Borgarráð - Fundur nr. 5402

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2016, fimmtudaginn 31. mars, var haldinn 5402. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.02. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Halldórsson og Jóna Björg Sætran. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Kristbjörg Stephensen, Örn Sigurðsson, Pétur Ólafsson og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 15. mars 2016. R16010006

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 23. febrúar 2016. R16010005

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 15. mars 2016. R16010007

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 15. mars 2016. R16010008

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 21. mars 2016. R16010009

6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 10. mars 2016. R16010011

7. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 18. mars 2016. R16010015

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 11. mars 2016. R16010027

9. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. mars 2016. R16010021

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál. R16020251

- Kl. 9.03 taka Halldór Auðar Svansson og Sóley Tómasdóttir sæti á fundinum. 

- Kl. 9.05 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum. 

11. Fram fer kynning á framgangi hagræðingarvinnu í rekstri Reykjavíkurborgar. R15110199

Ágúst Þorbjörnsson og Helga Björg Ragnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið ásamt þeim Elsu Hrafnhildi Yeoman, Líf Magneudóttur og Ingvari Jónssyni.

- Kl. 9.50 tekur Björn Axelsson sæti á fundinum.

12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. mars 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. mars 2016 á breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðanna nr. 9 og 9A við Veghúsastíg, ásamt fylgiskjölum. R15120041

Samþykkt.

13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. mars 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. mars 2016 á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Sigtúnsreits vegna lóðarinnar nr. 9 við Engjateig. R16030161

Samþykkt.

- Kl. 10.00 víkur Birgir Björn Sigurjónsson af fundinum.

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. mars 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. mars 2016 á auglýsingu um tillögu að deiliskipulagi reits 1.254, Kennaraháskólinn, ásamt fylgiskjölum, þ.m.t. nýjum skipulagsuppdráttum, dags. 30. mars 2016. R16030162

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

Haldinn var opinn íbúafundur 9. mars sl. þar sem tillaga að deiliskipulagi var kynnt. Á fundinum kom fram mjög hörð gagnrýni fundargesta. Þrátt fyrir það hefur tillögunni í engu verið breytt og engin merki sjást um að tekið hafi verið tillit til þess sem fram kom hjá íbúum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks velta fyrir sér til hvers verið sé að boða til opinna samráðsfunda undir því yfirskini að verið sé að vinna með íbúum að því að móta deiliskipulag í þeirra hverfi ef ekkert er síðan gert við þær ábendingar og athugasemdir sem fram koma.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Kynningar- og samráðsferli hefur verið mikið við gerð deiliskipulags vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóð milli Kennaraháskólans og Bólstaðarhlíðar. Haldnir hafa verið fjórir fundir með íbúum í nágrenni reitsins. Nýtingarhlutfall á reitnum verður á milli 0,8 og 0,9 sem er í samræmi við aðliggjandi byggð. Mat umferðarverkfræðings borgarinnar er að tillagan sé í góðu lagi með tilliti til umferðar- og bílastæðamála. Uppbygging húsnæðis í Reykjavík er brýnt verkefni, sér í lagi fyrir eldri borgara og námsmenn líkt og hér um ræðir, og ótækt að falla frá áformum um hana á ófullnægjandi forsendum. Nú er haldið áfram með gott samráðsferli og framlögð tillaga auglýst til að fá fram frekari athugasemdir.

15. Lögð fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. mars 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. febrúar 2016 á skipulags- og matslýsingum fyrir Háaleiti-Bústaði, hverfi 5.1 Háaleiti-Múlar, hverfi 5.2 Kringlan – Leiti – Gerði, hverfi 5.3 Bústaða- og Smáíbúðahverfi og hverfi 5.4 Fossvogshverfi – Blesugróf, ásamt fylgiskjölum. R14010072

Samþykkt.

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. mars 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. mars 2016, að lokinni auglýsingu, á tillögu að deiliskipulagi Miklubrautar sem afmarkast af lóðarmörkum húsa við Miklubraut 24-66 og til norðurs af gróðurbelti meðfram Klambratúni, ásamt fylgiskjölum. R15100082

Samþykkt.

- Kl. 10.15 víkur Björn Axelsson af fundinum.

- Kl. 10.20 víkur Pétur Ólafsson af fundinum.

17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. mars 2016, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að bjóða út framkvæmdir við 4. áfanga við endurgerð Hverfisgötu. Kostnaðaráætlun 2 er 109 m.kr. R16030183

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi tillögu: 

Ekki er gert ráð fyrir umræddum framkvæmdum við endurbætur á Hverfisgötu milli Smiðjustígs og Klapparstígs á gildandi fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2016. Þar sem svigrúm hefur skapast í fjárhagsáætluninni fyrir viðbótarframkvæmdir að fjárhæð 109 milljónir króna á komandi sumri, leggja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að í stað umræddra framkvæmda við Hverfisgötu, verði umræddri fjárhæð varið til endurbóta gervigrasvalla á íþróttasvæðum og skólalóðum í Reykjavík, sem eru með úrgangsdekkjakurl á yfirborði, og þess í stað sett viðurkennt gæðagras og gúmmí er stenst ýtrustu heilbrigðis- og umhverfiskröfur. 

Frestað. 

Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

18. Lögð fram ársskýrsla byggingarfulltrúa 2015, dags. í mars 2016.

Nikulás Úlfar Másson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R16030181

19. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 15. mars 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð staðfesti meðfylgjandi samstarfssamning sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um markaðsstarf, viðburði og upplýsingamiðlun í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. R15060004

Samþykkt.

Áshildur Bragadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

20. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. mars 2016, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi ferlinefnd fatlaðs fólks og aðgengi í Laugardalslaug, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. febrúar 2016. R14050139

21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 23. mars 2016:

ReykjavíkurAkademían óskaði með bréfi, dags. 19. nóvember 2015, eftir endurnýjun samstarfs við Reykjavíkurborg fyrir árið 2016 og viðbótarframlagi vegna flutninga. Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að þjónustusamningi Reykjavíkurborgar og ReykjavíkurAkademíunnar fyrir árið 2016. Fjárskuldbinding Reykjavíkurborgar vegna samningsins verði 2 m.kr. sem greiðast af kostnaðarstað 09510, ýmsar samningsbundnar greiðslur.

Greinargerð fylgir tillögunni. R15110189

Samþykkt. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

22. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. mars 2016, um starfshóp um framtíð Laugardalsvallar, ásamt drögum að erindisbréfi fyrir starfshópinn. R15020197

23. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. mars 2016, með tillögu að breytingu á málsmeðferðarreglum borgarráðs um veitinga- og gististaði. Jafnframt lögð fram tölvubréf Berglindar Þórsteinsdóttur vegna breytingarinnar, dags. 11. og 15. febrúar 2016. R14030064

Samþykkt.

24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. mars 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki útlutun á lóðinni Árskógar 1-3 til Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. R14010121

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja úthlutun lóðarinnar til Félags eldri borgara en telja að jafnframt hefði átt að veita félaginu vilyrði fyrir annarri lóð á umræddum reit til frekari aukningar.

- Kl. 11.07 víkur Kjartan Magnússon af fundinum og Áslaug Friðriksdóttir tekur sæti. 

25. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 22. mars 2016, ásamt skýrslu um jarðefnaflutninga á sjó og landi í Reykjavík og minni útblástur gróðurhúsalofttegunda, dags. í febrúar 2015. R16030107

Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að vinna tillögu að næstu skrefum að áætlun um umhverfisvænni jarðefnaflutninga á grundvelli skýrslunnar. 

26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. mars 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Urðarbrunni 21. R16020046

Samþykkt.

27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. mars 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Lambhagavegi 13 til 111 ehf. R16030097

Samþykkt.

28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. mars 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Lambhagavegi 5 til Bílrúðunnar ehf. R16030110

Samþykkt.

29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. mars 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning við Perlu norðursins ehf. um leigu á Perlunni, Varmahlíð 1. Einnig eru lögð fram drög að leigusamningi, dags. í mars 2016. R16030148

Samþykkt. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að leigutaki að Perlunni verði að endurgreiða að fullu í leiguverði þann breytingakostnað sem borgin hyggst leggja í. 

30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. mars 2016: 

Lagt er til að fjárfestingaáætlun A-hluta Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016 verði hækkuð um 130 m.kr. vegna fjárfestingar/framkvæmda í Varmahlíð 1 (Perlan). Um er ræða hluta af áætluðum kostnaði, samtals 230 m.kr. vegna breytinga á byggingu og milligólfi vegna fyrirhugaðrar leigu á Perlunni, sbr. mál nr. R16030148. Útgjöldin verði fjármögnuð af handbæru fé og fjárheimildinni ráðstafað inn á fjárfestingaáætlun eignasjóðs, kostnaðarstað 1108, Nýbygging-ýmsar fasteignir. Tillagan felur í sér lækkun á handbæru fé ignasjóðs, A-hluta og samstæðu, sjá nánar hjálögð gögn. Áhrif á rekstrarniðurstöðu eru óveruleg.

Greinargerð fylgir tillögunni. R16010225

Vísað til borgarstjórnar.

31. Lagður fram dómur Hæstaréttar, dags. 17. mars 2016, í máli nr. 410/2015: Reykjavíkurborg gegn Hamarr fjárfestingum ehf. R14010163

32. Lagður fram dómur héraðsdóms, dags. 11. mars 2016, í máli nr. E-1970/2015: RED I ehf. gegn Reykjavíkurborg. R15060074

33. Lagður fram dómur héraðsdóms, dags. 22. mars 2016, í málinu E-299/2016: Reykjavíkurborg gegn íslenska ríkinu og til réttargæslu Isavia ohf. R15120036

34. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um hvort algengt sé að leyfi sé veitt fyrir uppskiptingu lóða, þar sem einni lóð er skipt í fleiri lóðir, og ef svo er í hversu mörgum tilfellum og hvaða gjöld voru innheimt í kjölfarið. R16030218

Fundi slitið kl. 12.00

S. Björn Blöndal

Áslaug María Friðriksdóttir Halldór Auðar Svansson

Halldór Halldórsson Heiða Björg Hilmisdóttir

Jóna Björg Sætran Sóley Tómasdóttir