Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2016, fimmtudaginn 28. janúar, var haldinn 5394. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Efstaleiti 1 og hófst kl. 09.08. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Halldórsson, Kjartan Magnússon og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Hallur Símonarson, Hrólfur Jónsson, Helga Björg Ragnarsdóttir, Pétur Ólafsson og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 18. janúar 2016. R16010030
2. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 18. janúar 2016. R16010004
3. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Árbæjar frá 3. nóvember og 15. desember 2015. R15010005
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 12. janúar 2016. R16010005
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 18. janúar 2016. R16010009
6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 14. janúar 2016. R16010011
7. Lögð fram fundargerð Sorpu bs. frá 22. janúar 2016. R16010023
8. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 27. janúar 2016. R16010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R15120100
10. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R16010042
Samþykkt að veita Andvara productions styrk að fjárhæð kr. 100.000.- til að gera tónlistarmyndband við siguratriði Skrekks, Elsku stelpur.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til bókunar sinnar á fundi borgarráðs 19. júní 2014.
- Kl. 9.12 taka Ilmur Kristjánsdóttir og Kristbjörg Stephensen sæti á fundinum.
11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. janúar 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d., á breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.0, Landsbankareits. R15070069
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
12. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. janúar 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. janúar 2016 á breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar, Gömlu hafnarinnar, ásamt fylgiskjölum. Einnig er lagt fram erindisbréf starfshóps um Nýju Reykjavíkurhúsin í Vesturbugt, dags. 15. júní 2015. Jafnframt lögð fram tillaga borgarstjóra um úthlutun tveggja lóða sem samþykkt var í borgarstjórn 21. apríl 2015. Að auki er lagt fram minnisblað skrifstofu eigna og atvinnuþróunar um kynningarfundi um Vesturbugt og Kirkjusand, dags. 9. júlí 2015. R15100023
Samþykkt með 4 atkvæðum borgaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.
Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:
Þó borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina séu hlynntir uppbyggingu á reitnum verður að benda á að byggingarmagn á reitnum er of mikið miðað við heildaryfirbragð aðliggjandi byggðar. Sérstaklega þarf að vanda til hönnunar bygginga á þessu svæði sem er hluti gamla Vesturbæjarins sem hefur þróast í nánu sambandi við höfnina og sjávarútveginn en með fyrirhuguðum byggingum verður lokað á tengsl við höfnina og sjávarsíðuna. Hið nýja hverfi mun lítið eiga skylt við eldri byggð og byggingarsögu borgarinnar en við teljum að yfirbragð gamla Vesturbæjarins eigi að vera ríkjandi á svæðinu. Meirihlutinn hyggst nýta byggingar á þessari dýrustu byggingarlóð borgarinnar undir svokölluð Reykjavíkurhús. Með réttri nýtingu lóða í Vesturbugt gæti borgin fengið tekjur til að fjármagna kaup á fleiri íbúðum í sama hverfi eða miðlægt í borginni. Félagsleg blöndun er afar mikilvæg en vel er hægt að útfæra hana án þess að nota eina dýrustu byggingarlóð borgarinnar. Hundruð eru á biðlista eftir húsnæði og því mikilvægara að fleiri fái þak yfir höfuðið en að færri fái húsnæði á dýrri lóð.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Uppbygging íbúða í Vesturbugt er hluti af húsnæðisáætlun borgarinnar sem gengur út á að á næstu árum fari 2500-3000 leigu- og búseturéttaríbúðir af stað í Reykjavík. Rauði þráður áætlunarinnar er húsnæði fyrir alla – hvar sem er í Reykjavík. Uppbyggingin gengur vel og eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa aldrei verið gefin út eins mörg byggingarleyfi til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í Reykjavík en árið 2015, ef frá er talin uppbygging Breiðholtsins á áttunda áratugnum. Nú þegar eru meira en 1200 íbúðir í skipulagi eða komnar úr skipulagsferli. Um er að ræða lóðir í Urðarbrunni, Keilugranda, Kirkjusandi, RÚV-reit, Skógarvegi, Bólstaðarhlíð, Hraunbæ, Suður-Mjódd, Móavegi, Vatnsmýri og í Vesturbugtinni. Húsnæði fyrir alla, þétting byggðar og mannvænt skipulag þessara lóða þar sem félagsleg blöndun á sér stað er mikilvægur hluti af húsnæðisáætlun borgarinnar.
13. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 26. janúar 2016, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um varnargarð meðfram strandlengjunni við Ánanaust og Eiðisgranda, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. júlí 2015. R15070052
14. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 26. janúar 2016, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 21. janúar 2016 á tillögu starfshóps um þjónustusamninga til þriggja ára sem send er borgarráði til staðfestingar, og á tillögu starfshóps um úthlutun almennra styrkja og eins árs þjónustusamninga sem send er borgarráði til kynningar. R15020085
Samþykkt.
15. Fram fer kynning á málefnum Melaskóla.
- Kl.10.23 tekur Sóley Tómasdóttir sæti á fundinum og Líf Magneudóttir víkur sæti.
Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R16010209
- Kl. 10.25 tekur Halldóra Káradóttir sæti á fundinum.
16. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. september 2015, ásamt skýrslu starfshóps í tilefni lögfestingar samnings S.Þ. um réttindi barnsins, dags. í júní 2015. Jafnframt er lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 23. september 2015. R13090112
Vísað til meðferðar mannréttinda- og fjármálaskrifstofu m.a. til kostnaðargreiningar.
Eygló Rúnarsdóttir, Edda Ólafsdóttir, Harpa Rut Hilmarsdóttir, Stefanía Sörheller, Ása Hauksdóttir og Jón Valgeir Björnsson ásamt Líf Magneudóttur taka sæti á fundinum undir þessum lið.
17. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 19. janúar 2016, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um fjármögnun byggingar mosku, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. nóvember sl. R13080019
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Í mars sl. bárust fregnir af því að Sádí Arabar hygðust leggja rúma eina milljón Bandaríkjadala eða 135 milljónir króna til byggingar mosku í Reykjavík. Við það tækifæri var haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að umrætt fjárframlag þarfnaðist skýringa, m.a. hvort framlagið hefði verið þegið og hvort því fylgdu einhver skilyrði. Sagði borgarstjóri að borgaryfirvöld myndu afla upplýsinga um fjármögnun erlendra aðila varðandi umrædda byggingu. 19. nóvember, rúmum átta mánuðum eftir að tilvitnuð ummæli borgarstjóra féllu án þess að umræddar skýringar lægju fyrir, fylgdu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins málinu eftir með því að óska eftir greinargerð um hvernig fjármögnun fyrirhugaðrar moskubyggingar í Reykjavík yrði háttað. Í framlögðu svari borgarstjóra, dags. 19. janúar, er áleitnum spurningum um fjármögnun moskunnar engan veginn svarað. Í gögnum málsins kemur fram að borgarstjóri hefur ekki einu sinni óskað skriflega eftir því að byggingaraðili, Félag múslíma á Íslandi, upplýsi um hvernig byggingin verður fjármögnuð og hlutdeild hugsanlegra styrktaraðila í henni. Helst er að finna upplýsingar um málið í minnisblaði mannréttindaskrifstofu en þær eru þó allsendis ófullnægjandi. Í umræddu minnisblaði er vitnað í fjölmiðlaummæli fyrrverandi og núverandi formanns félagsins um málið. Samkvæmt þeim fullyrðir fyrrverandi formaður félagsins að ekki verði hægt að byggja mosku hérlendis án erlends fjármagns en núverandi formaður er bjartsýnn á að félagsmenn geti sjálfir staðið allan straum af byggingarkostnaði. Við gerum alvarlegar athugasemdir við það að upplýsingaöflun borgarinnar í þessu máli skuli ekki hvíla á skriflegri upplýsingagjöf frá viðkomandi félagi heldur misvísandi ummælum í fjölmiðlum.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er rétt að mannréttindastjóri aflaði ekki upplýsinga um fjármögnun moskunnar með bréfaskriftum heldur fundum. Það sem fram kom á þeim fundum kom einnig fram í fjölmiðlum, eins og rakið er í minnisblaði mannréttindastjóra. Meginatriði málsins er að ekki er lagastoð fyrir því að krefjast upplýsinga um fjármögnun kirkjubygginga eða annarra tilbeiðsluhúsa. Á því hefur borgarráð nú vakið athygli Alþingis auk þess sem þeim tilmælum var beint til trúfélaga að upplýsa um fjármögnun uppbyggingar sinnar. Er ánægjuefni að samstaða hafi tekist um þessa stefnu í borgarráði.
Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 28. janúar 2016:
Með vísan til svara mannréttindastjóra og borgarlögmanns við fyrirspurn um fjármögnun bygginga mosku, og til að stuðla að upplýstri umræðu, samþykkir borgarráð að vekja athygli Alþingis á því að ekki hvílir lagaskylda á trúfélögum um að upplýsa um hvernig staðið er að fjármögnun kirkjubygginga eða tilbeiðsluhúsa. Þá beinir borgarráð þeim tilmælum til allra trúfélaga um að gera grein fyrir fjármögnun slíkrar uppbyggingar, þótt lagaskylda sé ekki fyrir hendi. R13080019
Samþykkt.
Einnig er lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 28. janúar 2016:
Borgarráð ítrekar ályktun sína frá 19. september 2013 þar sem skorað var á þingið að hefja endurskoðun á þeim ákvæðum í lögum nr. 35/1970 um Kristnisjóð o.fl. sem kveða á um að sveitarfélögum sé skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðargjaldi.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 11.45 víkur Kristbjörg Stephensen af fundinum.
19. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 26. janúar 2016, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um 47 íbúðir sem Félagsbústaðir keyptu af Íbúðalánasjóði, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. janúar sl. R16010160
20. Fram fer kynning á vetrarhátíð 2016.
Áshildur Bragadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R16010244
21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. janúar 2016:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi leigusamninga vegna Grandagarðs 20.
Greinargerð fylgir tillögunni. R16010223
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina styðja gerð leigusamnings því um er að ræða metnaðarfullt menningarverkefni, endurgerð húss með sögu og þar með styrkingu á ásýnd hafnarinnar. Endurleiga tryggir að kostnaður Reykjavíkurborgar verður enginn og áhættu haldið í lágmarki.
Svanhildur Konráðsdóttir og Börkur Arnarson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
22. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. janúar 2016, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. janúar 2016:
Lagt er til að borgarráð samþykki að auglýst verði tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og Akraneskaupstaðar um beina siglingu 50-100 manna ferju milli sveitarfélaganna sumarið 2016. Verkefnið verði skilgreint sem þróunarverkefni og standi yfir í maí-september 2016. Innkaupadeild verði falið að vinna auglýsingu í samvinnu við menningar- og ferðamálasvið og Akraneskaupstað. Auglýsingargögn verði lögð fyrir borgarráð til staðfestingar áður en verkefnið verður auglýst. Niðurstöður í hjálagðri skýrslu starfshóps um flóasiglingar verði lagðar til grundvallar vinnu við fyrirkomulag og forsendur auglýsingar.
Greinargerð fylgir tillögunni. Einnig er lögð fram skýrsla starfshóps um flóasiglingar, dags. 12. janúar 2016, viljayfirlýsing, dags. 16. janúar 2015, bréf Faxaflóahafna, dags. 9. janúar 2015, og frumskýrsla Faxaflóahafna um áætlunarsiglingar milli Akraness og Reykjavíkur, dags. í desember 2014. R15020047
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina styðja að auglýst verði eftir lysthafendum í tilraunaverkefni um flóasiglingar en gera þann fyrirvara að þeir munu ekki styðja að fjármunir skattborgara í Reykjavík fari í verkefnið.
23. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. janúar 2016:
Óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi samkomulag við Vogabyggð ehf. og Hömlur ehf., dags. 22. janúar 2016, og meðfylgjandi samkomulag við Gámakó ehf., dags. 22. janúar 2016, um skipulag, uppbyggingu og þróun á lóðum fyrirtækjanna á svæði 2 í Vogabyggð.
Greinargerð fylgir tillögunni. R16010226
Samþykkt.
24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 25. janúar 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóð nr. 7 við Hádegismóa. R15100340
Samþykkt.
25. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. janúar 2016, varðandi úthlutun borgarráðs á lóðum í Úlfarsárdal, dags. 22. og 29. október 2015. R15110147
26. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 24. nóvember 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Lofnarbrunni 30. R15100439
Synjað með vísan til bréfs skrifstofu eigna og atvinnuþróunar varðandi úthlutun borgarráðs á lóðum í Úlfarsárdal, dags. 22. og 29. október 2015.
27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 4. janúar 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki framsal byggingarréttar og lóðarhafaskipti og samþykki að falla frá forkaupsrétti á lóðinni að Sifjarbrunni 2-8. R16010078
Samþykkt.
28. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 26. janúar 2016, með tíma- og verkáætlun vegna fjárhagsáætlunar A-hluta vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar og fimm ára áætlunar 2017-2021. R16010183
Frestað.
29. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 27. janúar 2016, þar sem lagt er til að hagræðing í samþykktri fjárhagsáætlun fagsviða og miðlægrar stjórnsýslu vegna ársins 2016 verði útfærð með nánar tilgreindum hætti. Greinargerð fylgir tillögunni. R16010225
Vísað til borgarstjórnar.
30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. janúar 2016:
Lagt er til að fjárheimildir fagsviða og annarra rekstrareininga A-hluta fyrir árið 2016 verði hækkaðar um samtals kr. 3.448.486.351 vegna nýgerðra kjarasamninga við Eflingu starfsmannafélag, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, SFR stéttarfélag í almannaþjónustu, Samiðn, Rafiðnaðarsamband Íslands, Verkstjórasamband Íslands, Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda í leikskólum. Hækkunin skiptist með nánar tilgreindum hætti milli fagsviða og annarra skipulagseininga.
Greinargerð fylgir tillögunni. R16010225
Vísað til borgarstjórnar.
31. Lagður fram undirskriftarlisti nemenda í Háaleitisskóla í Álftamýri vegna óánægju með skólalóðina, mótt. 27. janúar 2016. R16010266
32. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Framkvæmdir eru hafnar við bensínstöð N1 ásamt sjálfvirkri þvottastöð við Elliðabraut 1 í Norðlingaholti. Áformað er að innakstur á lóð stöðvarinnar verði frá Breiðholtsbraut og Elliðabraut. Útakstur af stöðinni verður hins vegar samkvæmt gildandi skipulagi einungis inn á Elliðabraut eða beint inn í íbúðahverfið. Skammt frá stöðinni eru leikskóli, grunnskóli og frístundaheimili hverfisins. Borgarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að skoða tiltækar leiðir í því skyni að breyta skipulagi bensínstöðvar þannig að unnt verði að draga úr umferð frá henni inn í og í gegnum íbúðahverfið. Meðal annars verði skoðaðir möguleikar á því að útakstur frá stöðinni verði einnig út á Hundavað og/eða Breiðholtsbraut í því skyni að beina umferðinni frá íbúðahverfinu. Við vinnslu málsins verði haft náið samráð við lóðarhafa og Íbúasamtök Norðlingaholts. R16010259
Frestað.
33. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Frá áramótum hefur húsnæði strætisvagnamiðstöðvanna við Hlemm og í Mjódd verið lokað kl. 18.00 á virkum dögum. Um helgar er Hlemmi lokað kl. 16.00 og Mjódd kl. 18.00. Um er að ræða skerta þjónustu við þá fjölmörgu farþega sem eiga leið um umræddar skiptistöðvar á kvöldin en þurfa nú að bíða utandyra í kulda og trekki. Í því skyni að bæta þjónustu við strætisvagnafarþega, samþykkir borgarráð að umrætt húsnæði verði opið fyrir farþegum öll kvöld á meðan strætisvagnar ganga. R16010260
Frestað.
34. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum um framkvæmdir við Ráðhús Reykjavíkur og kostnað við þær á árunum 2001-2016. R16010261
35. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum um allt húsnæði sem Reykjavíkurborg leigir af utanaðkomandi aðilum. Þar komi fram um hvaða húsnæði er að ræða, hvaða starfsemi þar er rekin, lengd leigusamnings, leigusali, fjöldi fermetra, leiguverð og leiguverð pr. fermetra. Þar komi einnig fram hvernig leiguverð er bókfært, hvort viðkomandi húsnæði sé t.d. leigt beint af viðkomandi sviði eða miðlægt af skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Kemur innri leiga við sögu í slíkum tilvikum? R16010262
36. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Íbúakönnun Gallup var framkvæmd seint á árinu 2015. Í könnuninni sem gerð er árlega voru íbúar 19 stærstu sveitarfélaga á landinu spurðir um afstöðu þeirra til ólíkra þátta í þjónustu síns sveitarfélags. Nú hafa nokkur sveitarfélög gert grein fyrir niðurstöðu þessara könnunar gagnvart sínum íbúum. Ekki hafa komið fram upplýsingar um hvernig þessi íbúakönnun kemur út í Reykjavík. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir þeim upplýsingum á næsta fundi borgarráðs. R16010269
Fundi slitið kl. 13.25
Halldór Auðar Svansson
Halldór Halldórsson Sóley Tómasdóttir
Kjartan Magnússon Ilmur Kristjánsdóttir
Guðfinna Jóhann Guðmundsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir