Borgarráð - Fundur nr. 5443

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2017, fimmtudaginn 23. febrúar, var haldinn 5443. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.07. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Ebba Schram, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson og Bjarni Þóroddsson.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 9. febrúar 2017. R17010032

2. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 10. febrúar 2017. R17010004

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 6. desember 2016. R16010005

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 10. janúar 2017. R17010005

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 12. desember 2016. R16010007

6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 9. janúar 2017. R17010007

7. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 14. febrúar 2017. R17010008

8. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 9. febrúar 2017. R17010011

9. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 10. febrúar 2017. R17010015

10. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 3. febrúar 2017. R17010027

11. Lögð fram fundargerð öldungaráðs frá 15. febrúar 2017. R17010035

12. Lagðar fram fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. og 22. febrúar 2017. R17010021

B-hlutar fundargerðanna samþykktir.

13. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 21 mál. R17020091

14. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R17020036

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. febrúar 2017, varðandi kynningu á tillögum að útfærslu samgangna og uppbyggingar borgarlínu á þróunarásnum Örfirisey-Keldur, á kaflanum Grensásvegur-Gullinbrú.

Sigríður Magnúsdóttir og Þorsteinn Hermannsson taka sæti á fundinum á þessum lið. R16070046

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata fagna útfærslum á mikilvægum samgöngutengingum milli Grensásvegar og Gullinbrúar fyrir borgarlínuna. Þær eru afar vel heppnaðar og lýsa hugmyndaauðgi og framsækni þar sem afkastamiklar almenningssamgöngur eru settar í forgang ásamt uppbyggingu íbúða og verslunar og þjónustu meðfram hinum svokallaða þróunarás sem skilgreindur er í aðalskipulagi Reykjavíkur.

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. febrúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá dags. 8. febrúar 2017 á auglýsingu á breytingum á skilmálum deiliskipulags vegna lóðarinnar nr. 8 við Akrasel. R17020095

Samþykkt.

17. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. febrúar 2017, að nýjum götu- og torgarnöfnum í Grafarvogi, Vogabyggð, Háskóla Íslands – Vísindagörðum og torg á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu, sbr. 20. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. febrúar 2017. R17020037

Tillögu umhverfis- og skipulagsráðs um að nafn á torgi á milli Ingunnargötu og Bjargargötu verði Jónasar Hallgrímssonar torg er vísað aftur til frekari meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs og nafnanefndar Reykjavíkurborgar.

18. Lagt fram bréf  umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. febrúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. febrúar 2017 á breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna Hafnarstrætisreits 1.118.5. vegna spennistöðvar á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu. R16100007

Samþykkt.

19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. febrúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. febrúar 2017 á samkeppnislýsingu um lokaða hugmyndasamkeppni með forvali fyrir skipulagssvæði sem afmarkast af Nóatúni til vesturs, Brautarholti og Skipholti til suðurs, Bolholti til austurs og Laugavegi til norðurs. R17010144

Samþykkt.

Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Borgarráð leggur áherslu á það við staðfestingu samkeppnislýsingar vegna Heklureits að við skoðun nýtingar á reitnum verði lögð áhersla á möguleika fyrir íbúðaruppbyggingu og þjónustu við nærsamfélagið þótt það geti leitt til breytinga á aðalskipulagi síðar í skipulagsferlinu.

20. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. febrúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. febrúar 2017 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 2 við Hlíðarenda. R17010312

Samþykkt með sex atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn einu atkvæði borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina.

Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar. 

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir samþykkja ekki breytingar á skipulagi sem fela í sér auknar byggingarheimildir á þessu svæði á Hlíðarenda enda fela þær í sér hækkun á byggingum sem eru í aðflugslínu að neyðarbrautinni eða braut 06/24 sem reyndar hefur nú verið lokað skv. ákvörðun innanríkisráðherra. Framsókn og flugvallarvinir hafa hvorki nú né áður samþykkt nokkur þau atriði sem snúa að því að skerða starfsemi Reykjavíkurflugvallar eða takmarkanir á framtíðarnotkun hans og ljóst er að ef þessi skipulagstillaga fer í gegn verður nánast útilokað að enduropna umrædda braut.

21. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. febrúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. febrúar 2017 á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts á lóðum að Hólavaði 63-71. R17020153

Samþykkt.

22. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. febrúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. febrúar 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu að deiliskipulagi Kringlumýrarbrautar frá Miklubraut að Bústaðavegi vegna forgangsleiða almenningssamgangna og hjóla- og gönguleiða. R16110074

Samþykkt.

23. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. febrúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. febrúar 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Miklubrautar um breikkun frá Kringlumýrarbraut að Grensásvegi. R17020157

Samþykkt.

24. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. febrúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðar nr. 4 við Lyngháls. R17020154

Samþykkt.

25. Lagt fram bréf  umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. febrúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. febrúar 2017 á breytingu á deiliskipulagi Starhaga vegna lóða nr. 1 og 3. R16110073

Frestað.

26. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. febrúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. febrúar á auglýsingu á tillögu um skilmálabreytingu vegna Tryggvagötu 18-18c. R17020156

Samþykkt.

27. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 22. febrúar 2017, um sýningu í Tjarnarsal Ráðhúss um uppbyggingu í miðborginni sem hefst 23. mars 2017 og stendur í allt að tvö ár. R16040027

Samþykkt.

28. Lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 9. febrúar 2017, þar sem mælt er með því að borgarráð samþykki kröfu Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 6. febrúar 2017, um endurgreiðslu gatnagerðargjalda vegna Menntaskólans við Sund. R17020056

Samþykkt.

Borgarráð felur fjármálaskrifstofu að annast endurgreiðslu kröfunnar.

29. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 20. febrúar 2017, sbr. samþykkt mannréttindaráðs frá 14. febrúar 2017 á tillögu um aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar.

Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R17020162

30. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 20. febrúar 2017, um tilnefningar í stjórn Bjarkarhlíðar. Einnig eru lögð fram drög að samþykktum fyrir Bjarkarhlíð, dags. s.d.  R16080140

Samþykkt að skipa Heiðu Björgu Hilmisdóttur, formann ofbeldisvarnarnefndar og Þóru Kemp, deildarstjóra á velferðarsviði, í stjórn Bjarkarhlíðar og til vara Elínu Oddnýju Sigurðardóttur varaborgarfulltrúa og Halldóru Gunnarsdóttur, jafnréttisráðgjafa á mannréttindaskrifstofu.

Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

31. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. febrúar 2017, þar sem lagt er fram til kynningar samkomulag Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Garðabæjar um átak í viðhaldi og endurbótum á gatnakerfinu. R16110014

32. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. febrúar 2017, þar sem drög að erindisbréfum fyrir stýrihóp og samráðsvettvang um mótun menntastefnu Reykjavíkurborgar til 2030 ásamt verk- og tímaáætlun eru lögð fram til samþykktar. Einnig er lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 15. febrúar 2017. R17010123

Samþykkt.

33. Lagt fram bréf staðgengils borgarstjóra, dags. 21. febrúar 2017, þar sem drög að erindisbréfi starfshóps um endurskoðun á framkvæmd framlínuþjónustu allra fagsviða er lögð fram til kynningar. R17010338

34. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. febrúar 2017, þar sem lögð eru fram til kynningar drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um nýtingu upplýsingatækni 2017-2021. R17020072

35. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fundi borgarstjóra og formanns borgarráðs með ráðuneytum og opinberum stofnunum, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. júlí 2015. Einnig er lögð fram svohljóðandi breytingatillaga borgarstjóra, dags. 21. febrúar 2017, ásamt fylgiskjölum:

Minnispunktar á fundum borgarstjóra Reykjavíkur og staðgengla hans með fulltrúum stjórnvalda eru skráðir skv. hjálagðri verklagsreglu. Verklagsreglan tekur til funda með ráðherrum og ef þurfa þykir með framkvæmdastjórum sveitarfélaga og forstöðumönnum stofnana. Hún tekur einnig til funda með erlendum sendiherrum og erlendum bæjar- og borgarstjórum eftir því sem við á skv. ákvörðun borgarstjóra. R15070089

Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Fyrirliggjandi tillaga Sjálfstæðisflokksins var lögð fram 16. júlí 2015. Tillagan er ekki flókin en markmiðið með henni er að auka gagnsæi og upplýsingaflæði í borgarkerfinu og stuðla þannig að ábyrgari stjórnsýslu. Athygli vekur að það skuli hafa tekið fulltrúa meirihlutans nítján mánuði að koma sér að því að taka tillöguna til afgreiðslu og að þá skuli þeir gera það með framlagningu á breytingatillögu sem er hvorki fugl né fiskur. ,,Breytingatillagan“ er í raun aðeins upptalning á núverandi skipan þessara mála og því felur hún ekki í sér neina breytingu á upplýsingaskyldu borgarstjóra gagnvart borgarráði. Með því að samþykkja ,,breytingatillöguna“ er því í raun verið að fella upphaflega tillögu Sjálfstæðisflokksins um aukna upplýsingaskyldu borgarstjóra. Hér er því verið að festa í sessi það verklag að það sé geðþóttaákvörðun borgarstjóra hverju sinni hvort hann geri borgarráði grein fyrir fundum sínum með framkvæmdastjórum annarra sveitarfélaga og forstöðumönnum ríkisstofnana. Þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um aukið gagnsæi í borgarkerfinu er því ljóst að borgarstjóri og aðrir borgarfulltrúar meirihlutans vilja ekki stíga skref í þá átt að þessu leyti.

36. Lagt fram svar skrifstofu þjónustu og reksturs, dags. 18. febrúar 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um verklag í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. febrúar 2017. R17020018

37. Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 8. febrúar 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um mat á árangri samnings um þjónustu við hælisleitendur, sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. nóvember 2016. R11060051

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir telja það eðlilegt að farið sé að samningum sem gerðir eru, en í hverjum samningi sem Reykjavíkurborg hefur gert við Útlendingastofnun um þjónustu við hælisleitendur er ákvæði í 11. gr samningsins sem segir að þremur mánuðum fyrir samningslok skulu samningsaðilar í sameiningu meta árangur og framhald samningssambands. Slíkt hefur aldrei legið fyrir þegar samningar koma til borgarráðs til staðfestingar, heldur hefur alltaf þurft að kalla á eftir samantekt. Það skjal sem nú liggur fyrir er samið einhliða af Reykjavíkurborg. Algerlega óeðlilegt er að hafa ákvæði um sameiginlegt árangursmat og framhald í samningum ef ekki á að fara eftir þeim.

38. Lögð fram viðbót við kjörbréf fyrir fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga kjörtímabilið 2014-2018. R15010245

Samþykkt.

39. Lagt fram bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 16. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir að Reykjavíkurborg tilnefni fulltrúa í stjórn Iceland Naturally 2017-2019. R17020165

Samþykkt að skipa Áshildi Bragadóttur í stjórn Iceland Naturally í stað Svanhildar Konráðsdóttur.

40. Lagt fram bréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 11. janúar 2017, þar sem óskað er eftir að Reykjavíkurborg tilnefni tvo fulltrúa og jafnmarga til vara í skólanefndir Fjölbrautaskólans í Breiðholti, Fjölbrautaskólans við Ármúla, Kvennaskólans í Reykjavík, Menntaskólans í Reykjavík, Menntaskólans við Hamrahlíð og Menntaskólans við Sund. R17010139

Frestað.

41. Lagt fram trúnaðarmerkt bréf fjármálaskrifstofu, dags. 23. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki uppfærslu á viðauka 1 við reglur um fjárstýringu hjá Reykjavíkurborg.  R17020173

Samþykkt.

42. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. febrúar 2017:

Lagt er til að stofnanir skóla- og frístundasviðs beri samtals 130.601 þ.kr. í halla vegna ársins 2015. Miðað er við að afgangi verði varið eða halla mætt í tengslum við uppgjör ársins 2016 eða á árinu 2017. Að ósk sviðsins verði þó gert ráð fyrir því að stjórnendur stofnana sem þurfa að mæta meira en 1% halla geti óskað eftir því að það sem fer umfram það flytjist til ársins 2018, enda náist ekki að mæta hallanum með uppgjöri 2016 eða á árinu 2017. Vegna meðhöndlunar á halla, sem nemur samtals 194.175 þ.kr. vegna 51 stofnunar, er sviðinu falið að gera tillögu sundurliðaða á stofnanir um hvernig halla verði mætt skipt niður á árin 2016, 2017 og 2018 um leið og uppgjör ársins 2016 liggur fyrir. Borgarstjóri leggur fram tillögu að viðauka vegna ársins 2017 vegna ráðstöfunar á afgangi sem nemur samtals 63.574 þ.kr. vegna 22 stofnana.

Greinargerð fylgir tillögunni. R16040105

Vísað til borgarstjórnar.

43. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 20. febrúar 2017, með áætluðum tímasetningum varðandi undirbúning og afgreiðslu ársreikninga vegna ársins 2016. R16120061

Samþykkt.

44. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 20. febrúar 2017, með tíma- og verkáætlun vegna undirbúnings og vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árin 2018-2022. R17020174

Samþykkt.

45. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 22. febrúar 2017:

Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs fyrir árið 2017 verði hækkaðar um kr. 23.388.752 vegna kostnaðaráhrifa nýgerðra kjarasamninga við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum á þjónustusamninga við einkarekna tónlistarskóla. Kostnaðaraukinn verði fjármagnaður af kostnaðarstað 09126 og launa- og starfsmannakostnaður færist á kostnaðarstað M3100. Breytingin hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu eða fjárflæði A-hluta eða samstæðu Reykjavíkurborgar árið 2017 og ekki er þörf á jafnréttismati vegna tillögunnar. Þá er lagt til að sviðið fái heimild til að afgreiða laun til hlutaðeigandi starfsmanna borgarinnar sem taka kjör skv. ofangreindum kjarasamningi.

Greinargerð fylgir tillögunni. R17020176

Borgarráð samþykkir að veita  fjármálaskrifstofu heimild til að afgreiða laun til þeirra starfsmanna borgarinnar sem taka kjör skv. ofangreindum kjarasamningi um mánaðamótin.

Að öðru leyti er tillögunni vísað til borgarstjórnar.

46. Lagt fram bréf samtaka sveitarfélagana á höfuðborgarsvæðinu, dags. 14. febrúar 2017, sbr. samþykkt svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins á verkefnislýsingu fyrir breytingu á svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2040 og verkefnislýsingu vegna breytinga á aðalskipulagsáætlunum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. febrúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. febrúar 2017 á verklýsingunni með vísan til 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. R16110082

Samþykkt.

Hrafnkell Proppé tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

47. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 17. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning um íbúð 102 í Blönduhlíð 2. R17020145

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

48. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. janúar 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki samkomulag um breytta nýtingu lóða að Elliðabraut 4-6 og 8-10 ásamt fylgiskjölum. R17010305

Samþykkt.

49. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 7. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að úthluta sendiráði Bandaríkjanna lóð fyrir bílastæði að Engjateigi 7A gegn greiðslu 15 m.kr. R16060065

Samþykkt.

50. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunnar, dags. 17. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning um íbúð 301 að Grenimel 40.  R17020158

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

51. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 17. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki framsal lóðarréttinda fyrir lóð nr. 2-4 við Gylfaflöt í Reykjavík. R16050121

Samþykkt.

52. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús að Haukdælabraut 18. R17020063

Samþykkt.

53. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús að Haukdælabraut 20. R17020064

Samþykkt.

54. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki framsal lóðarréttinda fyrir lóð að Iðunnarbrunni 14. R17020055

Samþykkt.

55. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki framsal lóðarréttinda fyrir lóð nr. 5 við Lambhagaveg. R16030110

Samþykkt.

56. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að auglýst verði tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um skutlbílaþjónustu. Verkefnið verði skilgreint sem þróunarverkefni og standi yfir í tvö ár með möguleika á framlengingu í fjögur ár. R17020038

Samþykkt.

57. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning um íbúð 101 í Stóragerði 10. R17020152

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

58. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. janúar 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki kauptilboð í Þingholtsstræti 25, auk byggingaréttar á Þingholtsstræti 25B, ásamt fylgiskjölum. R14050021

Samþykkt.

Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Borgarráð vekur athygli á því að salan er háð þeim fyrirvara að kaupandi sætti sig við þær breytingar sem verða á deiliskipulagstillögu eftir athugasemdir skipulagsfulltrúa og Minjastofnunar. Ganga skal frá kaupsamningi þegar deiliskipulagið hefur tekið gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

59. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi samkomulag við Veitur ohf. um ráðstöfun á tveimur heitavatnstönkum í Öskjuhlíð, ásamt fylgiskjölum. R16100297

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

60. Lagt fram bréf Svanhildar Konráðsdóttur, sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs, dags. 22. febrúar 2017, þar sem hún segir starfi sínu lausu og óskar eftir að ljúka störfum hjá Reykjavíkurborg 30. apríl nk. R17020195

Samþykkt.

Borgarráð óskar Svanhildi Konráðsdóttur innilega til hamingju með nýtt starf sem forstjóri Hörpu og þakkar henni einstaklega vel unnin störf í þágu Reykjavíkurborgar og borgarbúa.

61. Lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. febrúar 2017, um þingsályktunartillögu um fjármálastefnu 2017–2022, 66. mál á 146. löggjafarþingi. R17020189

Borgarráð tekur undir framlagða umsögn Sambandsins.

62. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Á fundi borgarráðs 2. febrúar sl. lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að ljósastaur við Oddfellowhúsið við Vonarstræti verði færður í því skyni að bæta aðkomu fatlaðra og hreyfihamlaðra að hjólastólabraut við aðalinngang hússins. Tillagan var ekki samþykkt í borgarráði heldur vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs með atkvæðum meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir því að borgarráð verði upplýst um framvindu málsins. R17020209

63. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Lagt er til að braut verði útbúin í tröppum undirganga, sem liggja undir Miklubraut við Lönguhlíð, í því skyni að auðvelda hjólandi vegfarendum og fólki með barnavagna sem það kjósa að nota göngin. R170202011

Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs.

64. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins:

Í ágúst sl. lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að farið yrði yfir ástand gangstétta og gönguleiða við biðstöðvar í borginni og ráðist í úrbætur sem fyrst þar sem þörfin væri brýn. Tillögunni var ætlað að koma því til leiðar að úrbætur yrði gerðar fyrir veturinn á gangstéttum við þær biðstöðvar sem verst eru farnar að þessu leyti. Ekkert hefur frést af tillögunni síðan henni var frestað á fundi borgarráðs 25. ágúst sl. að öðru leyti en því að skrifstofustjóri borgarstjórnar vísaði tillögunni til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs 30. ágúst. Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við þau vinnubrögð að tillögu, sem er í frestun í borgarráði skuli vera vísað til fagsviðs og síðan líði sex mánuðir án þess að borgarráð sé með nokkrum hætti upplýst um framvindu málsins. Óskað er eftir því að upplýsingar um afdrif tillögunnar verði lagðar fyrir borgarráð á næsta fundi þess. R17020210

65. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Með vísan til framlagðs svars við fyrirspurn í lið 38 í fundargerðinni og bókun þar undir, þá er lagt til að borgarráð samþykki að beina því til velferðarsviðs að hefja þegar vinnu með Útlendingastofnun að sameiginlegu mati á árangri samningssambandsins, enda segir í samningnum að samningsaðilar skuli gera árangursmat sameiginlega með tilliti til framhaldssamnings, þann samning sem gerður var 2015 og rann út 31.12.2016. R17020210

Frestað.

Fundi slitið kl. 12.05

Sigurður Björn Blöndal

Halldór Auðar Svansson Halldór Halldórsson

Heiða Björg Hilmisdóttir Kjartan Magnússon

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir Líf Magneudóttir