Borgarráð - Fundur nr. 5424

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2016, fimmtudaginn 29. september, var haldinn 5424. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.03. Viðstödd voru S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Hjálmar Sveinsson, Halldór Halldórsson, Kjartan Magnússon og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Kristbjörg Stephensen, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. september 2016. R16010021

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 20. september 2016. R16010007

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 19. september 2016. R16010008

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 19. september 2016. R16010009

5. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 22. september 2016. R16010004

6. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 23. september 2016. R16010015

7. Lagðar fram fundargerðir Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 22. júní og 19. september 2016. R16010022

8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R16090002

9. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R16090001

10. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. í dag. R16010042

Samþykkt að veita Mengi styrk að fjárhæð kr. 250.000 vegna sýningarinnar Creative and experimental cities 14. október 2016 –11. janúar 2017.

Samþykkt að veita Kammersveit Reykjavíkur styrk að fjárhæð kr. 250.000 vegna skráningu á sögu sveitarinnar.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. september 2016, um skipan hverfiskjörstjórna og undirkjörstjórna fyrir alþingiskosningar þann 29. október 2016. R16080006

Samþykkt.

12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. september 2016, sbr. samþykkt umhverfis og skipulagsráðs frá 21. september 2016, á auglýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur, 2010-2030 vegna Nauthólsvegar - Flugvallarvegar.R11060102

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja að tillaga að breyttu skipulagi fari í auglýsingu en gera athugasemd við að gert sé ráð fyrir að taka undirgöng í burtu. Það er einkennileg ráðstöfun að fækka undirgöngum þegar íbúar um alla borg kalla eftir auknu umferðaröryggi með undirgöngum og brúm fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Þessi undirgöng eru stutt og það sést í gegnum þau sem eru eðlilegar kröfur til undirganga í dag svo þau valdi ekki ótta og óöryggi þeirra sem þau nota. Vakin er athygli á því að um er að ræða eina fjölförnustu hjólaleið borgarinnar.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Þrátt fyrir að verið sé að samþykkja auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi þar sem undirgöng í átt að íþróttasvæði Vals undir Flugvallarveg verða tekin af skipulagi og þeim verði lokað, þá ítreka Framsókn og flugvallarvinir að ekki verði veitt heimild til lokunar þeirra, nema að göngubrú verði komin upp og opin umferð. Þá hafa upplýsingar verið veittar um að búið sé að tryggja viðunandi hljóðvist fyrir leikskóla sem fyrirhugaður er á svæðinu og er það ein af forsendum þess að við samþykkjum að skipulagsbreytingin fari í auglýsingu, enda mikilvægt að leikskólabörn framtíðarinnar á þessu svæði verði ætíð látin njóta alls vafa og öryggi þeirra og uppvaxtraskilyrði tryggð sem best. Að öðru leyti tökum við undir bókun Sjálfstæðismanna undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Aukinn forgangur og öryggi gangandi og hjólandi vegfaranda á yfirborði við gatnamót Flugvallarvegar og Nauthólsvegar er í takt við samgöngulausnir sem einkenna borgarmiðað gatnakerfi. Í skipulagi Vatnsmýrarinnar er gert ráð fyrir þannig gatnakerfi.  Með breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Nauthólsvegar - Flugvallarvegar er eingöngu verið að opna á heimild til að loka undirgöngunum.  Þess ber að geta að undirgöng og brýr geta verið á fleiri stöðum en viðkomandi tákn sýna á uppdrætti aðalskipulags.

13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. september 2016, sbr. samþykkt umhverfis og skipulagsráðs frá 21. september 2016, á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar vegna afmörkunar skipulagssvæðisins. R13120099

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er um að ræða tæknilega breytingu á skipulagi sem skilgreint er sem Flugvallarsvæði, Öskjuhlíð og háskólasvæði Háskólans í Reykjavík.  Við samþykkjum að breytingarnar fari í auglýsingu, en eftir sem áður munum við aldrei samþykkja neina breytingar sem koma til með að skerða starfsemi og áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni, enda eru þessar breytingar ekki þess eðlis að þær séu að skerða starfsemi og veru flugvallarsins.

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. september 2016, sbr. samþykkt umhverfis og skipulagsráðs frá 21. september 2016, á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna afmörkunar skipulagssvæðisins. R16090149

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er um að ræða tæknilega breytingu á skipulagi sem skilgreint er sem Flugvallarsvæði, Öskjuhlíð og háskólasvæði Háskólans í Reykjavík.  Við samþykkjum að breytingarnar fari í auglýsingu, en eftir sem áður munum við aldrei samþykkja neina breytingar sem koma til með að skerða starfsemi og áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni, enda eru þessar breytingar ekki þess eðlis að þær séu að skerða starfsemi og veru flugvallarsins.

