Borgarráð - Fundur nr. 5392

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2016, mánudaginn 18. janúar, var haldinn aukafundur borgarráðs nr. 5392. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.17. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Hjálmar Sveinsson, Halldór Halldórsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Birgir Björn Sigurjónsson, Ívar Örn Ívarsson, Pétur Ólafsson og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 15. janúar 2016, og drög að umsögn velferðarsviðs um frumvarp til laga um almennar íbúðir (heildarlög), 435. mál, dags. 18. janúar 2016.

- Kl. 11.19 tekur Sóley Tómasdóttir sæti á fundinum. 

- Kl. 11.23 tekur Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum.

Samþykkt. 

Lögð fram svohljóðandi tillaga að bókun borgarráðs: 

Reykjavíkurborg styður þá stefnu sem fram kemur í fyrirliggjandi húsnæðisfrumvörpum um upptöku húsnæðisbóta og uppbyggingu almennra íbúða sem byggðar verði upp með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga. Frumvörpin eru í samræmi við stefnu borgarinnar um fjölbreyttari og öruggari húsnæðismarkað, jafnræði milli þeirra sem leigja og eiga og með réttri framkvæmd geta þau stutt við metnaðarfulla uppbyggingaráætlun borgarinnar á leigu- og búseturéttaríbúðum. Þá getur stefnan sem í frumvörpunum felst orðið mikilvægur þáttur í að tryggja að húsnæðiskostnaður verði viðráðanlegur fyrir alla tekjuhópa. Þar ætti þó að skoða vandlega að lækka mætti leigu í almennum íbúðum með því að lengja endurgreiðslutíma lána þeirra, en hægja frekar á uppbyggingu húsnæðismálasjóðs eftir fjörtíu ár. Borgarráð áréttar jafnframt ábendingar og umsagnir fjármálaskrifstofu, velferðarsviðs borgarinnar og Félagsbústaða sem fela í sér mikilvægar ábendingar sem taka þarf mið af til að markmið frumvarpanna náist.

Samþykkt. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðsluna. 

2. Lögð fram umsögn velferðarsviðs um frumvarp til laga um húsnæðisbætur (heildarlög), 407. mál, dags. 18. janúar 2016.

Samþykkt. 

Lögð fram svohljóðandi tillaga að bókun borgarráðs: 

Reykjavíkurborg styður þá stefnu sem fram kemur í fyrirliggjandi húsnæðisfrumvörpum um upptöku húsnæðisbóta og uppbyggingu almennra íbúða sem byggðar verði upp með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga. Frumvörpin eru í samræmi við stefnu borgarinnar um fjölbreyttari og öruggari húsnæðismarkað, jafnræði milli þeirra sem leigja og eiga og með réttri framkvæmd geta þau stutt við metnaðarfulla uppbyggingaráætlun borgarinnar á leigu- og búseturéttaríbúðum. Þá getur stefnan sem í frumvörpunum felst orðið mikilvægur þáttur í að tryggja að húsnæðiskostnaður verði viðráðanlegur fyrir alla tekjuhópa. Þar ætti þó að skoða vandlega að lækka mætti leigu í almennum íbúðum með því að lengja endurgreiðslutíma lána þeirra, en hægja frekar á uppbyggingu húsnæðismálasjóðs eftir fjörtíu ár. Borgarráð áréttar jafnframt ábendingar og umsagnir fjármálaskrifstofu, velferðarsviðs borgarinnar og Félagsbústaða sem fela í sér mikilvægar ábendingar sem taka þarf mið af til að markmið frumvarpanna náist.

Samþykkt. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðsluna. 

3. Lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu og velferðarsviðs um frumvarp til laga um húsaleigulög (réttarstaða leigienda og leigusala), 399. mál, dags. 18. janúar 2016.

Samþykkt. 

Lögð fram svohljóðandi tillaga að bókun borgarráðs: 

Reykjavíkurborg styður þá stefnu sem fram kemur í fyrirliggjandi húsnæðisfrumvörpum um upptöku húsnæðisbóta og uppbyggingu almennra íbúða sem byggðar verði upp með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga. Frumvörpin eru í samræmi við stefnu borgarinnar um fjölbreyttari og öruggari húsnæðismarkað, jafnræði milli þeirra sem leigja og eiga og með réttri framkvæmd geta þau stutt við metnaðarfulla uppbyggingaráætlun borgarinnar á leigu- og búseturéttaríbúðum. Þá getur stefnan sem í frumvörpunum felst orðið mikilvægur þáttur í að tryggja að húsnæðiskostnaður verði viðráðanlegur fyrir alla tekjuhópa. Þar ætti þó að skoða vandlega að lækka mætti leigu í almennum íbúðum með því að lengja endurgreiðslutíma lána þeirra, en hægja frekar á uppbyggingu húsnæðismálasjóðs eftir fjörtíu ár. Borgarráð áréttar jafnframt ábendingar og umsagnir fjármálaskrifstofu, velferðarsviðs borgarinnar og Félagsbústaða sem fela í sér mikilvægar ábendingar sem taka þarf mið af til að markmið frumvarpanna náist.

Samþykkt. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðsluna. 

Fundi slitið kl. 11.42

S. Björn Blöndal

Guðfinna J. Guðmundsdóttir Halldór Halldórsson

Halldór Auðar Svansson Hjálmar Sveinsson

Júlíus Vífill Ingvarsson Sóley Tómasdóttir