Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2016, fimmtudaginn 26. maí, var haldinn 5408. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.07. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Hjálmar Sveinsson, Halldór Halldórsson, Kjartan Magnússon og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Pétur Ólafsson og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 12. maí 2016. R16010011
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 12. maí 2016. R16010014
3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 13. maí 2016. R16010015
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 20. maí 2016. R16010023
5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál. R16050097
6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 5. apríl 2016. R16010005
7. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. maí 2016. R16010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
8. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 19. maí 2016. R16010032
9. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R16010042
Samþykkt að veita Fest Afríka Reykjavík styrk að fjárhæð kr. 200.000.- vegna hátíðar í Norræna húsinu í september.
10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. maí 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs á auglýsingu um breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í afmörkuðum breytingum um stýringu starfsemi við skilgreindar götuhliðar í miðborginni, ásamt fylgiskjölum. R11060102
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 19. maí 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. maí 2016, á breytingu á deiliskipulagi Sigtúnsreits vegna lóðarinnar nr. 7 við Engjateig með tilgreindum breytingum í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. maí 2016, ásamt fylgiskjölum. R15120106
Samþykkt.
- Kl. 9.20 tekur Helga Björg Ragnarsdóttir sæti á fundinum.
12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. maí 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs á lýsingu, dags. 4. maí 2016, á auglýsingu um deiliskipulag Grundarstígsreits sem afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg, ásamt fylgiskjölum. R15120045
Samþykkt að vísa tillögunni til umhverfis- og skipulagsráðs að nýju og því er falið að athuga möguleika á því að koma flutningahúsalóð fyrir innan reitsins.
13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. maí 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. maí 2016 á auglýsingu um breytingu á skilmálum deiliskipulags Foldahverfis suður, 1. og 2. áfanga, vegna lóðarinnar nr. 49-49a við Hverafold. R16050172
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. maí 2016, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ljúka verkhönnun og bjóða út framkvæmdir við gatnagerð vegna nýrra atvinnulóða við Gylfaflöt 2-12 og Bæjarflöt 19. Kostnaðaráætlun 2 er 80 m.kr. R16050186
Samþykkt.
15. Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagsviðs, dags. 22. maí 2016, um umsókn Solstice Production ehf. um að bæta fimmtudeginum 16. júní við tónleikahátíðina Secret Solstice. Einnig er lagt fram bréf hverfisráðs Laugardals, dags. 18. maí sl., og umsögn hverfisráðsins, dags. 24. maí sl. R15080084
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt.
16. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. maí 2016, varðandi framkvæmdir á mötuneyti leikskólans Suðurborgar. Jafnframt lögð fram umsögn skóla- og frístundasviðs, dags. 13. maí 2016. R16040026
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
- Kl. 9.25 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.
17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 25. maí 2016:
Lagt er til að borgarráð samþykki eftirfarandi aðgerðaáætlun vegna aukins rekstrarkostnaðar Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu.
1. Gerður verði viðauki við gildandi samning milli Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur vegna reksturs Borgarleikhúss sem feli í sér að tekin verði upp ársfjórðungsleg endurskoðun á rekstrarframlögum borgarsjóðs m.v. 1. janúar, 1. apríl, 1. júlí og 1. október hvert ár í stað árlegrar endurskoðunar. Þessi breyting gildi afturvirkt frá 1. janúar 2016 og út gildistíma núverandi samnings. Áætlaður kostnaðarauki tekur mið af vísitöluspá Hagstofunnar og fyrir tímabilið janúar-júní 2016 er gert ráð fyrir um 4.387 þ.kr. en mismunur á ramma menningar- og ferðamálasviðs og endurútreiknaðri vísitölu fyrir allt árið 2016 nemur í heild um 15.747 þ.kr. Fjárhagsrammi menningar- og ferðamálasviðs verður hækkaður sem þessu nemur og sviðinu falið að gera umræddan viðauka.
2. Lagt er til að félagið fái við afgreiðslu þessarar tillögu í borgarstjórn 23.197 þ.kr. aukaframlag sem verði fjármagnað af ófyrirséðu, 09205 á grundvelli flutnings af ónotuðum fjárheimildum menningar- og ferðamálasviðs á þessum lið frá árinu 2015 en 10 m.kr. sem koma til lækkunar á fjárfestingaheimildum vegna búnaðar í húsinu. Aukaframlag þetta kemur ekki til hækkunar á grunni rekstrarstyrks Reykjavíkurborgar til félagsins á árinu 2017.
