Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2016, fimmtudaginn 7. apríl, var haldinn 5403. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir Halldór Halldórsson og Jóna Björg Sætran. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Anna Margrét Jóhannesdóttir, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð fjölmenningarráðs frá 17. mars 2016. R16010034
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 17. febrúar 2016. R16010011
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 4. apríl 2016. R16010012
4. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 31. mars 2016. R16010026
5. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 22. febrúar og 2. mars 2016. R16010025
6. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. apríl 2016. R16010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R16040016
8. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2016, dags. í dag, ásamt fylgigögnum. R15100095
Samþykkt að veita ALO ÍSLAND styrk að fjárhæð kr. 300.000 til að koma á fót vefsíðu með upplýsingum/leiðbeiningum fyrir fólk af erlendum uppruna um tækifæri til frumkvöðlastarfs.
Samþykkt að veita Borgarkórnum styrk að fjárhæð kr. 750.000 vegna starfsemi kórsins.
Samþykkt að veita Brokey, siglingafélagi Reykjavíkur styrk að fjárhæð kr. 1.500.000 vegna viðgerðar á Erninum.
Samþykkt að veita Garðyrkjufélagi Íslands styrk að fjárhæð kr. 750.000 m.a. vegna fræðslugöngu með leiðsögn um hverfi borgarinnar.
Samþykkt að veita Golfklúbb borgarstarfsmanna styrk að fjárhæð kr. 250.000 til endurnýjunar á samstarfssamningum við golfklúbba á höfuðborgarsvæðinu.
Samþykkt að veita áhugasamtökunum Gróður fyrir fólk styrk að fjárhæð kr. 3.000.000 fyrir starfsemi félagsins 2016, þ.e. nýtingu lífrænna úrgangsefna í þágu uppgræðslu o.fl.
Samþykkt að veita Hjólafærni á Íslandi styrk að fjárhæð kr. 500.000 vegna almenns reksturs og styrk að fjárhæð kr. 300.000 vegna ráðstefnunnar Hjólum til framtíðar 2016.
Samþykkt að veita Landssamtökum hjólreiðamanna styrk að fjárhæð kr. 500.000 fyrir vefinn hjolreidar.is og útgáfu bæklings.
Samþykkt að veita Náttúruverndarsamtökum Íslands styrk að fjárhæð kr. 150.000, til að halda fyrirlestra um loftlagsbreytingar í félagsmiðstöðvum eldri borgara.
Samþykkt að veita Neytendasamtökunum styrk að fjárhæð kr. 1.200.000 vegna stuðnings við neytendastarf, leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu.
Öðrum styrkumsóknum er hafnað.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vísar til bókunar sinnar í borgarráði 19. júní 2014.
9. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R16010042
Samþykkt að veita Miðbaugs- minjaverkefninu styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.- vegna alþjóðlegs farandverkefnis listamanna um endurnýtingu sögulegra minja.
Samþykkt að veita Vinnslunni styrk að fjárhæð kr. 200.000.- vegna sýningar í Tjarnarbíó 9. apríl nk.
Öðrum styrkumsóknum er hafnað.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vísar til bókunar sinnar í borgarráðs 19. júní 2014.
10. Fram fer kynning á breytingum á skipuriti umhverfis- og skipulagssviðs. R16040054
- Kl. 9.10 tekur Kristbjörg Stephensen sæti á fundinum.
11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. apríl 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, dags. 28. mars 2016, ásamt umhverfisskýrslu, dags. í mars 2016, vegna nýs kirkjugarðs í Úlfarsfelli, ásamt fylgiskjölum. R11060102
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. apríl 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi nýs kirkjugarðs í Úlfarsfelli, skv. uppdrætti Landmótunar sf., dags. 5. apríl 2016, ásamt fylgiskjölum. R16040024
Samþykkt.
- Kl. 9.22 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. apríl 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. mars 2016 á auglýsingu á tillögu Landmótunar sf., dags. 23. mars 2016, að nýju deiliskipulagi athafnasvæðis Esjumela við Vesturlandsveg, ásamt fylgiskjölum. R16040023
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. apríl 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. mars 2016 á breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar að Sætúni I, Kjalarnesi, ásamt fylgigögnum. R15120007
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. mars 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. janúar 2016 á styrkjum úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur fyrir árið 2016, ásamt fylgiskjölum. R16010181
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. apríl 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. mars 2016 á tillögu á nýjum reglum um bílastæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum. R14100281
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags, 1. apríl 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. mars 2016 á tillögu varðandi kynningu á uppbyggingu í miðborginni, ásamt fylgiskjölum. R16040027
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarráð óskar eftir því að kostnaðaráætlun og endanleg útfærsla tillögunnar verði lögð fyrir borgarráð til samþykktar.
18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. apríl 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að fara í framkvæmdir við gerð grenndarstöðvar með djúpgámum við Túngötu, ásamt fylgiskjölum. R16040025
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. apríl 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir við leikskólann Suðurborg, ásamt fylgiskjölum. R16040026
Frestað.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 10.05 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.
20. Lagt fram að nýju bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 5. febrúar 2016, ásamt skýrslu starfshóps skóla- og frístundasviðs um samráð við foreldra við meiriháttar ákvarðanir sem tengjast skólahaldi í grunnskólum og leikskólum, dags. 2016. R15040151
Borgarráð felur skóla- og frístundasviði að vinna áfram að málinu í samræmi við helstu niðurstöður skýrslunnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja brýnt að auka samráð við foreldra við meiriháttar ákvarðanir um skólahald. Mikilvægt skref í þá átt væri að gefa foreldrum kost á raunverulegu samráði vegna ráðningar skólastjóra enda eru slíkar ráðningar með hinum mikilvægustu sem teknar eru í þágu hvers skóla og íbúahverfis. Slíkt samráð er stundað víða erlendis með góðum árangri og þykir þar sjálfsagður þáttur í samskiptum foreldra og skóla. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað lagt til að slík vinnubrögð verði tekin upp í grunnskólum Reykjavíkur og samráð og gagnsæi þannig aukið verulega við slíkar ákvarðanir. Fulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna hafa hins vegar fellt allar slíkar tillögur hingað til þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um að auka beri samráð við foreldra við meiriháttar ákvarðanir. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins skora á fulltrúa meirihluta borgarstjórnar að endurskoða afstöðu sína til málsins og kalla foreldrafélög í Reykjavík til raunverulegs samráðs um skólastjóraráðningar.
21. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi framkvæmdir á Hverfisgötu, sbr. 17. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. mars 2016. R16030183
Tillögunni er vísað frá, þar sem tillaga um framkvæmdir við endurbætur á Hverfisgötu var afgreidd á fundi borgarráðs þann 31. mars.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir undrun á þeirri forgangsröðun meirihluta Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna að nýta ekki þann slaka sem myndast hefur í fjárfestingaáætlun að þeirra sögn til að endurnýja þá dekkjakurlsvelli. Forgangsröðun í þágu notenda dekkjakurlsvallanna, ekki síst barnanna, er mikilvægari en gatnaframkvæmdir að mati borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
22. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 5. apríl 2016, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um kostnað við þjónustukönnun Reykjavíkurborgar, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. mars sl. R16010269
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins átelja þau vinnubrögð meirihluta Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna að áforma framkvæmd sérstakrar þjónustukönnunar fyrir Reykjavíkurborg meðal borgarbúa en hafa ekki upplýsingar um hvað framkvæmd slíkrar könnunar kostar. Á sama tíma hafnar meirihluti þessara fjögurra flokka því að kaupa þjónustukönnun Capacent Gallup sem framkvæmd er árlega og ber saman ánægju íbúa í stærstu sveitarfélögum landsins með þjónustu sveitarfélagsins.
23. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 4. apríl 2016, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um birtingu gagna úr ráðum og nefndum á heimasíðu borgarinnar, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. febrúar 2016. R16020224
24. Lagt fram svar fjármálaskrifstofu, dags. 4. apríl, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um auglýsingakostnað Reykjavíkurborgar 2015, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. mars 2016. R16030078
25. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 5. apríl 2016, við fyrirspurn um kauptilboð í Hellisheiðarvirkjun, ásamt fylgiskjölum. R16010242
26. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 29. mars 2016, ásamt erindisbréfi starfshóps um íþróttaviðburði í Reykjavík. R16030185
27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 4. apríl 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að efnt verði til forvals og samkeppnisviðræðna um úthlutun og uppbyggingu á lóðum 03 og 04 í Vesturbugt í samræmi við meðfylgjandi skilmála um uppbyggingu við Vesturbugt. Jafnframt er lagt fram forval, dags. 4. apríl 2016, ásamt fylgiskjölum. R13090022
Frestað.
Einar Ingi Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
28. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 7. apríl 2016, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að haga álagningu ábyrgðargjalds á Orkuveitu Reykjavíkur á árinu 2016 þannig að 0,57% ábyrgðargjald verði lagt á lán sem tekin hafa verið vegna samkeppnisrekstrar fyrirtækisins og 0,375% á lán vegna sérleyfisrekstrar.
Greinargerð fylgir tillögunni. R16040015
Samþykkt.
29. Lagður fram dómur héraðsdóms, dags. 4. apríl 2016, í máli E-2597/2015: Húsfélagið 101 Skuggahverfi I gegn Sigrúnu Gróu Skæringsdóttur og Guðlaugi Rúnari Guðmundssyni. R16040034
30. Lagt fram bréf fulltrúaráðs Skógarbæjar, dags. 4. apríl 2016, þar sem fram kemur að fulltrúaráðið hefur boðað til fulltrúaráðsfundar þann 12. apríl nk. í Skógarbæ. R16040036
Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Komi til þess á fyrirhuguðum fulltrúaráðsfundi Hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar sem boðaður er 12. apríl nk., að fulltrúaráðið samþykki að halda ekki áfram rekstri hjúkrunarheimilisins mun Reykjavíkurborg, sem er einn stofnaðila sjálfseignarstofunarinnar, ekki nýta sér heimild 5. gr. skipulagsskrár stofnunarinnar til að taka við rekstri hjúkrunarheimilisins. Þar með liggur fyrir að ríkið yfirtaki reksturinn og er skorað á ríkisvaldið að gæta hagsmuna íbúa í hvívetna.
Fundi slitið kl. 11.18
S. Björn Blöndal
Halldór Halldórsson Halldór Auðar Svansson
Sóley Tómasdóttir Kjartan Magnússon
Heiða Björg Hilmisdóttir Jóna Björg Sætran