Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2017, fimmtudaginn 9. febrúar, var haldinn 5442. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.10. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 30. janúar 2017. R17010012
2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 3. febrúar 2017. R17010015
3. Lögð fram fundargerð ofbeldisvarnarnefndar frá 30. janúar 2017. R17010036
4. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 31. janúar 2017. R17010026
5. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. febrúar 2017. R17010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R17010129
7. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R17020036
8. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2017, dags. 24. janúar 2017, ásamt fylgigögnum. R17010245
Samþykkt að veita Samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra styrk að fjárhæð kr. 1.000.000 vegna endurbóta á sal SEM samtakanna.
Samþykkt að veita Hjólafærni á Íslandi styrk að fjárhæð kr. 300.000 vegna ráðstefnunnar Hjólum til framtíðar - öryggi og ánægja.
Samþykkt að veita Korpúlfum, félagi eldri borgara í Grafarvogi styrk að fjárhæð kr. 325.000 vegna hreinsunar gönguleiða í Grafarvogi.
Samþykkt að veita Hjólafærni á Íslandi rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 1.000.000.
Samþykkt að veita Leikhópnum Húmor styrk að fjárhæð kr. 400.000 vegna uppsetningar leikverks og þátttöku í Error festival í Bratislava.
Samþykkt að veita áhugasamtökunum Gróður fyrir fólk styrk að fjárhæð kr. 3.100.000 vegna starfsemi félagsins árið 2017.
Samþykkt að veita Borgarkórnum styrk að fjárhæð kr. 900.000 vegna launa kórstjóra.
Samþykkt að veita Snorrasjóði, sjálfseignarstofnun, styrk að fjárhæð kr. 300.000 fyrir Snorraverkefnið.
Öðrum styrkumsóknum er hafnað.
9. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði, dags. í dag, ásamt fylgigögnum. R17010042
Samþykkt að veita Skrautás hf. styrk að fjárhæð kr. 1.350.000 vegna útgáfu Grafarvogsblaðsins, Grafarholtsblaðsins og Árbæjarblaðsins.
Samþykkt að veita umsækjendum styrk að fjárhæð kr. 300.000 vegna Völvunnar, vitundarvakningu um málefni píkunnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Samþykkt að veita Iceland Writers Retreat styrk að fjárhæð kr. 300.000 vegna AWP.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. febrúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á auglýsingu á tillögu um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur varðandi stefnu um íbúðabyggð og heimildir um fjölda íbúða, sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt fylgiskjölum. R11060102
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. febrúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 vegna Nauthólsvegar-Flugvallarvegar, ásamt fylgiskjölum. R11060102
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina vísar til bókunar Framsóknar og flugvallarvina vegna málsins í umhverfis- og skipulagsráði.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins minna á fyrirvara sinn vegna undirganga, sem settur var fram þegar tillaga um svæðið var send í auglýsingu. Ekki er rétt að loka undirgöngum þegar kallað er eftir auknu öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda víða um borgina. Þá er mikilvægt að komið verði til móts við þarfir Flugbjörgunarsveitarinnar fyrir bifreiðastæði.
12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. febrúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. febrúar 2017 á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar, ásamt fylgiskjölum. R13120099
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina vísar til bókunar Framsóknar og flugvallarvina vegna málsins í umhverfis- og skipulagsráði.
13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. febrúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. febrúar 2017 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar, ásamt fylgiskjölum. R16090149
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. febrúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. febrúar 2017 á umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 10. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum. R15050142
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. febrúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs á umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. janúar 2017, vegna bréfs Skipulagsstofnunar, dags. 12. janúar 2017, vegna Grensásvegar 16A og Síðumúla 37-39, ásamt fylgiskjölum. R15120098
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. febrúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. febrúar 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagsskilmálum fyrir staðgreinireit 1.181.0 vegna Týsgötu 8, ásamt fylgiskjölum. R17020039
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. febrúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á svarbréfi skipulagsfulltrúa, dags. 2. febrúar 2017, við bréfi Skipulagsstofnunar, dags. 28. desember 2016, varðandi deiliskipulag Vogabyggðar, svæði 2, frá Tranavogi að Kleppsmýrarvegi, ásamt fylgiskjölum. R16110133
Samþykkt.
