Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2016, fimmtudaginn 3. nóvember, var haldinn 5430. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Þorsteinn R. Hermannsson og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Breiðholts frá 10. og 18. október 2016. R16010006
2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 28. október 2016. R16010015
3. Lögð fram fundargerð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 28. október 2016. R16010022
4. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 26. september og 3. október 2016. R16010025
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 21. október 2016. R16010027
- Kl. 9.07 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R16100013
7. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R16100001
8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. október 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. október 2016 á verklýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, varðandi stefnu um íbúðabyggð og heimildir um fjölda íbúða, ásamt fylgiskjölum. R11060102
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja breytingar á aðalskipulagi með fyrirvara um nánari útfærslu í deiliskipulagi.
9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. október 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. október 2016 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Grundarstígsreitar sem afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg, ásamt fylgiskjölum. R15120045
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. október 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. október 2016 á auglýsingu varðandi breytingu á deiliskipulagi Skarfabakka-Klettasvæðis vegna lóðanna nr. 3 og 13 við Korngarða, ásamt fylgiskjölum. R16100347
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. október 2016, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. september 2016 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar að Lindargötu 60, ásamt fylgiskjölum. R16100346
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. október 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. október á tillögu framkvæmdastjóra bílastæðasjóðs, dags. 21. október 2016, varðandi að almenn bílastæði við Sólfarið við Sæbraut verði gerð gjaldskyld, ásamt fylgiskjölum. R16010183
Samþykkt með þeirri breytingu að svæðið verði skilgreint sem gjaldsvæði 1 eins og það er á hverjum tíma.
13. Lagt fram bréf staðgengils borgarstjóra, dags. 1. nóvember 2016, varðandi mögulega notkun vetnis og efnarafala í samgöngum í Reykjavík. Jafnframt lagt fram bréf samgöngustjóra, dags. 27. október 2016, ásamt fylgiskjölum. R16100349
Samþykkt.
- Kl. 9.34 víkur Þorsteinn R. Hermannsson af fundinum.
14. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 2. nóvember 2016. R16010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
- Kl. 9.50 víkur Björn Axelsson af fundinum.
15. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 27. október 2016, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 26. október 2016 varðandi breytingu á reglum um undanþágu frá greiðslum á frístundaheimilum, ásamt fylgiskjölum. R16100189
Frestað.
Helgi Grímsson og Soffía Pálsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 9.55 víkur Örn Sigurðsson af fundi.
16. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 27. október 2016, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 26. október 2016 á tillögu um viðmið um hámarksfjölda reykvískra nemenda sem greitt er framlag vegna í grunnskólann Framsýn verði breytt, ásamt fylgiskjölum. R16080059
Samþykkt.
Borgaráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn og flugvallarvinum þykir miður að grunnskólanemendur með lögheimili í Reykjavík þurfi að leita til nágrannasveitafélaga, hér til Hafnafjarðar, til að sækja grunnskólamenntun þar sem sérstök áhersla er lögð á íþróttir og notkun tölvu- og upplýsingatækni í námi. Þessi mikilvægu atriði fyrir nútíð og framtíð, íþróttaiðkun grunnskólanema og færni í notkun tölvu- og upplýsingatækni í nútíma þekkingarleit og námsvinnu, ættu að vera forgangsmál í metnaðarfullum og framsýnum reykvískum grunnskólum.
17. Lagt fram bréf innri endurskoðanda, dags. 18. október 2016, varðandi tillögur að breytingum á starfsreglum innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. R16100284
Samþykkt.
18. Lagt fram bréf staðgengils borgarstjóra, dags. 3. nóvember 2016, um reglur um rafrænar kosningar, Hverfið mitt 2016, ásamt fylgiskjölum. R16090031
Samþykkt.
