Borgarráð - Fundur nr. 5410

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2016, fimmtudaginn 9. júní, var haldinn 5410. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Halldórsson, Kjartan Magnússon og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Birgir Björn Sigurjónsson, Ólöf Örvarsdóttir, Óli Jón Hertervig, Ebba Schram, Pétur Ólafsson og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Breiðholts frá 3. og 17. maí 2016. R16010006

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 2. júní 2016. R16010010

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 6. júní 2016. R16010012

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 1. júní 2016. R16010013

5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 3. júní 2016. R16010015

6. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 31. maí 2016. R16010026

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 27. maí 2016. R16010027

8. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. júní 2016. R16010021

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 15 mál. R16050221

10. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R16010042

Samþykkt að veita Félagi tónskálda og textahöfunda styrk að fjárhæð kr. 300.000.- vegna árlegrar garðveislu í Hljómskálagarðinum sem haldin verður 8. júlí. 

Samþykkt að veita Félagi íslenskra aflraunamanna styrk að fjárhæð kr. 200.000.- vegna keppninnar Sterkasti maður Íslands sem haldin verður 16. og 17. júní nk.

11. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R16060001

12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. júní 2016, þar sem lagt er til að borgarráð veiti jákvæða umsögn um umsókn um tækifæris- og tímabundið áfengisveitingaleyfi fyrir tónlistarhátíðina Secret Solstice. Jafnframt lagðar fram umsagnir umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. maí 2016, og hverfisráðs Laugardals, dags. 6. júní 2016. R16050016

Samþykkt.

13. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. júní 2016, um skipan undirkjörstjórna við forsetakosningarnar 25. júní nk. Einnig er lagt til að borgarráð samþykki að borgarstjóra verði falið að staðfesta breytingar á kjörstjórnum í stað þeirra sem forfallast eða vegna annarra breytinga. R15100120

Samþykkt.

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. júní 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. júní 2016 á lýsingu vegna uppbyggingar og stækkunar Úlfarsárdalshverfis sem kallar á heildarendurskoðun á deiliskipulagi hverfisins. R16060021

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

Mikilvægt er að stækka byggðina í Úlfarsárdal eins og borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokks hafa ítrekað bent á og komið með tillögur um. Þetta er mikilvægt til að hverfið verði sjálfbært og þeir innviðir sem borgin hefur og er að fjárfesta í komi að sem mestum notum. Einnig til að hægt sé að uppfylla skuldbindingar borgarinnar gagnvart kaupendum lóða í hverfinu, til að uppfylla skuldbindingar borgarinnar við Knattspyrnufélagið Fram, til að koma til móts við væntingar íbúa í Úlfarsárdal og til að auka lóðaframboð í borginni sem er af skornum skammti. Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokks telja hins vegar að stækka þurfi hverfið enn meira en endurskoðun deiliskipulagsins gerir ráð fyrir. Eru það vonbrigði að fyrirhuguð breyting á skipulaginu og stækkun hverfisins nái ekki einnig til svæðisins fyrir ofan Mímisbrunn. 

15. Fram fer kynning á nýjum lögum um húsnæðismál. 

Stefán Eiríksson, Auðun Freyr Ingvarsson og Einar Bjarki Gunnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. Jafnframt taka sæti þau Magnús Már Guðmundsson og Jóna Björg Sætran. R16030049

- Kl. 9.20 tekur Sóley Tómasdóttir sæti á fundinum.

16. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. júní 2016, ásamt drögum að erindisbréfi starfshóps um húsaleigulög og húsnæðisbætur. R16060025

17. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. júní 2016, ásamt drögum að erindisbréfi starfshóps um stofnframlög Reykjavíkurborgar. R16060025

18. Lögð fram skýrsla starfshóps um leiðir til að ná til innflytjenda varðandi heimilisofbeldi, dags. 14. apríl 2016.

Gerður Gestsdóttir, Anna Kristinsdóttir og Halldóra Gunnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. Jafnframt taka sæti þau Magnús Már Guðmundsson, Jóna Björg Sætran og Stefán Eiríksson. R14100262

19. Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um verkbókhald sem vísað var til borgarráðs af fundi borgarstjórnar 15. mars 2016. Einnig lagðar fram umsagnir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 25. apríl 2016, og fjármálaskrifstofu, dags. 9. maí 2016. 

Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga borgarstjóra:

Lagt er til að mannauðsdeild og fjármálaskrifstofu verði falið að undirbúa tilraunaverkefni um verkbókhald og val á þátttakendum í samráði við fagsvið Reykjavíkurborgar. Stefnt verði að því að innleiðing verkbókhalds hefjist 1. janúar 2017. R16030142

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja tilraunaverkefni vegna þess að um ákveðna útfærslu á tillögu Sjálfstæðisflokksins er að ræða. Hins vegar verður að segjast að það er sérstakt að tilraunaverkefni þurfi þegar um alþekkt verklag er að ræða. Miklu frekar ætti að veita undanþágur frá meginreglu um að nota verkbókhald sé einhvers staðar þörf á því. Það er löngu orðið tímabært hjá Reykjavíkurborg að greina hversu tímafrek einstök verkefni eru, sérstaklega í ljósi þess hversu mjög stöðugildum hefur fjölgað eins og raun ber vitni um. Upplýsingar sem gott verkbókhald myndi leiða fram eru stjórnendum nauðsynlegar við að meta forgangsröðun verkefna í þeim niðurskurði sem nú er unnið að.

20. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 20. apríl 2016, með tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um samstarf Reykjavíkurborgar við frjáls félagasamtök í umhverfismálum sem lögð var fram á fundi borgarstjórnar þann 19. apríl 2016. Jafnframt lagðar fram umsagnir íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 29. apríl 2016, og skóla- og frístundasviðs, dags. 25. maí 2016.

Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga borgarstjóra:

Borgarráð samþykkir að Reykjavíkurborg fái frjáls félagssamtök til liðs við sig í hreinsunarátak í því skyni að efla hreinsunarstarf í borginni enn frekar. Umhverfis- og skipulagssviði verði falið að gera tillögur að fyrirkomulagi fyrir hreinsunarátak vorsins 2017, eða samstarf á heilsársgrunni, í tengslum við endurskoðun áætlana sviðsins í ljósi reynslu og sem lið í því að halda borginni hreinni og vel hirtri. R16040137

Samþykkt.

21. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. maí 2016, við viðbótarfyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um nýja brú yfir Úlfarsá, sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. maí sl. R16040216

22. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. júní 2016, þar sem kynntar eru niðurstöður viðræðna borgarstjóra og staðgengils smitsjúkdómalæknis varðandi bólusetningar barna, sbr. tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks frá 17. mars sl. R15030184

23. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 6. júní 2016, um ferð borgarstjóra á fund Vestnorræna höfuðborgarsjóðsins sem haldinn verður í Nuuk á Grænlandi dagana 22.-23. júní nk. Með borgarstjóra í för verða Ellý K. Guðmundsdóttir, Sóley Tómasdóttir og Halldór Halldórsson. R16030186

24. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. júní 2016, ásamt drögum að erindisbréfi verkefnistjórnar um uppbyggingu leiguíbúða í samvinnu verkalýðshreyfingarinnar og Reykjavíkurborgar. R16030049

25. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 9. júní 2016:

Í samráði við Kópavogsbæ og Vegagerðina er lagt til að starfshópur verði skipaður, sem sjái um gerð umhverfismats og deiliskipulag vegna brúar yfir Fossvog. Í starfshópnum verði tveir frá hverjum aðila verkefnisins, Reykjavík, Kópavogi og Vegagerðinni. Kostnaði við aðkeypta vinnu við verkefnið verði skipt jafnt á milli Kópavogs, Reykjavíkur og Vegagerðarinnar. Þátttaka Vegagerðarinnar í þeirri vinnu er ekki vilyrði fyrir kostnaðarþátttöku við framkvæmdir ef af verður.

Greinargerð fylgir tillögunni. R12100336

Samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. 

Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða í samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina telja að hugmynd að brú yfir Fossvog sem skilgreind er í aðalskipulagi Reykjavíkur sé þess eðlis að óþarfi sé að fara í frekari skoðun á málinu. Brúin leysir ekki úr neinum aðkallandi umferðarmálum akandi, gangandi eða hjólandi og styttir vegalengdir ekki sem neinu nemur. Hins vegar skerðir brúin notkunarmöguleika fyrir siglingastarfsemi í Fossvoginum.

- Kl. 10.45 víkur Kjartan Magnússon af fundi og Hildur Sverrisdóttir tekur þar sæti.

26. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. júní 2016, ásamt drögum að erindisbréfi starfshóps um heimagistingu og íbúðagistingu í Reykjavík. R16060029

27. Lagt er til að borgarráð samþykki tilboð að fjárhæð 260 m.kr. að nafnvirði, á ávöxtunarkröfunni 6,90 í skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVKN 35 1. R16010156

Samþykkt. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá  við afgreiðslu málsins.

28. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 6. júní 2016, þar sem lagt er til að viðauki 2 við fjárfestingarstefnu vegna eignasafns borgarinnar verði endurskoðaður. R15110180

Samþykkt. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

29. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. júní 2016:

Lagt er til að borgarráð samþykki eftirfarandi ráðstafanir vegna tónlistarskóla í Reykjavík sem kenna nemendum á miðstigi í söng, framhaldsnámi í söng og hljóðfæraleik auk viðbótarnáms (4. stigs):

1. Lagt er til að borgarsjóður veiti nú sérstakt aukaframlag að fjárhæð 30 m.kr. í samræmi við drög að samkomulagi ríkis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar og STÍR Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík frá árinu 2015.  Úthlutun á þessu aukaframlagi verði byggð á kennslumagni nemenda með lögheimili í Reykjavík í námi á miðstigi í söng og  framhaldsstigi í söng og hljóðfæraleik (ekki viðbótarnám/4. stig). 

2. Áætlað er að hlutur tónlistarskóla í 30 m.kr. aukafjárveitingu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga muni nema 19,2 m.kr. og að þeirri fjárhæð verði varið til skólanna á grundvelli hlutfalls hvers skóla 2014-2015 í heildarkennslumagni í Reykjavík sem fallið hefur undir Jöfnunarsjóð, þ.e. miðstig í söng, og framhaldsstig og viðbótarnám (4. stig) í söng og hljóðfæraleik. Þessi aukafjárveiting ríkisins byggir á drögum að samkomulagi ríkis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar og STÍR Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík frá árinu 2015. 

3. Við útgreiðslu á aukaframlagi borgarsjóðs verður skuldajafnað á móti ofgreiðslum vegna þjónustusamninga í grunnnámi og eftir atvikum vegna lánafyrirgreiðslna með sama hætti og gert var við afgreiðslu slíkra framlaga 1. desember 2015. Aukaframlag borgarsjóðs 30 m.kr. verður fjármagnað af ófyrirséðu, kostnaðarstað 09205.

Greinargerð fylgir tillögunni. R16020064

Samþykkt.

30. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. júní 2016, ásamt kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður fyrir forsetakosningarnar 25. júní 2016. Á kjörskrá eru við framlagningu 45.338 kjósendur í Reykjavíkurkjördæmi norður og 46.097 kjósendur í Reykjavíkurkjördæmi suður. R15100120

Fundi slitið kl. 11.10

S. Björn Blöndal

Guðfinna J. Guðmundsdóttir Halldór Halldórsson

Halldór Auðar Svansson Heiða Björg Hilmisdóttir

Hildur Sverrisdóttir Sóley Tómasdóttir