No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2016, fimmtudaginn 27. október, var haldinn 5428. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8.05. Viðstödd voru, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Halldór Halldórsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir Ómar Einarsson og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 17. október 2016. R16010030
2. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 19. október 2016. R16010004
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsársdals frá 18. október 2016. R16010007
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 17. október 2016. R16010009
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 13. október 2016. R16010010
6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 20. október 2016. R16010013
7. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 7. október 2016. R16010027
8. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 27. október 2016. R16010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál. R16100013
10. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R16100001
11. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R16010042
Samþykkt að veita Söngfuglum, kór félagsstarfs aldraðra í Reykjavík styrk að fjárhæð kr. 100.000.-
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.
Öðrum styrkumsóknum er hafnað.
12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 26. október 2016, um breytingar á kjörskrá vegna forsetakosninga 29. október 2016. R16080006
Samþykkt.
- Kl. 8.09 taka borgarstjóri, Kjartan Magnússon og Líf Magneudóttir sæti á fundinum.
13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. október 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. október 2016 um lokun Laugavegar frá gatnamótum Bergstaðastrætis að Skólavörðustíg meðan framkvæmdir standa yfir, ásamt fylgiskjölum. R16050200
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Vegna öryggismála vegfarenda á þessu byggingarsvæði er óhjákvæmilegt að loka tímabundið meðan á steypuvinnu stendur. Það er gagnrýnivert að ekki sé betur staðið að málum á þessu svæði þar sem reynt hefur verulega á þol rekstraraðila og íbúa þar sem áætlanir hafa ekki staðist varðandi framkvæmdatíma. Sú staða sem núna er komin upp er vegna þess að ekki er nægilega vel staðið að málum af hálfu borgarinnar þegar byggt er í svo þröngri byggð sem þarna er. Mjög mikilvægt er að tímasetningar standist og byggingarkraninn verði fjarlægður eigi síðar en 30. nóvember eins og áætlað er því jólaverslunartímabilið er lykilatriði fyrir rekstraraðila.
- Kl. 8.12 tekur Heiða Björg Hilmisdóttir sæti á fundinum.
- Kl. 8.14 tekur Pétur Ólafsson sæti á fundinum.
- Kl. 8.15 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.
14. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 24. október 2016, um endurnýjun á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Íþróttabandalags Reykjavíkur, sbr. samþykkt borgarráðs frá 3. mars 2016, ásamt drögum að samstarfssamningi. R14120144
Samþykkt.
Vísað til frekari meðferðar fjármálaskrifstofu vegna fjármögnunar samningsins.
- Kl. 8.26 víkur Ómar Einarsson af fundinum.
15. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 21. október 2016, um samningslok um sameiginlegan rekstur þjónustusvæðis fyrir fatlað fólk. R15100255
16. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 19. október 2016, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina varðandi hækkanir á fæðisgjaldi í skólum, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. september sl. R16090072
17. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 25. október 2016, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi ferð borgarstjóra til Kaupmannahafnar, Strassbourg og Vancouver, sbr. 16. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. september sl. R16090112
18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 25. október 2016:
Í samræmi við samþykkt borgarráðs frá 5. júlí sl. leggur stýrihópur um framhald tilraunaverkefnis um styttingu vinnudags án launaskerðingar nú til að sett verði á laggirnar tilraunaverkefni um styttingu vinnudags á skóla- og frístundasviði, velferðarsviði og íþrótta- og tómstundasviði. Lagt er til að verkefnið nái á: 1) skóla- og frístundasviði til leikskólans Hofs og standi yfir frá 1. nóvember 2016 til 30. apríl 2017, 2) velferðarsviði til félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar í efri byggð fyrir Breiðholt, Árbæ, Grafarvog og Grafarholt sem stýrt er frá þjónustumiðstöðinni í Árbæ og standi frá 1. nóvember 2016 til 30. apríl 2017 og 3) íþrótta- og tómstundasviði til Laugardalslaugar og standi frá 1. nóvember 2016 til 30. apríl 2017. Umsjón með verkefninu verði í höndum stýrihóps um framhald tilraunaverkefnis um styttingu vinnudags án launaskerðingar sem skili áfangaskýrslu í samræmi við erindisbréf eigi síðar en 1. mars 2017 ásamt tillögum að aðgerðum í framhaldinu.
