Borgarráð - Fundur nr. 5414

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2016, fimmtudaginn 30. júní, var haldinn 5414. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.03. Viðstödd voru auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Skúli Helgason, Halldór Halldórsson og Jóna Björg Sætran. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Óli Jón Hertervig, Ebba Schram, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 24. júní 2016. R16010015

2. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 23. júní 2016. R16010030

3. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 16. júní 2016. R16010016

4. Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálaráðs frá 13. júní 2016. R16010018

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 24. júní 2016. R16010023

6. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 29. júní 2016. R16010021

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

7. Lögð fram fundargerð velferðarráðs frá 9. júní 2016. R16010028

8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R16050221

9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. maí 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. maí 2016 á reglum um bílastæði fyrir hreyfihamlaða. Jafnframt lögð fram umsögn ferlinefndar fatlaðs fólks, dags. 23. júní 2016. R16050210

Samþykkt.

10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. júní 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. júní 2016 á tillögu að deiliskipulagi reits 1.254, Kennaraháskólinn, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 16. júní 2016, ásamt fylgiskjölum. R16030162

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokks telur að margt hafi tekist vel í tillögum að skipulagi á lóð Kennaraháskólans en telur að vegna fjölda athugasemda íbúa þurfi að vinna betur með nánari útfærslu skipulagsins í samráði við þá. Þá er það gagnrýnt að ekki sé gert ráð fyrir meira en 0,2 bílastæðum við stúdentaíbúðir á svæðinu sem mun hafa í för með sér að lagt verður í íbúagötur í næsta nágrenni í auknum mæli. Enn fremur er bent á að mikilvægt sé að komið verði fyrir undirgöngum eða göngubrú yfir Miklubraut þar sem nú eru gönguljós við Stakkahlíð. Þessi göngutenging er mikilvæg fyrir alla íbúa, eykur umferðaröryggi gangandi vegfarenda, bætir umferðarflæði og tengir Hlíðarnar betur saman.

11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. júní 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. júní 2016 á auglýsingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 2 vegna svæðis milli Tranavogar og að Kleppsmýrarvegi, ásamt fylgiskjölum. R14050016

Samþykkt.

Sigríður Magnúsdóttir og Hans Olav Andersen taka sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 9.35. víkja Ólöf Örvarsdóttir og Pétur Ólafsson af fundinum. 

12. Fram fer kynning á niðurstöðum kjarakönnunar BHM 2016. 

Þórunn Sveinbjarnardóttir, Georg Brynjarsson og Ævar Þórólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. Einnig taka sæti þau Magnús Már Guðmundsson og Ragnhildur Ísaksdóttir.  R16060130

13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. júní 2016:

Lagt er til að borgarráð samþykki Loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar: Markmið um kolefnishlutleysi og aðlögun að loftslagsbreytingum ásamt aðgerðaráætlun til ársins 2020. Jafnframt starfi stýrihópur um aðlögun vegna loftslagsbreytinga áfram ótímabundið til að tryggja eftirfylgni stefnunnar. 

Greinargerð fylgir tillögunni. R15080093

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður samþykkt Loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar en áskilur sér rétt til að fylgja eftir í stýrihóp um stefnuna sérstökum áherslum sem ekki eru nefndar í stefnunni varðandi samgöngumál, mengun og flæði umferðar.

Hrönn Hrafnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

14. Lögð fram bréf Íslenska Olíufélagsins, dags. 23. maí og 1. júní 2016, með kvörtun vegna niðurstöðu útboðs nr. 13708 á gervigrasi. Jafnframt lögð fram umsögn innkaupadeildar, dags. 20. júní 2016. R16030221

Beiðni um endurskoðun ákvörðunarinnar er hafnað með vísan til umsagnar innkaupadeildar.

15. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 27. júní 2016, sbr. samþykkt mannréttindaráðs frá 10. maí sl. á styrkumsóknum til ráðsins. R16060114

16. Lagt fram yfirlit borgarstjóra, dags. 29. júní 2016, yfir stöðu hagræðingraðgerða hjá Reykjavíkurborg frá janúar til mars 2016. R15110199

17. Lagðar fram til síðari umræðu tillögur að breytingum á samþykkt á stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, dags. í júní 2016, sbr. 10. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 21. júní 2016. R13060019

Tillaga að breytingu á 4. mgr. 10. gr. samþykktarinnar er samþykkt með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Framsóknar og flugvallarvina gegn einu atkvæði borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 

Tillögur að öðrum breytingum á samþykktinni eru samþykktar samhljóða.

18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. júní 2016:

Lagt er til að samþykkt verði beiðni Tónlistarskólans í Reykjavík um þátttöku Reykjavíkurborgar í kostnaði skólans vegna langtímaveikinda eins kennara skólans á tímabilinu október 2015 til og með maí 2016, alls kr. 4.352.907. Hlutaðeigandi kennari kenndi nemendum sem fjármagnaðir eru af framlögum Jöfnunarsjóðs og verður óskað eftir endurgreiðslu frá sjóðnum í samræmi við það. Ekki er um lokakröfu vegna þessara veikinda að ræða þar sem viðbótarkostnaður í sumarútgreiðslum vegna afleysinganna er eftir. Lagt er til að þessi fjárheimild verði færð á kostnaðarstað M3010 og fjármögnuð af kostnaðarstað 09205 Ófyrirséð. 

Greinargerð fylgir tillögunni. R16010225

Samþykkt.

19. Kynnt er mánaðarlegt rekstraruppgjör A-hluta, janúar-apríl 2016. R16010141

20. Lagt fram svar innri endurskoðunar og regluvarðar Reykjavíkurborgar, dags. 29. júní 2016, við erindi forsætisnefndar, dags. 6. apríl sl., um málefni Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur vegna frétta af aflandsfélögum í eigu borgarfulltrúa. R16040043

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun: 

Framsókn og flugvallarvinir þakka fyrir úttekt innri endurskoðanda og regluvarðar þar sem staðfest er að borgarfulltrúanum Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur bar ekki að skrá upplýsingar um tengsl sín við þau aflandsfélög sem gerð voru að umfjöllunarefni í fréttaskýringarþættinum Kastljósi 3. apríl sl., enda hafi þau verið afskráð á árunum 2009 og 2010. Í úttektinni kemur fram að Sveinbjörg Birna hafi í samræmi við ákvæði laga um verðbréfaviðskipti tilkynnt regluverði um þrjú nánar tiltekin einkahlutafélög sem fjárhagslega tengda aðila á árinu 2014. Aftur á móti hafi henni jafnframt borið að tilkynna um tengsl sín við umrædd félög á skrá þeirri sem skrifstofa borgarstjórnar heldur um fjárhagslega hagsmuni. Í úttektinni er hinsvegar staðfest að Reykjavíkurborg hafi ekki átt nein viðskipti við þau félög sem borgarfulltrúanum hafi borið að telja til fjárhagslega tengdra aðila. Niðurstaða Innri endurskoðanda og regluvarðar er því að ekki hafi verið brotið gegn sveitarstjórnar- og stjórnsýslulögum.

Gísli H. Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. júní 2016, þar sem óskað er samþykkis borgarráðs til að selja fasteignina nr. 44 við Lindargötu. R16060127

Samþykkt.

22. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. júní 2016, þar sem óskað er samþykkis borgarráðs til að leigja Súð ehf. beitiland úr jörðinni Norðurgröf. R16060126

Samþykkt.

23. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins óskar eftir upplýsingum um stöðu mála hjá Reykjavíkurborg varðandi uppbyggingu hjúkrunarheimila. R16060154

Frestað.

24. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins óskar eftir upplýsingum um hvaða skref Reykjavíkurborg hefur tekið til að stemma stigu við notkun plasts í borginni. R16060155

Frestað.

Fundi slitið kl. 11.56

S. Björn Blöndal

Halldór Auðar Svansson Halldór Halldórsson

Jóna Björg Sætran Sóley Tómasdóttir

Skúli Helgason