Borgarráð - Fundur nr. 5385

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2015, fimmtudaginn 12. nóvember, var haldinn 5385. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.13. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Halldór Auðar Svansson, Ilmur Kristjánsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Halldór Halldórsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson og Úlfhildur Þórarinsdóttir. 

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð ofbeldisvarnarnefndar frá 9. nóvember 2015. R15110117

2. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 3. nóvember 2015. R15010026

3. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 16. október og 2. nóvember 2015. R15010027

4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. nóvember 2015. R15010021

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lögð fram fundargerð öldungaráðs frá 4. nóvember 2015. R15030096

6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R15110020

7. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 8 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R15110003

8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. nóvember 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðar nr. 1-3 við Kambavað, ásamt fylgiskjölum. R15110095

Samþykkt.

9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. nóvember 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á erindi þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir á allar hæðir á austurhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 17 við Eiríksgötu. R15110096

Samþykkt.

10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. nóvember 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2015, um bréf Skipulagsstofnunar, dags. 12. október 2015, þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingar vegna Suður-Mjóddar í B-deild Stjórnartíðinda. R15040129

Samþykkt.

11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. nóvember 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á uppfærðum gögnum vegna Hraunbæjar 103-105 fyrir birtingu í B-deild Stjórnartíðinda að beiðni Skipulagsstofnunar. R15030283

Samþykkt.

- Kl. 9.25 tekur Heiða Björg Hilmisdóttir sæti á fundinum.

12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. nóvember 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á breyttu fyrirkomulagi á göngugötum í miðborginni. R15110097

Frestað.

13. Fram fer kynning á breytingum á sorphirðu í Reykjavík. R14120173

Guðmundur B. Friðriksson og Eygerður Margrétardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun: 

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina þakkar fyrir kynninguna og bendir á að nauðsynlegt sé að efla vitund fólks að henda ekki spilliefnum í sorpið hjá sér, svo sem lyfjum og batteríum, heldur þarf að flokka það frá og skila sérstaklega.

- Kl. 10.20 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum. 

14. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 3. nóvember 2015, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um hvernig innleiðing kennslumats og skilgreining vinnutíma gangi í grunnskólum Reykjavíkur, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. október 2015. R15100009

Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

15. Lögð fram drög að yfirlýsingu fyrirtækja í Reykjavík, Festu og Reykjavíkurborgar um loftslagsmál, sem verður undirrituð 16. nóvember 2015. R15100028

16. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi sendingar vikulegra pistla borgarstjóra til starfsmanna, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. október 2015. Jafnframt er lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 2. nóvember 2015. R15100010

Tillagan er felld með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Við gagnrýnum harðlega að borgarstjóri hafi misnotað aðstöðu sína í vikulegum pistli með því að hræra upplýsingum til starfsmanna saman við pólitískt dægurþras sem honum er hugleikið. Í tölvupósti sem vísað er til í tillögunni er farið háðslegum orðum um atvinnurekanda hér í borg og farið frjálslega með staðreyndir. Slíkt er ekki sæmandi enda öðrum ekki gefið tækifæri á að svara fyrir sig á sama vettvangi. Umsögn frá skrifstofu borgarstjóra, sem lögð er fram í borgarráði, tengist tillögunni ekki á nokkurn hátt en segir einna helst að svör við gagnrýni okkar eru engin.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun: 

Borgarstjóri er æðsti embættismaður borgarinnar og yfirmaður starfsmanna Reykjavíkurborgar. Getur hann sem slíkur sent starfsfólki borgarinnar fjölpósta og upplýst þá um málefni borgarinnar. Borgarstjóri er einnig pólitískur leiðtogi meirihlutans. Verður hann í fjölpósti sem honum leyfist sem borgarstjóri að senda til starfsmanna, sem honum sem borgarfulltrúa myndi aldrei leyfast, að geta greint á milli þessara tveggja hlutverka. Er það algjörlega fyrir neðan virðingu borgarstjóra að misnota þessa aðstöðu sína og veitast að öðru fólki í slíkum fjölpóstum eins og hann gerði í tölvupósti til starfsmanna 25. september sl.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

Sjálfsagt er að borgarstjóri miðli upplýsingum og fréttum af vettvangi borgarinnar til starfsfólks og annarra, líkt og áralöng hefð er fyrir. Almennt er vísað til svars skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara þar sem kemur fram að miðlun efnis á umræddum netfangalista sé ekki óviðkomandi starfi borgarstjóra og í samræmi við lög og reglur þar um. Þá er eðlilegt að borgarstjóri hafi skoðun á þeim málefnum sem rata í póstana.

17. Lagt fram svar borgarlögmanns, dags. 10. nóvember 2015, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um athugun á lögmæti ákvörðunar um að sniðganga vörur frá Ísrael, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. september 2015. R15090093

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun: 

Í svari borgarlögmanns, vegna ummæla borgarstjóra að athugun hefði farið fram af innkaupasérfræðingum á skrifstofu borgarlögmanns á lögmæti ákvörðunar um að sniðganga vörur frá Ísrael áður en ákvörðunin var tekin, kemur fram að ekki hafi verið um formlega lögfræðilega athugun að ræða. Ljóst er því að lögmæti þess að sniðganga vörur frá Ísrael var ekki skoðað áður en ákvörðun var tekin.

18. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 10. nóvember 2015, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um undirbúning tillögu um að sniðganga vörur frá Ísrael, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. september 2015. Jafnframt eru lagðir fram minnispunktar, dags. 14. september 2015. R15090093

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Af rýru svari borgarstjóra sést að grundvallarreglur stjórnsýslunnar um meðferð og undirbúning mála hafa verið virtar að vettugi. Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar nálguðust flókið og viðkvæmt mál, sem augljóst var að myndi hafa áhrif á samskipti vinaþjóða og um leið ímynd Íslands á alþjóðavettvangi, af fullkomnu ábyrgðarleysi. Hafi málið verið í vinnslu í meira en ár, eins og haldið hefur verið fram, má spyrja hvað hafi verið gert á því ári. Af hverju sjást engin merki um meðferð málsins, tilurð þess og undirbúning? Bersýnilegt er að skrifstofa borgarstjóra getur engin svör gefið og forðast að veita þær upplýsingar sem óskað er eftir. Fyrir utan sniðgöngumálið sjálft er leyndarhjúpur um feril þess orðinn að sjálfstæðu máli. Ódagsett og óundirritað lögfræðilegt álit sem borgarstjóri hefur sagt að komi frá sérfræðingum á skrifstofu borgarlögmanns ber með sér að vera innanhússgagn. Álitið virðist unnið í flýti enda gert eftir að tillaga um að Reykjavíkurborg sniðgangi vörur frá Ísrael var sett fram. Það er byggt á grundvallarmisskilningi á lögum um opinber innkaup.

19. Lagt fram bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 7. október 2015, um ákvæði sveitarstjórnarlaga um miklar fjárfestingar. Jafnframt er lagt fram svar fjármálastjóra, dags. 10. nóvember 2015. R15030149

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Þrjú bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga þar sem nefndin óskar eftir útskýringum Reykjavíkurborgar á þremur stórum málum er varða rekstur borgarinnar undirstrika enn og aftur hversu alvarleg rekstrarstaðan er. Eftirlitsnefnd vill fá svör við því hvernig brugðist verði við miklum hallarekstri árið 2014 sem og miklum hallarekstri skv. hálfsársuppgjöri 2015. Einnig er spurt um viðauka við fjárhagsáætlun og miklar fjárfestingar í hlutfalli við tekjur. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa áhyggjum sínum af skorti á rekstraraðhaldi sem kemur fram í slæmri rekstrarniðurstöðu borgarinnar. Í svörum fjármálaskrifstofu borgarinnar er stöðunni lýst og leitast við að svara eftirlitsnefndinni eftir bestu getu. Veikleikinn við svörin er sá að fjármálaskrifstofa getur ekki annað en vísað til þess hvaða pólitísku ákvarðanir verða teknar af hálfu meirihlutans við síðari umræðu fjárhagsáætlunar. Miðað við reynslu undanfarinna ára af getu meirihlutans til að takast á við reksturinn ætti svarið til eftirlitsnefndar að vera það að meirihlutinn ráði ekki við ástandið þrátt fyrir að framundan sé jákvæð tekjuþróun umfram áætlaðar verðlags- og launahækkanir. Til að ná tökum á rekstrinum þarf að taka á stöðugri útgjaldahækkun og fjölgun óútskýrðra stöðugilda. Ef það verður ekki gert má vænta fleiri bréfa frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.

20. Lagt fram bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 8. október 2015, þar sem óskað er eftir nánari upplýsingum vegna sambanburðar á fjárhagsáætlun 2014 við niðurstöðu ársreiknings 2014. Jafnframt er lagt fram svar fjármálastjóra, dags. 10. nóvember 2015. R15030149

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Þrjú bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga þar sem nefndin óskar eftir útskýringum Reykjavíkurborgar á þremur stórum málum er varða rekstur borgarinnar undirstrika enn og aftur hversu alvarleg rekstrarstaðan er. Eftirlitsnefnd vill fá svör við því hvernig brugðist verði við miklum hallarekstri árið 2014 sem og miklum hallarekstri skv. hálfsársuppgjöri 2015. Einnig er spurt um viðauka við fjárhagsáætlun og miklar fjárfestingar í hlutfalli við tekjur. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa áhyggjum sínum af skorti á rekstraraðhaldi sem kemur fram í slæmri rekstrarniðurstöðu borgarinnar. Í svörum fjármálaskrifstofu borgarinnar er stöðunni lýst og leitast við að svara eftirlitsnefndinni eftir bestu getu. Veikleikinn við svörin er sá að fjármálaskrifstofa getur ekki annað en vísað til þess hvaða pólitísku ákvarðanir verða teknar af hálfu meirihlutans við síðari umræðu fjárhagsáætlunar. Miðað við reynslu undanfarinna ára af getu meirihlutans til að takast á við reksturinn ætti svarið til eftirlitsnefndar að vera það að meirihlutinn ráði ekki við ástandið þrátt fyrir að framundan sé jákvæð tekjuþróun umfram áætlaðar verðlags- og launahækkanir. Til að ná tökum á rekstrinum þarf að taka á stöðugri útgjaldahækkun og fjölgun óútskýrðra stöðugilda. Ef það verður ekki gert má vænta fleiri bréfa frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.

