Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2015, fimmtudaginn 17. desember, var haldinn 5389. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.04. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Halldór Halldórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Kristbjörg Stephensen, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á stöðu við gerð kjarasamninga Reykjavíkurborgar.
Atli Atlason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R15020134
- Kl. 9.08 tekur Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sæti á fundinum.
- Kl. 9.10 taka Hrólfur Jónsson og Hallur Símonarson sæti á fundinum.
2. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 16. nóvember 2015. R15010030
3. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 8. desember 2015. R15010004
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 10. desember 2015. R15010010
5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 11. desember 2015. R15010015
6. Lögð fram fundargerð ofbeldisvarnarnefndar frá 30. nóvember 2015. R15110117
7. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 14. desember 2015. R15010023
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 4. desember 2015. R15010027
9. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. desember 2015. R15010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls átta mál. R15120024
11. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 16 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R15120001
12. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R15010088
Samþykkt að veita Félagi íslenskra sérkennara styrk að fjárhæð kr. 109.979.- vegna norrænnar sérkennsluráðstefnu sem haldin verður í september 2016.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til bókunar sinnar í borgarráði 19. júní 2014.
13. Fram fer kynning á innleiðingu á hugbúnaði fyrir stjórnendaupplýsingar.
Halldóra Káradóttir, Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, Skúli Þór Gunnsteinsson og Hörður Hilmarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R13100430
Borgarráð felur skrifstofu borgarstjóra og borgarritara að auglýsa eftir hugbúnaði fyrir stjórnendaupplýsingar í samræmi við þann undirbúning sem fram hefur farið og fram kom í kynningu fyrir borgarráð.
14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. nóvember 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. nóvember 2015 á stefnu Reykjavíkurborgar um líffræðilega fjölbreytni. R15110154
Vísað til borgarstjórnar.
Snorri Sigurðsson og Þórólfur Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
15. Lagt fram minnisblað endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar, dags. 14. desember 2015.
Ólafur B. Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir, Ingvar Garðarsson og Sunna Jóhannsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R15060095
16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. desember 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Barónsreits, ásamt fylgiskjölum. R11060102
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. desember 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi staðgreinireits 1.154.3, Barónsreits, ásamt fylgiskjölum. R15070077
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. desember 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. desember 2015, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðisins vegna lóðanna nr. 9 og 9A við Veghúsastíg, ásamt fylgiskjölum. R15120041
Samþykkt.
19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. desember 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. desember 2015 á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Miklubrautar sem afmarkast af lóðamörkum húsa við Miklubraut 24-66 og til norðurs af gróðurbelti meðfram Klambratúni. R15100082
Samþykkt.
20. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. desember 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. desember 2015 á lýsingu, dags. 28. október 2015, vegna deiliskipulags svæðis í vestanverðum Fossvogi sem afmarkast af Fossvogsvegi, Árlandi og göngustígum, ásamt fylgiskjölum. R15120044
Samþykkt.
Borgarráð þakkar umhverfis- og skipulagssviði fyrir vinnslu skipulagslýsingar á svæðinu og felur sviðinu að vinna áfram með nýja staðsetningu fyrir skólabyggingu Hjallastefnunnar á svæði Háskólans í Reykjavík.
21. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. desember 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs á lýsingu, dags. 4. desember 2015, vegna gerðar nýs deiliskipulags reits 1.183.3, Grundarstígsreits, sem afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg, ásamt fylgiskjölum. R15120045
Samþykkt.
22. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. desember 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. desember 2015 á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 3-11 við Stangarholt, ásamt fylgigögnum. R15090054
Samþykkt.
23. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. desember 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. desember 2015 á auglýsingu varðandi breytingu á deiliskipulagi Lýsisreits vegna lóðar nr. 15 við Lágholtsveg. R15120042
Samþykkt.
24. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. desember 2015, þar sem fram kemur að á fundi borgarstjórnar þann 1. desember 2015 var samþykkt að vísa svohljóðandi breytingartillögu til meðferðar borgarráðs:
Borgarstjórn samþykkir að endurskoða hlutverk þjónustumiðstöðva borgarinnar með það að markmiði að draga úr rekstrarkostnaði, samræma þjónustustig milli hverfa og viðhalda góðu þjónustustigi til allra borgarbúa. R15010253
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar í stýrihópi Reykjavíkurborgar um hagræðingaraðgerðir. Stýrihópurinn skal upplýsa borgarráð um meðferð og afgreiðslu tillögunnar.
25. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. desember 2015, þar sem fram kemur að á fundi borgarstjórnar þann 1. desember 2015 var samþykkt að vísa svohljóðandi breytingatillögu til meðferðar borgarráðs:
Borgarstjórn samþykkir að styrkja tekjuáætlun 5 ára áætlunar með því að úthluta fleiri lóðum undir fjölbreyttar húsagerðir í borgarlandinu. Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) og fjármálaskrifstofu er falið að reikna út væntan tekjuauka og mögulega aukningu. R15010253
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar í stýrihópi Reykjavíkurborgar um hagræðingaraðgerðir. Stýrihópurinn skal upplýsa borgarráð um meðferð og afgreiðslu tillögunnar.
26. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 1. desember 2015, þar sem fram kemur að borgarstjórn hafi samþykkt á fundi sínum s.d. að Guðfinna J. Guðmundsdóttir taki sæti Sveinbjargar B. Sveinbjörnsdóttur í borgarráði og að Greta Björg Egilsdóttir taki sæti Guðfinnu sem varamaður í ráðinu. R15060178
27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 15. desember 2015, ásamt drögum að erindisbréfi stýrihóps um aðlögun loftslagsbreytinga:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að erindisbréfi stýrihóps um aðlögun vegna loftslagsbreytinga. R15080093
Samþykkt.
Borgarráð samþykkir jafnframt að skipa S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sóleyju Tómasdóttur, Heiðu Björgu Hilmisdóttur, Halldór Halldórsson og Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur í stýrihópinn undir formennsku borgarstjóra. Einnig er samþykkt að óska eftir tilnefningu tveggja fulltrúa umhverfis- og skipulagsráðs í stýrihópinn.
28. Fram fer kynning á drögum að samstarfssamningi um skipulagsmál vegna hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins. R13110221
29. Lagt fram erindi hjúkrunarheimilisins Eirar, dags. 25. nóvember 2015, þar sem óskað er eftir að fundin verði lóð undir bygginu nýs hjúkrunarheimilis. R15050126
Vísað til meðferðar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og umhverfis- og skipulagssviðs.
30. Fram fer kynning á stöðu verkefnis um uppbyggingu í Vogabyggð.
Einar I. Halldórsson og Örn Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R13100391
31. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 15. desember 2015, varðandi lífeyrisskuldbindingu borgarsjóðs vegna Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. R15010072
32. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 30. október 2015, með greinargerð um stöðu rafrænna reikninga. R14020110
33. Fram fer kynning á árshlutareikningi Reykjavíkurborgar fyrir janúar-október 2015. R15010207
34. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 15. desember 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi viðauka við samning um stýrihóp á Hlíðarenda. Jafnframt er lagður fram viðaukasamningur, dags. 18. desember 2015, og samkomulag sem staðfest var í borgarstjórn 17. febrúar 2015. R15120053
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
35. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 14. desember 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki útgáfu lóðarleigusamnings fyrir fangelsisbyggingu í Reykjavík samkvæmt meðfylgjandi samning um Nesjavallaleið 9 (landsnr. 106504). Jafnframt er óskað samþykkis borgarráðs á afmörkun lóðarinnar sem er sýnd á lóðauppdrætti, dags. 14. janúar 2013. R15080036
Samþykkt.
36. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 14. desember 2015, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að auglýsa Perluna til leigu með meðfylgjandi auglýsingu. R14010066
Samþykkt með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Framsóknar og flugvallarvina gegn 2 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
37. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 14. desember 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi tilboð í Álfabakka 14A, ásamt fylgiskjölum. R15080087
Samþykkt.
38. Lögð fram skilagrein stýrihóps um innleiðingu stefnumörkunar í almenningssamgöngum í Reykjavík, dags. 8. desember 2015. R13030084
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs.
Þorsteinn Hermannsson og Kristinn Eysteinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 12.50 víkur Heiða Björg Hilmisdóttir af fundinum.
Fundi slitið kl. 12.53
S. Björn Blöndal
Guðfinna J. Guðmundsdóttir Halldór Auðar Svansson
Halldór Halldórsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Sóley Tómasdóttir