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. september 2016, sbr. samþykkt umhverfis og skipulagsráðs frá 21. september 2016, á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík vegna stækkunar á skipulagssvæði og fjölgun háskólaíbúða o.fl. R15050142

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja að tillaga að breyttu skipulagi fari í auglýsingu en gera athugasemd við að gert sé ráð fyrir að taka undirgöng í burtu. Það er einkennileg ráðstöfun að fækka undirgöngum þegar íbúar um alla borg kalla eftir auknu umferðaröryggi með undirgöngum og brúm fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Þessi undirgöng eru stutt og það sést í gegnum þau sem eru eðlilegar kröfur til undirganga í dag svo þau valdi ekki ótta og óöryggi þeirra sem þau nota. Vakin er athygli á því að um er að ræða eina fjölförnustu hjólaleið borgarinnar.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

Þrátt fyrir að búið sé að samþykkja auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi þar sem undirgöng í átt að íþróttasvæði Vals undir Flugvallarveg verða tekin af skipulagi og þeim verði lokað, þá ítreka Framsókn og flugvallarvinir að ekki verði veitt heimild til lokunar þeirra, nema að göngubrú verði komin upp og opin umferð. Þá hafa upplýsingar verið veittar um að búið sé að tryggja viðunandi hljóðvist fyrir leikskóla sem fyrirhugaður er á svæðinu og er það ein af forsendum þess að við samþykkjum að skipulagsbreytingin fari í auglýsingu, enda mikilvægt að leikskólabörn framtíðarinnar á þessu svæði verði ætíð látið njóta alls vafa og öryggi þeirra og uppvaxtaskilyrði tryggð sem best.

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. september 2016, sbr. samþykkt umhverfis og skipulagsráðs frá 21. september 2016, á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Lækjargötu 10 og 12, Vonarstræti 4-4b og Skólabrú 2 fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. september 2016, sbr. samþykkt umhverfis og skipulagsráðs frá 21. september 2016, á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Lækjargötu 10 og 12, Vonarstræti 4-4b og Skólabrú 2 þar sem dregið er lítillega úr byggingarmagni ofanjarðar o.fl. R16090152

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja að tillaga að deiliskipulagi verði sett í auglýsingu en setja fyrirvara við útlitshönnun þeirra húsa sem á byggingarreitinn koma. Dregið hefur verið úr byggingarmagni eftir athugasemdir í umhverfis- og skipulagsráði en þessar byggingar taka mikið pláss í umhverfi þar sem byggðin er fíngerð í klassískum stíl eldri borgarbyggðar.

- Kl. 10.00 víkur Björn Axelsson af fundinum.

17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. september 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að sækja um styrk til Orkusjóðs til uppbyggingar á innviðum rafbíla. R16090174

Samþykkt.

18. Lagður fram dómur Hæstaréttar nr. 88/2016: Tónlistarskólinn í Reykjavík gegn Reykjavíkurborg. R15030092

19. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Lagt er til að hafin verði deiliskipulagsvinna við svæðið kringum Þróttheima, sem afmarkast af Sæbraut, Hólmasundi og Holtavegi. Í framhaldi af því verði húsið Holtavegur 11 selt ásamt mögulegum byggingarrétti sem verður til við skipulagsvinnuna. Jafnframt verði þeirri starfsemi sem nú er í Þróttheimum fundinn annar staður.

Greinargerð fylgir tillögunni. R16090063

Samþykkt.

20. Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um rýningu á orkugjöldum, sbr. 2 lið fundargerðar borgarstjórnar frá 17. nóvember sl. og 5. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 2. september sl., ásamt umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 14. september 2016. R15110169

Tillagan er felld með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Arðsemi Orkuveitu Reykjavíkur er ekki í samræmi við áhættu í rekstri fyrirtækisins. Ótímabært er að taka til skoðunar gjaldskrárlækkanir fyrr en skilgreind hafa verið arðsemismarkmið fyrir starfsþætti OR og tryggt hefur verið að arðsemin samræmist markmiðum eins og gert er ráð fyrir í eigendastefnu. Þá þarf áfram að stefna að lækkun skulda og minnkun fjárhagslegrar áhættu næstu árin til að OR nái þeim fjárhagslega styrk sem gert er ráð fyrir í langtímamarkmiðum fyrirtækisins.

21. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 16. september við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um heildarkostnað Reykjavíkurborgar vegna utanlandsferða starfsmanna og kjörinna fulltrúa á árinu 2015, sbr. 43. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. janúar sl.  R16010109

Borgarráðsfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir þakka framkomin svör og ítarlega framsetningu, þar sem fram kemur að mesti kostnaður á stjórnmálaflokk, þegar heildarfjárhæð kostnaðar stjórnmálaflokks er deilt niður á fjölda þeirra kjörinna fulltrúa sem í ferðir fara,  er mestur hjá Samfylkingunni 703.215 kr., næst hjá Vinstri grænum 655.772 kr. og þar á eftir hjá Bjartri framtíð kr. 503.192. Framsókn og flugvallarvinir hafa lægstan meðal kostnað eða 445.085 kr.

22. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 28. september, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um framkvæmdir í ráðhúsinu, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. janúar sl. R16010261

23. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 27. september 2016, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um rekstrarvanda grunn- og leikskóla, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. september sl. R16090007

24. Lagt fram bréf staðgengils borgarstjóra, dags. 20. september 2016, ásamt drögum að erindisbréfi vegna framhalds stýrihóps um tilraunaverkefni um styttingu vinnudags án launaskerðingar. R14050127

Samþykkt að skipa Magnús Má Guðmundsson sem jafnframt verður formaður, Líf Magneudóttur og Halldór Halldórsson í hópinn.

25. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 27. september 2016, ásamt fylgiskjölum:

Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands um stofnun Friðarseturs (Höfði - Reykjavík Peace Center). Með samningnum skuldbinda samningsaðilar sig til samstarfs um stofnun Höfða - Friðarseturs og með þátttöku í stofnun Friðarseturs lýsir Reykjavíkurborg jafnframt yfir vilja sínum til að taka þátt í að tryggja rekstur setursins árin 2017 og 2018 sbr. samþykkt borgarráðs frá 3. mars 2016. Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna verkefnisins eru 10 mkr. sem greiðast af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð. Háskóli Íslands hýsir verkefnið innan Alþjóðamálastofnunar háskólans og leggur verkefninu til starfsaðstöðu, vinnuframlag og verkefnisstjóra.

Greinargerð fylgir tillögunni. R16020116

Samþykkt.

26. Fram fer kynning á rekstrarúttekt Deloitte á Leikfélagi Reykjavíkur.

Svanhildur Konráðsdóttir, Árni Jón Árnason og Halla Björg Þórhallsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.  R16050182

27. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra:

Lagt er til að borgarráð samþykki tillögu starfshóps borgarstjóra um reglur um stofnframlög Reykjavíkurborgar.

Greinargerð starfshópsins ásamt drögum að reglum Reykjavíkurborgar um stofnframlög fylgja tillögunni. R16060025

Samþykkt.

Auðun Freyr Ingvarsson, Guðlaug S. Sigurðardóttir og Einar Bjarki Gunnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunnar, dags. 19. september 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóð við Lambhagaveg 13. R16030097

Samþykkt.

29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunnar, dags. 26. september 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita vilyrði fyrir byggingu gróðurhvelfingar á lóð við Stekkjarbakka með fyrirvara um samþykki deiliskipulags. R16090164

Frestað.

30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunnar, dags. 26. september 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðauka við samkomulag milli Reykjavíkurborgar og Háskólans í Reykjavík frá 2007 um ráðstöfun á landi undir starfsemi Háskólans í Reykajvík. R15030020

Samþykkt.

31. Fram fer kynning á árshlutareikningi A-hluta borgarsjóðs, janúar-júlí 2016. R16010141

32. Lögð fram að nýju tillaga forsætisnefndar, dags. 2. september 2016, sbr. 13. lið borgarstjórnar frá 20. september 2016 um staðsetningu og breytingar vegna umboðsmanns borgarbúa. Einnig er lögð fram tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, um stjórnskipulega stöðu umboðsmanns sbr. 13. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 20. september 2016. R14090127

33. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Óskað er eftir upplýsingum um heildarkostnað vegna utanlandsferða hvers stjórnamálaflokks á árinu 2015, þ.e. bæði með borgarfulltrúum og fulltrúum flokkanna í nefndum og ráðum á vegum borgarinnar, aðstoðarmanni/mönnum sem og stjórnum B-hluta fyrirtækja. R16010109

34. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Óskað er eftir upplýsingum um heildarlaunakostnaði, ásamt launatengdum gjöldum, hvers stjórnmálaflokks á árinu 2015. Svarið skal taka yfir greiðslur til allra fulltrúa stjórnmálaflokkanna í nefndum og ráðum á vegum Reykjavíkurborgar, sem og stjórnun B-hluta fyrirtækja. R16090220

35. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að gripið verði til aðgerða strax í því skyni að bæta umferðaröryggi við gatnamót Hringbrautar og Framnesvegar. Fjölmargir gangandi vegfarendur fara daglega yfir Hringbraut á þessum stað, ekki síst börn á leið í og úr Vesturbæjarskóla. Vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda á lóð skólans hefur verið sett upp girðing út að Framnesvegi, sem gerir að verkum að ógengt er á gangstéttinni meðfram skólanum. Hægt væri að bæta úr þessu ef girðingin austan megin yrði færð nær skólalóðinni, a.m.k á meðan framkvæmdir liggja niðri við bygginguna eins og verið hefur allt þetta ár. Nú er svo komið að framkvæmdir standa einnig yfir á gangstéttinni vestan megin götunnar og er skólabörnum og öðrum gangandi vegfarendum því nauðugur einn kostur að ganga á götunni til að komast þarna um. Skapar það mikla hættu enda algengt að bifreiðum sé ekið á of mikilli ferð af Hringbraut norður Framnesveg.  R16090221

Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs.

Fundi slitið kl. 12.44