Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2016, fimmtudaginn 14. janúar, var haldinn 5391. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.04. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Halldórsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. janúar 2016. R16010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 22 mál. R15120100
3. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 18. desember 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. desember 2015, á aðgerðaáætlun í úrgangsmálum í Reykjavík til 2020, ásamt fylgiskjölum. R15050099
Vísað til borgarstjórnar.
4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. janúar 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. janúar 2016, á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Naustareits vegna lóðarinnar nr. 16. við Tryggvagötu, ásamt fylgiskjölum. R16010134
Samþykkt.
- Kl. 9.30 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundi.
5. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 12. janúar 2016, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um úthlutun síðustu 10 lóða fyrir fjölbýlishús, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. nóvember 2015. R15110177
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við það að fyrirspurninni er ekki svarað nú 8 vikum eftir að hún var lögð fram heldur breytir borgarstjóri fyrirspurninni og leggur fram svar við öðru en spurt er um.
6. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 12. janúar 2016, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um yfirlit yfir lóðir sem eru til sölu fyrir fjölbýlishús, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. nóvember 2015. R15110177
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við það að það hafi tekið borgarstjóra 8 vikur að svara því að borgin hafi engar lóðir til sölu byggingarrétt á fyrir fjölbýlishús með fleiri en fjórum íbúðum.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Í svari til borgarráðs kemur fram að unnið sé að undirbúningi úthlutunar eftirfarandi 1.200 íbúða í fjölbýli: Urðarbrunnur 130-134 - 30 íbúðir, Urðarbrunnur 33-35 – 23 íbúðir, Keilugrandi 1 – um 78 íbúðir, Vesturbugt, 2 lóðir – um 170 íbúðir, á Kirkjusandi, 4 lóðir – um 170 íbúðir, á RÚV reit, 1 byggingarreitur – um 40 íbúðir, Skógarvegur 16 – um 20 íbúðir, Bólstaðahlíðarreitur, 4 lóðir – um 150 íbúðir, Hraunbær 103-105 – um 60 íbúðir, Suður-Mjódd, 2 lóðir – um 100 íbúðir, Móavegur 2-4, 3 lóðir – um 150 íbúðir, Stúdentagarður á Vísindareit – um 210 íbúðir.
7. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi olíutanka í Örfirisey, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. nóvember 2015. Jafnframt lögð fram umsögn stjórnar Faxaflóahafna, dags. 13. nóvember 2015, og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. desember 2015. Einnig er lögð fram svohljóðandi breytingatillaga borgarstjóra, dags. 13. janúar 2016:
Lagt er til að umhverfis- og skipulagssviði verði falið að endurmeta eldri gögn um staðsetningu olíutanka í Örfirisey og efna til nýrrar skoðunar á því sem kann að hafa breyst varðandi forsendur og skipulagssýn og gera í kjölfarið tillögu um heppilegri staðsetningu olíutankanna í Örfirisey, leiði skoðun málsins til þeirrar niðurstöðu. Horft verði til öryggissjónarmiða, umhverfissjónarmiða, valkosta við þróun byggðar í Örfirisey og annarra sjónarmiða sem eðlilegt er að horft verði til í faglegu og pólitísku mati. R15110066
Samþykkt.
8. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. janúar 2016, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki þátttöku Reykjavíkurborgar í veitingu Sólveigar Anspach verðlaunanna á frönsku kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Hjálagt bréf sendiherra Frakklands, dags. 5. janúar sl., felur í sér tillögu um að stofna til árlegra verðlauna á hátíðinni í nafni Sólveigar. Sólveig lést þann 7. ágúst sl. eftir að hafa átt farsælan feril á Íslandi og í Frakklandi sem leikstjóri og handritshöfundur. Hún kom mikið við sögu frönsku kvikmyndahátíðarinnar sem haldin verður í 16. skipti í Reykjavík í janúar. Kostnaður er áætlaður kr. 322.500 árið 2016 og greiðist af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð. R16010139
Samþykkt.
9. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 8. janúar 2016, varðandi erindisbréf starfshóps um grænt bókhald Reykjavíkurborgar, ásamt erindisbréfi, dags. s.d. R16010120
10. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. janúar 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki aðilaskipti og framsal byggingarréttar á lóðinni Lambhagavegur 7. R15110168
Samþykkt.
11. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. janúar 2016:
Lagt er til að borgarráð samþykki að aflétt verði kvöð um að Hraunbær 107 verði leiguíbúðir fyrir aldraða. Hins vegar verði áfram kvöð um að viðkomandi íbúðir verði leiguíbúðir.
