Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2016, fimmtudaginn 7. júlí, var haldinn 5415. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.07. Viðstödd voru S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Heiða Björg Hilmarsdóttir, Kjartan Magnússon, Börkur Gunnarsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Halldóra Káradóttir, Óli Jón Hertervig, Kristbjörg Stephensen, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Anna Kristinsdóttir og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.
Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 23. júní 2016. R16010032
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 21. júní 2016. R16010006
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 22. júní 2016. R16010011
4. Lögð fram fundargerð mannréttindaráðs frá 28. júní 2016. R16010017
5. Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálaráðs frá 27. júní 2016. R16010018
6. Lögð fram fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 29. júní 2016. R16010019
7. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 23. maí 2016. R16010025
8. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 10. og 24. júní 2016. R16010027
9. Lagt fram tölvubréf Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, dags. 6. júlí 2016, þar sem hún óskar eftir að ljúka tímabundnu leyfi og koma aftur til starfa sem borgarfulltrúi. R16060097
10. Lagt er til að Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir taki sæti í borgarráði í stað Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur og að Guðfinna taki sæti sem varamaður í stað Jónu Bjargar Sætran. R16060118
Samþykkt.
11. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. júlí 2016. R16010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
12. Lögð fram fundargerð velferðarráðs frá 30. júní 2016. R16010028
13. Lögð fram fundargerð öldungaráðs frá 26. maí 2016. R16010035
14. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál. R16070011
15. Lagt er til að Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir taki sæti í umhverfis- og skipulagsráði í stað Sigurðar Inga Jónssonar og að Sigurður Ingi taki sæti sem varamaður í stað Guðfinnu. R14060110
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. júní 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 29. júní 2016 á tillögu að heildarendurskoðun deiliskipulags lóðanna Suðurlandsbraut 58-64, 66, 68-70, 72, 74 og 76, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 24. júní 2016. R16040096
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. júní 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 29. júní 2016 á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi lóðanna Spöngin eining G, Spöngin 3-5 og Móavegur 2-4. Breytingin felst í því að allur götureiturinn er skipulagður sem ein lóð í stað þriggja lóða áður. R16070010
Samþykkt.
18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. júlí 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 3, Hólahverfis, vegna Hólabergs 86. R16070025
Samþykkt.
- Kl. 9.41 tekur Marta Guðjónsdóttir sæti á fundinum og Börkur Gunnarsson víkur af fundi.
19. Fram fer umræða um starfsemi kampavínsklúbba.
Nikulás Úlfar Másson og Björgvin Rafn Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Borgarráð leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að fela ofbeldisvarnarnefnd að setja verklagsreglur um viðbrögð innan borgarkerfisins þegar grunur vaknar um að farið sé á svig við 4. gr. laga nr. 85/2007 eða vinnumansal innan borgarmarkanna. Eins er óskað eftir tillögum frá nefndinni um hvernig hægt er að auka samstarf milli eftirlitsaðila og efla þekkingu þvert á stofnanir. R16060129
Frestað.
20. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 29. júní 2016, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs s.d. á tillögu að sameiningu leikskólanna Hagaborgar og Mýrar. R16070012
Tillagan er samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Sameining yfirstjórnar leikskólanna Hagaborgar og Mýrar er rökrétt skref til að tryggja börnum á Mýri faglegt umhverfi á næsta starfsári. Komið hefur verið til móts við óskir foreldra á Mýri um rúman aðlögunartíma áður en ákvörðun um lokun leikskólans komi til framkvæmda.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:
Foreldrar barna á leikskólanum Mýri leggjast gegn því að ákvörðun um lokun skólans verði tekin í sumar og óska eftir því að starfsemi hans verði endurmetin á árinu 2017. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins þar sem ekki er komið til móts við þessar óskir.
