No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2016, fimmtudaginn 12. maí, var haldinn 5406. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Þórgnýr Thoroddsen, Sóley Tómasdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Halldórsson, Kjartan Magnússon og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Hallur Símonarson, Ebba Schram, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir bílastæðanefndar frá 15. og 29. apríl 2016. R16010029
2. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 4. maí 2016. R16010032
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 26. apríl 2016. R16010006
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 3. maí 2016. R16010008
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 28. janúar 2016. R16010013
6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 18. febrúar 2016. R16010014
7. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 29. apríl 2016. R16010015
8. Lögð fram fundargerð ofbeldisvarnarnefndar frá 2. maí 2016. R16010036
9. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 26. apríl 2016. R16010026
10. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 21. mars 2016. R16010025
11. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29. apríl 2016. R16010027
12. Lagðar fram fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs frá 4. og 11. maí 2016. R16010021
B-hluti fundargerðanna samþykktir.
13. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 22 mál. R16050097
14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. maí 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 4. maí 2016 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 vegna lóðanna nr. 32B og 34B við Laugaveg. R16020055
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. maí 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 4. maí 2016 á tillögum varðandi umferðaröryggismál í Reykjavík árið 2016. R16050092
Samþykkt.
Borgarráð heimilar umhverfis- og skipulagssviði jafnframt að bjóða út framkvæmdirnar.
Stefán Agnar Finnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. apríl 2016, vegna málefna Skipholts 17.
Harri Ormarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R15010212
- Kl. 9.30 víkur Ólöf Örvarsdóttir af á fundinum.
- Kl. 9.40 tekur Hrólfur Jónsson sæti á fundinum.
17. Fram fer kynning á skýrslu stýrihóps um styttingu vinnudags, dags. 10. maí 2016.
Harpa Hrund Berndsen, Sólveig I. Reynisdóttir, Magnús Már Guðmundsson og Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R14050127
- Kl. 10.06 tekur Birgir Björn Sigurjónsson sæti á fundinum.
Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð þakkar fyrir kynninguna, fagnar þeim jákvæðu niðurstöðum sem komið hafa fram og felur stýrihópi um framkvæmd verkefnisins að vinna tillögur að næstu skrefum.
18. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 27. apríl 2016, varðandi rekstur félagsmiðstöðvar fyrir fullorðna að Hraunbæ 105, ásamt fylgiskjölum. R16040222
Samþykkt.
19. Fram fer kynning á fornleifarannsóknum á Landssímareit.
Vala Garðarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R16050052
20. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 29. apríl 2016, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi samkomulag milli forsætisráðuneytisins, skrifstofu Alþingis og Reykjavíkurborgar um fyrirkomulag hátíðarhalda á Austurvelli 17. júní. R16010100
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
21. Lögð fram drög að samþykktum fyrir Grundartanga, þróunarfélag ehf., dags. 22. apríl 2016, ásamt drögum að hluthafasamkomulagi. Einnig er lagt fram að nýju bréf starfshóps um undirbúning stofnunar þróunarfélags fyrir athafna-, iðnaðar- og hafnarsvæðið að Grundartanga, dags. 19. janúar 2016. R16020012
Samþykkt.
22. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 10. maí 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð staðfesti meðfylgjandi drög að erindisbréfi stýrihóps um heildstæða matarstefnu í Reykjavík. R16030023
Frestað.
23. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 10. maí 2016, varðandi ferð staðgengils borgarstjóra á Music cities convention dagana 17.-19. maí 2016. R16050095
24. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. maí 2016, með tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kjörstað í Seljaskóla sem borgarstjórn vísaði til borgarráðs á fundi sínum 3. maí sl. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar dags. 10. maí 2016. R15100120
Tillagan er felld með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Við hörmum að fulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna kjósi að vísa frá tillögu Sjálfstæðisflokksins um að íbúum Seljahverfis verði gefinn kostur á því að sækja kjörstað í hverfinu eins og áratugalöng hefð er fyrir. Á fundi borgarráðs 28. apríl sl. var greint frá því að ekki yrði unnt að hafa kjörstað í Ölduselsskóla vegna meiriháttar framkvæmda við skólann. Þegar borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að þess í stað yrði kosið í Seljaskóla voru þær upplýsingar gefnar að það væri ómögulegt. Komu þær upplýsingar borgarráðsfulltrúum Sjálfstæðisflokksins í opna skjöldu enda verður að telja að Seljaskóli henti vel sem kjörstaður. Nánari athugun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins eftir fundinn leiddi í ljós að ekki var haft samband við forráðamenn Seljaskóla í því skyni að kanna hvort unnt yrði að kjósa þar í stað Ölduselsskóla. Þá er ólíklegt að framkvæmdir í Ölduselsskóla verði svo umfangsmiklar að þær útiloki skólann sem kjörstað við forsetakosningarnar. Niðurstaðan er sú að íbúum Seljahverfis verður ekki gert kleift að sækja kjörstað í hverfinu við forsetakosningarnar 25. júní nk. eins og áratugalöng hefð er fyrir.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Breyting á kjörstöðum í Seljahverfi helgast af yfirstandandi framkvæmdum við Ölduselsskóla en umfang þeirra er á þann hátt að erfitt verður að tryggja öryggi kjósenda og framkvæmd kosninganna 25. júní nk. Í ljósi þess að Reykjavíkurborg þarf að hafa lokið við að ákveða staðsetningu kjörstaða, mörk kjördeilda og skiptingu í kjördeildir áður en atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst, ákvað borgarráð að heppilegast væri að flytja kjörstað Seljahverfis í íþróttamiðstöðina Austurbergi þar sem aðstæður fyrir kjósendur og framkvæmd kosninganna eru framúrskarandi. Stefnt er að því að kjörstaður verði á ný í Ölduselsskóla strax í næstu kosningum að framkvæmdum loknum.
25. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. maí 2016, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um nýja brú yfir Úlfarsá, sbr. 54. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. apríl sl.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi viðbótarfyrirspurn:
Sá hluti fyrirspurnarinnar er ítrekaður þar sem óskað er eftir upplýsingum um kostnað við úrbætur á umræddum hluta Fellsvegar í því skyni að hann verði greiðfær gangandi og hjólandi vegfarendum, ekki síður en akandi. R16040216
26. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 10. maí 2016, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um starfs- og stýrihópa sem skipaðir hafa verið eftir janúar 2015, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. mars sl. R16030029
27. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 11. maí 2016, ásamt drögum að erindisbréfi stýrihóps um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. R16050104
Frestað.
28. Lagt fram bréf Reita fasteignafélags hf., dags. 8. apríl 2016, þar sem óskað er eftir samstarfi við borgina um þróun Kringlusvæðisins. R16040094
Borgarráð tekur jákvætt í að huga að frekari þróun Kringlusvæðisins og vísar erindinu til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, með vísan til samningsmarkmiða borgarráðs.
29. Lagt fram bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dags. 20. nóvember 2015, varðandi gjaldskrá fyrir slökkviliðið, ásamt umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 8. maí 2016. R13010184
Vísað til borgarstjórnar.
30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. maí 2016:
Lagt er til að fjárheimildir menningar- og ferðamálasviðs verði hækkaðar um 22.768 þ.kr. vegna aukaframlags til Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Breytingin verði fjármögnuð af kostnaðarstaðnum 09205, ófyrirséð og færð á kostnaðarstaðinn 03102.
Greinargerð fylgir tillögunni. R16010225
Vísað til borgarstjórnar.
31. Kynnt er ákvörðun fjármálastjóra um að hætta við skuldabréfaútboð sem fyrirhugað var að halda 11. maí sl. skv. útgáfuáætlun. Með lokuðu skuldabréfaútboði í apríl sl. er fjármögnun ársins nánast að fullu lokið. R16010156
32. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 3. maí 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki aðilaskipti að lóðinni að Lækjarmel 6. R15060150
Samþykkt.
33. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. maí 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki aðilaskipti á handahafa lóðarréttinda og byggingarréttar að Hádegismóum 9. R16030032
Samþykkt.
34. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 25. apríl 2016, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki úthlutun á tveimur lóðum við Gylfaflöt 6 og 8. R16040066
Samþykkt.
35. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. maí 2016, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki úthlutun á tveimur lóðum við Gylfaflöt 10 og 12. R16040066
Samþykkt.
36. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 1. apríl 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingaréttar að Lofnarbrunni 30. R16030154
Samþykkt.
37. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. maí 2016:
Lagt er til að borgarráð samþykki að hafna fyrirliggjandi tilboðum í siglingar á milli Reykjavíkur og Akraness. Jafnframt samþykki borgarráð að endurskoða útboðsskilmála vegna Flóasiglinga og skal þeirri vinnu vera lokið þann 15. ágúst næstkomandi.
Greinargerð fylgir tillögunni. R15020047
Samþykkt.
38. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarráð óskar eftir því að gerðar verði tafarlausar úrbætur á leiksvæði barna við Aflagranda sem verið hefur í óviðunandi ásigkomulagi frá síðastliðnu hausti þar sem ekki hefur verið lokið við uppsetningu leiktækis, sem getur skapað slysahættu. Eftir ábendingar var öryggisgirðing reist í kringum umrætt leiktæki 29. mars sl. og strax í kjölfarið átti að þrýsta á viðkomandi verktaka að ljúka uppsetningu leiktækisins án tafar. Nú eru liðnar rúmlega sex vikur og er óviðunandi hvernig þetta fremur einfalda verk hefur dregist úr hömlu. R16050122
Frestað.
39. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins minna á bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði 20. apríl sl. um að borgaryfirvöld hafi sýnt framtíðaratvinnusvæðum borgarinnar skeytingarleysi. Félag atvinnurekenda hefur nýverið sent bréf til borgarstjóra þar sem lýst er áhyggjum yfir því að fyrirtæki sem þurfa að víkja úr grónum atvinnuhverfum fá engin svör varðandi nýja aðstöðu. Þau fáu svæði sem nefnd eru sem valmöguleikar fyrir plássfreka starfsemi fyrirtækja eru fá, lítil og úti í jöðrum borgarinnar. Stefnan um þéttingu byggðar er skynsamleg en hefur af hálfu borgaryfirvalda fyrst og fremst verið sett fram á forsendum þarfarinnar fyrir þróun íbúðabyggðar. Þarfir og hagsmunir atvinnulífsins hafa ekki verið í forgrunni, þótt það ætti að vera augljóst að borg þrífst ekki án öflugs atvinnulífs. Gera verður ráð fyrir þörfum þess í borgarskipulaginu ekki síður en þörfum borgarbúa fyrir íbúðarhúsnæði og gera verður ráð fyrir því, meðal annars vegna hagkvæmra samgangna, að atvinnustarfsemi sé ekki bara ýtt út á jaðra borgarinnar. Áformuð er mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis í mörgum hverfum sem hafa hingað til hýst ýmsa atvinnustarfsemi. Reykjavíkurborg hefur ekki boðið upp á neina heildstæða kynningu gagnvart þeim sem verður bolað burt af svæðum sínum í nánustu framtíð. Það veldur óöryggi á meðal þeirra sem halda úti þeirri atvinnustarfsemi sem borgin ætti alla jafna að passa upp á að verði áfram í borginni. Fyrirspurnum fyrirtækja um möguleika á öðrum lóðum hefur verið svarað illa eða ekki af hálfu borgarinnar sem verður að teljast ótæk vinnubrögð sem gætu haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér, með því að fyrirtækin í borginni hrekist í önnur sveitarfélög. Óskað er eftir yfirliti yfir atvinnulóðir í borginni. R16050123
Fundi slitið kl. 12.38
S. Björn Blöndal
Guðfinna J. Guðmundsdóttir Halldór Halldórsson
Heiða Björg Hilmisdóttir Kjartan Magnússon
Sóley Tómasdóttir Þórgnýr Thoroddsen