Sonja Wiium og Jón Halldór Jónasson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
19. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 1. nóvember 2016:
Lagt er til að Sonja Wiium, Eggert Ólafsson, Jón Pétur Skúlason og Helga Björk Laxdal sem jafnframt verði formaður, taki sæti í kjörstjórn vegna atkvæðagreiðslu Betri hverfa sem fram fer 3.-17. nóvember nk. R16090031
Samþykkt.
Einnig fer fram kynning á kosningavef verkefnisins Hverfið mitt 2016.
Sonja Wiium og Jón Halldór Jónasson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
20. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. október 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi leigusamning um einbýlishús í landi Jörfa á Kjalaranesi, ásamt fylgiskjölum. R16100337
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.
21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 31. október 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi leigusamning um íbúð í Kötlufelli 11, ásamt fylgiskjölum. R16100342
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.
22. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 31. október 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi leigusamning um íbúð í Asparfelli 2, ásamt fylgiskjölum. R16100341
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.
23. Lagt fram bréf staðgengils borgarstjóra, dags. 1. nóvember 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð staðfesti meðfylgjandi samkomulag við velferðarráðuneytið um byggingu 95-105 rýma hjúkrunarheimilis við Sléttuveg, ásamt fylgiskjölum. R16100030
Samþykkt.
- Kl. 10.34 víkur Hrólfur Jónsson af fundinum.
24. Lagt fram svar Félagsbústaða hf., dags. 27. október 2016, við fyrirspurn borgarráðfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um hvort Félagsbústaðir kaupi eignir í búsetukjörnum fyrir aldraða, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. september 2016. R16010160
25. Lagt fram svar Félagsbústaða hf., dags. 19. október 2016, við fyrirspurn borgarráðfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um fjölda íbúða sem Félagsbústaðir hafa keypt og selt á árinu, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. september 2016. R16010160
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Miðað við þá húsnæðiseklu sem nú er orðin viðvarandi vandamál í Reykjavík og þá staðreynd að fasteignaverð hefur hækkað mjög mikið frá árinu 2010, þá er ekki hægt að sjá hvernig og með hvaða hætti meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata ætlar sér að uppfylla þá þörf íbúa fyrir félagslegt húsnæði, og þar með að sinna skýlausri lagalegri skyldu sinni skv. XII kafla laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitafélaga. Svarið ber með sér að Félagsbústaðir hafi aukið eignir sínar um 15 leigueiningar á 9 mánuðum. Þegar uppsöfnuð þörf er jafn mikil og raun ber vitni, þá gengur ekki að fjölga eignum svo hægt.
26. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um breytingu á viðmiðum um skilgreiningu á fruminnherjum, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. ágúst 2016. Einnig er lagðar fram umsagnir innri endurskoðanda, dags. 24. október 2016, fjármálaskrifstofu, dags. 13. september 2016 og stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, dags. 28. október 2016. R16080047
Tillagan er felld með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata með vísan til fyrirliggjandi umsagna. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn og flugvallarvinir samþykktu nýju innherjareglurnar sem samþykktar voru nú borgarráði í haust og er afgreiðslan hér í takt við þá afgreiðslu. Við gerum þó athugasemdir við langan afgreiðslufrest á tillögu okkar en gott er að meirihlutinn tók tillit til þeirra sjónarmiða sem þar koma fram við endurskoðun sína.
27. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um áskorun um skattlagningu ofurbónusa, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. september 2016. Jafnframt er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 17. október 2016. R16090008
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem er í viðræðum við ríkið um tekjuskiptingu hins opinbera.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Skattalagning og skipting tekna á milli sveitarfélaga og ríkis er búið að vera eilíft bitbein milli aðila. Reykjavíkurborg og borgarstjóri hafa ekki veigrað sér við að senda áskoranir til Alþingis um hin ýmsu mál. Skattlagningarmál eiga ekki að vera það viðkvæm að ekki sé hægt að senda áskoranir um þau til Alþingis. Við greiðum þó atkvæði með að tillagan fari til skoðunar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, enda mikilvægt að afstaða allra sveitarfélaga komi fram áður en áskorun verði send til Alþingis og það geti þá aðhafst í framhaldinu með lagasetningu.
28. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 31. október 2016, vegna erindis Borgarbyggðar varðandi verðmat á Orkuveitu Reykjavíkur. R16030106
Samþykkt. Lagt til að fjármálastjóri Reykjavíkurborgar taki sæti í rýnihópnum.
29. Lagt fram bréf staðgengils borgarstjóra, dags. 2. nóvember 2016, þar sem lögð er fram til samþykktar skýrsla og tillögur stýrihóps um málefni miðborgar, dags. í október 2016. R15010232
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina, Áslaug Friðriksdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, gera fyrirvara um fjárhagleg atriði í skýrslunni.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja fyrirliggjandi stefnu í málefnum miðborgar Reykjavíkur í trausti þess að á grundvelli hennar verði lögð áhersla á að miðborg Reykjavíkur verði áfram mikilvæg miðstöð verslunar og þjónustu auk blómlegrar íbúabyggðar. Í því felst m.a. að allir borgarbúar eigi sem greiðastan aðgang að miðborginni óháð fararmátum, þ.e. hvort sem þeir eru gangandi, hjólandi eða akandi. Áður en ákvarðanir verða teknar um aðgerðir á grundvelli stefnunnar er mikilvægt að náið samráð verði haft við íbúa og rekstraraðila í miðborginni og jafnvel á miðborgarsvæðinu öllu um þær. Þá er gerður fyrirvari við kostnaðarauka sem fjallað er um í tillögum stýrihóps að stefnu og stjórnsýslulegu fyrirkomulagi miðborgar.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Við samþykkjum áætlunina með fyrirvara um kostnaðarauka. Við teljum mikilvægt að koma málefnum miðborgarinnar í traustan farveg þar sem eftirfylgni og reglur eru skýrar og gagnsæjar. Mikilvægt er að fylgjast með endurskoðuninni sem verður eftir ár þannig að hægt verði að meta árangurinn af starfinu. Miðborg Reykjavíkur er miðborg allra landsmanna og hefur forystuhlutverk sem er nokkuð vel skilgreint í þeirri stefnu sem hér er til samþykktar.
30. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðislokksins:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir skýringum á því hvers vegna borgarstjóri fer ekki eftir þeim fyrirmælum sem borgarfulltrúar fengu í bréfi, dags. 27. október 2016, sem lagt var fram um leið og fjárhagsáætlunargögn voru afhent borgarfulltrúum. Í bréfinu er trúnaðar krafist til kl. 14.00 þriðjudaginn 1. nóvember sl. Í bréfinu stendur þetta m.a.: ,,Helst þessi trúnaður þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert ársreikning opinberan sem verður við framlagningu hans í borgarstjórn þriðjudaginn 1. nóvember 2016 kl. 14. Haldist ekki fullur trúnaður er það álitshnekkir fyrir stjórnsýslu og stjórnkerfi Reykjavíkurborgar sem getur valdið fésektum.“ Þrátt fyrir þetta skýra orðalag lét meirihlutinn birta upplýsingar í Kauphöll kl. 12.45, hélt svo blaðamannfund kl.13.00 og fyrstu fréttir bárust fyrir 13.30. Á sama tíma biðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina með að senda frá sér upplýsingar vegna fyrrgreinds bréfs. Um matskennda ákvörðun meirihlutans virðist vera að ræða og eru málefnaleg sjónarmið ekki augljós því með þessu er borgarstjóri og meirihluti Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Vinstri grænna að mismuna borgarfulltrúum eftir því hvort þeir eru í meirihluta eða minnihluta. Óskað er skýringa á þessu. R16010183
Fundi slitið kl. 11.59
Sig. Björn Blöndal
Halldór Auðar Svansson Líf Magneudóttir
Heiða Björg Hilmisdóttir Kjartan Magnússon
Halldór Halldórsson Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir