Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2016, fimmtudaginn 7. janúar, var haldinn 5390. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.03. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Halldórsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð bílastæðanefndar frá 9. desember 2015. R15010029
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 15. desember 2015. R15010006
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 14. desember 2015. R15010009
4. Lögð fram fundargerð sameiginlegs fundar hverfisráða Háaleitis og Bústaða og Laugardals frá 14. desember 2015. R15010009
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 14. desember 2015. R15010012
6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 10. desember 2015. R15010011
7. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 10. desember 2015. R15010014
8. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 18. desember 2015. R15010015
9. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 9. desember 2015. R15010026
10. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 23. og 27. nóvember 2015. R15010025
11. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 18. desember 2015. R15010022
12. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 18. desember 2015. R15010027
13. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. janúar 2016. R16010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
14. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 14 mál. R15120100
- Kl. 9.05 tekur Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum.
15. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R16010042
Samþykkt að veita Brynju Pétursdóttur styrk að fjárhæð kr. 150.000.- vegna Streetdans-einvígis 2016. Öðrum styrkumsóknum er hafnað.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til bókunar sinnar á fundi borgarráðs 19. júní 2014.
16. Fram fer kynning á stöðu við gerð kjarasamninga Reykjavíkurborgar.
Atli Atlason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R15020134
- Kl. 9.10 tekur Hrólfur Jónsson sæti á fundinum.
17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 18. desember 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. desember 2015, á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar - Ármúla vegna lóðarinnar nr. 18 við Suðurlandsbraut. R15120097
Samþykkt.
18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 18. desember 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. desember 2015, á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 16a við Grensásveg og 37-39 við Síðumúla. R15120098
Samþykkt.
19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 18. desember 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. desember 2015, á afmörkun lóðar fyrir dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðavatnslandi. R15120099
Samþykkt.
20. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 23. desember 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. desember 2015, á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Sigtúnsreits vegna lóðarinnar nr. 7 við Engjateig með tilgreindum breytingum. R15120106
Samþykkt.
21. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 22. desember 2015, með yfirliti yfir styrkúthlutanir mannréttindaráðs fyrir árið 2016. R15010097
22. Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra, dags. 8. desember 2015, þar sem lagt er til að borgarráð tilnefni þrjá fulltrúa í eigendanefnd Faxaflóahafna sf., sbr. meðfylgjandi erindisbréf. R15110010
Samþykkt að tilnefna Sigurð Björn Blöndal, Heiðu Björgu Hilmisdóttur og Júlíus Vífil Ingvarsson í eigendanefndina.
23. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 18. desember 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. desember 2015, á aðgerðaáætlun í úrgangsmálum í Reykjavík til 2020. R15050099
Frestað.
Eygerður Margrétardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
24. Fram fer kynning á breytingum á sorphirðu í Reykjavík.
Eygerður Margrétardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14120173
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir stuðningi við þau markmið sem fram hafa verið sett um meðhöndlun úrgangs til að draga úr mengun og auka endurvinnslu. Um leið lýsa borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins yfir furðu vegna þess að um leið og Reykjavíkuborg býður upp á fleiri valmöguleika við flokkun á heimilum er dregið úr þjónustu við sorphirðu. Fækka á sorphirðudögum en um leið hækkar kostnaður heimila. Það stríðir gegn réttlætiskennd og kostnaðarvitund borgarbúa og vinnur þar með um leið gegn markmiðum um minni mengun og aukna endurvinnslu.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Ný aðgerðaáætlun í úrgangsmálum endurspeglar aukna fjölbreytni í endurvinnslu og betri þjónustu í sorphirðu í borginni. Reykjavík býður nú upp á tvær stærðir af gráum tunnum fyrir almennt sorp, bláa fyrri pappír og nýja græna tunnu fyrir plast. Aukin endurvinnsla og minnkun úrgangs er lykilatriði í stefnu borgarinnar í umhverfis- og auðlindastefnunni í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Ný verðskrá sem tók gildi um áramót miðast öðru fremur við að umbuna þeim sem flokka rusl og breytt hirðutíðni sú sama og í flestum sveitarfélögum í kringum okkur og tekur mið af breyttum þörfum með aukinni flokkun.
25. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 25. júní 2015, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 24. júní 2015, á tillögu um áframhaldandi átaksverkefni vegna viðhalds og endurbóta á húsnæði og lóðum leikskóla og grunnskóla. Jafnframt lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 16. nóvember 2015. R15060233
Vísað til meðferðar við gerð viðhalds- og framkvæmdaáætlunar Reykjavíkurborgar 2016-2020.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði lögðu fram eftirfarandi tillögu í júní á þessu ári: „Skóla- og frístundaráð beinir því til borgarráðs að áframhald verði á átaksverkefni vegna viðhalds og endurbóta á húsnæði og lóðum leikskóla og grunnskóla og frístundamiðstöðva í borginni. Unnin verði áætlun til fimm ára þar sem fram komi forgangsröðun viðhalds og endurbótaverkefna í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar og verði hún birt opinberlega á vef Reykjavíkurborgar.“ Tillagan er nú tekin fyrir í borgarráði hálfu ári síðar og er vísað til gerðar viðhaldsáætlunar 2016-2020. Mikilvægt er að bregðast við ófullnægjandi viðhaldi á skólalóðum, leikskólalóðum og lóðum frístundaheimila en afgreiðsla tillögunnar í borgarráði, þar sem hún er ekki samþykkt en vísað áfram, gefur því miður ekki tilefni til að ætla að við því verði brugðist.
Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 10.20 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.
26. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 17. desember 2015, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 16. desember 2015, á tillögu um fjölgun nemenda í alþjóðlegri deild innan Landakotsskóla sem þróunarskóla úr 24 í 45 og varðandi viðauka við þjónustusamning frá 20. október 2015. R15060234
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 6. janúar 2016:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagðan samning við Sjúkratryggingar Íslands um hjúkrun í heimahúsum. Samningurinn er gerður á grundvelli laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar og tekur til hjúkrunar sjúkratryggðra einstaklinga sem búa í heimahúsum í Reykjavík og á öðrum skilgreindum þjónustusvæðum. Samningurinn gildir frá og með 1. janúar 2016 til og með 31. desember 2019 og tekur hann við af tveimur þriggja ára samningum við ríkið um sama efni, 2009-2012 og 2013-2015.
Jafnframt lagður fram undirritaður samningur við Sjúkratryggingar Íslands, dags. 23. desember 2015. Einnig lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 5. janúar 2016. R16010088
Samþykkt.
Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
28. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 22. desember 2015, sbr. samþykkti velferðarráðs frá 17. desember 2015, á tillögu að breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð vegna hækkunar á grunnfjárhæðum fjárhagsaðstoða til framfærslu í samræmi við samþykkt borgarstjórnar frá 15. desember 2015. R14120120
Samþykkt.
Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
29. Lagður fram dómur héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2571/2015, Salbjörg Ósk Atladóttir gegn Reykjavíkurborg.
Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R15060249
30. Fram fer kynning á kaupum Félagsbústaða á 47 íbúðum af Íbúðalánasjóði í desember 2015.
Auðun Freyr Ingvarsson og Stefán Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R16010087
31. Lagt fram bréf Hjördísar Sigurðardóttur, dags. 28. október 2015, með ósk um kaup á lóð í Laugardalnum undir Biodome Reykjavík. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 4. janúar 2016, ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. desember 2015. R15100436
Erindinu er synjað með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
Borgarráð felur skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að gera tillögu að annarri staðsetningu fyrir starfsemina í Reykjavík.
32. Lagt fram bréf Icelandair, dags. 18. desember 2015, með ósk um viðræður um lóð við Nauthólsveg fyrir framtíðarhúsnæði Icelandair Group. R15120102
Borgarráð er jákvætt gagnvart erindinu og felur skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna áfram að málinu með umsækjanda.
33. Fram fer kynning á efni og innleiðingu laga um opinber fjármál á árinu 2016. R16010086
34. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 15. desember 2015:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að erindisbréfi stýrihóps um aðlögun vegna loftslagsbreytinga. R15080093
Samþykkt.
35. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað eftir upplýsingum um það hvað Félagsbústaðir keyptu og seldu margar almennar félagslegar leiguíbúðir á árinu 2015. Óskað er eftir sundurliðun eftir póstnúmeri, stærð, herbergjafjölda, kaupverði og í hvaða mánuði íbúðirnar voru keyptar eða seldar. Þá er óskað eftir upplýsingum um standsetningarkostnað hverrar íbúðar. R16010101
36. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum hvað margir voru á biðlista eftir félagslegum leiguíbúðum í árslok 2015 og hve margir þeirra eru metnir í brýnni þörf og skipting þeirra eftir fjölskyldugerð og aldri umsækjenda. R16010102
37. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um fjölda þjónustuíbúða aldraðra og íbúða vegna sértækra búsetuúrræða í eigu Félagsbústaða í árslok 2015 og fjölda á biðlista eftir slíkum íbúðum. R16010103
38. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um það hvað voru mörg laus pláss á leikskólum borgarinnar í árslok 2015. R16010104
39. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um það hvað margir voru á biðlista eftir stuðningsþjónustu í árslok 2015. R16010105
40. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um það hve mörg börn voru á biðlista eftir greiningu hjá þjónustumiðstöðvum borgarinnar í árslok 2015 og hversu lengi þau hafa verið á biðlista. Óskað er eftir sundurliðun á fjölda barna á biðlistum og biðtíma eftir hverfum. R16010106
41. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir yfirliti yfir sölu á lóðum/byggingarrétti fyrir íbúðarhúsnæði á árinu 2015 og hvort um einbýlis- eða fjölbýlishúsalóðir hafi verið að ræða og þá fyrir hvað margar íbúðir á hverri lóð. R16010107
42. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir yfirliti yfir óseldar lóðir/sölu á byggingarrétti fyrir íbúðarhúsnæði í árslok 2015 og hvort um einbýlis- eða fjölbýlishúsalóðir sé að ræða og þá fyrir hvað margar íbúðir á hverri lóð. R16010108
43. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um heildarkostnað Reykjavíkurborgar vegna utanlandsferða starfsmanna og kjörinna fulltrúa á árinu 2015. Óskað er eftir sundurliðun annars vegar á kostnaði vegna starfsmanna og hins vegar kostnaði vegna kjörinna fulltrúa. Þá er óskað eftir sundurliðun á fjölda og kostnaði kjörinna fulltrúa í borgarstjórn og nefndum og ráðum á vegum borgarinnar sem og stjórnum b-hluta fyrirtækja eftir stjórnmálaflokkum sem fóru í utanlandsferðir á árinu 2015. R16010109
44. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að borgarráð samþykki að fela skóla- og frístundasviði að vinna úttekt á meðferð eineltismála í skólum Reykjavíkurborgar. Í úttektinni skal kanna hvort einhverju er ábótavant við feril og meðferð eineltismála, forvarnir, inngrip og eftirfylgni og ef svo reynist vera, vinna tillögur að leiðum til að uppræta og koma í veg fyrir einelti meðal skólabarna í Reykjavík. R16010110
Frestað.
Fundi slitið kl. 12.08
S. Björn Blöndal
Guðfinna J. Guðmundsdóttir Halldór Auðar Svansson
Halldór Halldórsson Heiða Björg Hilmisdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Sóley Tómasdóttir