Borgarráð - Fundur nr. 5399

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2016, fimmtudaginn 3. mars, var haldinn 5399. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Sigurður Björn Blöndal, Þórgnýr Thoroddsen, Sóley Tómasdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Halldór Halldórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Ebba Schram, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 9. desember 2015. R15010032

2. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 25. febrúar 2016. R16010032

3. Lagðar fram fundargerðir heilbrigðisnefndar frá 15. og 22. febrúar 2016. R16010004

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 16. febrúar 2016. R16010006

5. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 20. janúar og 10. febrúar 2016. R16010007

6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 23. febrúar 2016. R16010008

7. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 22. febrúar 2016. R16010012

8. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 26. febrúar 2016. R16010015

9. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitur Reykjavíkur frá 25. janúar 2016. R16010025

10. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 26. febrúar 2016. R16010027

11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 17 mál. R16020251

12. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R16010042

Samþykkt að veita Yrkjusjóðnum styrk að fjárhæð kr. 150.000.- til að kaupa og úthluta trjáplöntum til grunnskólabarna. 

Öðrum styrkumsóknum er hafnað.

13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. febrúar 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. febrúar 2016 á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna lóðarinnar nr. 5 við Sturlugötu. R16020252

Samþykkt.

- Kl. 9.15 tekur Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sæti á fundinum. 

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. febrúar 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. febrúar 2016 á umsókn um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús, kjallara, hæð og ris á lóð nr. 2 við Fossagötu, ásamt fylgiskjölum, þ.m.t. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2016. Byggingarleyfisumsóknin var grenndarkynnt frá 24. nóvember til 22. desember 2015. R16020250

Samþykkt.

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. febrúar 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. febrúar 2016 á umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. febrúar 2016, um athugasemd Skipulagsstofnunar, dags. 22. janúar 2016, við birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda um breytingu á deiliskipulagi reits 1.154.3, Barónsreits. R15070077

Samþykkt. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

16. Lagður fram dómur Hæstaréttar, dags. 25. febrúar 2016, í máli nr. 477/2015, Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. gegn Þjóðskrá Íslands og Reykjavíkurborg. R14060242

17. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2. mars 2016, þar sem fram kemur að erindisbréf starfshóps um túlka- og þýðingaþjónustu Reykjavíkurborgar er lagt fram til kynningar í borgarráði.  R12110135

18. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 23. febrúar 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð staðfesti meðfylgjandi samstarfssamninga og samninga við hátíðir úr borgarsjóði, ásamt fylgiskjölum. R15060004

Samþykkt.

19. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 1. mars 2016: 

Lagt er fram bréf Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR), dags. 18. febrúar 2016, um endurnýjun samstarfssamnings. Lagt er til að ÍTR verði falið að annast samningagerð og leggja drög að endurnýjuðum samstarfssamningi Reykjavíkurborgar við ÍBR og íþróttafélögin í Reykjavík fyrir borgarráð til samþykktar.

Greinargerð fylgir tillögunni. R14120144

Samþykkt.

20. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. febrúar 2016: 

Borgarráð samþykkir þátttöku Reykjavíkurborgar í stofnun Friðarseturs (Höfði – Reykjavík Peace Center) í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Friðarsetur verði formlega stofnað samhliða því að haldinn verði alþjóðlegur viðburður í tengslum við 30 ára afmæli Höfðafundarins, sbr. valkost 2 í hjálögðum tillögum og fjárhagsáætlun frá Alþjóðamálastofnun HÍ. Reykjavíkurborg verji 10 m.kr. til verkefnisins sem greiðist af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð.

Greinargerð fylgir tillögunni. R16020116

Samþykkt.

21. Lagt er til að Ilmur Kristjánsdóttir taki sæti í stjórn kirkjubyggingarsjóðs í stað Bjarkar Vilhelmsdóttur og verði jafnframt formaður stjórnarinnar. R14060136

Samþykkt.

22. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 2. mars 2016: 

Lagt er til að skrifstofu eigna og atvinnuþróunar verði veitt heimild borgarráðs til þess að auglýsa í forvali eftir áhugasömum fyrirtækjum um rekstur hjólaleigu (bike sharing system) í Reykjavík.

Greinargerð fylgir tillögunni. R14080033

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir hugmyndir um að auka valfrelsi og aðgengi fólks að reiðhjólum innan borgarinnar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að Reykjavíkurborg leggi einungis til aðstöðu fyrir hjólaleigu en fjármagn og rekstraráhætta verði borin uppi af einkaaðilum sem áhuga hafa á slíkum rekstri.

23. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 24. febrúar 2016, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að veita Hjálpræðishernum vilyrði fyrir tveimur lóðum við Suðurlandsbraut 72 og 74, með fyrirvara um samþykki á breyttu deiliskipulagi. R16020171

Samþykkt.

24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. febrúar 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki aðilaskipti/skuldskeytingu að skuldabréfi í eigu Reykjavíkurborgar. R13090038

Samþykkt.

25. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 15. febrúar 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi útboðsskilmála fyrir Gylfaflöt 2-12 og Krókháls 7a. R16020098

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

26. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 25. febrúar 2016, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 24. febrúar 2016 á viðauka við samstarfssaming sviðsins og Móðurmáls. R16020247

Samþykkt. 

Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

27. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 25. febrúar 2016, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 24. febrúar 2016 á tillögu um sumarþjónustu við börn í Klettaskóla. R16020249

Samþykkt. 

Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

28. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 25. febrúar 2016, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 24. febrúar 2016 á tillögu um nýjar reglur um kynningar, auglýsingar og gjafir í skóla- og frístundastarfi. R16020246

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

Reglur um samskipti Reykjavíkurborgar við aðila utan borgarkerfisins, sem meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins, fyrirrennara Bjartrar framtíðar, setti á síðasta kjörtímabili, torvelda mjög kynningarstarfsemi íþrótta- og æskulýðsfélaga gagnvart börnum og unglingum og eru því til mikillar óþurftar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka enn og aftur þá skoðun sína að mikilvægt sé að breyta umræddum reglum á þá leið að skýrt sé að íþrótta- og æskulýðsfélögum sé heimilt að kynna starfsemi sína í grunnskólum Reykjavíkur. Fyrirliggjandi tillaga felur ekki í sér slíka breytingu. Tekið er undir efasemdir samtaka foreldrafélaga í Reykjavík (SAMFOK) um að þörf sé á slíkum miðstýrðum reglum um auglýsingar og kynningar í skólastarfi. Ljóst er að það er vel á færi skólastjóra í samráði við skólaráð og foreldrafélög að meta og þekkja muninn á óæskilegri markaðssetningu annars vegar og málefnum er varða nám, öryggi, lýðheilsu, forvarnir og heill samfélagsins hins vegar.

Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

29. Lagt fram minnisblað velferðarsviðs, dags. 1. mars 2016, vegna biðlista eftir sérfræðiþjónustu skóla. Einnig fer fram kynning á sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla í Breiðholti, Frá greiningum til aðgerða. 

Helgi Grímsson, Stefán Eiríksson, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Hákon Sigursteinsson og Elísabet Helga Pálmadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R16020101

30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 1. mars 2016:

Lagt er til að skrifstofu eigna og atvinnuþróunar verði falið að ganga til samninga við Perlu norðursins um leigu á Perlunni vegna sýningar á Náttúru Íslands á grundvelli framlagðra gagna Perlu norðursins ehf., umsögn dómnefndar og áður birtri auglýsingu þar sem auglýst var eftir áhugasömum aðilum um rekstur á náttúrusýningu í Perlunni.

Greinargerð fylgir tillögunni. R16010069

Samþykkt. 

Helga Viðarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Finnbogi Jónsson, Helgi Júlíusson, Óskar Rúnar Harðarson, Agnes Gunnarsdóttir, Þórunn S. Þorgrímsdóttir og Guðbrandur Benediktsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja að farið verði í viðræður við þann aðila sem skilaði inn tilboði um leigusamning og rekstur í Perlunni. Enn eru margir þættir óljósir og þarfnast frekari útfærslu og kostnaðargreiningar. Niðurstaða samningaviðræðna verði lögð fyrir borgarráð til frekari umfjöllunar.

31. Lagður fram undirritaður húsaleigusamningur á milli Reykjavíkurborgar og Hlemmur mathöll ehf. um leigu fasteignar að Laugavegi 107, Hlemmur. Samningurinn var undirritaður af borgarstjóra með fyrirvara um samþykki borgarráðs. R16010219

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun: 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja áherslu á að framkvæmdakostnaði við endurbætur og viðhald á Hlemmi verði haldið innan áætlunar og að leiga endurgreiði allan framkvæmdakostnað. Skilyrði er að leigutaki beri að lokum allan kostnað og ef leigutaki er með sérkröfur á framkvæmdatímanum beri leigutaki allan kostnað af slíkum kröfum. Þá ítreka borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina nauðsyn þess að húsnæðið á Hlemmi verði áfram nýtt sem biðstöð fyrir strætisvagnafarþega á aksturstíma vagna um daga, kvöld og helgar og að leigutaki geti ekki komið í veg fyrir nýtingu húsnæðisins fyrir strætisvagnafarþega með skyndilegri styttingu opnunartímans.

32. Lagt fram bréf borgarritara, dags. 1. mars 2016, ásamt erindisbréfi starfshóps um Betri Reykjavík og Betri hverfi, dags. 9. febrúar 2016. R16020076

33. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Samkvæmt svari við fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina sem lögð var fram í borgarráði 29. janúar 2015 um fjölda starfs- og stýrihópa kom fram að frá því að nýr meirihluti tók til starfa og þar til fyrirspurnin var lögð fram voru 74 starfs- og stýrihópar skipaðir með erindisbréfi. Óskað er eftir upplýsingum um það hve margir og hvaða starfs- og stýrihópar hafa verið skipaðir með erindisbréfi eftir 29. janúar 2015 og hvaða starfs- og stýrihópar sem skipaðir hafa verið á kjörtímabilinu hafa lokið störfum. R16030029

34. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Á fundi borgarráðs 28. janúar sl. vöktu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins athygli á skertum opnunartíma strætisvagnamiðstöðvanna við Hlemm og Mjódd frá og með áramótum. Á fundi borgarráðs 25. febrúar sl. ítrekuðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þessa fyrirspurn. Um er að ræða skerta þjónustu við þá fjölmörgu farþega sem eiga leið um umræddar skiptistöðvar á kvöldin en þurfa nú að bíða utandyra í kulda og trekki. Lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að umrætt húsnæði yrði opið fyrir farþegum öll kvöld á meðan strætisvagnar ganga og óskuðu eftir því að tillagan yrði afgreidd sem fyrst í ljósi þess að húsnæðinu var lokað um leið og kaldasti mánuður ársins gekk í garð. Þrátt fyrir að tillagan sé sáraeinföld hefur hún ekki enn verið tekin til afgreiðslu í borgarráði og er spurt enn og aftur hverju það sætir og hvort meirihlutinn hyggist afgreiða málið með því að bíða eftir sumrinu og benda á að farþegar geti beðið úti í sumarveðrinu. R16010260

Fundi slitið kl. 12:15

S. Björn Blöndal

Guðfinna J. Guðmundsdóttir Halldór Halldórsson

Heiða Björg Hilmisdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson

Sóley Tómasdóttir Þórgnýr Thoroddsen