Jafnframt lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 31. ágúst 2015, varðandi afléttingu kvaðar um búsetu aldraðra að Hraunbæ 107. Jafnframt lagðar fram umsagnir borgarlögmanns, dags. 26. október 2015 og velferðarsviðs, dags. 18. desember 2015. R15050161
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. janúar 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veittur verði greiðslufrestur á gatnagerðargjöldum vegna kaupa á lóð H við Hlíðarenda með nánar tilgreindum skilmálum. R15070065
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. janúar 2016:
Lagt er til að borgarráð samþykki kjarasamninga við eftirtalin stéttarfélög sem samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur undirritað með fyrirvara um samþykki borgarráðs. Kjarasamningarnir hafa hlotið samþykki félagsmanna í atkvæðagreiðslu: Félag íslenskra náttúrufræðinga, gildistími 1. september 2015-31. mars 2019, Félag iðjuþjálfa, gildistími 1. september 2015-31. mars 2019, Félag sjúkraþjálfara gildistími 1. september 2015-31. mars 2019, Félagsráðgjafafélag Íslands, gildistími 1. september 2015-31. mars 2019, Fræðagarður, gildistími 1. september 2015-31. mars 2019, Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga gildistími 1. september 2015-31. mars 2019, Sjúkraliðafélag Íslands, gildistími samnings 1. maí 2015-31. mars 2019, Sálfræðingafélag Íslands, gildistími 1. september 2015-31. mars 2019, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga, gildistími 1. september 2015-31. mars 2019, Stéttarfélag lögfræðinga, gildistími 1. september 2015-31. mars 2019, Stéttarfélag matvælafræðinga, gildistími 1. september 2015-31. mars 2019, Þroskaþjálfafélag Íslands, gildistími 1. september 2015-31. mars 2019. Lagt er til að borgarráð samþykki heimild til fjármálastjóra að greiða laun samkvæmt þessum kjarasamningum við næstu launakeyrslu. Kostnaðarauki vegna ársins 2015 nemur 161,3 m.kr. skv. bráðabirgðamati.
Greinargerð fylgir tillögunni. R15020134
Samþykkt.
14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. janúar 2016:
Lagt er til að borgarráð samþykki eftirfarandi ráðstafanir vegna tónlistarskóla í Reykjavík sem kenna nemendum á miðstigi í söng, framhaldsstigi í söng og hljóðfæraleik auk viðbótarnáms (4. stigs): 1. Lagt er til að sérstakt aukaframlag úr ríkissjóði, skv. fjáraukalögum að fjárhæð 55 m.kr., verði greitt út til skóla í samræmi við ákvörðun ríkisins og byggir á greinargerð með frumvarpi að fjáraukalögum. Þessi útgjöld verði færð á kostnaðarstað M3010 og fjármögnuð af framlögum úr Jöfnunarsjóði. 2. Lagt er til að samþykkt verði sérstakt aukaframlag úr borgarsjóði til tónlistarskóla í Reykjavík að fjárhæð 55 m.kr. sem komi til útborgunar eftir að aukaframlag frá ríki, sjá lið 1, hefur komið til greiðslu og verði greiðslur til tónlistarskólanna byggðar á fjölda reykvískra nemenda á miðstigi í söngnámi og framhaldsstigi í söng og hljóðfæraleik að teknu tilliti til uppgjörs vegna þjónustusamninga um neðri stig tónlistarnáms og heildarútkomu vegna dreifingar fjármuna frá ríki, sjá lið 1. Þessi útgjöld verði færð á kostnaðarstað M3010 og fjármögnuð af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð.
Greinargerð fylgir tillögunni. R15050134
Samþykkt.
15. Lagður fram úrskurður yfirskattanefndar nr. 337/2015, dags. 16. desember 2015, í máli nr. 127/2015; kæra Reykjavíkurborgar vegna opinberra gjalda gjaldárið 2014. R15050071
16. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 12. janúar 2016, með ályktun stjórnar samtakanna frá 11. janúar 2016, vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum nr. 4/1995 um Jöfnunarsjóð. R15110159
17. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 12. janúar 2016, sbr. samþykkt stjórnar samtakanna frá 11. janúar 2016 á tillögu vegna samkomulags sveitarfélaganna um sameiginlega ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk. R15020056
Vísað til umfjöllunar velferðarráðs.
18. Kynnt eru drög að umsögn um frumvarp til laga um almennar íbúðir (heildarlög), 435. mál.
Ívar Örn Ívarsson, Einar Bjarki Gunnarsson, Helga Jóna Benediktsdóttir og Auðun Freyr Ingvarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R15120090
19. Kynnt eru drög að umsögn fjármálaskrifstofu og velferðarsviðs um frumvarp til laga um húsnæðisbætur (heildarlög), 407. mál.