18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. febrúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. febrúar 2017 á auglýsingu vegna breytingar á deiliskipulagi Kvosarinnar, Lækjargötu-Vonarstræti-Skólabrú, ásamt fylgiskjölum. R16090152
Samþykkt.
19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. febrúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. febrúar 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fylkis að Fylkisvegi 6, ásamt fylgiskjölum. R17020041
Samþykkt.
20. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. febrúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. febrúar 2017 á tillögu nafnanefndar, dags. 18. janúar 2017, að nýjum götu- og torgnöfnum í Grafarvogi, Vogabyggð, Háskóla Íslands - Vísindagörðum og torg á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu, ásamt fylgiskjölum. R17020037
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsráðs vegna breytingu á nafni Hallsvegar er staðfest. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsráðs vegna Bæjartorgs er staðfest. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Friðriksdóttir, situr hjá við afgreiðslu málsins.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsráðs vegna Vogabyggðar er staðfest.
Afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs vegna Vísindagarða er frestað.
21. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. febrúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. febrúar 2017 á tillögu að deiliskipulagi opins svæðis milli Seljahverfis og Efra-Breiðholts þar sem lagt er til að gerð verði göngubrú yfir Breiðholtsbraut ásamt viðeigandi göngu- og hjólatengingum um skipulagssvæðið, ásamt fylgiskjölum. R16110149
Samþykkt.
22. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. febrúar 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. febrúar 2017 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Norðurstígsreits vegna lóðarinnar nr. 3 við Norðurstíg, ásamt fylgiskjölum. R17020042
Samþykkt.
- Kl. 9.55 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.
23. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 8. febrúar 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs s.d. á drögum að reglum um skólahverfi, umsókn og innritun í grunnskóla Reykjavíkurborgar auk breytingar á skólahverfamörkum, ásamt fylgiskjölum. R17020035
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Brýnt er að sem fyrst eigi sér stað úrbætur á húsnæðismálum Melaskóla og frístundaheimilisins Selsins óháð fyrirhuguðum tilfærslum á skólahverfismörkum. Athygli er vakin á úttektum og erindum foreldrafélags Melaskóla um málið.
24. Lagt fram að nýju bréf skóla- og frístundasviðs, 27. janúar 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 25. janúar 2017 á reglum Reykjavíkurborgar um þjónustusamninga við tónlistarskóla, ásamt fylgiskjölum, sbr. 18. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. febrúar 2017. R16110123
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að langtímasátt náist á milli tónlistarskóla, tónlistarkennara og Reykjavíkurborgar til að tónlistarnemendur geti notið menntunar sinnar áfram á sem faglegastan hátt. Framsókn og flugvallarvinir telja að þetta sé liður í því að sátt náist og samþykkjum við þetta þrátt fyrir að hafa ýmsa fyrirvara.
25. Lagt fram að nýju bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 27. janúar 2017, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 25. janúar 2017 á samningum við tónlistarskólana vegna neðri og efri stiga ásamt fylgiskjölum, sbr. 19. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. febrúar 2017. R16110123
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að langtíma sátt náist á milli tónlistarskóla, tónlistarkennara og Reykjavíkurborgar til að tónlistarnemendur geti notið menntunar sinnar áfram á sem faglegastan hátt. Framsókn og flugvallarvinir telja að þetta sé liður í því að sátt náist og samþykkjum við þetta þrátt fyrir að hafa ýmsa fyrirvara.
26. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 6. febrúar 2017, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 2. febrúar 2017 á tillögu, dags. 18. janúar 2017, um að sett verði á fót tilraunaverkefnið „sveigjanleiki í þjónustu – frá barni til fullorðins“. R17020044
Samþykkt.
