Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2016, fimmtudaginn 2. júní, var haldinn 5409. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.04. Viðstödd voru S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Halldórsson, Kjartan Magnússon og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir heilbrigðisnefndar frá 8. mars og 24. maí 2016. R16010004
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 23. maí 2016. R16010009
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 11. maí 2016. R16010010
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 14. apríl 2016. R16010011
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 17. maí 2016. R16010012
6. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Miðborgar frá 25. febrúar og 19. maí 2016. R16010013
7. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 27. maí 2016. R16010015
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. apríl 2016. R16010025
9. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 25. maí 2016. R160100253
10. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 13. maí 2016. R16010027
11. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. júní 2016. R16010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R16050221
13. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 36 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R16050016
14. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R16010042
Öllum styrkumsóknum er hafnað.
15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. maí 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 1 við Keilugranda auk lóða Fjörugranda og sléttra talna við Boðagranda. R15090053
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að lóðin Keilugrandi 1 verði skilgreind sem íþrótta- og útivistarsvæði og að hún verði öll nýtt í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfsemi í Vesturbænum. Aðstöðuskortur háir nú þegar íþróttastarfsemi í Vesturbænum og er því mikilvægt að hún fái aukið athafnarými, ekki síst þar sem útlit er fyrir verulega þéttingu byggðar í hverfinu á næstu árum sem gæti haft í för með sér að íbúum þess fjölgi um allt að 5.500 manns eða 33%.
Tillagan er felld með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 2 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. maí 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. maí 2016 á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Vísindagarða. R16050211
Samþykkt.
- Kl. 9.15 tekur Ebba Schram sæti á fundinum.
- Kl. 9.18 tekur Birgir Björn Sigurjónsson sæti á fundinum.
- Kl. 9.20 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundi.
17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 31. maí 2016:
Lagt er til að borgarráð samþykki að veita íþrótta- og tómstundasviði 2,5 milljón króna viðbótarframlag til dagskrár 17. júní næstkomandi svo að unnt sé að halda úti dagskrá sem uppfyllir þann metnað sem hátíðarhöldin kalla á. Viðbótarframlagið verði fjármagnað af kostnaðarstaðnum 09205, ófyrirséð, og færð á kostnaðarstaðinn I8000.
Jafnframt lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 26. maí 2016, sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs s.d. varðandi hátíðarhöldin. R16050209
Samþykkt.
Þórgnýr Thoroddsen og Markús H. Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
18. Fram fer kynning á hátíðardagskrá 17. júní 2016. R16050209
Þórgnýr Thoroddsen og Markús H. Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
19. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 7. apríl 2016, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 6. apríl 2016 á að fallið verði frá greiðslum til Landakotsskóla vegna 5 ára reykvískra barna sem fram hafa farið á grundvelli samþykktar borgarráðs frá 28. apríl 2005 og drögum að samningi um framlag til Landakotsskóla vegna 5 ára barna í leikskóladeild skólans. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 20. maí 2016. R16040075
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja fyrirliggjandi samning í trausti þess að Landakotsskóli geti áfram þróast með eðlilegum hætti og vaxið í samræmi við spurn eftir þjónustu hans.
Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
20. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 7. apríl 2016, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 6. apríl 2016 á rekstrarleyfi fyrir Landakotsskóla og leyfi til samrekstrar 5 ára leikskóladeildar og grunnskóla í Landakotsskóla. R16040077
Samþykkt.
Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
21. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. maí 2016, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um veggjakrot, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. mars 2016. R16030126
22. Kynnt er mánaðarlegt rekstraruppgjör A-hluta, janúar-mars 2016. R16010141
23. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. maí 2016:
Lagt er til að fjárheimildir fagsviða og annarra rekstrareininga A-hluta fyrir árið 2016 verði hækkaðar um samtals kr. 158.415.560 vegna nýgerðra kjarasamninga við Þroskaþjálfafélag Íslands kr. 157.010.138 og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (ríkið) kr. 1.405.422. Hækkunin skiptist með nánar tilgreindum hætti niður á svið og rekstrareiningar. Kostnaðarauki verði fjármagnaður af kostnaðarstað 09126, launa- og starfsmannakostnaður. Breytingin hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu eða fjárflæði A-hluta eða samstæðu Reykjavíkurborgar árið 2016. Hjálagt er skjal er sýnir sundurliðun á rekstrareiningar og kostnaðarstaði. R16010225
Vísað til borgarstjórnar.
24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. maí 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi samkomulag um flutning bygginga sem heimilað verði að byggja á lóðinni Eirhöfði 2-4. R16050216
Samþykkt.
25. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. maí 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að leysa til sín ræktunarspildu nr. 16 við III götu við Rauðavatn fyrir kr. 3.000.000. Jafnframt er lagt fram verðmat, dags. 2. febrúar 2016.
Samþykkt. R13060032
26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. maí 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki kaup á lóð Faxaflóahafna nr. 37c við Fiskislóð og Hólmaslóð 1. R16050227
Samþykkt.
27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. maí 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að farið verði í gagngerar endurbætur og viðhald á húsakosti í Víðinesi. R16050217
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins minna á tillögu sína um að útbúin verði aðstaða í ónotuðu húsnæði borgarinnar á Víðinesi til að taka á móti heimilislausu fólki og hýsa það. Tillagan var flutt um miðjan júlí í fyrra og hefur hún því legið án afgreiðslu í næstum því ár. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að nú þegar hafi gefist nægur tími til að skoða þá framkvæmd sem tillagan felur í sér og hvetja til þess að henni verði ekki frestað frekar.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var afgreidd á fundi borgarráðs 4. september 2015 með því að vísa henni til meðferðar velferðarsviðs þar sem málefni og nýting Víðiness hafa verið til skoðunar.
28. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 30. maí 2016, varðandi fækkun notenda fjárhagsaðstoðar hjá Reykjavíkurborg, ásamt fylgigögnum. R16050230
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata fagna markverðum árangri í að fækka í hópi þeirra Reykvíkinga sem þurfa á fjárhagsaðstoð til framfærslu á að halda. Notendum í janúar til mars 2016 fækkaði um 23,6% miðað við sama tímabil árið 2015. Reykjavíkurmódelið byggist á samræmdu verklagi við móttöku og meðferð umsókna um fjárhagsaðstoð þar sem áhersla er á snemmtæk inngrip og að notendur finni styrkleika sína, meti starfsgetu og setji sér valdeflandi markmið. Í framhaldi af því er unnin einstaklingsáætlun hvers og eins og er það á ábyrgð einstaklingsins að fylgja henni. Mikilvægt er að haldið verði áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið þar sem hún skilar greinilega árangri.
Stefán Eiríksson og Kristjana Gunnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
29. Fram fer kynning á kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við félag grunnskólakennara. R16060011
Atli Atlason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarráð beinir því til stjórnar Strætó bs. að hætt verði við að leggja niður leið 26, Spöngin - Keldnaholt - Úlfarsárdalur - Reynisvatnsás - Grafarholt - Árbær - Selás. Leiðin hefur gegnt mikilvægu hlutverki við að tengja saman eystri hverfi Reykjavíkur, m.a. nýbyggingarhverfin Reynisvatnsás og Úlfarsárdal þar sem íbúum fjölgar nú ört. Með brotthvarfi leiðarinnar fellur m.a. niður beintenging íbúa Grafarholts-Úlfarsárdals við Árbæjarhverfi en þangað þurfa þeir að sækja margvíslega þjónustu, m.a. heilsugæslu og velferðarþjónustu. Rétt er að skoða tiltækar leiðir til að bæta leiðina í því skyni að fjölga farþegum hennar. Með opnun Fellsvegar og nýrrar brúar yfir Úlfarsá hefur t.d. opnast nýr möguleiki á styttingu leiðarinnar milli Úlfarsárdals, Reynisvatnsáss og Grafarholts. Þá er ljóst að það myndi styrkja leiðina verulega ef hún æki lengra suður á bóginn en nú, t.d. með því að tengjast Breiðholti og Mjóddinni, fjölförnustu skiptistöð landsins. R16060010
Frestað.
Fundi slitið kl. 11.05
Sigurður Björn Blöndal
Halldór Auðar Svansson Sóley Tómasdóttir
Heiða Björg Hilmisdóttir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
Kjartan Magnússon Halldór Halldórsson