3. Lagt er til að á árinu 2017 fái félagið aftur aukaframlag til rekstrar að fjárhæð 10 m.kr. sem verði fjármagnað með lækkun á fjárfestingaheimildum skv. fjárfestingaráætlun vegna búnaðar í húsinu. Þessum lið er vísað til fjárhagsáætlunar 2017. Áætlað er að tillagan auki framlög borgarsjóðs á leikári Leikfélags Reykjavíkur 2015-2016 um 27,6 m.kr. eða á ársgrundvelli fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar 2016 um 38,9 m.kr. Ofangreindar ráðstafanir hafa óveruleg áhrif á niðurstöðu rekstrarreiknings, efnahags eða sjóðstreymis A-hluta Reykjavíkurborgar vegna lækkunar á fjárfestingarlið. Viðaukanum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2016 þarf að vísa til borgarstjórnar. Ekki er þörf á jafnréttismati vegna þessarar tillögu um breytingu á fjárhagsáætlun ársins.
Greinargerð fylgir tillögunni. R16050182
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Viðauka við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2016 er vísað til borgarstjórnar.
Svanhildur Konráðsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 9.45 taka Ebba Schram og Birgir Björn Sigurjónsson sæti á fundinum.
- Kl. 10.14 víkur Sóley Tómasdóttir af fundinum.
- Kl. 10.18 tekur Elín Oddný Sigurðardóttir sæti á fundinum.
18. Lögð fram skýrsla starfshóps um samfelldan dag barna 6-16 ára, dags. 7. mars 2016.
Soffía Pálsdóttir, Guðlaug Sturlaugsdóttir, Árný Inga Pálsdóttir, Guðrún Kaldal, Helgi Eiríksson, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Sigrún Sveinbjörnsdóttir og Kjartan Ásmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R14090059
Vísað til frekari vinnslu á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.
Vísað til borgarstjórnar.
19. Lögð fram umsögn mannréttindaskrifstofu, dags. 19. maí 2016, um endurnýjun á samstarfssamningi við MARK – miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna. R14040067
Samþykkt.
Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
20. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. maí 2016:
Lagt er til að stjórnskipulagi Bílastæðasjóðs verði breytt með þeim hætti að daglegur rekstur og starfsmannamál vegna verkefna sjóðsins verði færð til umhverfis- og skipulagssviðs og verði hluti af starfsemi sviðsins. Bílastæðasjóður heyri undir umhverfis- og skipulagsráð og bílastæðanefnd verði lögð niður. Samþykkt fyrir bílastæðanefnd falli úr gildi samhliða því að borgarstjórn samþykki uppfærða samþykkt fyrir stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar og samþykkt fyrir umhverfis- og skipulagsráð m.t.t. tilfærslu Bílastæðasjóðs til umhverfis- og skipulagssviðs. Umhverfis- og skipulagssvið taki yfir rekstur og umsjón eigna Bílastæðasjóðs en fasteignir sem færðar hafa verið sem eignir Bílastæðasjóðs verði færðar undir eignasjóð, þó þannig að þær verði aðgreindar frá öðrum eignum sjóðsins. Lögbundnum tekjum Bílastæðasjóðs, sem eyrnamerktar eru gerð og rekstri bifreiðarstæða og bifreiðageymslna til almenningsnota, verði áfram varið með þeim hætti. Aðrar tekjur sjóðsins renni til reksturs umhverfis- og skipulagssviðs. R16010176
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja aðgerðir sem ganga út á að minnka kerfið, einfalda það og draga úr rekstrarkostnaði. Í því samhengi er litið á boðaðar breytingar á stjórnskipulagi Bílastæðasjóðs. Um leið vilja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins benda á að verkefni umhverfis- og skipulagsráðs eru orðin mörg sem getur haft í för með sér þörf fyrir endurskoðun á verkefnum þess.
21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. maí 2016:
Lagt er til að tillögu 1 í skýrslu starfshóps um heilsueflingu aldraðra um fjölþætta heilsurækt í sveitarfélögum – Leið að farsælli öldrun, verði vísað til meðferðar stýrihóps um lýðheilsu og jöfnuð.
Greinargerð fylgir tillögunni. R15090111
Samþykkt.
22. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. maí 2016:
Lagt er til að borgarráð samþykki að vísa tillögum 10-12, 15-16, 20 og 26 í skýrslu starfshóps um heilsueflingu aldraðra til verkefnastjórnar um aldursvænar borgir á velferðarsviði.
Greinargerð fylgir tillögunni. R15090111
Samþykkt.
23. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. maí 2016:
Lagt er til að tillögum 6 og 7 í skýrslu starfshóps um heilsueflingu aldraðra um endurskoðun á matarþjónustu við eldri borgara verði vísað til stýrihóps um heildstæða matarstefnu fyrir borgina.
Greinargerð fylgir tillögunni. R15090111
Samþykkt.
24. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. maí 2016:
Lagt er til að tillögu 17 í skýrslu starfshóps um heilsueflingu aldraðra um samstarf ÍTR, ÍBR og íþróttafélaganna í borginni um nýtingu á aðstöðu til hreyfingar verði vísað til ÍTR og ÍBR, fyrir hönd íþróttafélaganna í borginni, í samráði við verkefnisstjóra félagsauðs og forvarna á velferðarsviði.
Greinargerð fylgir tillögunni. R15090111
Samþykkt.
25. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. maí 2016:
Lagt er til að tillögu 13 í skýrslu starfshóps um heilsueflingu aldraðra um að Strætó bs. miði við þarfir eldri borgara verði vísað til Strætó bs.
Greinargerð fylgir tillögunni. R15090111
Samþykkt.
26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. maí 2016:
Lagt er til að gerð verði hreyfikort fyrir öll hverfi borgarinnar í samræmi við tillögu 2 í skýrslu starfshóps um heilsueflingu aldraðra. Við útfærslu tillögunnar verði jafnframt tekin afstaða til og útfærðar í samræmi við það tillögur 5, 8 og 9 um fjölbreytt útisvæði, fleiri bekki, bætta lýsingu og söndun og söltun á gönguleiðum. Enn fremur verði upplýsingar um framboð á hreyfingu og annað starf eldri borgara í Reykjavík gert aðgengilegra, meðal annars á vefnum, í hverfisblöðum, í félagsmiðstöðvum og víðar, í samræmi við tillögur 22-25 í skýrslu starfshópsins. Lagt er til að umhverfis- og skipulagssviði, íþrótta- og tómstundasviði og velferðarsviði verði falið að vera í samstarfi um útfærslu tillögunnar að höfðu samráði við verkefnisstjóra félagsauðs og forvarna á þjónustumiðstöðvum.
Greinargerð fylgir tillögunni. R15090111
Samþykkt.
27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. maí 2016:
Lagt er til að borgarráð samþykki að lækka aldursmörk vegna gjaldfrelsis í sund í sundlaugum Reykjavíkurborgar úr 70 árum í 67 ára í samræmi við tillögur starfshóps um heilsueflingu aldraða. ÍTR verði falin framkvæmdin í samvinnu við velferðarsvið. Kostnaður vegna breytingarinnar er áætlaður 15 milljónir á ársgrundvelli. Áætlað er að breytingin feli í sér kostnað sem nemur 8,75 milljónum króna á árinu sem verði fjármagnað af kostnaðarstaðnum ófyrirséð 09205 yfir á i8469.
Greinargerð fylgir tillögunni. R15090111
Samþykkt.
28. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. maí 2016:
Í samræmi við tillögur 4, 18 og 19 í skýrslu starfshóps um heilsueflingu aldraðra og tillögur starfshóps um heilsueflandi skóla er lagt til að verkefnisstjórum félagsauðs og forvarna sem staðsettir eru á þjónustumiðstöðvum verði falið að vera í forystu um heilsueflandi aðgerðir í þágu eldra fólks og yfirsýn yfir önnur heilsueflingarverkefni borgarinnar á starfssvæðum viðkomandi þjónustumiðstöðva. Þeim verði jafnframt falið að hafa yfirsýn yfir þau heilsutengdu verkefni og framboð af hreyfingu sem fyrir hendi er í viðkomandi hverfi.
Greinargerð fylgir tillögunni. R15090111
Samþykkt.
29. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 17. maí 2016:
Lagt er til að borgarráð samþykki að Reykjavíkurborg verði stofnaðili og hlutafjáreigandi í hlutafélagi um þróun og byggingu mögulegrar hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg eignist 3% hlut í félaginu með því að leggja inn sem stofnfé þegar framlagðan kostnað við frumskoðun verkefnisins. Borgarráð hafði áður samþykkt að leggja fram fé til frumskoðunar. Jafnframt samþykki borgarráð að eftir stofnfund verði breyting á hlutafjáreign Reykjavíkurborgar vegna innkomu aukins hlutafjár í verkefnið sem geri það að verkum að eign Reykjavíkurborgar verði þá 2%.
Greinargerð fylgir tillögunni. Jafnframt eru lögð fram stofnskjöl fyrir Fluglestina – Þróunarfélag ehf. R16020160
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að hugmyndir um hraðlest milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur eigi að vera knúnar áfram af einkaaðilum sem hafi af því hagsmuni að reka slíka lest. Fjármagn til uppbyggingar og rekstrar verði af verkefninu eigi að öllu leyti að vera fjármagn einkaaðila sem eru tilbúnir að taka áhættu með sitt fjármagn varðandi uppbyggingu og rekstur. Ekki kemur til greina að mati borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að leggja fjármagn skattborgara í slíkt áhættuverkefni.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Framsóknar og flugvallarvina, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Framsóknar og flugvallarvina, Vinstri grænna og Pírata samþykkja að þessum fjármunum sem þegar hefur verið varið til verkefnisins sé breytt í hlutafé í væntanlegu félagi. Í því felst þó engin viðurkenning eða samþykkt á verkefninu eða samþykki fyrir frekari skuldbindingum.
30. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 20. maí 2016, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki fyrirliggjandi aðalmiðlarasamninga við Arion banka, Kviku banka, Íslandsbanka og Landsbanka Íslands sem gerðir eru í tengslum við skuldabréfaútgáfu Reykjavíkurborgar. R16010094
Samþykkt.
31. Kynnt er fyrirhugað útboð á skuldabréfaflokknum RVKN 35 1. R16010156
32. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. maí 2016:
Lagt er til að styrkjareglum verði breytt þannig að við grein 2.4 bætist ný 2. mgr. og 2. mgr. færist og verður 3. mgr. Ný málsgrein orðast svo:
„Þeir sem njóta styrkja borgarinnar skulu skila hlutaðeigandi styrkveitanda á vegum borgarinnar (borgarráði eða fagráði) kyngreindum gögnum um þá sem eftir atvikum veita eða njóta tiltekinnar þjónustu eða gæða vegna styrkveitingarinnar skv. nánari reglum hér á eftir. Sama gildir um þá aðila sem fá framlög frá borgarsjóði á grundvelli samstarfs- eða þjónustusamninga.“
Greinargerð fylgir tillögunni. R16040014
Samþykkt.
33. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. maí 2016:
Lagt er til að borgarráð samþykki eftirfarandi ráðstafanir vegna tónlistarskóla í Reykjavík sem kenna nemendum á miðstigi í söng, framhaldsnámi í söng og hljóðfæraleik auk viðbótarnáms (4. stigs):
1. Þegar jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiðir Reykjavíkurborg hlut Reykjavíkur í aukagreiðslum að fjárhæð 30 m.kr. vegna tónlistarskóla, sem áætlað er að muni nema 19,2 m.kr., verði þeim varið í samræmi við dreifireglu jöfnunarsjóðs á framlaginu og verði þannig greiddar til skóla á grundvelli hlutfalls hvers skóla 2014-2015 í heildarkennslumagni í Reykjavík sem fallið hefur undir jöfnunarsjóð, þ.e. miðnám í söng, framhaldsstig og viðbótarnám (4. stig). Þetta aukaframlag ríkisins byggir á drögum að samkomulagi um viðbótarframlög milli ríkis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar og STÍR, Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, frá árinu 2015.
2. Lagt er til að borgarsjóður veiti nú sérstakt aukaframlag að fjárhæð 30 m.kr. í samræmi við drög að samkomulagi ríkis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar og STÍR, Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, frá árinu 2015. Úthlutun á þessu aukaframlagi verði byggð á kennslumagni nemenda með lögheimili í Reykjavík í framhaldsnámi og miðnámi í söng (ekki viðbótarnám/4. stig). Við útgreiðslu á aukaframlagi borgarsjóðs verður skuldajafnað á móti ofgreiðslum vegna þjónustusamninga í grunnnámi og eftir atvikum vegna lánafyrirgreiðslna með sama hætti og gert var við afgreiðslu slíkra framlaga 1. desember 2015. Aukaframlag borgarsjóðs verður fjármagnað af ófyrirséðu, kostnaðarstað 09205.
Greinargerð fylgir tillögunni. R15050134
Samþykkt.
Viðauka við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2016 er vísað til borgarstjórnar.
34. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 25. maí 2016, þar sem lagt er til að nánar tilgreindir fjárhagsrammar verði samþykktir fyrir svið borgarinnar vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017. Jafnframt er lagt til að borgarráð feli fagsviðum og miðlægum skrifstofum að hefja vinnu við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og næstu fimm ára.
