Borgarráð - Fundur nr. 5404

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2016, fimmtudaginn 14. apríl, var haldinn 5404. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Borgum, Spönginni 43 og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Halldór Halldórsson og Kjartan Magnússon. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Kristbjörg Stephensen, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 7. apríl 2016. R16010032

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 7. apríl 2016. R16010013

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 4. apríl 2016. R16010027

4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. apríl 2016. R16010021

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 13 mál. R16040016

6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 30 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R16040004

7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. apríl 2016, þar sem mælt er með því að veitt verði jákvæð umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis Sunnugistingar ehf. fyrir gististaðinn Gistiheimili Sunnu, Þórsgötu 26 í flokki G-V, með veitingatíma áfengis til kl. 23.00 alla daga. R16020002

Samþykkt.

Helga Björk Laxdal víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. apríl 2016, þar sem lagt er til að tillögum er varða kjörstaði í forsetakosningum 25. júní 2016, þóknun fyrir störf í kjörstjórnum, verkefni yfirkjörstjórna og umboð borgarráðs, verði vísað til borgarstjórnar. R15100120

Vísað til borgarstjórnar.

- Kl. 9.18 tekur Heiða Björg Hilmisdóttir sæti á fundinum.

9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. apríl 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. apríl 2016 á auglýsingu um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í breytingu á byggingarmagni, fjölda íbúða og landnotkun á RÚV-reitnum. R11060102

Samþykkt.

10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. apríl 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. apríl 2016 á auglýsingu um tillögu að deiliskipulagi RÚV-reits, sem nær til reita 1.745.4, 1.745.0, 1.745.1, sem afmarkast af Listabraut í norðri, Bústaðavegi í suðri, Efstaleiti í vestri og Háaleitisbraut í austri. R16040061

Samþykkt.

11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. apíl 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á auglýsingu um tillögu að heildarendurskoðun deiliskipulags lóðanna Suðurlandsbraut 58-64, 66, 68-70, 72, 74 og 76. R16040096

Samþykkt.

12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. apríl 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að láta koma fyrir merkingum við 13 söfnunarstaði fyrir ferðamenn sem ferðaþjónustuaðilar geta vísað ferðamönnum til. Kostnaður er áætlaður 8,5 m.kr. R16040086

Samþykkt.

- Kl. 9.43 tekur Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sæti á fundinum.

13. Lagður fram trúnaðarmerktur ársreikningur A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar 2015, dags. 14. apríl 2016. Jafnframt eru lögð fram bréf endurskoðunarnefndar, dags. 4. og 11. apríl 2016, um ársreikninginn. 

Ársreikningur borgarsjóðs (A-hluta) og samstæðureikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 hefur verið undirbúinn af fjármálaskrifstofu í samræmi við ákvæði 61. greinar sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ársreikningur Reykjavíkurborgar telst fullgerður og tilbúinn til endurskoðunar. Lagt er til að ársreikningi verði vísað til endurskoðunar. R16010162

Samþykkt. 

Einar Bjarki Gunnarsson, Guðný Helga Guðmundsdóttir, Auðunn Guðjónsson, Ólafur Kristinsson, Sunna Jóhannsdóttir og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

14. Fram fer kynning á ársreikningi Félagsbústaða fyrir árið 2015.

Auðun Freyr Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R16010162

15. Fram fer kynning á skipulagshugmyndum í Spönginni. R16040120

16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. apríl 2016:

Lagt er til að Reykjavíkurborg óski eftir aðild að LUCI (Lighting Urban Community International) samtökunum sem eru samtök yfir 70 borga og 40 fyrirtækja er leggja áherslu á mikilvægi lýsingar í sjálfbæru borgarskipulagi. LUCI er þannig einstakt alþjóðanet sem leiðir saman borgir og fagfólk sem sameinast um að þróa og skiptast á upplýsingum um not lýsingar sem mikilvægan grunn fyrir snjallborgarinnviði, sjálfbært borgarskipulag og félagslega og efnahagslega þróun. Árgjald vegna aðildar Reykjavíkurborgar að samtökunum eru um 2.040 EUR eða tæplega 290.000 kr. á núverandi gengi og rúmast það innan fjárhagsramma snjallborgarverkefnisins. Hægt er að segja upp aðild að samtökunum án sérstaks uppsagnarfrests. R16040082

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

17. Fram fer kynning á vorhreinsun gatna.

Hjalti Jóhannes Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R16040106

- Kl. 11.20 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

18. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 11. mars 2016, sbr. samþykkt mannréttindaráðs frá 8. mars 2016 á endurskoðuðum styrkjareglum mannréttindaráðs.

Samþykkt.

Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R16030016

19. Lagt fram bréf Útlendingastofnunar, dags. 4. apríl 2016, með beiðni um fjölgun búsetuúrræða hjá Reykjavíkurborg vegna þjónustu við hælisleitendur. R16040037

Borgarráð felur mannréttindastjóra og sviðsstjóra velferðarsviðs að ganga til viðræðna við Útlendingastofnun í samræmi við efni erindisins. Niðurstöður viðræðnanna skal leggja fram til samþykktar í borgarráði.

Anna Kristinsdóttir og Stefán Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

20. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 7. apríl 2016, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 6. apríl 2016 um að vísa til borgarráðs að reglur um innritun og útskrift nemenda úr Klettaskóla taki gildi 15. maí 2016 með fyrirvara um staðfestingu mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Frá sama tíma falli úr gildi reglur um innritun og útskrift nemenda í Klettaskóla frá 25. janúar 2013. R16040072

Vísað til borgarstjórnar.

Helgi Grímsson og Hrund Logadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

21. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 7. apríl 2016, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 6. apríl 2016 um að vísa til borgarráðs að reglur um innritun og útskrift nemenda úr einhverfudeildum í grunnskólum Reykjavíkurborgar taki gildi 15. maí 2016 með fyrirvara um staðfestingu mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Frá sama tíma falli úr gildi reglur um innritun í sérskóla og sérhæfðar sérdeildir frá 3. mars 2005. R16040071

Vísað til borgarstjórnar.

Helgi Grímsson og Hrund Logadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

22. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 7. apríl 2016, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 6. apríl 2016 um að vísa til borgarráðs að reglur um innritun og útskrift nemenda úr Brúarskóla taki gildi 15. maí 2016 með fyrirvara um staðfestingu mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Frá sama tíma falli úr gildi reglur um innritun og útskrift nemenda í Brúarskóla frá 1. nóvember 2013. R16040073

Vísað til borgarstjórnar.

Helgi Grímsson og Hrund Logadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 11.50 víkur Kjartan Magnússon af fundinum.

- Kl. 11.55 tekur Börkur Gunnarsson sæti á fundinum.

23. Lagt fram undirritað samkomulag ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 13. apríl 2016, um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms. Einnig er lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. apríl 2016, vegna málsins. R16040100

Borgarráð felur skóla- og frístundasviði og fjármálaskrifstofu að kortleggja áhrif samkomulagsins á framkvæmd og framtíð tónlistarkennslu í Reykjavík.

Helgi Grímsson, Guðjón Bragason og Sigfríður Björnsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 12.10 víkur Ellý Katrín Guðmundsdóttir af fundinum.

24. Fram fer kynning á ársreikningi Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2015. R16010162

25. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. apríl 2016, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um leiguhúsnæði borgarinnar, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. janúar sl. R16010262

- Kl. 12.20 víkur Hallur Símonarson af fundinum.

26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 11. apríl 2016: 

Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagt samkomulag um Fund fólksins sem haldinn verður í Reykjavík í september 2016 og árið 2017. Kostnaður vegna þátttöku í verkefninu eru 2 m.kr. á hvoru ári og greiðist af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð.

Greinargerð fylgir tillögunni. R16020073

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

27. Lagt er til að Hildur Sverrisdóttir taki sæti í eigendanefnd Faxaflóahafna í stað Júlíusar Vífils Ingvarssonar. R15110010

Samþykkt.

28. Lagt er til að Magnús Már Guðmundsson taki sæti í ferlinefnd fatlaðs fólks í stað Kristínar Soffíu Jónsdóttur. Jafnfram er lagt til að Magnús Már verði formaður nefndarinnar.  R14050139

Samþykkt.

29. Kynnt er ákvörðun fjármálastjóra að falla frá fyrirhuguðu útboði á skuldabréfum Reykjavíkurborgar miðvikudaginn 13. apríl 2016. R16010156

30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 11. apríl 2016: 

Lagt er til að fjárheimildir fagsviða og annarra rekstrareininga A-hluta fyrir árið 2016 verði hækkaðar um samtals kr. 199.206.626. Þar af nemur leiðrétt kostnaðaráhrif vegna kjarasamnings við Félag íslenskra hljómlistarmanna og Félag tónlistarskólakennara árið 2014 kr. 1.928.485, leiðrétting vegna hækkana á launum þeirra sem heyra undir Kjaranefnd Reykjavíkurborgar kr. 16.273.329 og afleidd kostnaðaráhrif kjarasamninga 2016 á einkarekna leikskóla kr. 181.004.812. Hækkunin skiptist með nánar tilgreindum hætti milli fagsviða og annarra skipulagseininga. Kostnaðarauki verði fjármagnaður af kostnaðarstað 09126, launa- og starfsmannakostnaður. Breytingin hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu eða fjárflæði A-hluta eða samstæðu Reykjavíkurborgar árið 2016. Hjálagt er skjal er sýnir sundurliðun á rekstrareiningar og kostnaðarstaði.

Greinargerð fylgir tillögunni. R16010225

Vísað til borgarstjórnar.

31. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 8. apríl 2016, ásamt greinargerð um framkvæmd styrkjareglna á árinu 2015. R16040014

Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun: 

Borgarráð þakkar fyrir greinargóðar upplýsingar og ábendingar um framkvæmd styrkjareglna Reykjavíkurborgar. Borgarráð telur brýnt að styrkúthlutanir á vegum borgarinnar verði kyngreindar sbr. 16 gr. jafnréttislaga og óskar jafnframt eftir ákvæði um slíkt verði sett inn í styrkjahandbók borgarinnar sem stendur til að endurskoða á árinu.

32. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. apríl 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki framsal byggingarréttar og lóðarhafaskipti og falli frá forkaupsrétti á lóð nr. 33 við Freyjubrunn. R16040019

Samþykkt.

33. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. apríl 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki kauptilboð Gæðabaksturs í lóðarréttindi ásamt byggingarrétti að Krókhálsi 7a. R16040067

Samþykkt.

34. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. apríl 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning um gæsluvallarhús við Rauðalæk 21a. R16040012

Samþykkt.

35. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. apríl 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki tilboð Landslagna ehf. í lóð ásamt byggingarrétti við Gylfaflöt 10-12 og að tilboðum verði hafnað í Gylfaflöt 2, 6 og 8 og að sett verði fast verð á þær lóðir. R16040066

Samþykkt.

36. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. apríl 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóð nr. 13 við Urðarbrunn. R16030086

Samþykkt.

37. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. apríl 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að kaupa sumarhús og innleysa leigulóðarréttindi á lóðinni nr. 3 við Aðalbraut við Rauðavatn. R16040018

Samþykkt.

- Kl. 12.46 víkur Sóley Tómasdóttir af fundi.

38. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 4. apríl 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili að haldið verði áfram með endurgerð Gröndalshúss þrátt fyrir aukna kostnaðarþörf vegna skemmda og galla í húsinu. Ófjármagnaður hluti framkvæmda er áætlaður 20 m.kr. sem kemur til framkvæmda 2017. R12110167

Samþykkt með 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar og Pírata gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða í 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

39. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. apríl 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að í stað Snælands Grímssonar ehf. verði Eldshöfði ehf. handhafi lóðarréttinda og byggingarréttar að Hádegismóum 9. R16030032

Samþykkt.

40. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. apríl 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Gissurargötu 5. R16030176

Samþykkt.

41. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. apríl 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að efnt verði til forvals og samkeppnisviðræðna um úthlutun og uppbyggingu á lóðum 03 og 04 í Vesturbugt í samræmi við meðfylgjandi skilmála, dags. 14. apríl 2016, um uppbyggingu við Vesturbugt. R13090022

Samþykkt. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

42. Fram fer kynning á skipulagshugmyndum við Elliðavog og Ártúnshöfða. R16040085

43. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. apríl 2016, þar sem fram kemur að svohljóðandi ályktunartillögu borgarstjórnar, dags. 5. apríl 2016, hafi verið vísað til borgarráðs:

Borgarstjórn skorar á Stjórnstöð ferðamála að beita sér fyrir því að sveitarfélögum verði tryggð hlutdeild í tekjustofnum til að mæta auknum straumi ferðamanna til landsins og kostnaði sem sveitarfélög verða fyrir þess vegna. Augljóst er að sveitarfélög um allt land verða fyrir margvíslegum auknum kostnaði vegna umhirðu og aðstöðusköpunar, uppbyggingar innviða og slits á vegum. Tekjur af virðisaukaskatti, gistináttagjaldi og öðrum sköttum af ferðafólki renna hins vegar í ríkissjóð en ekki til sveitarfélaga. Sú yfirlýsta stefna ferðamálaráðherra að gjaldtaka af ferðaþjónustu sé ekki forgangsmál, þar sem ríkissjóður njóti nú þegar milljarða skatttekna af ferðaþjónustu, er óásættanleg fyrir sveitarfélög. Málflutningur ráðherra dregur einvörðungu fram hversu ósanngjarnt er að sveitarfélög beri fyrst og fremst kostnað en njóti í miklu minna mæli ábata af aukinni ferðaþjónustu en ríkið. Borgarstjórn óskar einnig liðsinnis Samtaka aðila í ferðaþjónustu við að vekja stjórnvöld í málinu og knýja á um að gistináttagjald og/eða aðrir tekjustofnar tengdir ferðaþjónustu renni til sveitarfélaga. Að öðrum kosti er hætt við því að sú breiða samstaða sem hefur verið um að byggja upp öfluga ferðaþjónustu um allt land bresti. R16040042

Samþykkt.

44. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. apríl 2016: 

Lagt er til að sviðsstjóra ÍTR og skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar verði falið að leiða viðræður við Borgarholtsskóla og Reginn um hugsanlega byggingu boltahúss við Egilshöll. Samráð verði haft við Ungmennafélagið Fjölni um efni og framgang viðræðnanna.

Greinargerð fylgir tillögunni. R16040091

Samþykkt.

45. Lagt er til að Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir taki sæti í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og að Auður Hermannsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Páll Gestsson, Marta Guðjónsdóttir og Halldór Halldórsson taki sæti sem varamenn í stjórninni.

Einnig er lagt til að Brynhildur Davíðsdóttir verði formaður stjórnarinnar og Gylfi Magnússon verði varaformaður. R15060180

Samþykkt.

Vísað til borgarstjórnar.

46. Fram fer umræða um Korpúlfsstaði. R16030120

- Kl. 13.11 víkur Halldór Halldórsson af fundi.

Fundi slitið kl. 13.13

S. Björn Blöndal

Börkur Gunnarsson Dagur B. Eggertsson

Guðfinna J. Guðmundsdóttir Halldór Auðar Svansson

Heiða B. Hilmisdóttir