð samþykki að vísa tillögum samgöngustjóra, dags. 27. febrúar 2017, um lengri þjónustutíma strætisvagna á kvöldin og næturakstur strætisvagna um helgar til meðferðar stjórnar Strætó bs.

Greinargerð fylgir tillögunni ásamt bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. mars 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. mars á tillögum um kvöld- og næturakstur.  R17030043

Samþykkt.

Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Borgarráð tekur undir hugmyndir um kvöld- og næturakstur Strætó og hvetur til samstöðu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um verkefnið undir forystu stjórnar Strætó.

11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. mars 2017, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að bjóða út framkvæmdir við endurgerð og lagfæringar á lóðum við leik og grunnskóla. Áætlaður kostnaður er 425 m.kr. og framkvæmdatími frá maí til ágúst 2017. R17030055

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir að ráðist verði í eftirfarandi aðgerðir auk þeirra framkvæmda sem fyrirhugaðar eru í tengslum við endurgerð skólalóða í borginni: Sparkvöllur með gervigrasi (battavöllur) verði lagður við Brúarskóla. Sparkvöllur með gervigrasi (battavöllur) verði lagður við Hvassaleitisskóla. Aðkoma að Fálkaborg verði lagfærð m.t.t. umferðaröryggis og að bifreiðastæðum verði fjölgað.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 9.49 tekur Elsa Hrafnhildur Yeoman sæti á fundinum.

12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. mars 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili að bjóða út framkvæmdir vegna nýrrar forgangsakreinar fyrir strætó á Miklubraut við Klambratún, lagningu á nýjum göngu- og hjólastígum auk hljóðvarna. Áætlaður kostnaður er 170 m.kr. og framkvæmdatími er maí til október 2017. R17030054

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. mars 2017, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til þess að bjóða út framkvæmdir vegna nýrra forgangsakreinar fyrir Strætó á Miklubraut við Rauðagerði, lagningu á nýjum göngu- og hjólastíg auk hljóðvarna. Áætlaður kostnaður er 100 mkr. og framkvæmdatími er maí til október 2017. R17030054

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. mars. 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. mars 2017 á reglum varðandi afnot af borgarlandinu vegna skilta og útstillinga. R17030045

Vísað til borgarstjórnar.

Hjalti Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 10.07 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

15. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 6. mars 2017, þar sem uppbyggingaráætlun í sértækum húsnæðisúrræðum, dags. 20. febrúar 2017, er lögð fram til kynningar. R17030049

Vísað til vinnu við gerðar fjárhagsáætlunar og húsnæðisáætlunar.

Berglind Magnúsdóttir, Ólafía Magnea Hinriksdóttir og Jóna Guðný Eyjólfsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

16. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 6. mars 2017, þar sem minnisblað um eftirlit með gæðum í framkvæmd þjónustu velferðarsviðs, dags. 21. febrúar, er lagt fram til kynningar. R17030052

17. Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 27. febrúar 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um 3. gr. samnings Reykjavíkurborgar og Útlendingastofnunar sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. nóvember 2016. R11060051

18. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 7. mars 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um heildarlaunakostnað hvers stjórnmálaflokks árið 2015 sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. september 2016. R16090220

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Í þessu svari er launakostnaði Samfylkingarinnar skipt í tvennt og laun borgarstjóra tekin út. Í fyrirspurninni var ekki spurt sérstaklega um launakostnað borgarstjóra, enda hefur það verið gert í annarri fyrirspurn sem svarað var í desember 2016. Samkvæmt svari þessu er heildarlaunakostnaður Samfylkingarinnar á árinu 2015 kr. 109.697.372.

19. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 6. mars 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um heildarkostnað vegna utanlandsferða hvers stjórnmálaflokks árið 2015 sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. september 2016. R16010109

20. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. mars 2017, með yfirliti yfir ferðir starfsmanna Reykjavíkurborgar og kjörinna fulltrúa frá október-desember 2016. R16110134

21. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli nr. 392/2016, Red I ehf. gegn Reykjavíkurborg. R15060074

22. Lagt fram bréf borgarstjóra til heilbrigðisráðherra, dags. 2. mars. 2017, um mögulega aðkomu Reykjavíkurborgar að uppbygging hjúkrunarheimila ásamt fylgiskjölum. R15060203

23. Lagt fram bréf borgarstjóra til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dags. 28. febrúar 2017, um griðasvæði hvala og hvalaskoðunarsvæði í Faxaflóa. R14120133

24. Lagt fram að nýju bréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 11. janúar 2017, þar sem óskað er eftir að Reykjavíkurborg tilnefni tvo fulltrúa og jafn marga til vara í skólanefndir Fjölbrautaskólans í Breiðholti, Fjölbrautaskólans við Ármúla, Kvennaskólans í Reykjavík, Menntaskólans í Reykjavík, Menntaskólans við Hamrahlíð og Menntaskólans við Sund, sbr. 40. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. febrúar 2017, og bréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 12. janúar 2017, þar sem óskað er eftir að Reykjavíkurborg tilnefni einn fulltrúa og einn til vara í skólanefnd Borgarholtsskóla. R17010139

Samþykkt að tilnefna Láru Óskarsdóttur og Ingvar Sverrisson í skólanefnd Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Andreu M. Gunnarsdóttur og Þórarinn Snorra Sigurgeirsson til vara.