Ívar Örn Ívarsson, Einar Bjarki Gunnarsson, Helga Jóna Benediktsdóttir og Auðun Freyr Ingvarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R15120092
20. Kynnt eru drög að umsögn fjármálaskrifstofu og velferðarsviðs um frumvarp til laga um húsaleigulög (réttarstaða leigjenda og leigusala), 399. mál.
Ívar Örn Ívarsson, Einar Bjarki Gunnarsson, Helga Jóna Benediktsdóttir og Auðun Freyr Ingvarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R15120091
21. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 12. janúar 2016, með yfirliti yfir áætlaðar tímasetningar vegna mánaða- og árshlutauppgjöra á árinu 2016. R16010141
Vísað til endurskoðunarnefndar til kynningar.
22. Lagt fram bréf Félagsbústaða, dags. 8. janúar 2016, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ganga til viðræðna við lánveitendur um 2,5 milljarða skuldabréfalán til allt að 40 ára með einfaldri ábyrgð borgarsjóðs í samræmi við 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 2. mgr. 68. gr. Einnig er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 12. janúar 2016. R16010140
Samþykkt.
Auðun Freyr Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 11.35 víkur Ellý Katrín Guðmundsdóttir af fundinum og Helga Björg Ragnarsdóttir tekur sæti.
23. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 15. desember 2015, varðandi lífeyrisskuldbindingu borgarsjóðs vegna Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar.
Einar Bjarki Gunnarsson, Erik Bjarnason og Bjarni Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R15010072
24. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Þar sem framlagt svar við fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina, sbr. 5. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. janúar 2016, felur ekki í sér fullnægjandi svar við fyrirspurninni, er hún hér með ítrekuð og þess óskað að veittar verði upplýsingar um það hvenær og hvaða 10 lóðir það séu sem borgin úthlutaði síðast/seldi byggingarrétt á undir fjölbýlishús með fleiri en 5 íbúðum (þ.e. 6 íbúðum eða fleiri) og þá hversu mörgum íbúðum. Skal svarið miðast við þann dag sem fyrirspurnin var lögð fram þ.e. 18. nóvember sl. Þá er óskað eftir afriti af lóðarleigusamningum umræddra lóða. R15110177
25. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir skýringum á því af hverju það tók borgarstjóra 8 vikur að svara því að borgin væri ekki með neinar lóðir til sölu byggingarrétt á fyrir fjölbýlishús með fleiri en fjórum íbúðum, sbr. 6. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. janúar 2016. Þá er óskað eftir upplýsingum um það hvort það liggi fyrir hugmyndir að lóðunum, sem borgarstjóri tilgreinir að stefnt sé að því að ráðstafa og úthluta á þessu og á næstu misserum, verði ráðstafað til ákveðinni aðila eða hópa eða hvort hverjum sem er verði heimilt að bjóða í þær. R15110177
26. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um veikindahlutfall starfsmanna Reykjavíkurborgar árið 2015 og kostnað vegna veikinda, sundurliðað eftir sviðum/skrifstofum borgarinnar. R16010159
27. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um það hve margar af þeim 47 íbúðum sem Félagsbústaðir keyptu af Íbúðalánasjóði í árslok 2015 eru nú þegar lausar til afnota eða hvenær þær verða lausar. Þá er óskað eftir upplýsingum um það hve margir af núverandi leigjendum íbúðanna fá greiddar sérstakar húsaleigubætur, hvort einhver þeirra sé á biðlista eftir leiguhúsnæði hjá Félagsbústöðum og þá hvort viðkomandi sé metinn í brýnni þörf eða ekki og hvort Félagsbústöðum sé kunnugt um að einhverjir þessara leigjenda, ef þeir eru ekki nú þegar á biðlista, eigi rétt á að fá leiguíbúð hjá Félagsbústöðum eftir að leigutíma lýkur. R16010160
28. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að borgarráð samþykki að beina því til forsætisnefndar að vinna tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar þess efnis að fyrirspurnum borgarráðsfulltrúa skuli svarað á næsta fundi borgarráðs nema gagnaöflun sé svo viðamikil að lengri tíma þurfi til að svara þeim. Sé fyrirspurn enn ósvarað á fundi borgarráðs tveimur vikum eftir að hún var lögð fram skal leggja fram skriflegar skýringar hvers vegna það þurfi lengri tíma til að svara henni. R16010161
Frestað.
Fundi slitið kl. 11.59
S. Björn Blöndal
Júlíus Vífill Ingvarsson Heiða Björg Hilmisdóttir
Sóley Tómasdóttir Guðfinna J. Guðmundsdóttir
Halldór Halldórsson Halldór Auðar Svansson