Greinargerð fylgir tillögunni. R16010183
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
35. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 23. maí 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun tveggja samliggjandi lóða við Gylfaflöt 2 og 4 til Rýmis ofnasmiðju ehf. R16050121
Samþykkt.
- Kl. 11.05 víkur Kjartan Magnússon af fundi og Áslaug María Friðriksdóttir tekur þar sæti.
36. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 23. maí 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Döllugötu 1. R15100069
Samþykkt.
37. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. maí 2016:
Lagt er til við borgarráð að umhverfis- og skipulagssviði og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar verði falið að efna til kynningarfundar, þar sem annars vegar verði kynnt fyrir lóðarhöfum við Elliðaárvog og Ártúnshöfða vinningstillaga úr samkeppni um rammaskipulag og hins vegar hugmynd að stofnun þróunarfélags lóðarhafa með Reykjavíkurborg að samstarfi um uppbyggingu hverfisins eða hluta þess. Í framhaldi af kynningarfundi taki skrifstofa eigna og atvinnuþróunar upp viðræður við lóðarhafa um stofnun þróunarfélags/-félaga og láti m.a. vinna frumkostnaðarmat að uppbyggingu innviða í hverfinu. Í viðræðum við lóðarhafa verði byggt á samningsmarkmiðum Reykjavíkurborgar sem samþykkt voru á fundi borgarráðs 27. nóvember 2014. Auk þess verði sett fram samningsmarkmið vegna uppbyggingar samgönguáss og sérákvæði vegna uppbyggingar hverfisins. Hugmynd að samningsmarkmiðum og verkefnum þróunarfélagsins er lýst í fylgiskjali nr. 1. Enn fremur skal láta vinna rammaskipulag fyrir allt svæðið sem byggir í meginatriðum á vinningstillögu í hugmyndasamkeppni um rammaskipulag Elliðaárvogs – Ártúnshöfða auk sérstakrar skipulagsforsagnar sem skipulagsfulltrúa er falið að útbúa. Miða skal við að rammaskipulag liggi fyrir eigi síðar en í nóvember nk. Samhliða rammaskipulagsvinnunni verði gerð deiliskipulagstillaga af því svæði sem þróunarfélagið nær til, náist samkomulag um stofnun þess.
Greinargerð fylgir tillögunni. R15020225
Samþykkt.
38. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 25. maí 2016, um fyrirhugaða fundi borgarráðs sumarið 2016. R16050177
39. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 24. maí 2016, þar sem kynnt er fyrirhuguð ferð borgarstjóra ásamt m.a. Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarfulltrúa á ráðstefnuna EAT Stockholm Food Forum 12.-15. júní nk. R16050096
40. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 24. maí 2016, þar sem kynnt er fyrirhuguð ferð forseta borgarstjórnar á ráðstefnuna Nordic Safe Cities í Kaupmannahöfn 14. júní nk. R16020118
41. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Lagt er til að borgarráð samþykki að framlengja tilraunaverkefni um styttingu vinnudags sem ljúka á 1. júní nk. um tvo mánuði eða til 1. ágúst nk. á meðan unnið er að frekari úrvinnslu niðurstaðna. R14050127
Samþykkt.
42. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um fasteignagjöld og fasteignaskatt sem Reykjavíkurborg hefur innheimt af öllum hótelum sl. 5 ár í borginni. Einnig er óskað sérstaklega eftir að fasteignagjöld vegna nýrra hótela sem opnuð hafa verið sl. 5 ár verði tekin saman. R16050204
43. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að hækka styrki til hverfisíþróttafélaga vegna aksturs frístundastrætós í því skyni að stuðla að frekari samþættingu skóla-, frístunda- og íþróttastarfs. Miða skal við að slík þjónusta standi sem flestum börnum til boða og að framlög borgarinnar dugi fyrir útgjöldum íþróttafélaganna vegna þessarar starfsemi. Þá skal hefja viðræður við Ungmennafélagið Fjölni um að koma á fót frístundaakstri í Grafarvogi með svipuðu fyrirkomulagi og í öðrum hverfum. R16050205
Frestað.
Fundi slitið kl. 11.40
S. Björn Blöndal
Áslaug María Friðriksdóttir Guðfinna J. Guðmundsdóttir
Halldór Auðar Svansson Halldór Halldórsson
Hjálmar Sveinsson Elín Oddný Sigurðardóttir