Borgarráð - Fundur nr. 5388

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2015, fimmtudaginn 10. desember, var haldinn 5388. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.07. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Sóley Tómasdóttir, Halldór Auðar Svansson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Halldór Halldórsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Pétur Ólafsson og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Kynnt er staða í gerð kjarasamninga Reykjavíkurborgar.

Atli Atlason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R15020134

2. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 14. október, 19. og 23. nóvember og 3. desember 2015. R15010030

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 17. nóvember 2015. R15010006

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 7. október 2015. R15010007

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 23. nóvember 2015. R15010009

6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 19. nóvember 2015. R15010013

7. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 4. desember 2015. R15010015

8. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 26. október og 6. nóvember 2015. R15010025

9. Lögð fram fundargerð eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur frá 26. nóvember 2015.  R15120022

10. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. desember 2015. R15010021

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 19 mál. R15120024

12. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 7. desember 2015, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 3. desember 2015 á tillögu að breytingu á 28. og 29. gr. reglna um beingreiðslusamninga við fatlað fólk og forsjáraðila fatlaðra barna. R15020189

Samþykkt.

Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 7. desember 2015, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 3. desember 2015 á tillögu að breytingu á 11. og 13. gr. reglna Reykjavíkurborgar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa, dags. 25. nóvember 2015.  R15060146

Samþykkt.

Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

14. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 7. desember 2015, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 3. desember 2015 á tillögu að breytingum á reglum um tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk á þjónustusvæði Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar. R15120026

Samþykkt.

Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 9.40 taka Ólöf Örvarsdóttir og Hallur Símonarson sæti á fundinum.

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. nóvember 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. nóvember 2015 á breytingu á deiliskipulagi Bólstaðarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 70 við Skipholt, ásamt fylgiskjölum. R15070068

Samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 2 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins. 

Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Sú breyting sem gerð er á lóð Skipholts 70 er í fullu samræmi við þá stefnumörkun sem Aðalskipulag Reykjavíkur setur um þróun byggðar í borginni og nánar til tekið á þessum stað. Ýmsar ábendingar hafa komið fram sem komið er til móts við með þeim skilmálum sem uppbyggingunni eru settar. Þá eru ýmsar breytingar sem fylgja uppbyggingunni til að bæta ásýnd húss og lóðar frá núverandi ástandi. Fulltrúar meirihlutans í borgarráði benda á bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina frá í júní á þessu ári: „Ljóst er að skortur er á litlum íbúðum í Reykjavík. Ef 32 íbúðir komast fyrir á grundvelli byggingarreglugerðar á auðvitað að samþykkja slíkt til að verða við þeirri eftirspurn sem er á markaðnum.“ Ekki hafa verið gerðar breytingar eða komið fram sjónarmið sem stangast á við þau sjónarmið sem þar eru tíunduð.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Athugasemdir sem borist hafa vegna fyrirhugaðrar hækkunar Skipholts 70 eru fjölmargar og réttmætar. Taka ber tillit til svo einarðra mótmæla og virða rétt þeirra sem búa í nágrenninu. Við samþykktum að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Skipholts 70 og að kanna með þeim hætti viðhorf þeirra sem búa í hverfinu og annarra sem hagsmuna eiga að gæta. Skortur er á litlum íbúðum í borginni en að finna þeim stað á þéttingarreitum getur reynst flókið og kallar á virkt samráð við nærumhverfið. Ef það er hins vegar fyrirfram afstaða meirihlutans að auglýstar tillögur skuli samþykkja án tillits til þeirra athugasemda sem kunna að berast er lögfest samráðsferli einungis orðið til sýnis og blekking gagnvart þeim sem taka ferlið alvarlega, m.a. með því að gera athugasemdir. Enda þótt við teljum að ekki eigi að bæta við þriðju hæð á húsið fjölgar íbúðum á annarri hæð en þar er skrifstofuhúsnæði breytt í íbúðarhúsnæði og gert ráð fyrir 14 íbúðum. Mikilvægt er að starfsemi á jarðhæð hússins þjóni hverfinu.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir vilja fjölga litlum íbúðum enda er skortur á þeim. Hins vegar er ljóst að andstaðan í nágrenninu er mikil aðallega vegna skorts á bílastæðum við húsið og hafa þeir sem sækja þjónustu að Skipholti 70 lagt í bílastæði og innkeyrslur á nærliggjandi lóðum í óþökk þeirra sem þar búa og telja þeir að með 26 íbúðum í húsið muni verða algjört öngþveiti í bílastæðamálum. Með þéttingu byggðar koma upp slík vandamál og ekki liggur fyrir hvernig þau verða leyst en slík vandamál eiga ekki að lenda á nágrönnum.

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. nóvember 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. nóvember 2015 á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar að Sætúni I, Kjalarnesi. R15120007

Samþykkt.

17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. nóvember 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. nóvember 2015 á breytingu á deiliskipulagi Landspítala við Hringbraut. R15120008

Samþykkt.

18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. nóvember 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. nóvember 2015 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna lóðar nr. 59 við Laugaveg. R15080097

Samþykkt.