Samþykkt að tilnefna Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttir og Elínu Oddnýju Sigurðardóttur í skólanefnd Fjölbrautaskólans við Ármúla og Orra Pál Jóhannesson og Trausta Harðarson til vara.

Samþykkt að tilnefna Örn Þórðarson og Evu Einarsdóttur í skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík og Elísabetu Gísladóttur og Sigurð Björn Blöndal til vara.

Samþykkt að tilnefna Borgar Þór Einarsson og Ingibjörgu Stefánsdóttur í skólanefnd Menntaskólans í Reykjavík og Herdísi Önnu Þorvaldsdóttur og Önnu Dröfn Ágústsdóttur til vara.

Samþykkt að tilnefnda Margréti Norðdahl og Karl Sigurðsson í skólanefnd Menntaskólans við Hamrahlíð og Þorgerði L. Diðriksdóttur og Hrefnu Guðmundsdóttur til vara.

Samþykkt að tilnefna Nóa Kristinsson og Jórunni Pálu Jónasdóttur í skólanefnd Menntaskólans við Sund og Kristínu Elfu Guðnadóttur og Andra Heiðar Kristinsson til vara.

Samþykkt að tilnefna Grétar Halldór Gunnarsson í skólanefnd Borgarholtsskóla og Guðbrand Guðmundsson til vara.

25. Lagðar fram tillögur matsnefndar vegna veitingu stofnframlaga, dags. 7. mars 2017, vegna umsókna Bjargar íbúðafélags hses. og Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins, um stofnframlög frá Reykjavíkurborg. Einnig er lögð fram greinargerð matsnefndar, dags. 8. mars 2017.  R17020190

Samþykkt.

Harri Ormarsson og Grétar Þór Jóhannsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

26. Lagt er til að Marta Guðjónsdóttir taki sæti í stjórn Faxaflóahafna í stað Hildar Sverrisdóttur. R14060128

Samþykkt.

27. Lagt er til að Halldór Halldórsson taki sæti sem aðalmaður í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar í stað Hildar Sverrisdóttir og að Herdís Þorvaldsdóttir taki sæti sem varamaður í stað Halldórs.  R14060127

Samþykkt.

28. Lagt fram yfirlit fjármálaskrifstofu, dags. 9. febrúar 2017, um stöðu innleiðingar mannauðs- og launakerfis SAP og aðgerðaáætlun vegna innleiðingar mannauðs- og launakerfis SAP, dags. 9. febrúar 2017. R15060076

29. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. mars 2017, með tillögum að viðaukum við fjárhagsáætlun 2017. R17020176

Vísað til borgarstjórnar.

30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 3. mars 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Hraunbæ 103a. R14110071

Samþykkt.

Einar I. Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

31. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 3. mars 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús að Haukdælabraut 40. R17010124

Samþykkt.

Einar I. Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

32. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. mars 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús að Haukdælabraut 42. R17010125

Samþykkt.

Einar I. Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

33. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. mars 2017, ásamt drögum að viljayfirlýsingu og fylgiskjölum:

Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagða viljayfirlýsingu á milli Reykjavíkurborgar, Heildar fasteignafélags hf. og Klasa ehf. um samstarf um undirbúning og uppbyggingu svæðis á Ártúnshöfða vestan Breiðhöfða og við Elliðaárvog.

Greinargerð fylgir tillögunni. R15020225

Samþykkt.

Einar I. Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

34. Lögð fram viðbót við kjörbréf fyrir fulltrúa á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga kjörtímabilið 2014-2018. R15010245

Samþykkt.

35. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Framsókn og flugvallarvinir óska eftir skriflegu svari frá borgarstjóra hvort og þá hvernig meirihlutinn ætli að bregðast við því að fleiri íbúðir eru leigðar á Airbnb, skv. nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna, en sem nemur fullgerðum íbúðum. Samkvæmt skýrslunni voru 800 íbúðir í útleigu á Airbnb á árinu 2016 en fullgerðar íbúðir voru aðeins 399. R17030085

36. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Óskað er eftir upplýsingum um heildarlaunakostnað, ásamt launatengdum gjöldum, hvers stjórnmálaflokks á árinu 2016. Svarið skal taka yfir greiðslur til allra fulltrúa stjórnmálaflokkanna í nefndum og ráðum á vegum Reykjavíkurborgar. R17030086

37. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Hinn 17. mars 2016 samþykkti borgarráð þá tillögu Sjálfstæðisflokksins að í því skyni að bæta þjónustu við strætisvagnafarþega yrði húsnæði skiptistöðvarinnar að Hlemmi haft opið meðan unnið væri að breytingum á húsnæðinu en önnur aðstaða útbúin eftir því sem þörf krefði vegna framkvæmdanna. Þá yrði húsið opið á aksturstíma strætisvagna. Til stóð að breytingum á húsnæðinu yrði lokið sumarið 2016 en það hefur ekki gengið eftir og er húsið nú harðlokað farþegum sem þurfa að bíða utandyra í kulda og trekki. Óskað er eftir greinargerð um málið þar sem m.a. komi fram af hverju áðurnefndri samþykkt borgarráðs var ekki fylgt, ásamt upplýsingum um kostnað, helstu tímasetningar og hvenær fyrirhugað er að opna húsið að nýju fyrir farþegum. R17030087

Fundi slitið kl. 11.37.

Halldór Auðar Svansson

Elsa HrafnhildurYeoman Halldór Halldórsson

Kjartan Magnússon Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir

Heiða Björg Hilmisdóttir Líf Magneudóttir