Valgerður Janusdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
21. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 30. júní 2016, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 29. júní 2016 á tillögu um að starfsemi frístundaheimilisins Sólbúa fyrir 3. og 4. bekk verði staðsett í stofu á lóð Breiðagerðisskóla. R16070014
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn og flugvallarvinir styðja þessa tillögu þar sem hún hefur í för með sér bæði rekstrarhagræði og hagræði fyrir nemendur og aðstandendur eins og þetta hefur verið kynnt fyrir borgarráði.
Valgerður Janusdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
22. Lögð fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 1. júlí 2016, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 29. júní 2016 á samningum við RannUng og samtökin Móðurmál sem sendir eru borgarráði til kynningar.
Valgerður Janusdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R16070018
- Kl. 10.10 víkur Ágústa Sveinbjörnsdóttir af fundinum.
23. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 6. júlí 2016:
Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 2.480 þús. kr. á árinu 2016 til að fjármagna húsnæðisstyrk til leikskólans Óss, sbr. erindi sviðsins dags. 30. júní 2016, mál nr. SFS2016060176. Kostnaðarauka verði mætt á kostnaðarstað 09205, ófyrirséð, og ráðstafað á kostnaðarstað D204. Breytingin hefur eftirfarandi áhrif á fjárhagsáætlun 2016: Skóla- og frístundasvið: 2.480.000. Ófyrirséð: -2.480.000. Tillagan felur ekki í sér breytingu á þjónustu Reykjavíkurborgar og þarfnast því ekki jafnréttismats. Breytingin hefur ekki áhrif á rekstur eða sjóðsstreymi aðalsjóðs, A-hluta eða samstæðu Reykjavíkurborgar.
Jafnframt er lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 30. júní 2016. R16010225
Samþykkt.
Valgerður Janusdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
24. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að hætt verði við að leggja niður leið 26 hjá Strætó bs., sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. júní 2016. Jafnframt lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. júní 2016. R16060010
Tillagan er felld með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 2 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Við hörmum að fulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna felli tillögu Sjálfstæðisflokksins um að hætt verði við að leggja niður leið 26, Spöngin – Keldnaholt – Úlfarsárdalur – Reynisvatnsás – Grafarholt – Árbær – Selás. Leiðin hefur gegnt mikilvægu hlutverki við að tengja saman eystri hverfi Reykjavíkur, m.a. nýbyggingarhverfin Reynisvatnsás og Úlfarsárdal þar sem íbúum fer ört fjölgandi. Með brotthvarfi leiðarinnar fellur m.a. niður beintenging íbúa Grafarholts-Úlfarsárdals við Árbæjarhverfi en þangað þurfa þeir að sækja margvíslega þjónustu, m.a. heilsugæslu og velferðarþjónustu. Í stað þess að leggja leið 26 niður væri rétt að skoða tiltækar leiðir til að fjölga farþegum hennar. Með opnun Fellsvegar og nýrrar brúar yfir Úlfarsá hefur t.d. opnast nýr möguleiki á styttingu leiðarinnar milli Úlfarsárdals, Reynisvatnsáss og Grafarholts. Þá er ljóst að það myndi styrkja leiðina verulega ef hún æki lengra suður á bóginn en nú, t.d. með því að tengjast Breiðholti og Mjóddinni, fjölförnustu skiptistöð landsins.
Hinn 19. maí sl. óskuðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir heildstæðum rökstuðningi fyrir leiðakerfisbreytingum vegna sumaráætlunar Strætó, þ.m.t. brotthvarfi leiðar 26, og þeirri ákvörðun að skerða strætisvagnaþjónustu mest í eystri hverfum borgarinnar. Slíkur rökstuðningur hefur ekki enn verið lagður fyrir borgarráð þrátt fyrir að sjö vikur séu nú liðnar frá því að óskað var eftir honum.
Borgaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Síðastliðinn vetur fór fram úttekt á rekstri Strætó bs. þar sem greindir voru möguleikar til hagræðingar í rekstri leiðakerfisins. Stjórn Strætó bs. skipaði starfshóp til að rýna rekstrarúttektina og er tillaga að breytingum á leið 26 ein af mörgum breytingum á óhagkvæmum leiðum sem sett var fram út frá úttektinni. Að mati starfshópsins sýnir úttektin að hægt er að bæta nýtingu þeirra fjármuna sem nú eru eyrnamerktir almenningssamgöngum, í því skyni að ná markmiðum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um eflingu almenningssamgangna. Bein tenging milli Grafarholts og Grafarvogs er ennþá til staðar með leið 18 sem ekur nánast sömu leið og leið 26 gerði. Gerðar verða breytingar á akstri leiðar 18 í haust og hún bætt og stytt með tilkomu Fellsvegar og nýrrar brúar yfir Úlfarsá. Bein tenging milli Grafarholts og Árbæjar er ekki til staðar eftir að akstri leiðar 26 var hætt en áfram er hægt að komast á milli hverfanna með skiptingu milli vagna í Ártúni. Að öllum líkindum er hagkvæmara að niðurgreiða beina tengingu íbúa Grafarholts-Úlfarsárdals við þjónustu Árbæjarhverfis með öðrum hætti en hefðbundnum strætisvagnaakstri.
Þorsteinn Hermannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
25. Lögð fram drög að skýrslu stýrihóps um stefnu í frístundaþjónustu í Reykjavík, dags. 6. júlí 2016. R14120116
Borgarráð samþykkir að framlögð drög að skýrslu stýrihóps um stefnu í frístundaþjónustu í Reykjavík, dags. 6. júlí 2016, fari í hefðbundið umsagnarferli.
Sigrún Sveinbjörnsdóttir og Skúli Helgason taka sæti á fundinum undir þessum lið.
26. Lagt fram svar fjármálaskrifstofu, dags. 5. júlí 2016, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um fasteignagjöld á hótel í borginni, sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. maí sl. R16050204
27. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 22. júní 2016, í máli nr. E-2543/2015, vegna flutnings Þorrasels. R15010218
Borgaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu flaustursleg vinnubrögð meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna þegar þessir flokkar ákváðu á árinu 2015 að leggja niður Þorrasel, dagdeild fyrir aldraða að Þorragötu 3 og flytja starfsemina að Vesturgötu 7 og þrengja þar með að félagsstarfi velferðarsviðs á síðarnefnda staðnum. Meðal annars var bent á að Reykjavíkurborg kynni að vera óheimilt að breyta notkun nefnds húsnæðis að Þorragötu 3 án samþykkis húsfélagsins að Þorragötu 5, 7 og 9, sem hafði lýst sig andvígt umræddri breytingu. Enn og aftur skal minnt á að það er ekki skynsamlegt að þrengja að þjónustu við eldri borgara í borginni þegar fyrirséð er að fjöldi þeirra muni a.m.k. tvöfaldast á næstu 15-20 árum.
28. Lagt fram bréf staðgengils borgarstjóra, dags. 5. júlí 2016, um stýrihóp um heildstæða stefnu í aðgengismálum, ásamt drögum að erindisbréfi hópsins. R16030019
29. Lagt fram bréf innanríkisráðuneytisins, dags. 30. júní 2016, varðandi lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli. R12100372
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn og flugvallarvinir ítreka allt sem við höfum sagt varðandi þetta mál. Framsókn og flugvallarvinir hafa barist með öllum tiltækum ráðum á vettvangi Reykjavíkurborgar, sem og í gegnum fjölmiðla, að halda opinni þeirri lífæð samgangna sem flugvöllurinn er og þar með neyðarbrautinni. Niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir og hlítum við henni eins og allir aðrir, en brýnum fyrir þingmönnum allra flokka á Alþingi að láta sig málið varða, því aðeins á þeim vettvangi er hægt að bregðast við lokun neyðarbrautarinnar. Áréttum að hlutverk Reykjavíkur í að sinna höfuðborgarhlutverki sínu, felst ekki aðeins í að sinna vaxandi fjölda ferðamanna heldur landsmönnum öllum.
Borgaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Það eru dapurleg tíðindi hvernig meirihlutaflokkarnir í borgarstjórn, Samfylking, Píratar, Vinstri græn og Björt framtíð, hafa unnið að því hörðum höndum að loka Reykjavíkurflugvelli í mikilli andstöðu við meirihluta borgarbúa og reyndar landsmanna. Meirihlutinn hefur augljóslega engan áhuga á að efna loforð sín um íbúalýðræði og samráð við íbúa í lykilákvörðunum en því til staðfestingar er hvernig 70.000 undirskriftum um að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni í óbreyttri mynd var stungið undir stól en í þess stað gengið fram af enn meiri hörku í málinu og nú síðast farin dómstólaleiðin til að borgaryfirvöld nái fram vilja sínum í þessu máli.
Borgaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar sem samþykkt var af 12 fulltrúum allra flokka í nóvember 2013 er tveimur flugbrautum tryggður sess í borginni næstu ár, þó gert sé ráð fyrir uppbyggingu í Vatnsmýri til framtíðar. Lokun flugbrautar 06/24 snýst því ekki um að loka Reykjavíkurflugvelli, heldur aðeins að fylgja eftir samkomulagi ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um innanlandsflug og viðaukasamkomulagi við það sem kveður á um lokun flugbrautar 06/24 en bæði voru samþykkt einróma í borgarráði á fundi þess þann 31. október 2013. Þessari lokun hefur nú verið fylgt eftir af innanríkisráðuneytinu samkvæmt dómi Hæstaréttar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru eindregið hvattir til að samþykkja eftirleiðis ekki hverja þá samninga sem binda hendur borgaryfirvalda ef þeir vilja ekki að þeim sé fylgt eftir.
30. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 5. júlí 2016:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagðar tillögur sem vinnuhópur fjármálaskrifstofu, byggingarfulltrúa og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hefur gert, um aðgerðir til að koma á réttri skráningu byggingarstiga fasteigna og réttri flokkun íbúða sem í reynd eru notaðar sem gististaðir, í þeim tilgangi að bæta innheimtu fasteignaskatta í Reykjavík. Jafnframt er lagt til að embætti byggingarfulltrúa fái 7 m.kr. af þeim afgangi í miðlægri stjórnsýslu frá árinu 2015 sem fluttur verður til ársins 2016, sbr. tillögu um flutning afgangs og halla frá árinu 2015, til að fjármagna styrkingu á mannafla embættisins í samræmi við tillögu vinnuhópsins. R15100025
Tillagan er samþykkt með með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Framsóknar og flugvallarvina. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina legur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn og flugvallarvinir samþykkja tillögu þessa sem rekja má til vinnu hagræðingarhóps. Mikilvægt er að jafnræðis sé gætt á meðal borgarbúa í innheimtu gjalda af fasteignum og ótækt að gjaldendur í sitthvoru en sambærilegu húsnæði séu að greiða mismunandi fasteignaskatta eftir því hvort annar hefur óskað eftir öllum úttektum lögum samkvæmt, en hinn ekki.
31. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 6. júlí 2016:
Lagt er til að flutningur á halla og afgangi vegna ársins 2015 verði með nánar tilgreindum hætti (sjá töflu). Tillagan felur í sér ákvörðun um flutning afgangs eða eftir atvikum halla fyrir hvert svið og miðlæga stjórnsýslu en gert er ráð fyrir að sviðsstjóri geri tillögu til borgarstjóra að skiptingu á breyttum fjárheimildum á einstakar rekstrareiningar og kostnaðarstaði. Miðað er við að afgangi verði varið eða halla mætt á yfirstandandi fjárhagsári eða á árinu 2017. Að ósk skóla- og frístundasviðs verði þó gert ráð fyrir því að stjórnendur stofnana sem bera meira en 1% halla geti óskað eftir því að mæta því sem fer umfram það á árinu 2018, enda náist ekki að mæta honum árið 2016 eða árið 2017. Borgarstjóri leggur fram tillögu að viðauka vegna ársins 2016 þegar skipting á afgangi og halla á milli ára liggur fyrir.
Greinargerð fylgir tillögunni. R16040105
Tillagan er samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
32. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 1. júlí 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóð nr. 3 við Haukdælabraut. R16030208
Samþykkt.
33. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 5. júlí 2016:
Lagt er til að borgarráð samþykki að fela stýrihópi um tilraunaverkefni um styttingu vinnudags án launaskerðingar að halda áfram með þau tilraunaverkefni sem þegar eru í gangi fram til 1. júní 2017. Jafnframt verði hafinn undirbúningur að tilraunaverkefnum á umhverfis- og skipulagssviði, íþrótta- og tómstundasviði, velferðarsviði og skóla- og frístundasviði. Tillaga að starfsstöðum og útfærsla verði lögð fyrir borgarráð fyrir 1. september nk. R14050127
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn og flugvallarvinir telja mikilvægt að jafnréttis kynjanna sé gætt í þessu tilraunaverkefni, og að karlkyns vinnustaðir ekki síður en kvenkyns séu skoðaðir.
34. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi tillögu:
Í ljósi þess að nokkrir borgarfulltrúar breyttu skráningu á fjárhagslegum hagsmunum sínum eftir að forsætisnefnd samþykkti á fundi sínum 5. apríl sl. úttekt á málum tveggja borgarfulltrúa er lagt til að innri endurskoðanda borgarinnar og regluverði verði falið að kanna hvort og þá hvaða borgarfulltrúar hafi annars vegar brotið gegn reglum borgarstjórnar um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar og hins vegar reglum Fjármálaeftirlitsins nr. 1050/2012 um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja og lögum um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 með því að skrá ekki félög sér tengd fyrr en eftir 1. mars 2016.
Greinargerð fylgir tillögunni. R16070035
Frestað.
35. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um hvenær stjórn Reykjavíkurborgar setti sér viðmið um hvaða aðila skuli setja á lista yfir fruminnherja skv. reglum fjármálaeftirlitsins nr. 1050/2012, sbr. 132. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Jafnframt óskast upplýst um hver ofangreind viðmið eru. R16070036
Frestað.
36. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi tillögu:
Óskað er eftir því að borgarráð samþykki að óska álits hjá siðanefnd Sambands íslenskra sveitafélaga, í samræmi við 29. gr. sveitastjórnarlaga og hlutverki nefndarinnar skv. erindisbréfi, um hvort það sé andstætt, eða fari gegn anda 2. gr. siðareglna kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg ef við ákvarðanatöku sé farið gegn áliti umboðsmanns borgarbúa við ráðstöfun fjármuna. Tillaga þessi er sett fram þar sem í niðurstöðu umboðsmanns borgarbúa frá 3. júní 2016 segir að það hafi verið verulega ámælisvert að samningar hafi verið gerðir án tillits til niðurstöðu hans í áliti frá 10. janúar 2014. Orðrétt segir: „að þeir kjörnu fulltrúar sem samþykktu að ráðstafa fjármunum Bílastæðasjóðs til Miðborgarinnar okkar, þrátt fyrir að vera grandsamir um að sú rástöfun væri ólögmæt, hafa brotið gegn 2. gr. siðareglna kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg“. R16070037
Frestað.
37. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hvenær hófust þær gatnaframkvæmdir á Suðurgötu, sem enn standa yfir, og hvenær er áætlað að þeim ljúki þannig að hægt verði að opna götuna að nýju fyrir umferð? R16060039
Frestað.
Fundi slitið kl. 12.29
S. Björn Blöndal
Halldór Auðar Svansson Heiða Björg Hilmisdóttir
Kjartan Magnússon Sóley Tómasdóttir
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir Marta Guðjónsdóttir