Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2016, fimmtudaginn 23. júní, var haldinn 5412. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.10. Viðstödd voru S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. júní 2015, um kosningu fulltrúa í borgarráð til eins árs sem fram fór á fundi borgarstjórnar þann 21. júní sl. R16060118
2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. júní 2016, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 21. júní sl. að fella niður reglulega borgarstjórnarfundi í júlí og ágúst nk. skv. heimild í 4. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. Í sumarleyfi borgarstjórnar fer borgarráð með sömu heimildir og borgarstjórn hefur ella. R15060169
3. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 9. júní 2016. R16010030
4. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 14. júní 2016. R16010004
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 13. júní 2016. R16010009
6. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 15. júní 2016. R16010015
7. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. júní 2016. R16010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R16050221
9. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R16060001
10. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R16010042
Samþykkt að veita RIFF styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.- vegna Stelpur filma. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til bókunar sinnar í borgarráði 19. júní 2014.
11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. júní 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. júní 2016 vegna auglýsingar varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna lóðarinnar nr. 78 við Hverfisgötu. R16060107
Samþykkt.
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. júní 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. júní vegna auglýsingar á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Vogabyggðar, ásamt fylgiskjölum. R11060102
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. júní 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. júní 2016 vegna auglýsingar varðandi breytingu á deiliskipulagi Skuggahverfis vegna lóðarinnar nr. 19. við Klapparstíg og nr. 1 við Veghúsastíg. R16060108
Samþykkt.
Lif Magneudóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. júní 2016, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. júní 2016, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir Skipholt 11-13. Jafnframt er lagt fram bréf RR hótels ehf., dags. 21. júní 2016. Einnig er lagt fram bréf RR hótela ehf. til borgarráðs dags. 21. júní 2016. R16060109
Frestað.
15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. júní 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. júní 2016 á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna nýs kirkjugarðs í Úlfarsfelli, ásamt fylgiskjölum. R11060102
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. júní 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skiplagsráðs frá 22. júní 2016 á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna nýs kirkjugarðs í Úlfarsfelli, ásamt fylgiskjölum. R16040024
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf staðgengils borgarstjóra, dags. 21. júní 2016, þar sem lagt er til að umhverfis- og skipulagssviði verði falið að undirbúa samkeppni um að bæta yfirbragð Víkurkirkjugarðs þannig að hlutverk hans sem kirkjugarðs og skrúðgarðs verði sýnilegra en nú er í samræmi við erindi Minjastofnunar Íslands, dags. 23. maí 2016, ásamt fylgiskjölum. R16050188
Samþykkt.
- Kl. 9.40 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundi.
18. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 20. apríl 2016, með tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina um að endurskoða byggingaráform við Landsímahúsið vegna Víkurkirkjugarðs sem lögð var fram á fundi borgarstjórnar þann 19. apríl 2016. R16040139
Tillagan er felld með vísan til samþykktar í lið 17. í fundargerð borgarráðs 23. júní 2016.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:
Tillagan snerist á sínum tíma um að sýna Víkurkirkjugarði og sögu hans tilhlýðilega virðingu. Þar sem nú hefur verið samþykkt að farið verði í samkeppni um hvernig svæðið verður lagað í þeim tilgangi er tillagan því ekki nauðsynleg. Þau uppbyggingaráform sem eru fyrirhuguð eru að nær engu leyti inn á svæði gamla kirkjugarðsins og hefur fengið vilyrði allra til þess bærra menningarminjavarða og fagmanna um að uppbyggingin ógni ekki menningarsögulegu gildi svæðisins. Því samþykkja fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina að að svo komnu sé ekki ástæða til annars en að einblína á fyrirhugaða samkeppni til að sýna svæðinu öllu nauðsynlega virðingu.
19. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina um hækkun á styrkjum til hverfisíþróttafélaga vegna aksturs frístundastrætó, sbr. 43. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. maí 2016. R16050205
Tillögunni er vísað til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017.
20. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að fá óháða fasteignasala til að verðmeta tvær lóðir við Vesturbugt, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. maí sl. Jafnframt er lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 16. júní 2016. R16050164
Tillagan er felld með vísan til umsagnar borgarlögmanns með 4 atkvæðum borgaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokks hafa bent á að meirihlutinn ætli að nota dýrustu byggingarlóðir borgarinnar undir svokölluð Reykjavíkurhús án þess að kannað sé hvort það skili borginni meiru að selja lóðirnar svo borgin fengi tekjur til að fjármagna kaup á fleiri íbúðum. Um 700 umsækjendur eru á biðlista eftir félagslegum leiguíbúðum og því mikilvægara að fleiri fái þak yfir höfuðið en að færri fái húsnæði á dýrri lóð. Því er algjörlega óskiljanlegt og óábyrgt að meirihlutinn vilji ekki vita hvert verðmæti lóðanna er sem nota á undir fyrsta verkefnið um svokölluð Reykjavíkurhús á dýrasta staðnum í borginni.
- Kl. 10.00 tekur Stefán Eiríksson sæti á fundinum.
21. Fram fer kynning á atvinnumálum fatlaðs fólks.
Ragnheiður Hergeirsdóttir og Tryggvi Þórhallsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R16040081
22. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 20. júní 2016, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að stofnuð verði rafræn þjónustumiðstöð á vegum Reykjavíkurborgar. Einingin hafi þann megintilgang að þróa og breyta framlínuþjónustu borgarinnar á þann veg að sjálfsafgreiðsla verði ávallt fyrsti valkostur borgarbúa þar sem því verður við komið. Jafnframt er rafrænni þjónustumiðstöð falið að stuðla að opnun rafrænnar gagnagáttar um fjármál borgarinnar, utanumhald og eftirfylgni með opnun annarra ópersónugreinanlegra gagna og birtingu fundargerða og fylgigagna ráða og nefnda borgarinnar, í samræmi við upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar og aðra samþykkta stefnumörkun um viðfangsefnin. Rafræn þjónustumiðstöð verði þannig ein af leiðandi aðilum í þróun þjónustuveitingu borgarinnar. Skal rafræn þjónustumiðstöð vera staðsett á skrifstofu þjónustu og reksturs. Í upphafi er gert ráð fyrir fjórum stöðugildum innan einingarinnar, stjórnanda og þremur starfsmönnum, og einnig framlagi á fjárfestingaáætlun. Árlegur launakostnaður verði áætlaður kr. 37 m.kr. og annar rekstrarkostnaður kr. 3,7 m.kr. Gert er ráð fyrir fjárfestingu fyrir a.m.k. 40 m.kr. á ári til næstu fimm ára. Gert er ráð fyrir fjárheimildum fyrir rafrænni þjónustumiðstöð í rammaúthlutun.
Greingargerð fylgir tillögunni. R16030184
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja að farið verði í stofnun Rafrænnar þjónustumiðstöðvar í Reykjavík. Í umsögn fjármálaskrifstofu kemur fram að setja ætti skýrar arðsemiskröfur á verkefnið og fylgst verði vel með framgangi þess. Í því skyni vilja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka nauðsyn þess að tekið verðu upp verkbókhald í þessu verkefni um leið og það hefst því annars verður ekki hægt að fylgjast nógu vel með. Auðvitað ætti verkbókhald að vera meginregla hjá Reykjavíkurborg og því vonbrigði að meirihlutinn hafi ekki samþykkt tillögu Sjálfstæðismanna óbreytta.
Óskar J. Sandholt tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
23. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli nr. 728/2015: Reykjavíkurborg gegn Guðrúnu Birnu Smáradóttur. R14030031
24. Lagt fram álit umboðsmanns Alþingis, dags. 13. júní 2016, í tilefni af frumkvæðisathugun á málefnum Félagsbústaða hf. R15030017
Samþykkt að vísa áliti umboðsmanns til meðferðar velferðarsviðs og til skoðunar í vinnu sviðsins við endurskoðun reglna Reykjavíkurborgar um úthlutun félagslegs húsnæðis.
25. Lagt fram að nýju bréf velferðarsviðs, dags. 9. júní 2016, sbr. samþykkt velferðarráðs s.d. á tillögu að flutningi fjárheimildar af bundnum lið fjárhagsaðstoðar til velferðarsviðs, dags. 25. maí 2016. R16060075
Samþykkt.
26. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 22. júní 2016, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að fjárheimildir þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis (VÞ1011) verði hækkaðar um 15,5 m.kr. til að mæta hækkun á rekstrarkostnaði hennar vegna rekstrarsamnings þjónustumiðstöðvarinnar við Ríkisútvarpið. Samningurinn mun leiða til hækkunar á heildarkostnaði þessa árs að upphæð 15,5 m.kr., þar af tæpar 6 m.kr. vegna virðisaukaskatts. Kostnaðarauki verði fjármagnaður af kostnaðarstað 09205, (heiti kostnaðarstaðar). Breytingin hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu eða fjárflæði A-hluta eða Samstæðu Reykjavíkurborgar árið 2016.
Greingargerð fylgir tillögunni. R15010274
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:
Fyrir liggur að flutningur Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis í Efstaleiti hefur í för með sér háan aukakostnað sem ekki hefur verið áætlað fyrir. Þrátt fyrir að Reykjavíkurborg hafi selt húsnæði sem þjónustumiðstöðin var áður í og þar með ekki þurft að leggja í kostnað við miklar endurbætur þá er engu að síður óljóst með þessum viðbótarkostnaði hvort um nógu góða ákvörðun hafi verið að ræða. Ef flutningurinn leiðir af sér meiri kostnað eftir breytingar er það enn eitt dæmi um slaka fjármálastjórn meirihlutans.
27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. júní 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi viðauka I við leigusamning við Ríkisútvarpið vegna Efstaleitis 1, ásamt fylgiskjölum. R15010274
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
- Kl. 11.40 víkur Stefán Eiríksson af fundinum.
28. Lagt fram borgarlögmanns, dags. 21. júní 2016, varðandi afléttingu veðkvaðar af byggingarlóð C við Hlíðarenda (Hlíðarendi 28, 30, 32 og 34). R10100319
Samþykkt.
29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 20. júní 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi leigusamning við Skóla ehf. um leigu á húsnæði leikskólans Sjónarhóls að Völundarhúsum 1. R16060053
Samþykkt.
30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 16. júní 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Urðarbrunni 44. R16030081
Samþykkt.
31. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 23. júní 2016, um breytingar á kjörskrá vegna forsetakosninga 25. júní 2016. R16020004
Samþykkt.
32. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 20. júní 2016, þar sem lagt er til að beiðni Gunnars Tómassonar um að vera tekinn á kjörskrá verði synjað. R16020004
Samþykkt.
33. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í ljósi þess að íbúar við Laugaveg hafa kvartað yfir því að fá sekt fyrir stöðubrot sem er mun hærri fjárhæð en almenn bílastæðasekt þegar þeir hafa bíla sína í stæðum við Laugarveg sem merkt er sem göngugata á ákveðnum tímum sólarhrings leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram fyrirspurn um á hvaða laga- eða reglugrundvelli þeim sektum er beitt? Voru breyttar aðstæður kynntar fyrir íbúum og er ekki eðlilegt að borgin auglýsi breyttar reglur á svæðinu með upplýsingaskiltum eða einhverjum samskonar hætti þegar um svo íþyngjandi ákvörðun fyrir íbúa að ræða? Það hlýtur að vera hlutverk borgaryfirvalda að gæta þess að upplýsingum um breytingar sem þessar komist vel til skila. R16060120
Fundi slitið kl. 12.05
S. Björn Blöndal
Heiða Björg Hilmisdóttir Líf Magneudóttir
Halldór Auðar Svansson Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
Áslaug Friðriksdóttir Hildur Sverrisdóttir