21. Lagt fram bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 14. september 2015, varðandi fjármál Reykjavíkurborgar. Jafnframt er lagt fram svar fjármálastjóra, dags. 10. nóvember 2015. R15030149

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Þrjú bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga þar sem nefndin óskar eftir útskýringum Reykjavíkurborgar á þremur stórum málum er varða rekstur borgarinnar undirstrika enn og aftur hversu alvarleg rekstrarstaðan er. Eftirlitsnefnd vill fá svör við því hvernig brugðist verði við miklum hallarekstri árið 2014 sem og miklum hallarekstri skv. hálfsársuppgjöri 2015. Einnig er spurt um viðauka við fjárhagsáætlun og miklar fjárfestingar í hlutfalli við tekjur. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa áhyggjum sínum af skorti á rekstraraðhaldi sem kemur fram í slæmri rekstrarniðurstöðu borgarinnar. Í svörum fjármálaskrifstofu borgarinnar er stöðunni lýst og leitast við að svara Eftirlitsnefndinni eftir bestu getu. Veikleikinn við svörin er sá að fjármálaskrifstofa getur ekki annað en vísað til þess hvaða pólitísku ákvarðanir verða teknar af hálfu meirihlutans við síðari umræðu fjárhagsáætlunar. Miðað við reynslu undanfarinna ára af getu meirihlutans til að takast á við reksturinn ætti svarið til Eftirlitsnefndar að vera það að meirihlutinn ráði ekki við ástandið þrátt fyrir að framundan sé jákvæð tekjuþróun umfram áætlaðar verðlags- og launahækkanir. Til að ná tökum á rekstrinum þarf að taka á stöðugri útgjaldahækkun og fjölgun óútskýrðra stöðugilda. Ef það verður ekki gert má vænta fleiri bréfa frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.

22. Fram fer kynning Höfuðborgarstofu á desember í miðborginni og vetrarhátíð 4.-7. febrúar nk. R15110121

Áshildur Bragadóttir og Hildur Gunnlaugsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

23. Lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 10. nóvember 2015, um frumvarp til laga um opinber fjármál – 148. mál. R14050104

Samþykkt.

24. Fram fer kynning á almennum reglum um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar fyrir íbúðarhús í Reykjavík. R14120183

Magnús Ingi Erlingsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

25. Lögð fram skýrsla samráðshóps um framvindu uppbyggingar og framkvæmda á Hlíðarenda samkvæmt erindisbréfi samráðs- og samhæfingarhóps vegna uppbyggingar og framkvæmda á Hlíðarenda, dags. 28. apríl 2014. R14010193

26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 2. nóvember 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi kauptilboð í Síðumúla 39, ásamt fylgiskjölum. R15110011

Samþykkt.

27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. nóvember 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki erindi S8 um 60 daga greiðslufrest á gatnagerðargjöldum, ásamt fylgiskjölum. R15070065

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun: 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina taka ekki þátt í afgreiðslu vegna lóða er hafa áhrif á hindrunarflöt flugvallar. Það er ábyrgðarhluti af hálfu Reykjavíkurborgar að úthluta lóðum á svæði sem getur ekki orðið byggingarsvæði meðan flugvallarstarfsemi er hluti þess svæðis.

28. Lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar við Fjölís um framlengingu samnings, dags. 6. nóvember 2015, ásamt fylgiskjölum. R12100311

Samþykkt.

29. Lögð fram dagskrá sýningar og málstofur um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Ráðhúsi Reykjavíkur 13.-14. nóvember 2015. Einnig lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa, dags. 9. nóvember sl., um fjölda nýrra íbúða í Reykjavík árið 2015. R15110120

30. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 10. nóvember 2015, um utanlandsferðir í nóvember og desember. R15110108

31. Lögð fram yfirlýsing höfuðborga Norðurlanda vegna loftlagsbreytinga sem lögð verður fram á COP21 sem fram fer í París í desember nk. R15060153

32. Lagt fram bréf Minjastofnunar, dags. 11. nóvember 2015, varðandi Austurbakka 2, varðveislu fornminja og steinhleðslna. R15060216

Fundi slitið kl. 12.41

Halldór Auðar Svansson

Guðfinna J. Guðmundsdóttir Halldór Halldórsson

Heiða Björg Hilmisdóttir Ilmur Kristjánsdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson Sóley Tómasdóttir