Borgarráð - Fundur nr. 5423

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2016, fimmtudaginn 22. september, var haldinn 5423. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8.35. Viðstödd voru S. Björn Blöndal, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Halldórsson, Kjartan Magnússon og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Kristbjörg Stephensen, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga B. Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 12. september 2016. R16010030

2. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 13. september 2016. R16010004
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 13. september 2016. R16010008

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 9. september 2016. R16010027

5. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. september 2016. R16010021

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R16090002
7. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R16090001

8. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 13. september 2016, ásamt drögum að erindisbréfi stýrihóps um mótun heildstæðrar stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks. Jafnframt er lögð fram tillaga mannréttindaskrifstofu um stefnumótun í málefnum innflytjenda frá 24. ágúst 2016, ásamt fylgiskjölum. R16080114

Samþykkt að tilnefna Elínu Oddnýju Sigurðardóttur, sem jafnframt verður formaður hópsins, Ilmi Kristjánsdóttur, Sabine Leskopf, Magnús Arnar Sigurðarson, Mörtu Guðjónsdóttur og Þórgný Thoroddsen.

9. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 19. september 2016, sbr. samþykkt velferðarráðs á tillögu um breyttar forsendur þjónustu- og rekstraráætlunar fyrir búsetukjarna að Þorláksgeisla, dags. 15. ágúst 2016. R16010225

Samþykkt að vísa tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar.
Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 19. september 2016, sbr. samþykkt velferðarráðs á tillögu að breytingu á gjaldskrá akstursþjónustu eldri borgara, dags. 5. júlí 2016. R16090100

Samþykkt með 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna gegn 1 atkvæði borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur á grásleppuskúrum og öðrum menningarminjum við Grímsstaðavör, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. ágúst 2016. Jafnframt er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. september 2016. R16080092

Samþykkt að vísa tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar.
- Kl. 8.54 tekur Halldór Auðar Svansson sæti á fundinum.

12. Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um rýningu á orkugjöldum, sbr. 2 lið fundargerðar borgarstjórnar frá 17. nóvember sl., ásamt umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 14. september 2016. R15110169

Frestað.

13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. september 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. september 2016 um að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar vegna lóðanna nr. 9-11 við Bæjarflöt og 15-17 við Gylfaflöt. R15060040

Samþykkt.
14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. september 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. september 2016 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna lóðarinnar nr. 78 við Hverfisgötu. R16060107

Samþykkt.

15. Lagt fram bréf Reita fasteignafélags ehf., dags. 12. september 2016, með beiðni um samstarf við Reykjavíkurborg um þróun og uppbyggingu á lóðinni nr. 176 við Laugaveg, ásamt fylgigögnum. R16090064

Samþykkt að vísa erindinu til meðferðar umhverfis- og skipulagsviðs og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.
16. Lagt fram bréf staðgengils borgarstjóra, dags. 20. september 2016, varðandi fyrirhugaða ferð borgarstjóra til Kaupmannahafnar, Strassbourg og Vancouver dagana 25. september til 2. október nk. með stjórn SSH, Vegagerðinni, Strætó og fulltrúa innanríkisráðuneytisins. R16090112
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er eftir rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun að borgarstjóri kjósi að ferðast til þriggja stórborga í tveimur heimsálfum til að kynna sér rekstur sporvagna. Hægt hefði verið að ferðast til nokkurra borga í Evrópu sem eru á stærð við Stór-Reykjavíkursvæðið þar sem slík kerfi eru og þannig frekar samanburðarhæfar varðandi rekstur slíkra kerfa. Um 650 þúsund manns búa á borgarsvæði Strassborgar, um 1.250 þúsund manns á borgarsvæði Kaupmannahafnar og um tvær milljónir á borgarsvæði Vancouver. Um 212 þúsund manns búa hins vegar á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Óskað er eftir upplýsingum um kostnað Reykjavíkurborgar vegna umræddrar ferðar.
17. Lagt fram bréf staðgengils borgarstjóra, dags. 20. september 2016, ásamt drögum að erindisbréfi starfshóps um framtíðarskipan þjónustu vegna menningarmála í tengslum við þéttingu byggðar í Vogabyggð og Elliðavogi. R15100254

18. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 20. september 2016, þar sem óskað er eftir að skipaður verði starfshópur skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, umhverfis- og skipulagssviðs og Golfklúbbs Reykjavíkur, ásamt fylgiskjölum. R16050120

Samþykkt.

19. Lagt fram bréf staðgengils borgarstjóra, dags. 20. september 2016, varðandi framhald tilraunaverkefnis um styttingu vinnudags án launaskerðingar. Jafnframt eru lögð fram drög að erindisbréfi stýrihóps um framhald tilraunaverkefnisins. R14050127

Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja að tilraunin verði látin ná til vinnustaða á umhverfis- og skipulagssviði en leggja áherslu á að stytting vinnudags má aldrei verða til þess að þjónusta við borgarbúa verði skert.

- Kl. 9.25 víkur Pétur Ólafsson af fundi.

20. Lagt er til að Guðbrandur Guðmundsson verði aðalmaður í skólanefnd Borgarholtsskóla í stað Oddnýjar Sturludóttur. Jafnframt er lagt til að Sabine Leskopf taki sæti Guðbrands sem varamaður í nefndinni. R12120017

Samþykkt.
21. Lagt fram bréf staðgengils borgarstjóra, dags. 20. september 2016, varðandi skipun í kjaranefnd Reykjavíkurborgar. R16090106
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hversu margir embættismenn heyra undir kjaranefnd Reykjavíkurborgar? Með hvaða hætti eru teknar ákvarðanir um hverjir heyra undir ákvarðanir kjaranefndar hverju sinni? Hvernig hefur fjöldi þeirra sem heyra undir kjaranefndina þróast undanfarin fimm ár?

22. Lagt fram bréf staðgengils borgarstjóra, dags. 20. september 2016, með tillögum að viðaukum við fjárhagsáætlun 2016. R16010225

Vísað til borgarstjórnar.
23. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. september 2016, vegna viljayfirlýsingar milli Reykjavíkurborgar og Heklu hf. um uppbyggingu á lóðum ásamt drögum að viljayfirlýsingu. R16020062

Frestað.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi tillögu:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að fyrirliggjandi viljayfirlýsing, sem felur í sér ráðstöfun á 24 þúsund fermetra lóð í Syðri-Mjódd án útboðs, verði ekki tekin til afgreiðslu í borgarráði fyrr en eftirtöldum aðilum hefur verið gefinn kostur á að gefa umsögn um hana: Íþróttafélag Reykjavíkur, starfshópur Íþróttafélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar um svæði ÍR í Mjódd, íbúasamtökin Betra Breiðholt, hverfisráð Breiðholts, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur, Hjúkrunarheimilið Skógarbær, Árskógum 2, félagsstarfið Árskógum 4, húsfélagið Árskógum 6-8, Félag eldri borgara í Reykjavík, Húsnæðissamvinnufélagið Búseti.
Frestað.

24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 15. september 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun á byggingarrétti fyrir 700 fermetra byggingu á lóðinni Kambavað 5. R16090087

Samþykkt.

25. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 16. september 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun tveggja lóða ásamt byggingarrétti við Suðurlandsbraut nr. 72 og 74. R16020171

Frestað.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja til að í ljósi starfsemi þeirrar sem Hjálpræðisherinn stendur fyrir og hefur staðið fyrir í Reykjavík í rúma öld verði samtökin undanþegin byggingarréttargjaldi vegna úthlutunar lóðar við Suðurlandsbraut 72-74.

Frestað.

26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. september 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð staðfesti kaup á landsspildum í landi Varmadals. Einnig er lagður fram kaupsamningur og afsal, ódags. R13100422

Samþykkt.
27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 16. september 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi samkomulag um bílastæði fyrir hreyfihamlaða gegnt Vegamótastíg 7-9. R16090090

Samþykkt.

28. Lagt fram bréf Ellýjar Katrínar Guðmundsdóttur, dags. 19. september 2016, þar sem hún óskar eftir að borgarráð veiti henni lausn frá embætti borgarritara. R16090121

Samþykkt.
Borgarráð þakkar Ellý Katrínu Guðmundsdóttur innilega fyrir vel unnin störf hennar í þágu Reykjavíkurborgar og óskar henni velfarnaðar í störfum sínum í framtíðinni.
29. Borgarráðfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hversu margir eru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík og hversu margir af þeim teljast vera í brýnni þörf? Þá er óskað eftir upplýsingum um hvernig skiptingin er á milli einstaklinga og fjölskyldufólks og þá hversu mörg börn og ungmenni yngri en 18 ára eru á framfærslu þeirra sem á biðlistanum eru. Þá er óskað eftir upplýsingum um hversu margir eldri borgarar eru á biðlista. Úttektin skal miðast við 15. september 2016. R16010160
30. Borgarráðfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hversu margar íbúðir hafa Félagsbústaðir keypt á þessu ári, og hversu margar hafa verið seldar á þessu ári, viðmiðunardagsetning er 15. september 2016.  R16010160
31. Borgarráðfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Kaupa Félagsbústaðir eignir í búsetukjörnum fyrir aldraða. Ef svo er óskast upplýsingar um í hvaða búsetukjörnum það er og hver er fjöldi íbúða í þeirra eigu m.v. 15. september 2016. R16010160
32. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er eftir skýringum á því hvernig farið verði með hækkanir á fæðisgjaldi í þeim skólum þar sem matur er aðkeyptur, t.d. í Vesturbæjarskóla og gerðir hafa verið samningar út skólaárið. Verða gerðir nýir samninga við verktakann og má vænta breytinga á matseðlum og samsetningu matar þar eins og í þeim skólum sem reka eigið mötuneyti? R16090072
Fundi slitið kl. 9.50

Sigurður Björn Blöndal

Halldór Auðar Svansson Heiða Björg Hilmisdóttir

Líf Magneudóttir Halldór Halldórsson

Kjartan Magnússon Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir