Borgarráð - Fundur nr. 5397

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2016, fimmtudaginn 18. febrúar, var haldinn 5397. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Halldórsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Ólöf Örvarsdóttir, Hallur Símonarson, Hrólfur Jónsson, Birgir Björn Sigurjónsson, Pétur Ólafsson og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á mansalsmálum.

Alda Hrönn Jóhannsdóttir, Edda Ólafsdóttir og Anna Kristinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R16020099

2. Lögð fram fundargerð bílastæðanefndar frá 12. febrúar 2016. R16010029

3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 12. febrúar 2016. R16010015

4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 17. febrúar 2016. R16010021

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lögð fram fundargerð öldungaráðs frá 30. september 2015. R15030096

6. Lagðar fram fundargerðir öldungaráðs frá 27. janúar og 12. febrúar 2016. R16010035

7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 14 mál. R16020008

8. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 16 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R16020002

9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. febrúar 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á lýsingu vegna endurskoðunar á deiliskipulagi Skeifunnar og greinargerð um samráð. R15050145

Samþykkt.

10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. febrúar 2106, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar vegna lóðanna nr. 9-11 við Bæjarflöt og 15-17 við Gylfaflöt, ásamt uppdrætti Landslags ehf., dags. 15. desember 2015. R15060040

Samþykkt.

11. Lagt fram bréf norrænu ráðherranefndarinnar, dags. 9. febrúar 2016, með boði til Reykjavíkurborgar um þátttöku í Nordic Safe Cities Program í Malmö 29.-30. mars nk., borgarstjóri og mannréttindastjóri munu sækja fundinn f.h. Reykjavíkurborgar ásamt aðstoðarmanni borgarstjóra. R12070025

12. Fram fer kynning á samningi Gagnaveitu Reykjavíkur við Cisco 

Óskar J. Sandholt og Erling Freyr Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R16020100

13. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 13. júlí 2015, ásamt skýrslu starfshóps um þjónustuveitingu Reykjavíkurborgar, dags. 30. júní 2015. Jafnframt eru lagðar fram umsagnir fagráða Reykjavíkurborgar. R15010279

Vísað til frekari vinnslu stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. 

14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 16. febrúar 2016:

Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð auglýsingargögn um tilraunaverkefni um beinar siglingar ferju á milli Reykjavíkur og Akraness á tímabilinu maí-september 2016. 

Greinargerð fylgir tillögunni, ásamt drögum að auglýsingu og verkefnislýsingu. R15020047

Samþykkt. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa stutt að farið verði í tilraunverkefni á reglubundnum siglingum yfir Faxaflóa á milli Akraness og Reykjavíkurborgar með þeim skýra fyrirvara að fjármunir skattborgara í Reykjavík verði ekki notaðir í verkefnið enda ekki svigrúm til slíks. Á sama tíma og verið er að skera niður framlög til stórra málaflokka eins og skólakerfisins og velferðarmála er útilokað að stofnað sé til nýrra útgjalda sem ekkert hafa með reglulega eða lögbundna starfsemi að gera. Í auglýsingunni er opnað fyrir að sveitarfélögin komi að þessu verkefni með fjárhagslegum stuðningi. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vilja að talað sé skýrt. Svo er ekki og þess vegna lýsum við enn einu sinni yfir að við munum ekki styðja að fjármunir renni til þessa verkefnis. Komi hins vegar fram áhugasamir sem eru tilbúnir til þátttöku í tilraunaverkefni af þessu tagi á eigin kostnað getur það reynst áhugavert. Rétt er þó að hafa í huga að um þessa leið gilda ekki sérleiðisreglur. Hver sem er gæti, hvenær sem er, hafið siglingar á milli þessara tveggja sveitarfélaga. 

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun: 

Á fundi borgarráðs 28. janúar sl. studdi borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina að auglýst yrði eftir lysthafendum í tilraunaverkefni um flóasiglingar en gerði þann fyrirvara að hann myndi ekki styðja að fjármunir skattborgara í Reykjavík fari í verkefnið. Nú er opnað fyrir þann möguleika að sveitarfélögin taki til athugunar fjárhagslegan stuðning við þann rekstraðila sem verður valinn. Fjárhagsstaða borgarinnar býður ekki upp á að borgin taki þátt í tilraunaverkefni sem þessu ef nota á skattfé borgarbúa í það.

15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 16. febrúar 2016:

Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi samkomulag, milli Reykjavíkurborgar annars vegar og Háskóla Íslands og Vísindagarða Háskóla Íslands hins vegar, um úthlutun lóða á háskólasvæðinu undir stúdentaíbúðir. Samkomulagið tekur jafnframt til lóðar Reykjavíkurborgar að Eggertsgötu 35 (núverandi hverfastöð) og ráðstöfun hennar í framtíðinni.

Greinargerð fylgir tillögunni. Einnig eru lögð fram drög að samkomulagi um uppbyggingu stúdentagarða og stækkun vísindagarðareits á háskólasvæði. R14010115

Samþykkt.

16. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 15. febrúar 2016, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að seld verði bílastæðalóðin Skálholtsstígur 1 fyrir kr. 34 milljónir, skv. meðfylgjandi samningi, ásamt fylgiskjölum. R15070073

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 10.35

S. Björn Blöndal

Guðfinna J. Guðmundsdóttir Halldór Auðar Svansson

Halldór Halldórsson Heiða Björg Hilmisdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson Sóley Tómasdóttir