Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2016, fimmtudaginn 16. júní, var haldinn 5411. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.07. Viðstödd voru S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Halldórsson, Áslaug María Friðriksdóttir og Jóna Björg Sætran. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Árbæjar frá 3. maí og 7. júní 2016. R16010005
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 31. maí 2016. R16010007
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 7. júní 2016. R16010008
4. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Kjalarness frá 26. maí og 2. júní 2016. R16010011
5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 10. júní 2016. R16010015
6. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. júní 2016. R16010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R16050221
8. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R16010042
Samþykkt að veita Bedroom community styrk að fjárhæð kr. 500.000.- vegna Breiðholts Festival 14. ágúst 2016.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til bókunar sinnar í borgarráði 19. júní 2014.
9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssvið, dags. 9. júní 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. júní 2016 vegna auglýsingar um breytingu á deiliskipulagi Alþingisreits, ásamt fylgiskjölum. R16060072
Samþykkt.
Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð telur að fyrirhuguð breyting á deiliskipulagi Alþingisreits sé til bóta og fagnar því að efnt verði til opinnar hönnunarsamkeppnar. Borgarráð vekur jafnframt athygli á því að undanfarin misseri hafa komið í ljós merkar fornminjar frá 9. og 10. öld á reitnum og öðrum nálægum reitum. Talið er að Alþingi og Reykjavíkurborg eigi að sameinast um að skapa þessum minjum verðuga umgjörð.
10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. júní 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. vegna auglýsingar um breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.132.1, Naustareits, með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. apríl 2016. R16060070
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. júní 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. júní 2016 vegna auglýsingar um breytingu á deiliskipulagi Lýsisreits vegna lóðar nr. 15 við Lágholtsveg, ásamt fylgiskjölum. R15120042
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. júní 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. júní 2016 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.190.1, Njálsgötureits, vegna lóðarinnar nr. 54b við Grettisgötu, ásamt fylgiskjölum. R16060071
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. apríl 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. apríl 2016 vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Sogavegar, Vonarlands, vegna lóðanna nr. 73-75 og 77 við Sogaveg. R16040128
Samþykkt.
14. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli nr. 268/2016, dags. 9. júní 2016, íslenska ríkið gegn Reykjavíkurborg vegna Reykjavíkurflugvallar. R15120036
15. Lagður fram dómur héraðsdóms í málinu E-42/2016: Guðmundur Friðriksson gegn Reykjavíkurborg. R15120109
16. Lagður fram dómur héraðsdóms í málinu E-3260/2015: Bjarni Hrafnsson, Hinrik Jón Þórisson og Jón Magnússon gegn Reykjavíkurborg, dags. 4. maí 2016. R15090194
17. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 9. júní 2016, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 8. júní 2016 á tillögu um breytingu á opnunartíma frístundaheimila. R16060068
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
18. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 13. júní 2016, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 8. júní 2016 á tillögu um sölu stakra máltíða í grunnskólum. R16060081
Samþykkt.
Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
19. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 13. júní 2016, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 8. júní 2016 á tillögu um heimild til að taka í notkun tvær nýjar kennslustofur fyrir grunnskóla Waldorfsskólans Sólstafa að Sóltúni 6, ásamt fylgiskjölum. R16060080
Samþykkt.
Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
20. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 9. júní 2016, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 8. júní 2016 á tillögu um sameiningu Klébergsskóla og Bergs. R16060069
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata þakka þær fjölmörgu góðu ábendingar sem borist hafa frá foreldrum, starfsfólki leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs og íbúum Kjalarness varðandi áform um stofnun nýs sameinaðs leik- og grunnskóla á Kjalarnesi með samþættu frístundastarfi og tónlistarnámi. Næstu skref eru að ráða nýjan stjórnanda og skipa starfshóp um farsæla innleiðingu þessa verkefnis með aðkomu skólastjóra, starfsmanna og foreldra á Bergi og Klébergsskóla. Hér er um að ræða mjög spennandi verkefni sem mikilvægt er að nýta til að styrkja og efla samfélagið á Kjalarnesi til framtíðar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina samþykkja sameiningu Klébergsskóla og starfsstöð leikskólans Bakkabergs á Bergi, hvorutveggja á Kjalarnesi, í þeim tilgangi að stofna samrekinn leikskóla og grunnskóla með samþættu frístundastarfi og tónlistarnámi, í trausti þess að framkvæmd sameiningar verði í góðu og gagnsæju samstarfi við stjórnendur, starfsmenn og foreldra leik- og grunnskólabarna á Kjalarnesi. Umsagnir hafa borist frá báðum skólaráðum og starfsfólki leik- og grunnskólans, foreldrafélögunum sem og hverfisráði Kjalarness. Umsagnaraðilar ítreka mikilvægi þess að í stjórnendateymi sameinaðrar stofnunar veljist stjórnendur sem hafi faglega menntun og sýn á öll þau svið sem hin nýja sameinaða stofnun á að ná yfir og jafnræði þarf að vera með stjórnendum til að tryggja jafnar áherslur skólastiganna í breytingaferlinu.
Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
21. Fram fer kynning á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um breytt fyrirkomulag á húsnæðisstuðningi við leigjendur.
Karl Björnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R16060074
22. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 14. júní 2016:
Lagt er til að borgarráð samþykki þær breytingar á fjárfestingar- og fjárhagsáætlun ársins að eignasjóður fái 440 m.kr. fjárheimild til að standa við greiðsluskuldbindingu um landakaup í Skerjafirði samkvæmt samningi milli Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins, dags. 1. mars 2013, sem staðfestur var af borgarráði 14. mars sama ár. Landakaupin verða fjármögnuð með breytingum á öðrum liðum fjárfestingaráætlunar. Þar sem tillagan felur ekki í sér aukningu á fjárfestingum eignasjóðs hefur tillagan ekki áhrif á niðurstöðu rekstrar, efnahags eða sjóðsstreymis A-hluta eða samstæðu Reykjavíkurborgar.
Greinargerð fylgir tillögunni. R16010225
Vísað til borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja fulla þörf á því að áður en tillagan er tekin á dagskrá borgarstjórnar og til afgreiðslu þar liggi fyrir hvaða verkefni frestast af þeirri fjárhagsáætlun sem nú liggur fyrir verði af landakaupum á árinu 2016.
23. Lögð fram drög að mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar, dags. 10. júní 2016. R14090109
Vísað til borgarstjórnar.
24. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 9. júní 2016, sbr. samþykkt velferðarráðs s.d. á tillögu að flutningi fjárheimildar af bundnum lið fjárhagsaðstoðar til velferðarsviðs, dags. 25. maí 2016. R16060075
Frestað.
25. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að endurnýjun á gervigrasvöllum verði sett í forgang í Reykjavík, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. mars 2016. Jafnframt lögð fram umsögn íþrótta- og tómstundasviðs og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. maí 2016 ásamt bókun hverfisráðs Laugardals og Háaleitis, dags. 16. febrúar 2016, um gervigrasvöll í Safamýri. R16030080
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi breytingartillögu:
Lagt er til að endurnýjun gervigrasvalla verði flýtt og framvæmdir verði í þeirri röð að 2016 verði gervigras og gúmmí endurnýjað á æfingavöllum Fylkis, KR og Víkings. Árið 2017 verði gervigras og gúmmí endurnýjað á æfingavöllum Fram í Safamýri, ÍR og Leiknis. Auk þess verði gúmmí endurnýjað á gervigrasvelli Fram í Úlfarsárdal.
Breytingartillagan samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugallarvina.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina minna á fyrri tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að endurnýjun gervigrasvalla verði sett í forgang og gúmmíkurli úr dekkjum skipt út fyrir hættuminni efni á þeim völlum, þar sem það er nú að finna, fyrir árslok 2016. Tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hafa þannig gengið lengra en breytingartillaga meirihlutans sem gengur út á að dreifa þessu nauðsynlega verkefni á fleiri ár.
26. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 14. júní 2016:
Lagt er til að samþykkt verði beiðni Tónlistarskólans í Reykjavík um þátttöku Reykjavíkurborgar í kostnaði skólans vegna langtímaveikinda eins kennara skólans á tímabilinu febrúar til mars 2016, alls kr. 610.167. Hlutaðeigandi kennari kenndi nemendum sem fjármagnaðir eru af framlögum Jöfnunarsjóðs og verður óskað eftir endurgreiðslu frá sjóðnum í samræmi við það. Lagt er til að þessi fjárheimild verði færð á kostnaðarstað M3010 og fjármögnuð af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð. R16020064
Samþykkt.
27. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 13. júní 2016, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki útgáfu á 320 m.kr. í skuldabréfaflokknum RVKN 35 1 í tengslum við fyrirgreiðslu til aðalmiðlara vegna viðskiptavaktar á skuldabréfaflokknum. Þessi skuldabréf eru í eigu Reykjavíkurborgar og eru notuð í fyrirgreiðslu til handa viðskiptavökum ef þurfa þykir en fela ekki í sér skuldaaukningu. R16010094
Samþykkt.
28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dag. 13. júní 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki framsal byggingarréttar að Úlfarsbraut 82. R16050180
Samþykkt.
29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. júní 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki framsal byggingarréttar að Lofnarbrunni 14. R16050181
Samþykkt.
30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. júní 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili á árinu 2016 kaup á þrem nýjum gervigrasvöllum til endurnýjunar á gervigrasæfingavöllum Víkings, Fylkis og KR. R15100319
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina styðja kaup á nýjum gervigrasvöllum því þar er þó verið að fara af stað með nauðsynlegar framkvæmdir. Um leið er minnt á fyrri tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að endurnýjun gervigrasvalla verði sett í forgang og gúmmíkurli úr dekkjum skipt út fyrir hættuminni efni á þeim völlum, þar sem það er nú að finna, fyrir árslok 2016. Tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hafa þannig gengið lengra en breytingartillaga meirihlutans sem gengur út á að dreifa þessu nauðsynlega verkefni á fleiri ár.
31. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. júní 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð falli frá forkaupsrétti og veiti undanþágu á aldursskilyrðum vegna sölu á Hjallaseli 31. R16060066
Samþykkt.
32. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. júní 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús að Gissurargötu 7. R16050138
Samþykkt.
33. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. júní 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi viðauka við leigusamning við Teiga ehf. um leigu á húsnæði Köllunarklettsvegar 4. R16060063
Samþykkt.
34. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. júní 2016, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki meðfylgjandi leigusamning við Skóla ehf. um leigu á húsnæði leikskólans Sjónarhóls að Völundarhúsum 1. R16060053
Frestað.
35. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. júní 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi leigusamning um leigu á laxeldisstöðinni Laxalóni 4. R16060052
Samþykkt.
36. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. júní 2016, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki meðfylgjandi viðauka við leigusamning við Perlu norðursins ehf. um að leigutaki taki að sér að byggja um 420 fermetra milligólf í tanki, stiga o.fl. R16030148
Samþykkt.
37. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. júní 2016, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki meðfylgjandi leigusamning um leigu á 2700 fermetra svæði til ræktunar trjáa í landi Varmadals. R16050197
Samþykkt.
38. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. júní 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita sendiráði Bandaríkjanna vilyrði fyrir allt að 300 fermetra lóð sem nú er borgarland gegnt Engjateigi 7 með fyrirvara um samþykki deiliskipulags sem afmarkar lóð þessa sem bílastæðalóð gegn greiðslu kr. 15.000.000. R16060065
Samþykkt.
39. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. júní 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðunum Sogavegur 73-75 og 77. R16040128
Samþykkt.
40. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. júní 2016, með tillögu um kosningu 12 hverfiskjörstjórna við forsetakosningar 25. júní nk., sbr. meðfylgjandi lista. R15100120
Samþykkt.
41. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. júní 2016, með uppfærðri útgáfu af kjörskrárstofni vegna forsetakosninga þann 25. júní nk. R15100120
Samþykkt.
- Kl. 11.40 víkur Líf Magneudóttir af fundi.
Fundi slitið kl. 11.45
S. Björn Blöndal
Halldór Auðar Svansson Halldór Halldórsson
Áslaug Friðriksdóttir Jóna Björg Sætran
Hjálmar Sveinsson