Greinargerð fylgir tillögunni. R14050127
Samþykkt.
19. Lögð fram til kynningar drög að erindisbréfi starfshóps um fyrirkomulag eignaskráningar hjá Reykjavíkurborg. R16090078
20. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. október 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu á byggingarrétti á lóð við Haukdælabraut 1. R16020086
Samþykkt.
21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 25. október 2016:
Lagt er til að borgarráð samþykki að vísa til borgarstjórnar tillögu Félagsbústaða um að veitt verði veðheimild í útsvarstekjum Reykjavíkurborgar til tryggingar á ábyrgð á lántöku félagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga: Borgarstjórn Reykjavíkurborgar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Félagsbústaða hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að nafnvirði 1.000.000.000 kr. en að útgreiðslufjárhæð 901.302.260 kr. til 39 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til að fjármagna kaup á félagslegu húsnæði og til uppgreiðslu óhagstæðra lána Félagsbústaða hf. sem tekin voru til kaupa og viðhalds á félagslegu húsnæði sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Borgarstjórn Reykjavíkurborgar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Félagsbústaða hf. til að selja ekki eignarhlut sinn í Félagsbústöðum hf. til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt. Fari svo að Reykjavíkurborg selji eignarhlut í Félagsbústöðum hf. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Reykjavíkurborg sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu. Jafnframt er Birgi Birni Sigurjónssyni, kt. veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Reykjavíkurborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.
Einnig er lagt fram erindi Félagsbústaða um veitingu veðheimilda í útsvarstekjum Reykjavíkurborgar vegna lántöku Félagsbústaða hjá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 24. október 2016, og umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 26. október. R16090189
Vísað til borgarstjórnar.
22. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 18. október 2016:
Lagt er til að borgarráð samþykki að endurskoða álagningu ábyrgðargjalds á Orkuveitu Reykjavíkur á árinu 2016 vegna ábyrgða á lánum til sérleyfisrekstrar þannig að ábyrgðargjaldið verði hækkað í 0,95% úr 0,375% en ábyrgðargjald vegna lána sem tekin hafa verið vegna samkeppnisrekstrar verði óbreytt eða 0,57%. R16040015
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
23. Fram fer kynning á mánaðarlegu rekstraruppgjöri A-hluta fyrir tímabilið janúar-ágúst 2016. R16010141
- Kl. 9.00 víkur Kjartan Magnússon af fundinum og Áslaug María Friðriksdóttir tekur sæti. Einnig taka sæti á fundinum Halldóra Káradóttir og Einar Bjarki Gunnarsson.
24. Fram fer umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017. Kynnt er fjárfestingaáætlun og fjárhagsáætlun eignasjóðs ásamt fjárhags- og starfsáætlunum umhverfis- og skipulagssviðs, skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs.
Guðlaug S. Sigurðardóttir, Hjálmar Sveinsson, Ólöf Örvarsdóttir, Hreinn Ólafsson, Skúli Helgason, Helgi Grímsson, Kristján Gunnarsson, Stefán Eiríksson og Agnes Andrésdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R16010183
25. Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017, ásamt greinargerð og starfsáætlunum. R16010183
Frestað.
Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 1. nóvember 2016 kl. 14.00, sbr. bréf fjármálaskrifstofu, dags. 27. október 2016.
26. Lagt fram frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2017-2021 ásamt greinargerð. R16010183
Frestað.
Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 1. nóvember 2016 kl. 14.00, sbr. bréf fjármálaskrifstofu, dags. 27. október 2016.
27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. október 2016:
Lagt er til að meðfylgjandi gjaldskrár verði samþykktar fyrir árið 2017.
Greinargerð fylgir tillögunni. R16010183
Frestað.
Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 1. nóvember 2016 kl. 14.00, sbr. bréf fjármálaskrifstofu, dags. 27. október 2016.
28. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. október 2016:
Lagt er til að borgarstjórn samþykki lántökur á árinu 2017 að fjárhæð allt að 3,2 milljarðar króna vegna áformaðra framkvæmda og fjárfestinga á árinu 2017. Gert er ráð fyrir að þessi fjármögnun verði fengin með skuldabréfaútboðum borgarsjóðs á árinu. Jafnframt er samþykkt að veita fjármálastjóra umboð f.h. Reykjavíkurborgar til þess að undirrita nauðsynlega gerninga sem tengjast nauðsynlegri skuldabréfaútgáfu, sem og til þess að taka á móti og undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántökum þessum, enda verði einstakar lántökur lagðar fyrir borgarráð til afgreiðslu.
Greinargerð fylgir tillögunni. R16010183
Vísað til borgarstjórnar.
29. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. október 2016:
Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars tekjuárið 2017 verði 14,52%.
Greinargerð fylgir tillögunni. R16100176
Frestað.
30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. október 2016:
Lagt er til að álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu vegna ársins 2017 verði sem hér segir:
1. Hlutfall fasteignaskatts skv. a-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 0,2%.
2. Hlutfall fasteignaskatts skv. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 1,32%.
3. Hlutfall fasteignaskatts skv. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 1,32%, að viðbættri hækkun um 25%, sbr. heimild í 4. mgr. sömu greinar (1,65%).
4. Hlutfall lóðarleigu fyrir íbúðarhúsalóðir verði 0,2% af fasteignamatsverði.
5. Hlutfall leigu fyrir verslunarlóðir, iðnaðarlóðir og lóðir fyrir opinberar byggingar verði 1,0% af fasteignamatsverði.
Greinargerð fylgir tillögunni. R16100175
Frestað.
31. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra dags. 26. október 2016:
Lagt er til að gjalddagaskipting fasteignagjalda fyrir árið 2017 með 9 jöfnum greiðslum á eftirfarandi gjalddögum: 1. febrúar, 4. mars, 2. apríl, 2. maí, 3. júní, 2. júlí, 2. ágúst, 2. september og 2. október. Þá er lagt til að nemi álagning fasteignagjalda 25.000 kr. eða lægri fjárhæð á fastanúmer greiði gjaldendur þau með einum gjalddaga þann 1. febrúar. Lagt er til að gjalddagi krafna vegna framkvæmdar afsláttartil tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti og fráveitugjaldi verði 1. nóvember og eindagi 30 dögum síðar. Þó geta þeir sem skulda að lágmarki 25.000 kr. óskað eftir því að fá að ljúka greiðslum í þremur hlutum þann 1. desember, 2. janúar og 3. febrúar 2017. Lagt er til að þeir sem eiga inneign fái hana greidda út 6. nóvember 2017.
Greinargerð fylgir tillögunni. R16100175
Frestað.
32. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. október 2016:
Lagt er til að viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega árið 2017 verði eftirfarandi:
Viðmiðunartekjur
I. Réttur til 100% lækkunar
Einstaklingur með tekjur allt að 3.130.000 kr.
Samskattaðir einstaklingar með tekjur allt að 4.360.000 kr.
II. Réttur til 80% lækkunar
Einstaklingur með tekjur á bilinu 3.130.000 til 3.580.000 kr.
Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 4.360.000 til 4.850.000 kr.
III. Réttur til 50% lækkunar
Einstaklingur með tekjur á bilinu 3.580.000 til 4.170.000 kr.
Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 4.850.000 til 5.790.000 kr.
Lagt er til að skilyrði lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds fari eftir reglum Reykjavíkurborgar um afslátt af fasteignagjöldum eins þær eru á hverjum tíma.
Greinargerð fylgir tillögunni. R16100175
Frestað.
33. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu um gjaldskrársamanburður og fjölskyldudæmi, dags. 26. september 2016. R16010183
34. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu um þróun tekna og útgjalda A-hluta Reykjavíkurborgar 2008-2015. R16010183
Fundi slitið kl. 12.55
S. Björn Blöndal
Halldór Auðar Svansson Líf Magneudóttir
Heiða Björg Hilmisdóttir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
Halldór Halldórsson Áslaug Friðriksdóttir