Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2016, fimmtudaginn 21. janúar, var haldinn 5393. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Halldórsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Birgir Björn Sigurjónsson, Kristbjörg Stephensen, Ólöf Örvarsdóttir og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð bílastæðanefndar frá 15. janúar 2016. R16010029
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 15. desember 2015. R15010008
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 12. janúar 2016. R16010008
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 14. janúar 2016. R16010010
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 14. janúar 2016. R16010014
6. Lögð fram fundargerð slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 15. janúar 2016. R16010022
7. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. janúar 2016. R16010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R15120100
9. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 7 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R16010040
10. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R16010042
Samþykkt að veita Main Course ehf. styrk að fjárhæð kr. 1.500.000.- vegna matarhátíðarinnar Food and fun sem haldin verður í mars.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til bókunar sinnar á fundi borgarráðs 19. júní 2014.
- Kl. 9.15 taka Hrólfur Jónsson og Hallur Símonarson sæti á fundinum.
11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. janúar 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun á Grensásvegi sunnan Miklubrautar ásamt gerð nýrra hjólastíga. Kostnaðaráætlun 2 vegna framkvæmdanna er 170 m.kr. R16010178
Samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.
Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Ámundi Brynjólfsson, Rúnar Gunnarsson og Stefán Finnsson taka sæti á fundinum á þessum lið.
- Kl. 9.30 tekur Ellý Katrín Guðmundsdóttir sæti á fundinum.
12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. janúar 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að ljúka hönnun og hefja framkvæmdir vegna endurbóta og breytinga í Breiðholtslaug. Kostnaðaráætlun 2 vegna þessara framkvæmda er 65 m.kr. R13020009
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson og Rúnar Gunnarsson taka sæti á fundinum á þessum lið.
13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. janúar 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. janúar 2016 á breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar, Gömlu hafnarinnar, ásamt fylgiskjölum. R15100023
Frestað.
14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. janúar 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. janúar 2016 á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðarinnar nr. 2 við Kirkjusand, ásamt fylgiskjölum. R15090162
Samþykkt.
Borgarráð vísar til svohljóðandi bókunar í umhverfis- og skipulagsráði á fundi þess 13. janúar sl.:
Mikilvægt er að þjónusta borgarinnar við nýja íbúa á reitnum verði til reiðu þegar íbúðir verða teknar í notkun. Sérstaklega þarf að tryggja gönguleiðir barna til Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla. Kirkjusandsreitur og Blómavalsreitur munu byggjast upp á svipuðum tíma. Meta þarf húsakost skólanna með tilliti til þessa og laga að fjölgun nemenda. Áform um uppbyggingu við Köllunarklettsveg geta einnig haft veruleg áhrif á skólahverfið sem gera þarf ráð fyrir. Óskað er eftir því að upplýsingar um innviðauppbyggingu í hverfinu verði kynntar í umhverfis- og skipulagsráði og borgarráði.
15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. janúar 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á tilnefningu Torfa Hjartarsonar og Hildar Sverrisdóttur í vinnuhóp vegna húsverndarsjóðs Reykjavíkur 2016, ásamt tillögu að auglýsingu um styrki úr sjóðnum. R16010181
Samþykkt.
16. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks, dags. 30. apríl 2015, um breytingar á samþykktum vegna götu- og torgsölu. Jafnframt er lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. janúar 2016, ásamt umsögn sviðsins, dags. 16. janúar 2016. R15040226
Tillagan er felld með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina með vísan til niðurstöðu í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs.
Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Umhverfis- og skipulagssviði er falið að gera tillögu að afmörkun svæðis fyrir sölubifreiðar.
17. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 15. janúar 2016, sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs frá 8. janúar 2016 á drögum að samningum við Knattspyrnufélagið Þrótt og Glímufélagið Ármann vegna reksturs Laugabóls, grasvalla og fimleikaaðstöðu. R16010172
Samþykkt.
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
18. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 15. janúar 2016, sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs s.d., á styrkúthlutun ráðsins vegna 2016. R16010171
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
19. Lögð fram drög að nýrri mannréttindastefnu, dags. 19. janúar 2016. R14090109
Samþykkt að vísa drögum að nýrri mannréttindastefnu til umsagnar hjá íþrótta- og tómstundaráði, menningar- og ferðamálaráði, skóla- og frístundaráði, stjórnkerfis- og lýðræðisráði, umhverfis- og skipulagsráði, velferðarráði auk skrifstofa í miðlægri stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.
Líf Magneudóttir, Anna Kristinsdóttir og Halldóra Gunnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
20. Lagður fram dómur héraðsdóms í máli nr. E-4202/2015, Reykjavíkurborg gegn innanríkisráðuneytinu, til réttargæslu Isavia ohf. R15120036
21. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 18. janúar 2016, sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs frá 11. janúar 2016 á afgreiðslu styrkja menningar- og ferðamálaráðs 2016. R16010180
22. Lagt fram bréf Hallsteins Sigurðssonar, dags. 31. maí 2015, þar sem óskað er eftir leyfi til að flytja útilistaverk hans frá Álfsnesi í dalinn í Seljahverfi. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. september 2015, og umsögn Listasafns Reykjavíkur, dags. 5. janúar 2016. R15060181
Borgarráð fellst ekki á erindið með vísan til umsagnar Listasafns Reykjavíkur en þar kemur m.a. fram að líkur eru á því að kostnaður við viðhald og ábyrgð á verkunum falli á Reykjavíkurborg í framtíðinni. Reykjavíkurborg hefur þegar sýnt að verk Hallsteins Sigurðssonar eru mikils metin með því að stofna Hallsteinsgarð við Strandveg í Grafarvogi en vegleg gjöf listamannsins á 16 listaverkum í garðinum eru í umsjón Listasafns Reykjavíkur sem hefur eftirlit með þeim og annast viðhald þeirra.
23. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 15. janúar 2016, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 13. janúar 2016 á drögum að þjónustusamningi við Íþróttafélag fatlaðra. R16010173
Samþykkt.
24. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 18. janúar 2016, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 14. janúar 2016 á tillögu um að sundferðir og bókasafnsskírteini verði gjaldfrjáls fyrir atvinnulausa og einstaklinga með fjárhagsaðstoð til framfærslu árið 2016. R16010182
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
- Kl. 11.05 víkur Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir af fundinum.
25. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjórnar og fjölmenningarráðs frá 24. nóvember 2015:
Sameiginlegur fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar og borgarstjórnar samþykkir að efnt verði til átaks í því skyni að stórefla upplýsingamiðlun til innflytjenda á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Þörf er á slíku átaki enda hefur komið fram hér á fundinum að á heimasíðunni er ekki að finna upplýsingar um fjölmenningarráð á öðru tungumáli en íslensku. Þá eru nýjustu fréttir á heimasíðunni, sem eru á erlendum tungumálum, um tveggja ára gamlar. Mælst er til þess að öll svið borgarinnar stórauki upplýsingamiðlun á erlendum tungumálum á vefsíðum sínum og að því verði beint til íþróttafélaga og annarra aðila sem veita innflytjendum mikilvæga þjónustu, að gera slíkt hið sama.
Jafnframt lögð fram umsögn upplýsinga- og vefdeildar, dags. 11. janúar 2016. R15110247
Tillagan er samþykkt með vísan til umsagnar upplýsinga- og vefdeildar.
26. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 13. janúar 2016, ásamt erindisbréfi starfshóps vegna umsókna í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. R16010152
- Kl. 11.25 tekur Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sæti á fundinum á ný.
27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. janúar 2016.
Lagt er til að borgarráð samþykki að auglýst verði tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og Akraneskaupstaðar um beina siglingu 50-100 manna ferju milli sveitarfélaganna sumarið 2016. Verkefnið verði skilgreint sem þróunarverkefni og standi yfir í maí–september 2016. Innkaupadeild verði falið að vinna auglýsingu í samvinnu við menningar- og ferðamálasvið og Akraneskaupstað. Auglýsingargögn verði lögð fyrir borgarráð til staðfestingar áður en verkefnið verður auglýst. Niðurstöður í hjálagðri skýrslu starfshóps um flóasiglingar verði lagðar til grundvallar vinnu við fyrirkomulag og forsendur auglýsingar.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Einnig er lögð fram skýrsla starfshóps um flóasiglingar, dags. 12. janúar 2016, viljayfirlýsing, dags. 16. janúar 2015, bréf Faxaflóahafna, dags. 9. janúar 2015, og frumskýrsla Faxaflóahafna um áætlunarsiglingar milli Akraness og Reykjavíkur, dags. desember 2014. R15020047
Frestað.
Kristín Soffía Jónsdóttir og Ólafur I. Halldórsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. janúar 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki aðilaskipti að kaupum Síðumúla 39 auk hlutdeildar í bílastæðahúsi. R15110011
Samþykkt.
29. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 16. janúar 2016, með tillögu að endurskoðuðum viðauka 2 við reglur um fjárstýringu. R15110180
Samþykkt.
30. Kynnt er mánaðarlegt rekstraruppgjör A-hluta fyrir janúar-nóvember 2015. R15010207
31. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 15. janúar 2016, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki eftirfarandi tímaáætlun vegna skuldabréfaútboða á fyrri hluta árs 2016: 10. febrúar, 9. mars, 13. apríl og 11. maí. R16010156
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
32. Greint er frá ferð S. Björns Blöndals, formanns borgarráðs, með stjórn og framkvæmdastjóra Félagsbústaða til Boston og Cambridge frá 27.-30. janúar nk. til að kynna sér hugmyndir um mögulegar fjármögnunarleiðir og aðkomu mismunandi aðila að félagslegum og almennum leigumarkaði. R16010189
33. Fram fer kynning á stöðu viðræðna um nýtt lífeyriskerfi opinberra starfsmanna.
Karl Björnsson og Einar Bjarki Gunnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R15090177
34. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Óskað er eftir því að málefni Melaskóla verði sett á dagskrá næsta fundar borgarráðs, staða skólans verði reifuð af sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs og kynntar tillögur til lausnar. R16010209
Fundi slitið kl. 12.12
S. Björn Blöndal
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir Halldór Auðar Svansson
Halldór Halldórsson Heiða Björg Hilmisdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Sóley Tómasdóttir