Borgarráð - Fundur nr. 5380

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2015, fimmtudaginn 29. október, var haldinn 5380. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8.02. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Ólöf Örvarsdóttir og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð bílastæðanefndar frá 16. október 2015. R15010029

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 26. október 2015. R15010009

3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 23. október 2015. R15010015

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 5. október 2015. R15010025

5. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. október 2015. R15010021

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

- Kl. 8.04 tekur Áslaug Friðriksdóttir sæti á fundinum.

6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R15090158

7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. október 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. október 2015 á auglýsingu um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi Kirkjusand, miðsvæði M6b, vegna fjölda íbúða og magn atvinnuhúsnæðis, ásamt fylgiskjölum. R11060102

Samþykkt.

8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. október 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. október 2015 á auglýsingu um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðarinnar nr. 2 við Kirkjusand, ásamt fylgiskjölum. R15090162

Samþykkt.

9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. október 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. október 2015, á því að vísa breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 16 og 16A við Hverfisgötu til staðfestingar borgarráðs, ásamt fylgiskjölum. R15060144

Samþykkt.

10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. október 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. október 2015 á því að vísa breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 17 við Garðastræti til staðfestingar borgarráðs, ásamt fylgiskjölum. R15100251

Samþykkt.

- Kl. 8.06 tekur Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum

11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. október 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. október 2015 á breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 2-4, 6-8, 10-12 og 14 við Gylfaflöt, ásamt fylgiskjölum. R15050141

Samþykkt.

- Kl. 8.08 tekur Heiða Björg Hilmisdóttir sæti á fundinum.

- Kl. 8.09 tekur Kristbjörg Stephensen sæti á fundinum. 

12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. október 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. október 2015 á breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík í samræmi við niðurstöðu hugmyndasamkeppni um deiliskipulag Háskólans í Reykjavík, Háskólagarða, ásamt fylgiskjölum. R15050142

Samþykkt.

13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. október 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. október 2015 á auglýsingu um tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 24 við Vesturgötu, ásamt fylgiskjölum. R15100345

Samþykkt.

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. október 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. október 2015 á breytingu á deiliskipulagi Skarfabakka Klettasvæði vegna lóðar nr. 1 við Korngarða, ásamt fylgiskjölum. R15100346

Samþykkt.

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. október 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. október 2015 að lokinni grenndarkynningu, á umsókn um leyfi til að byggja tvöfaldan bílskúr með tröppum í bakgarð, gera þaksvalir á bílskúr og koma þar fyrir setlaug við tvíbýlishús á lóð nr. 65 við Laufásveg, ásamt fylgiskjölum, þ.m.t umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. október 2015. R15100348

Samþykkt.

- Kl. 8.13 tekur Hallur Símonarson sæti á fundinum.

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. október 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. október 2015 að lokinni grenndarkynningu, á umsókn um leyfi til að fjarlægja kvist sem fyrir er, byggja nýjan stærri og svalir á vesturhlið og nýjar tröppur og pall við aðalinngang einbýlishúss á lóð nr. 29a við Ránargötu, ásamt fylgiskjölum, þ.m.t. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. október 2015.  R15100353

Samþykkt.

17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. október 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. október 2015, að lokinni grenndarkynningu, á umsókn um leyfi til að byggja sólskála með steyptum sökkli við húsið á lóð nr. 20 við Langagerði. R15100355

Samþykkt.

18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. október 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. október 2015, að lokinni grenndarkynningu, á umsókn um leyfi til að endurnýja og portbyggja þak og byggja nýtt bíslag við einbýlishús á lóð nr. 6 við Fossagötu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. október 2015. R15100352

Samþykkt.

19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. október 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. október 2015, að lokinni grenndarkynningu, á umsókn um leyfi til að byggja nýjan steinsteyptan bílskúr að vestanverðu, koma fyrir geymslukjallara undir verönd 0102 og steypa lágan stoðvegg á lóðarmörkum nr. 6 og 8 við Brekkugerði á lóð nr. 4 við Brekkugerði. R15100356

Samþykkt.

20. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. október 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. október 2015 um að Laugavegur frá Vatnsstíg að mótum Bankastrætis og Þingholtsstrætis, og Skólavörðustígur frá gatnamótum Bergstaðastrætis að Bankastræti, verði tímabundið gerðir að göngugötum dagana 4.-8. nóvember vegna hátíðarinnar Iceland Airwaves. R15100351

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. október 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki framsal byggingarréttar og lóðarhafaskipti og falli frá forkaupsrétti á lóðinni nr. 4 við Lautarveg. R15100115

Samþykkt.

22. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 22. október 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóðum nr. 2-10 að Gerðarbrunni. R15100112

Samþykkt.

23. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. október 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóðum nr. 16-18 að Gerðarbrunni. R15100245

Samþykkt.

24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. október 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóðum nr. 17-19 að Gerðarbrunni. R15100246

Samþykkt.

25. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 23. október 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóðum nr. 40-42 að Gerðarbrunni. R15100248

Samþykkt.

26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. október 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóðum nr. 2-4 að Iðunnarbrunni. R15100249

Samþykkt.

27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 23. október 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóðum nr. 10-12 að Lofnarbrunni. R15100237

Samþykkt.

28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. október 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóðum nr. 32-34 að Lofnarbrunni. R15100238

Samþykkt.

29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 23. október 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóðum nr. 44-46 að Lofnarbrunni. R15100239

Samþykkt.

30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. október 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóðum nr. 24-28 að Urðarbrunni. R15100240

Samþykkt.

31. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 23. október 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóðum nr. 68-70 að Urðarbrunni. R15100241

Samþykkt.

32. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. október 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóðum nr. 76-78 að Urðarbrunni. R15100242

Samþykkt.

33. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. október 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóð nr. 128 að Urðarbrunni. R15100243

Samþykkt.

- Kl. 8.20 tekur Helga Björg Ragnarsdóttir sæti á fundinum. 

34. Kynnt er fyrirhuguð ferð borgarfulltrúanna S. Björns Blöndals, Sóleyjar Tómasdóttur, Halldórs Halldórssonar, Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur og Halldórs Auðar Svanssonar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP21 í París frá 2.-6. desember 2015. R15060153

35. Lagt fram rammasamkomulag milli aðila vinnumarkaðar, dags. 27. október 2015, um meiri sátt á vinnumarkaði með breyttum og bættum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga. R15100368

Samþykkt. 

Atli Atlason og Ragnhildur Ísaksdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 8.30 taka Halldóra Káradóttir, Guðleif Edda Þórðardóttir og Einar Bjarki Gunnarsson sæti á fundinum. Kristbjörg Stephensen víkur sæti á sama tíma. 

36. Rætt um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016. Kynnt er m.a. fjárfestingaráætlun og fjárhagsáætlun eignasjóðs. R15010253

Guðlaug S. Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

- Kl. 9.25 tekur Halldór Halldórsson sæti á fundinum og Áslaug Friðriksdóttir víkur sæti. Einar Bjarki Gunnarsson og Hallur Símonarson víkja sæti á sama tíma.

37. Rætt um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016. Kynntar eru fjárhags- og starfsáætlanir skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs. 

Skúli Helgason, Helgi Grímsson, Kristján Gunnarsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Stefán Eiríksson og Hörður Hilmarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R15010253

38. Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016 ásamt greinargerð og starfsáætlunum. R15010253

Frestað.

Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 3. nóvember 2015 kl. 14.00, sbr. bréf fjármálaskrifstofu, dags. 29. október 2015.

39. Lagt fram frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2016-2020 ásamt greinargerð. R15010253

Frestað.

Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 3. nóvember 2015 kl. 14.00, sbr. bréf fjármálaskrifstofu, dags. 29. október 2015.

40. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 28. október 2015: 

Lagt er til að meðfylgjandi gjaldskrár verði samþykktar fyrir árið 2016.

Greinargerð fylgir tillögunni. R15010253

Frestað.

Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 3. nóvember 2015 kl. 14.00, sbr. bréf fjármálaskrifstofu, dags. 29. október 2015.

41. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 28. október 2015: 

Lagt er til að borgarstjórn samþykki lántökur á árinu 2016 að fjárhæð allt að 2.246 m.kr. vegna áformaðra framkvæmda og fjárfestinga á árinu 2016. Gert er ráð fyrir að þessi fjármögnun verði fengin með skuldabréfaútboðum borgarsjóðs á árinu. Jafnframt er samþykkt að veita fjármálastjóra umboð f.h. Reykjavíkurborgar til þess að undirrita nauðsynlega gerninga sem tengjast nauðsynlegri skuldabréfaútgáfu, sem og til þess að taka á móti og undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántökum þessum, enda verði einstakar lántökur lagðar fyrir borgarráð til afgreiðslu.

Greinargerð fylgir tillögunni. R15010253

Frestað.

42. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 28. október 2015: 

Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars tekjuárið 2016 verði 14,52%.

Greinargerð fylgir tillögunni. R15100229

Frestað.

43. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 28. október 2015: 

Lagt er til að álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu vegna ársins 2016 verði sem hér segir:

1. Hlutfall fasteignaskatts skv. a-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 0,2%.

2. Hlutfall fasteignaskatts skv. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 1,32%.

3. Hlutfall fasteignaskatts skv. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 1,32%, að viðbættri hækkun um 25%, sbr. heimild í 4. mgr. sömu greinar (1,65%).

4. Hlutfall lóðarleigu fyrir íbúðarhúsalóðir verði 0,2% af fasteignamatsverði.

5. Hlutfall leigu fyrir verslunarlóðir, iðnaðarlóðir og lóðir fyrir opinberar byggingar verði 1,0% af fasteignamatsverði. 

Greinargerð fylgir tillögunni. R15100230

Frestað.

44. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 28. október 2015: 

Sveitarstjórn ákveður fjölda gjalddaga fasteignaskatts skv. 4. mgr. 4. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofn sveitarfélaga. Þar segir einnig að sveitarstjórn sé heimilt að ákveða að skatturinn greiðist allur með eingreiðslu ef álagning er undir tiltekinni fjárhæð. Skv. 5. mgr. sömu greinar er eindagi fasteignaskatts 30 dögum eftir gjalddaga. Lagt er til að fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði níu jafnir gjalddagar á eftirfarandi gjalddögum: 1. febrúar, 2. mars, 2. apríl, 2. maí, 1. júní, 3. júlí, 2. ágúst, 3. september og 2. október. Jafnframt er lagt til að greiðandi geti hvenær sem er á greiðslutíma fasteignagjalda óskað eftir gjaldfellingu eftirstöðva og lokið greiðslu. Þá er lagt til að nemi álagning fasteignagjalda 25.000 kr. eða lægri fjárhæð á fastanúmer greiði gjaldendur þau með eingreiðslu þann 1. febrúar.

Greinargerð fylgir tillögunni. R15100230

Frestað.

45. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 28. október 2015: 

Lagt er til að viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega árið 2016 verði eftirfarandi: 

Viðmiðunartekjur

I.  Réttur til 100% lækkunar

Einstaklingur með tekjur allt að 2.850.000 kr.

Samskattaðir einstaklingar með tekjur allt að 3.970.000 kr.

II.  Réttur til 80% lækkunar

Einstaklingur með tekjur á bilinu 2.850.000 til 3.260.000 kr.

Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 3.970.000 til 4.420.000 kr.

III.  Réttur til 50% lækkunar

Einstaklingur með tekjur á bilinu 3.260.000 til 3.800.000 kr.

Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 4.420.000 til 5.280.000 kr.

Lagt er til að skilyrði lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds fari eftir reglum Reykjavíkurborgar um afslátt af fasteignagjöldum eins þær eru á hverjum tíma.

Greinargerð fylgir tillögunni. R15100230

Frestað.

46. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgastjóra, dags. 28. október 2015: 

Sveitarstjórn ákveður fjölda gjalddaga fasteignaskatts skv. 4. mgr. 4. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Skv. 5. mgr. sömu greinar er eindagi fasteignaskatts 30 dögum eftir gjalddaga. Lagt er til að gjalddagi á kröfu vegna breytinga á afslætti á fasteignagjöldum 2016 verði 1. nóvember 2016. Sé krafa yfir 25.000 kr. er boðið upp á greiðsludreifingu til allt að 3ja mánaða.

Greinargerð fylgir tillögunni. R15100230

Frestað.

47. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgastjóra, dags. 28. október 2015: 

Lagt er til að borgarráð samþykki að gjalddagi krafna vegna framkvæmdar afsláttar til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti og fráveitugjaldi verði 1. nóvember nk. og eindagi 30 dögum síðar. Þó geta þeir sem skulda að lágmarki 25.000 kr. óskað þess að fá að ljúka greiðslum í þremur hlutum þann 1. desember, 4. janúar og 1. febrúar nk. Lagt er til að þeir sem eiga inneignir fái þær greiddar út 6. nóvember nk.

Greinargerð fylgir tillögunni. R14100340

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 12.40

S. Björn Blöndal

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Halldór Auðar Svansson

Halldór Halldórsson Heiða Björg Hilmisdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson Sóley Tómasdóttir