27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. febrúar 2017:
Lagt er til að borgarráð samþykki að auglýst verði tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og Akraneskaupstaðar um beina siglingu 50-100 manna ferju milli sveitarfélaganna sumarið 2017. Verkefnið verði skilgreint sem þróunarverkefni og standi yfir tímabilið 1.júní-1.október 2017 með möguleika á framlengingu í eitt ár. Innkaupadeild verði falið að vinna auglýsingu í samvinnu við skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og Akraneskaupstað. Auglýsingargögn verði lögð fyrir borgarráð til staðfestingar áður en verkefnið verður auglýst. Jafnframt er umhverfis- og skipulagssviði falið að greina hugmyndir að því að tengja Gufunes og hugsanlega Bryggjuhverfi og Vogabyggð við miðborgina, sbr. nýlegar niðurstöður hugmyndasamkeppni um skipulag Gufuness og rammaskipulag um Elliðavog og Höfða. Í matinu verði samgöngutengingar á sjó bornar saman við aðrar umferðar- og samgöngulausnir vegna nýrrar uppbyggingar í Gufunesi og eftir atvikum víðar við Sundin. R15020047
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Á fundi borgarráðs 28. janúar 2016 studdi borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina að auglýst yrði eftir lysthafendum í tilraunaverkefni um flóasiglingar en gerði þann fyrirvara að hann myndi ekki styðja að fjármunir skattborgara í Reykjavík fari í verkefnið. Afstaða okkar er óbreytt og teljum við það óráðlegt að ráðstafa fjármunum borgarinnar og skattfé almennings í tilraunaverkefni sem þetta.
28. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. febrúar 2017, þar sem lögð eru fram til kynningar drög að erindisbréfi um eflingu íþróttastarfs í Breiðholti.
Greinargerð fylgir bréfinu. R17010335
29. Fram fer umræða um tilnefningar í skólanefndir framhaldsskóla 2017. R17010139
30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að verja 6,2 milljónum til kaupa á tveimur rafmangsbílum til afnota fyrir starfsfólk Ráðhúss. R16110001
Samþykkt.
31. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 16. desember 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar með byggingarrétti að meðtöldu gatnagerðargjaldi fyrir 400 fermetra byggingu að Nýlendugötu 34, ásamt fylgiskjölum. R16120082
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
32. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi samkomulag við Veitur ohf. um ráðstöfun á tveimur heitavatnstönkum í Öskjuhlíð, ásamt fylgiskjölum. R16100297
Frestað.
- Kl. 10.30 tekur Birgir Björn Sigurjónsson sæti á fundinum.
33. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. janúar 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viljayfirlýsingu um að kannað verði hvort unnt sé að flytja starfsemi Björgunar ehf. á lóð í Gunnunesi á Álfsnesi, ásamt fylgiskjölum. R16060086
Samþykkt.
34. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 9. febrúar 2017:
Lagt er til að borgarráð samþykki að Regína Ásvaldsdóttir verði ráðin í starf sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Greinargerð fylgir tillögunni. R17010332
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Við ráðningu í starf sviðsstjóra velferðarsviðs þá komu nokkrir afar sterkir umsækjendur til greina. Framsókn og flugvallarvinir telja mikilvægt að fagleg þekking á sviðinu sé til staðar, en einnig rekstrarþekking bæði úr opinbera geiranum en einnig einkageiranum. Þessa þætti höfðu umsækjendur í mismiklu mæli og samþykkjum við því þessa ráðningu. Við óskum nýráðnum sviðsstjóra velfarnaðar í starfi.
Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð óskar nýráðnum sviðsstjóra velferðarsviðs velfarnaðar í starfi.
35. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. 12. desember 2016, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki tilboð að fjárhæð 460 m.kr. að nafnvirði, á ávöxtunarkröfunni 5,69%, í skuldabréfaflokk borgarsjóðs, RVKN 35 1. R16120032
Samþykkt.
36. Fram fer kynning á árshlutareikningi A-hluta borgarsjóðs, janúar-nóvember 2016. R16010141
37. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir því að teknar verði saman ítarlegar upplýsingar um hugsanlegan kostnað Reykjavíkurborgar vegna hugmynda um að fjármagna ferjurekstur á Faxaflóa og rekstur svokallaðs bátastrætós í borginni. R15020047
Fundi slitið kl. 10.50
Sigurður Björn Blöndal
Halldór Auðar Svansson Líf Magneudóttir
Heiða Björg Hilmisdóttir Kjartan Magnússon
Áslaug Friðriksdóttir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir