No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2016, fimmtudaginn 1. september, var haldinn 5420. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Þórgnýr Thoroddsen, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Halldórsson, Kjartan Magnússon og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson, Örn Sigurðsson, Pétur Ólafsson, Bjarni Þóroddsson og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 25. ágúst 2016. R16010032
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs miðborgar frá 25. ágúst 2016. R16010013
3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 26. ágúst 2016. R16010015
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 27. júní 2016. R16010025
5. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 18. og 23. ágúst 2016. R16010030
6. Lagður fram listi yfir embættisafgreiðslur skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, alls 7 mál. R16080007
7. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R16080001
8. Fram fer kynning á samningnum við Félag grunnskólakennara.
Atli Atlason og Helgi Grímsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. Einnig taka sæti á fundinum þau Skúli Helgason, Magnús Már Guðmundsson og Jóna Björg Sætran. R16080138
9. Lagt fram bréf skóla- og frístundasvið, dags. 25. ágúst 2016, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 24. ágúst 2016 um sameiningu leikskólanna Hamra og Bakka. R16080130
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:
Þrátt fyrir hagræðingartilburði meirihluta, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, sem við í minnihluta höfum reynt að styðja eftir fremsta mætti, þá liggur fyrir úttektarskýrsla frá október 2014 á sameiningarferli skóla þar sem margir varnaglar eru slegnir við sameiningar. Annar skólanna, Hamrar, hefur þegar verið sameinaður. Í tillögunni, sem lögð er fram, er aðeins talað um sameiningu undir eina stjórn, en ekkert kemur fram um fjárhagslegt hagræði sem verið er að reyna að ná fram, né heldur faglegt hagræði og síðast en ekki síst, hagræði fyrir börnin. Á meðan slíkt liggur ekki fyrir, getum við ekki samþykkt sameiningartillögu þessa.
Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 9.30 taka Hildur Gunnlaugsdóttir og Björn Ingi Edvarsson sæti á fundinum.
10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. ágúst 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. ágúst 2016 um breytingu á deiliskipulagi Vísindagarða. R16050211
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. ágúst 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. ágúst 2016 um breytingu á skilmálum í deiliskipulagi Naustareits vegna lóðarinnar að Tryggvagötu 14. R16060070
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins benda á að rekstraraðilar á svæðinu lýsa yfir áhyggjum af fækkun bílastæða og að það geti haft neikvæð áhrif á þeirra rekstur. Tekið er undir þær áhyggjur.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Góðfúslega er minnt á að yfir eitt þúsund bílastæði verða í bílakjallara sem er í byggingu á næstu lóð.
12. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. júlí 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. júlí 2016 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Brautarholts á Kjalarnesi vegna lóðarinnar nr. 5 við Brautarholt, ásamt fylgiskjölum. Einnig er lagt fram bréf Marteins Mássonar hrl. til borgarráðs, dags. 22. ágúst 2016, ásamt fylgigögnum. R16070063
Samþykkt.
Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Á jörðinni Brautarholti á Kjalarnesi hefur verið rekið svínabú í áratugi. Í dag er á jörðinni stórt svínabú auk fyrirhugaðs alifuglabús og gerir deiliskipulag ráð fyrir því að á svæðinu sé landbúnaður. Fyrir liggur skýrsla Eflu verkfræðistofu um mat á lyktarónæði frá búum að Brautarholti sem verkfræðistofan Mannvit hefur farið yfir að ósk Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Með vísan til þeirra gagna og umsagnar skipulagsfulltrúa telur borgarráð að umrædd breyting á skilmálum deiliskipulags Brautarholts á Kjalarnesi sé viðunandi, enda sýni rannsóknir að rekstur alifuglabús muni ekki hafa í för með sér meira rask eða óþægindi fyrir næsta nágrenni en rekstur svínabús. Samkvæmt drögum að starfsleyfi fyrir alifuglabú að Brautarholti 5 skal starfsleyfishafi takmarka loftmengun frá starfseminni eins og kostur er. Borgarráð beinir þeim tilmælum til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að hafa reglulegt eftirlit með því að skilyrðum starfsleyfis sé fylgt eftir og að í samráði við starfsleyfishafa verði unnið að enn frekari lausnum til að forðast hættu á lyktarmengun.
13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. ágúst 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. ágúst 2016 á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 1 við Fossaleyni. R14030157
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. ágúst 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. ágúst 2016 á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi neðan Sléttuvegar vegna lóðanna nr. 38, 40, 42, og 44 við Lautarveg. R16080134
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. ágúst 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. ágúst 2016 á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 73 við Laugaveg og 92-96 við Hverfisgötu. R16080135
Samþykkt.
- Kl. 10.20 víkja Hildur Gunnlaugsdóttir og Björn Ingi Edvardsson af fundinum.
16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. ágúst 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. ágúst 2016 um tillögur starfshóps um þjónustumarkmið um almenningssalerni í Reykjavík. R16080133
Samþykkt að vísa skýrslunni og tillögum starfshópsins til frekari meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs. Ráðinu er m.a. falið að skoða skipulagslega þætti tillagnanna, fjármögnun og forgangsröðun, sérstaklega með tilliti til tekjustofna vegna aukins álags vegna ferðamanna.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn og flugvallarvinir telja mikilvægt að hugað verði sérstaklega að möguleikum á því að almenningssalerni verði einkarekin og sjálfhreinsandi eins og kostur er, enda ljóst að stofnkostnaður yrði borginni mjög dýr. Við teljum eðlilegt að greitt sé fyrir þessa þjónustu sem notkun á almenningssalernum er og nauðsynlegt er í áframhaldandi vinnu að skoða tekjumöguleika í tengslum við rekstur sjálfbærra almenningssalerna. Við viljum hreina borg og vera fyrirmynd í þjónustu við borgara okkar og þá sem okkur heimsækja og því mikilvægt að taka tillit til þess sem fram kemur í skýrslunni að allar kröfur um hreinlæti, aðgengi og gæði séu virt í hvívetna þegar ákvarðanir eru teknar í þessum málum.
Þórólfur Jónsson og Ólafur Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 10.45 víkur Örn Sigurðsson af fundinum.
17. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 24. ágúst 2016, með tillögu mannréttindaráðs frá 23. ágúst 2016 þar sem borgarráð er hvatt til að hefja undirbúning að heilstæðri stefnumótun varðandi þjónustu borgarinnar við innflytjendur, ásamt fylgiskjölum.
Anna Kristinsdóttir og Sabine Leskopf taka sæti á fundinum undir þessum lið. R16080114
18. Lagt fram bréf Félagsstofnunar stúdenta, dags. 24. ágúst, um lóð undir stúdentaíbúðir í Skerjafirði. R14010115
Frestað.
19. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. ágúst 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki útleigu húsnæðis á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, ásamt fylgiskjölum. R16080131
Samþykkt.
20. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. ágúst 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi viðauka við leigusamning vegna Laugavegar 77, ásamt fylgiskjölum. R16080128
Samþykkt.
21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. ágúst 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi viðauka við leigusamning vegna húsnæðis þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness að Gylfaflöt 5, ásamt fylgiskjölum. R16080129
Samþykkt.
22. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. ágúst 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi leigusamning um beitiland í landi Úlfarsfells við Suðurhlíð, ásamt fylgiskjölum. R16080069
Samþykkt.
23. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. ágst 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi leigusamning um Bankastræti 0, ásamt fylgiskjölum. R16050229
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikill skortur er á almenningssalernum í miðbænum, ekki síst vegna mikillar fjölgunar ferðamanna á undanförnum árum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina telja að rétt væri að opna almenningssalerni að nýju í Bankastræti.
24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. ágúst 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki hjálögð drög að viðauka við viljayfirlýsingu á milli Reykjavíkurborgar og Búseta um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðinni Keilugrandi 1, ásamt fylgiskjölum. R16080064
Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinar, Bjartrar Framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.
Málið fer til fullnaðarafgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða í 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að lóðin Keilugrandi 1 (SÍF-reiturinn) verði skilgreind sem íþrótta- og útivistarsvæði og að hún verði öll nýtt í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfsemi í Vesturbænum. Aðstöðuskortur háir nú þegar íþróttastarfsemi í hverfinu og er því mikilvægt að hún fái aukið athafnarými. Enn skal minnt á að útlit er fyrir mikla þéttingu byggðar í Vesturbænum á næstu árum, sem gæti haft í för með sér að íbúum hverfisins fjölgi um allt að 5.500 manns eða 33%. Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna sýnir af sér mikið fyrirhyggjuleysi í skipulagsmálum með því að leggja annars vegar mikla áherslu á fjölgun íbúa í Vesturbænum en neita hins vegar að horfast í augu við þá staðreynd að slík fjölgun kallar á umtalsverða uppbyggingu innviða, ekki síst í þágu íþrótta- og grunnskólastarfsemi. Margoft hefur verið bent á að ákjósanlegasti kosturinn til að stækka íþróttasvæði KR sé að heimila félaginu afnot af umræddum reit að Keilugranda 1. Með þeirri ákvörðun vinstrimeirihlutans að ráðstafa umræddri lóð undir þétta fjölbýlishúsabyggð er jafnframt komið í veg fyrir að hún geti nýst í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfsemi í Vesturbænum. Húsnæðissamvinnufélög starfa á almennum íbúðamarkaði og eiga þar í samkeppni við sjálfstæða aðila, hlutafélög og önnur húsnæðissamvinnufélög. Búseti, húsnæðissamvinnufélag, starfar á samkeppnisgrundvelli eins og önnur slík félög enda er búseturéttur ekki félagslegt úrræði. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks telja að Reykjavíkurborg hafi ekki heimild til þess að úthluta lóðum á almennum markaði án greiðslna fyrir byggingarrétt án undangenginnar auglýsingar eða opins útboðs.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina legur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn og flugvallarvinir hafna að samþykkja samkomulag við Búseta um uppbyggingu á lóðinni Keilugranda 1, þar sem við teljum nauðsynlegt að það liggi fyrir verðmat tveggja óvilhallra fasteignasala um verðmat byggingarréttarins. Við vísum til óafgreiddar tillögu í borgarráði þann 21. júlí 2016, þar sem segir m.a. mikilvægt er fyrir kjörna fulltrúa að hafa sem gleggstar upplýsingar á hverjum tíma um verðmæti þeirra lóða sem borgin á /og til stendur að selja eða ráðstafa. Þá tökum við undir bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðismanna undir þessum lið.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinar, Bjartrar Framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Minnihlutinn í borgarstjórn verður að gera upp við sig hvort hann ætlar að hafa mestar áhyggjur af því að lóðaverð sé orðið of hátt eða, eins og í þessu dæmi, að það sé of lágt þegar um er að ræða uppbyggingu í þágu húsnæðisstefnu borgarinnar. Búseti greiðir fyrir byggingarréttinn enda eru ekki sérstök tekjumörk eða félagsleg sjónarmið sem ráða úthlutun íbúðanna og við verðlagningu var kaupverð borgarinnar á viðkomandi eign m.a. haft til hliðsjónar.
25. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. ágúst 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að úthlutua Búseta húsnæðissamvinnufélagi byggingarrétti fyrir 22 íbúða fjölbýlishús á lóðinni nr. 16 við Skógarveg. R16080062
Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinar, Bjartrar Framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina vísa almennt til bókana sinna við lið 24.
Málið fer til fullnaðarafgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða í 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinar, Bjartrar Framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Minnihlutinn í borgarstjórn verður að gera upp við sig hvort hann ætlar að hafa mestar áhyggjur af því að lóðaverð sé orðið of hátt eða, eins og í þessu dæmi, að það sé of lágt þegar um er að ræða uppbyggingu í þágu húsnæðisstefnu borgarinnar. Búseti greiðir fyrir byggingarréttinn enda eru ekki sérstök tekjumörk eða félagsleg sjónarmið sem ráða úthlutun íbúðanna og við verðlagningu var kaupverð borgarinnar á viðkomandi eign m.a. haft til hliðsjónar.
26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. ágúst 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að hefja söluferli á íbúð Reykjavíkurborgar í Tjarnargötu 10A. R16080136
Samþykkt.
27. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að vekja athygli á losun örplasts hjá SHH, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. ágúst 2016. R16080101
Samþykkt.
28. Lagt fram bréf Málflutningsstofu Reykjavíkur, dags. 13. júlí 2016, varðandi kæru á ákvörðun innkauparáðs Reykjavíkurborgar varðandi útboð á frystikerfi í Skautahöllinni. Jafnframt er lögð fram umsögn innkaupadeildar um málið. R16070078
Frestað.
29. Fram fer kynning á birtingu fundargagna borgarráðs á vef Reykjavíkurborgar. R16080147
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
6. nóvember 2012 lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu í borgarstjórn um að gagnsæi yrði aukið í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar með því að birta fundargögn allra nefnda og ráða borgarinnar á vef hennar ásamt fundargerðum, strax að loknum fundi, almenningi til upplýsingar. Um leið og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að nú stefnir í að tillaga þeirra um þetta verði að veruleika hvað varðar fundargögn borgarráðs, lýsa þeir yfir furðu sinni á því að það skyldi hafa tekið tæplega fjögur ár að koma tiltölulega einfaldri tillögu sem þessari í framkvæmd. Einungis er þó um að ræða áfangasigur í málinu og skora borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á borgarstjóra að sjá til þess að fundargögn annarra nefnda og ráða Reykjavíkurborgar verði sett á vefinn sem fyrst ásamt fundargerðum.
30. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 1. september 2016, þar sem lagt er til að tillögum að kjörstöðum, þóknunum fyrir störf í kjörstjórnum, umboði til borgarráðs og fleira sem varðar kosningar til Alþingis sem áætlaðar eru í október 2016 verði vísað til borgarstjórnar. R16080006
Samþykkt.
31. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Íbúar í Skerjafirði hafa bent á að fyrirhuguð breyting á póstnúmeri hverfisins kunni að hafa áhrif á verðmæti fasteigna þeirra. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um málið, m.a. umsögn óháðs fasteignasala hvort slík póstnúmerabreyting kunni að hafa áhrif á fasteignaverð í hverfinu. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir því að málið verði unnið í samráði og sátt við íbúa í hverfinu og telja að ekki eigi að ráðast í slíka póstnúmerabreytingu í andstöðu við vilja þeirra. R15090119
32. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um hvernig meirihluti borgarstjórnar hyggst taka á rekstrarvanda grunn- og leikskóla í borginni og hvort ný forgangsröðun verði kynnt þar sem forgangsraðað verði í þágu mikilvægrar grunnþjónustu á borð við leikskóla og grunnskóla. Fyrir liggur að skólastjórnendur telja reiknilíkan skammta rangt til skólanna og að það sé úrelt. Nýtt reiknilíkan eigi að taka gildi 2018. Þá er óskað eftir upplýsingum um hvernig meirihluti borgarstjórnar hyggst láta stjórnendur grunn- og leikskóla færa hallarekstur á milli ára og hvort ekki er tekið tillit til sérstakra aðstæðna í rekstri áður en hallarekstur skal færður á milli. R16090007
33. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi tillögu:
Í fréttum síðustu daga hafa verið fréttir af væntum ofurbónusum til starfsmanna þrotabús gömlu bankanna. Um er að ræða fjárhæðir til starfsmanna eins þrotabús fyrir allt að 1,5 milljarð króna, sem er t.d. um 10% af handbæru fé Reykjavíkurborgar, svo fjárhæðin sé sett í samhengi, eða 2,5% af launum og launatengdum gjöldum borgarinnar skv. ársreikningi 2015. Þrátt fyrir sjónarmið um að fólk uppskeri eins og það sái, þá er hér um slíkar fjárhæðir að ræða að venjulegu fólki blöskrar. Ekki er um að ræða að starfsmenn þessir séu hluthafar í þrotabúinu eða beri á einhvern hátt hallann af rekstri. Reglur fjármálaeftirlitsins um bónusgreiðslur til starfsmanna fjármálafyrirtækja eiga ekki við um þrotabú, eins og er í þessu tilviki. Ofurgreiðsur sem þessar sem endurgjald fyrir vinnu í jafnlitlu samfélagi og á Íslandi eru aðeins fallnar til þess að auka enn frekar ójöfnuð. Því leggja Framsókn og flugvallarvinir fram þá tillögu að borgarráð sammælist um svohljóðandi áskorun: Borgarráð beinir þeirri áskorun til fjármálaráðherra að setja án tafar í lög ákvæði sem skattleggja ofurbónusa, sem endurgjald fyrir vinnu, í ofurhlutfalli. R16090008
Frestað.
34. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi tillögu:
Vegna ítrekaðrar óánægju sem upp kemur á hverju ári af hálfu skóla- og leikskólastjórnenda, foreldrafélaga, sem og faglæðra og ófaglæðra starfsmanna skólanna um rekstur og starf leik- og grunnskóla borgarinnar, þá er ljóst að óánægjan snýst fyrst og síðast um forgangsröðun fjármuna hjá meirihlutanum, umfram annað. Núverandi meirihluti og Vinstri græn þar í farabroddi lofuðu gjaldfrjálsum leikskólum sem ekki hefur verið staðið við. Vegna þessa þá leggjum við fram þá tillögu að framkvæmd verði rafræn þjónustukönnun hjá a) foreldrum leikskólabarna og b) stjórnendum, leikskólakennurum og starfsmönnum á leikskólum, þar sem markmiðið er að ná fram afstöðu þessara aðila til hagræðingartilrauna, matar, þjónustu, verðlagningar (of dýr, of ódýr eða hæfileg) og annarra þátta sem unnið verður með stjórnkerfis- og lýðræðisráði og skóla- og frístundasviði. Óskað er eftir umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, skóla- og frístundasviðs og fjármálaskrifstofu um tillöguna, áður en hún kemur til afgreiðslu í borgarráði. R16090009
Frestað.
Fundi slitið kl 12.10
S. Björn Blöndal
Líf Magneudóttir Halldór Halldórsson
Þórgnýr Thoroddsen Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir
Kjartan Magnúson Heiða Björg Hilmisdóttir