No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2016, fimmtudaginn 17. nóvember, var haldinn 5432. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbeginu Hornsílið í Sjóminjasafninu í Reykjavík og hófst kl. 9.08. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Hermann Valsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 1. nóvember 2016. R16010030
2. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 10. nóvember 2016. R16010032
3. Lögð fram fundargerð fjölmenningarráðs frá 8. nóvember 2016. R16010034
4. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 8. nóvember 2016. R16010004
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 8. nóvember 2016. R16010008
6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 10. nóvember 2016. R16010010
7. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 11. nóvember 2016. R16010015
8. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 14. nóvember 2016. R16010026
9. Lögð fram fundargerð öldungaráðs frá 7. nóvember 2016. R16010035
10. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. nóvember 2016. R16010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R16110003
12. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R16110004
13. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R16010042
Samþykkt að veita André Bachmann Sigurðssyni styrk að fjárhæð kr. 250.000 vegna jólahátíðar fatlaða sem haldin verður 8. desember nk.
14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. nóvember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. október 2016 á skipulagslýsingu fyrir brú yfir Fossvog fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna, dags. í október 2016, ásamt fylgiskjölum. R12100336
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags 10. nóvember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. nóvember, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóða nr. 6-8 við Hestháls, ásamt fylgiskjölum. R16110071
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. nóvember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. nóvember 2016 á kynningu á lýsingu vegna fyrirhugaðrar vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi, ásamt fylgiskjölum. R16110074
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. nóvember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. nóvember 2016 á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Starhaga vegna lóða nr. 1 og 3, ásamt fylgiskjölum. R16110073
Samþykkt.
18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. september 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. september 2016 um auglýsingu varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar-Ármúla vegna lóðarinnar nr. 18 við Suðurlandsbraut, ásamt fylgiskjölum. R16100004
Samþykkt.
19. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. ágúst sl. um áhættumat á örplasti í hafi, ásamt bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. nóvember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 2. nóvember 2016 á umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæði, dags. 28. október 2016, um tillöguna. R16080101
Samþykkt að vísa tillögunni frá með vísan til þess að í framlagðri umsögn umhverfis- og skipulagssviðs kemur fram að vinna er nú þegar í gangi á sviðinu við að taka saman lausnir með hliðsjón af niðurstöðum Matís. Þess er óskað að frekari aðgerðir bíði niðurstöðu úr yfirstandandi greiningarvinnu.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.
20. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. nóvember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 2. nóvember 2016 um staðsetningu olíutanka í Örfirisey, ásamt fylgiskjölum. R15110066
Borgarráð leggur áherslu á að málið verði tekið upp næst þegar aðalskipulag Reykjavíkur verður endurskoðað og að stuðst verði við niðurstöður framlagðrar rýni á staðarvali olíubirgðastöðvar.
Stefán Gunnar Thors tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
21. Fram fer kynning á niðurstöðum úttektar innri endurskoðunar á þjónustumiðstöðvum og hverfisráðum, dags. 24. október 2016
Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R15060136
22. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 10. nóvember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. nóvember 2016 á kynningu á lýsingu vegna breytingar á deiliskipulagi Bjarkaráss vegna lóðanna nr. 9 og 11 við Stjörnugróf og 10 við Bústaðablett, ásamt fylgiskjölum. R15100257
Samþykkt.
Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
23. Fram fer kynning á lokaúttekt Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum á verkefninu „Saman gegn ofbeldi“ - átaksverkefni Reykjavíkurborgar í samvinnu við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.
Halldóra Gunnarsdóttir, Erla Hlín Hjálmarsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R14100262
24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. nóvember 2016, varðandi rammaskipulag og deiliskipulag í Skerjafirði, ásamt fylgiskjölum. R16100311
Samþykkt.
Borgarráðfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.
25. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15. nóvember 2016, þar sem meðfylgjandi drög að erindisbréfi starfshóps um rammaskipulag og deiliskipulag í Skerjafirði eru lögð fram til kynningar. R16100311
26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 15. nóvember 2016, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að skipa sameiginlegan starfshóp Knattspyrnufélags Reykjavíkur (KR) og Reykjavíkurborgar um skipulagsmál KR svæðisins við Frostaskjól í samræmi við ósk KR, sbr. hjálagt bréf formanns KR, dags. 14. nóvember 2016, og með hliðsjón af áfangaskýrslu ráðgjafafyrirtækisins Borgarbrags, Framtíð KR svæðisins - hugmyndir um uppbyggingu í Vesturbæ, dags. 8. ágúst 2016. R16110079
Samþykkt.
- Kl. 11.30 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.
27. Lagt fram bréf stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, dags. 14. nóvember 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi drög að nýrri þjónustustefnu Reykjavíkurborgar. R16100028
Samþykkt.
Skúli Helgason og Óskar J. Sandholt taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði fagna því að stigin hafi verið skref í þá átt að gera þjónustu borgarinnar betri og skilvirkari. Þrátt fyrir ágæti svona stefnu á þó enn eftir að taka mikilvægar ákvarðanir um dreifingu þjónustu og stjórnkerfis borgarinnar, eins og til dæmis varðandi þjónustumiðstöðvar og hverfisráð borgarinnar og hvort ástæða sé til að hverfa frá svo dreifðri þjónustu til að einblína betur á að efla miðlæga þjónustu. Einnig er vert að minna á að þó að metnaðarfull stefna sé sett um betri þjónustu liggur í engu fyrir hvort að fjármagni verði forgangsraðað svo að hægt verði eftir atvikum að koma henni í framkvæmd.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina tekur undir bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna málsins.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Reykjavíkurborg hefur nú í fyrsta sinn sett sér heildstæða þjónustustefnu sem leggur grunninn að samræmdri faglegri þróun á þjónustu borgarinnar til framtíðar. Með stefnunni skilgreinir Reykjavíkurborg sig sem framsækinn þjónustuaðila og í henni eru sett metnaðarfull markmið um fagmennsku í þjónustuveitingu, þar sem markvisst er horft til þarfa notenda þjónustu þegar ákvarðanir eru teknar um hvernig á að haga henni. Eitt af mikilvægustu markmiðunum er að þjónustu skal veita eins nálægt notendum og kostur er á. Þannig er skýrt kveðið á um að sjálfsafgreiðsla í gegnum rafræna þjónustu til hægðarauka fyrir notendur sé ávallt fyrsti kostur. Ánægjulegt er að þverpólitísk samstaða ríkir um þessi markmið enda er mikilvægt að stórar og metnaðarfullar breytingar af þessu tagi séu gerðar í víðtækri sátt.
28. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 10. nóvember 2016, varðandi fyrirhugaða ferð hans til Þórshafnar í Færeyjum dagana 25.-28. nóvember nk. þar sem hann mun færa Þórshafnarbúum jólatré frá Reykjavíkurborg. R16090137
29. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 11. nóvember 2016, varðandi áhrif nýrrar þjóðhagsspár á frumvarp að fjárhagsáætlun 2017. R16010183
30. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 12. nóvember 2016, varðandi stöðu innleiðingar mannauðs- og launakerfis SAP. R15060076
31. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15. nóvember 2016, þar sem lagt er til að borgarráð veiti borgarstjóra heimild til að undirrita drög að samningi um að leggja til og reka íþróttamannvirki við Suðurströnd á Seltjarnarnesi, dags. í nóvember 2016, ásamt yfirlýsingu um samstarf milli Seltjarnaness, Reykjavíkurborgar, KR og Gróttu, dags. í nóvember 2016. R15020193
Samþykkt.
32. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 4. nóvember 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki framsal byggingarréttar og lóðarhafaskipti vegna lóðarinnar nr. 10 við Lækjarmel. R16090014
Samþykkt.
33. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 15. nóvember 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi drög að samkomulagi við Festi ehf. um greiðslu innviðagjalds vegna fyrirhugaðrar aukinnar uppbyggingar á lóðinni Suðurlandsbraut 18. R16100004
Samþykkt.
34. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. október 2016, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Urðarbrunni 62. R16100140
Samþykkt.
35. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 7. október 2016, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að gefa út framlengingu á útrunnum lóðarleigusamningum á Ártúnshöfða. R16100053
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
36. Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra að viljayfirlýsingu milli Byggingafélags námsmanna og Reykjavíkurborgar, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. nóvember 2016.
Greinargerð fylgir tillögunni. R14010120
Samþykkt.
37. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 15. nóvember 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð staðfesti samkomulag sem náðst hefur milli Reykjavíkurborgar og fulltrúa íbúa við Þorrasel 5, 7 og 9. R15010218
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja drög að samningi í ljósi þess að samkomulag við íbúa liggur fyrir. Í ljósi sögu málsins vilja fulltrúarnir jafnframt benda á að enn heyrast þær raddir frá öldruðum og aðstandendum þeirra sem áður höfðu aðsetur í Þorraseli en fluttu að Vesturgötu og þeim sem fyrir voru notendur þjónustunnar að Vesturgötu að þeir flutningar hafi verið til hins verra.
38. Lagt fram minnisblað Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 13. nóvember 2016, um nýja grunnsýningu Sjóminjasafnsins í Reykjavík.
Guðbrandur Benediktsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R11120037
- Kl. 12.50 víkur borgarstjóri af fundinum.
39. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Snúið getur verið að átta sig á heildarlaunagreiðslum til borgarstjóra, sem og heildarlaunakostnaði, án þess þó að segja að leynd hvíli yfir þeim. Ráðningabréf borgarstjóra, sem nú hefur verið sent borgarfulltrúum, er ekki tæmandi að því er virðist, enda borgarstjóri að þiggja launagreiðslur frá öðrum félögum tengdum borginni, sem ekki koma fram í ráðningabréfi. Í því ljósi og þeirrar staðreyndar að borgarstjóri semur í raun um launin við sjálfan sig er þessi fyrirspurn lögð fram í nokkrum liðum. 1. Hver eru heildarlaun borgarstjóra miðað við launagreiðslur 1. nóvember 2016? 2. Óskað eftir staðfestingu á fjárhæð launagreiðslu til borgarstjóra frá Faxaflóahöfnum. Þá er óskað eftir upplýsingum um hver laun borgarstjóra eru vegna setu hans í stjórn/stjórnarformanns í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Almannavörnum, fái hann sérstaklega greitt fyrir það. Allar fjárhæðir skulu miðaðar við launaseðil 1. nóvember 2016. 3. Gríðarlegur munur er á launum kjörinna fulltrúa og þess kjörins fulltrúa sem er borgarstjóri. Samkvæmt ráðningabréfi eru laun borgarstjóra óhlutfölluð af launum forsætisráðherra, en í upphafi kjörtímabilsins voru þau kr. 1.231.092 og starfskostnaður kr. 84.500 samtals kr. 1.315.592 en grunnlaun annarra kjörinna fulltrúa voru kr. 490.285, og starfskostnaður kr. 36.400, samtals kr. 526.685. Mismunur er kr. 788.907 eða tæplega 150%. Óskað er eftir því hvort að ofangreint hlutfall hafi breyst og hvert það sé þá m.v. launagreiðslur 1. nóvember 2016. 4. Óskað er eftir upplýsingum um hvenær það var síðast að borgarstjóri tók sæti sem stjórnarformaður og/eða stjórnarmaður í Faxaflóahöfnum eða Orkuveitunni og þáði greiðslur fyrir. 5. í 5. gr. ráðningabréfs borgarstjóra er ákvæði um að hann hafi embættisbifreið til umráða. Óskað er eftir upplýsingum um hvenær bifeiðin var keypt, árgerð, af hverjum hún var keypt og kaupverð hennar. Þá er óskað eftir upplýsingum um rekstrarkostnað hennar árið 2015 og það sem af er árinu 2016 sem og launakostnað bílstjóra og annan tengdan kostnað sem bifreiðinni fylgir, viðhald, eldsneyti, tryggingar, bifreiðagjöld, afskriftir, dekkjaskipti o.þ.h. R16110100
40. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Framsókn og flugvallarvinir óska eftir því að lagt verði fyrir borgarráð skriflegt mat á árangri samnings Útlendingastofnunar og Reykjavíkurborgar um þjónustu við hælisleitendur sem getið er um í 11. gr. samningsins sem samþykktur var 11. september 2015, en slíkt virðist vera hluti af þeirri ákvörðun hvort samið verði um framhald þjónustunnar, sem nú hefur verið gert. Óskað er eftir gögnum sem lágu að baki matinu sem og hvenær og á hvaða tímabili það var unnið. R11060051
41. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 8. nóvember 2016, þar sem lögð er fram til staðfestingar stefna Reykjavíkurborgar gegn einelti, áreitni og ofbeldi. R16110018
Samþykkt að kynna stefnuna á innri vef Reykjavíkurborgar áður en hún kemur til endanlegrar staðfestingar.
Elín Valgerður Margrétardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
42. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í 3. gr samnings Reykjavíkurborgar og Útlendingastofnunar frá 11. september 2015 segir: „Verði skyndileg aukning á fjölda hælisleitenda á Íslandi getur Útlendingastofnun farið fram á það við þjónustuaðila að fjölga búsetuúrræðum tímabundið. Skal þá gerður tímabundinn viðauki þess efnis enda fari um greiðsluskyldu Útlendingastofnunar með sama hætti og kveðið er á um í samningi þessum.“ Nú liggur fyrir að skyndileg aukning hefur orðið á fjölda hælisleitenda á Íslandi og er óskað upplýsingum um hvort að gerður hafi verið tímabundinn viðauki vegna þess eins og greinin gerir ráð fyrir og þá óskast afrit af honum lagt fyrir borgarráð. Hafi viðaukinn ekki verið gerður, en Reykjavíkurborg að þjónusta fleiri hælisleitendur en samningurinn kveður á um, óskast upplýsingar um hvers vegna ekki hafi verið gerður samningur. R11060051
43. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðislokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Kennarar hafa bent á að ekki liggi fyrir viðmið um hvernig færa á námsmat yfir í bókstafakerfið sem gert er ráð fyrir að verði notað í vor í ljósi þess að ekki liggi fyrir viðmið frá Menntamálastofnun. Spurt er hvort þetta sé rétt og hvernig borgaryfirvöld hyggjast bregðast við því, þá er spurt hvort sú þróun eða vinna sem þarf til að útbúa, samræma og innleiða slíka matskvarða sé fyllilega fjármögnuð hjá Reykjavíkurborg. R16110102
44. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðislokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fyrir tveimur árum síðan lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn fram tillögu um að borgarstjórn myndi hvetja Alþingi til að samþykkja áfengisfrumvarpið svokallaða þar sem einsýnt er að það myndi styðja við markmið aðalskipulags borgarinnar um aukna hverfisverslun. Tillagan var ekki samþykkt en henni vísað í borgarráð. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði furða sig á hverju það sæti að afgreiðsla málsins hafi tafist svona gríðarlega mikið og hvenær sé von til þess að tillagan verði afgreidd? R14110132
Fundi slitið kl. 13.00.
Sigurður Björn Blöndal
Áslaug María Friðriksdóttir Halldór Auðar Svansson
Heiða Björg Hilmisdóttir Hildur Sverrisdóttir
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir Herman Valsson