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. nóvember 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. nóvember 2015 á lýsingu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem fest í breytingu á byggingarmagni, fjölda íbúða og landnotkun á RÚV reitnum, þróunarsvæði nr. 58, miðsvæði 21. R11060102

Samþykkt.

20. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. nóvember 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. nóvember 2015 á götuheitum í nýju hverfi að Hlíðarenda í Vatnsmýri og nýju hverfi að Kirkjusandi á Laugarnesi. R15120006

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

Ekki eru gerðar athugasemdir við nafngiftirnar en við bendum á þá réttaróvissu sem ríkir um framtíð uppbyggingar á Hlíðarenda.

21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. desember 2015: 

Lagt er til að borgarráð samþykki að samráð verði haft um þá tillögu að póstnúmerinu 101 verði skipt í tvennt og að Vatnsmýrin fái póstnúmerið 102. Málið heyrir undir póstnúmeranefnd Íslandspósts hf. Vísað er til hjálagðs bréfs sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar þar sem færður er nánari rökstuðningur fyrir því að í ljósi umfangs póstnúmers 101, landfræðilega og m.t.t. til byggingarmagns og uppbyggingar framundan, sé tímabært að skipta póstnúmerinu upp í tvennt. Lagt er til að sá hluti póstnúmers 101 sem er sunnan Hringbrautar breytist í póstnúmerið 102 og að mörk við póstnúmer 107 og 105 haldist óbreytt. Lagt er til að erindið verði sent til umsagnar Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Icelandair, Knattspyrnufélagsins Vals, Valsmanna hf., hverfisráðs Vesturbæjar og Prýðifélagsins Skjaldar. R15090119

Samþykkt.

22. Fram fer kynning á loftslagsráðstefnunni í París, COP 21 í desember 2015 og umræða um skipun stýrihóps Reykjavíkurborgar um markmið í loftslagsmálum. R15060153

- Kl. 10.30 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum. 

23. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 7. desember 2015, þar sem lagt er til að fallist verði á fullnaðargreiðslu vegna skaðabóta að fjárhæð kr. 114.000.- vegna yfirborðsvatns í Birkihlíð, Úlfarsárvegi 20, sem myndaðist eftir lagningu göngustígs ofan Úlfarsárvegar. R15020207

Samþykkt.

24. Lagt fram minnisblað skóla- og frístundasviðs, dags. 9. nóvember 2015, um áætlun á innleiðingu eða nánari úrvinnslu tillagna starfshóps um fjárhagslega rýningu á skóla- og frístundasviði.

Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum  undir þessum lið. R14100259

25. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um nýtingu leikskólaplássa, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. október sl. Einnig er lögð fram umsögn skóla- og frístundasviðs, dags. 20. október 2015. R15100008

Samþykkt að vísa tillögunni frá borgarráði. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og  Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

Nú þegar liggur fyrir fjármagn skv. fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 að marsbörn fædd árið 2014 verði tekin inn á leikskóla eins og fram kom í seinni umræðu um fjárhagsáætlun næsta árs á fundi borgarstjórnar 1. desember sl.

26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 2. desember 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að ljúka endurbótum á Gröndalshúsi og að húsið verði nýtt af menningar- og ferðamálasviði. R12110167

Samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. 

Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 27. nóvember 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar vegna Lambhagavegar 7. Jafnframt er óskað eftir að borgarráð samþykki að taka sem hlutagreiðslu upp í kaupverð lóðina Lambhagaveg 3. R15110168

Samþykkt.

28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 7. desember 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki framsal byggingarréttar og lóðarhafaskipti og samþykki að falla frá forkaupsrétti á lóð nr. 6 við Lautarveg. R15120023

Samþykkt.

29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. nóvember 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð feli umhverfis- og skipulagssviði að halda áfram vinnu við mótun deiliskipulags athafnalóða að Hólmsheiði. R14100278

Samþykkt.

30. Lagt fram bréf forsætisráðherra, dags. 27. nóvember 2015, varðandi stjórnarráðsreit.

Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags 10. desember 2015: 

Borgarráð samþykkir að í samræmi við bréfaskipti borgarstjóra og forsætisráðherra verði lagt til við Minjastofun að tvö hús á stjórnarráðsreit verði friðuð: Gamla Hæstaréttarhúsið, hannað af Guðjóni Samúelssyni 1949, en í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs segir að mikilvægt sé að vernda stílhreint, klassískt yfirbragð byggingarinnar, sem er eitt besta dæmi þess stíls í Reykjavík. Hitt húsið, Sölvhólsgata 13, hannað af Einari Erlendssyni, verði einnig friðað. Í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs segir að það sé eitt fárra dæma um atvinnuhúsnæði sem var einkennandi fyrir svæðið áður, og hafi gildi þess aukist á þeim áratug sem liðinn er frá því síðustu húsakannanir og húsverndarhefti voru unnin en þar var ekki lagt til að húsin væru friðuð. R14020079

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir taka undir þau orð í bréfi forsætisráðherra að forsætisráðuneytið fagni þeirri stefnumörkun sem felst í yfirlýstum vilja Reykjavíkurborgar til að endurskoða skipulag miðborgarinnar með það að markmiði að vernda söguleg mannvirki sem ekki njóta friðunar vegna aldurs og að ráðuneytið vænti þess að sama nálgun verði viðhöfð við endurskoðun skipulags á öðrum reitum í miðborg Reykjavíkur. Þá er tekið undir væntingar ráðuneytisins um að sama nálgun verði viðhöfð við endurskoðun skipulags á öðrum reitum í miðborg Reykjavíkur og að litið sé á að í erindi borgarinnar felist auk þess hvatning til forsætisráðuneytis um að tryggja að fleiri hús, sem ekki njóta sjálfkrafa aldursfriðunar samkvæmt lögum, verði varðveitt.

Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. desember: 

Þá er lagt til að umhverfis- og skipulagssviði verði falið að endurskoða deiliskipulag stjórnarráðsreits í samráði við lóðahafa.  

Samþykkt.

31. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 8. desember 2015, þar sem lagt er til að borgarráð tilnefni þrjá fulltrúa í eigendanefnd Faxaflóahafna sf., sbr. meðfylgjandi erindisbréf. R15110010

Frestað.

32. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 7. desember 2015, þar sem óskað er eftir staðfestingu borgarráðs á framlengingu samnings við Advania vegna Oracle mannauðs- og launakerfis. R15060076

Samþykkt.

33. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. desember 2015: 

Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi uppfærða viðauka 1-5 við reglur um fjárstýringu hjá Reykjavíkurborg.

Greinargerð fylgir tillögunni. Jafnframt lagðir fram viðaukar 1-5 við reglur um fjárstýringu hjá Reykjavíkurborg, dags. 8. desember 2015. R15110180

Samþykkt.

34. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 9. desember 2015: 

Lagt er til að samþykkt verði beiðni Söngskólans í Reykjavík um þátttöku Reykjavíkurborgar í kostnaði skólans vegna langtímaveikinda tveggja kennara skólans á sumarlaunum 2015, alls kr. 778.012.- Hlutaðeigandi kennarar kenndu að mestu nemendum sem fjármagnaðir eru af framlögum Jöfnunarsjóðs og verður  óskað eftir endurgreiðslu frá sjóðnum í samræmi við það. Þessi útgjöld verði færð á kostnaðarstað M3010 og fjármögnuð af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð. Lagt er til að samþykkt verði beiðni Tónlistarskólans í Reykjavík um þátttöku Reykjavíkurborgar í kostnaði skólans vegna veikinda kennara við skólann á sumarlaunum 2015, alls kr. 599.228.- Hlutaðeigandi kennari kenndi nemendum sem fjármagnaðir eru af framlögum Jöfnunarsjóðs og hefur þegar verið óskað eftir endurgreiðslu sjóðsins. Þessi útgjöld verði færð á kostnaðarstað M3010 og fjármögnuð af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð.

Greinargerð fylgir tillögunni. R15050134

Vísað til borgarstjórnar.

35. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 9. desember 2015: 

Lagt er til að fjárheimildir fagsviða og annarra rekstrareininga A-hluta fyrir árið 2015 verði hækkaðar um samtals kr. 1.612.100.631 vegna nýgerðra kjarasamninga við Eflingu stéttarfélag, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, SFR stéttarfélag í almannaþjónustu, Samiðn, Rafiðnaðarsamband Íslands, Verkstjórasamband Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda í leikskólum. Kostnaðarauki verði fjármagnaður með eftirfarandi hætti: af kostnaðarstað 09126, launa- og stafsmannakostnaður, kr, 85.000.000, af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð, kr. 470.000.000 og kr. 1.057.100.631 af handbæru fé. Breytingin felur í sér að rekstrarniðurstaða og handbært fé A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar verður kr. 1.057.100.631 lakari en áætlað hafði verið. Fjármálastjóra er falið að útfæra breytingar á fjárheimildum á fagsvið og rekstrareiningar. 

Greinargerð fylgir tillögunni. R15010072

Vísað til borgarstjórnar.

36. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. desember 2015:

Lagt er til að tekjuáætlun vegna ársins 2015 verði endurskoðuð til hækkunar um kr. 470 mkr. vegna endurskoðunar á áætluðum útsvarstekjum umfram lækkun annarra tekna. Þessi tekjuauki verði færður á kostnaðarstað 09205 Ófyrirséð.

Greinargerð fylgir tillögunni. R15010072

Vísað til borgarstjórnar.

37. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. desember 2015: 

Lagt er til að meðfylgjandi gjaldskrár Reykjavíkurborgar verði samþykktar fyrir árið 2016. 

Greinargerð fylgir tillögunni. R15010253

Vísað til borgarstjórnar.

38. Tilkynnt er um ferð borgarstjóra á fjármálaráðstefnu höfuðborga Norðurlandanna sem fram fer í Kaupmannahöfn dagana 15.-16. desember nk. R15120032

Fundi slitið kl. 11.39

S. Björn Blöndal

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir Halldór Auðar Svansson

Halldór Halldórsson Heiða Björg Hilmisdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson Sóley Tómasdóttir