Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2015, fimmtudaginn 8. október, var haldinn 5377. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Skúli Helgason, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Örn Sigurðsson, Hallur Símonarson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Pétur Krogh Ólafsson og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 1. október 2015. R15010032
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 2. júní 2015. R15010005
3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 2. október 2015. R15010015
4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. október 2015. R15010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R15090158
6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 16 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R15100002
7. Fram fer kynning á loftslagsmálum.
Hrönn Hrafnsdóttir, Hilmar Magnússon og Ketill Berg Magnússon taka sæti á fundinum undir þessum lið. R15100014
8. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 6. október 2015, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að fyrirtækjum í Reykjavík verði send sameiginleg yfirlýsing um markmið í loftslagsmálum til undirritunar. Aðild að yfirlýsingunni jafngildir því að þátttakendur setji sér einföld markmið fyrir lok júní á næsta ári. Yfirlýsingin yrði síðan afhent á 21. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í París í desember næstkomandi. R15100028
Samþykkt.
Hrönn Hrafnsdóttir, Hilmar Magnússon og Ketill Berg Magnússon taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 9.45 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. október 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. september 2015 á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi fyrir Akurholt í Úlfarsfellslandi, ásamt fylgiskjölum. R15100021
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. október 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. september á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 12 við Kjalarvog, ásamt fylgiskjölum. R15100022
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. október 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. september 2015 á breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Melavellir á Kjalarnesi, ásamt fylgiskjölum. R15060142
Samþykkt.
- Kl. 10.15 tekur Kristbjörg Stephensen sæti á fundinum.
12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. október 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. september 2015 á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar, Gömlu hafnarinnar, ásamt fylgiskjölum. R15100023
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn og flugvallarvinir sitja hjá við afgreiðslu á því að skipulagið fari í auglýsingu á þessum tímapunkti þar sem þetta er fyrsta sinn sem Reykjavíkurhús fara í deiliskipulag og eðlilegt og rökrétt er að Reykjavíkurborg sé búin að útfæra verkefni áður en farið verður í það. Vísum til bókunar á fundi borgarstjórnar 21. apríl 2015 og leggjum áherslu á að ákveðið verði áður en lengra en haldið hvaða leið verði farin í uppbyggingu Reykjavíkurhúsa.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Enn hyggst borgarstjórnarmeirihlutinn auka byggingarmagn í Vesturbugt, þvert á fyrri yfirlýsingar. Nái þessi deiliskipulagstillaga fram að ganga, mun íbúðum á reitnum fjölga um úr 123 í 170 eða um 38%. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að byggingarmagn (lóðanýting, rúmmál og hæð húsa) samkvæmt deiliskipulaginu sé of mikið miðað við grunnflöt og heildaryfirbrag aðliggjandi byggðar. Gamli vesturbærinn hefur í meira en öld þróast í nánu sambandi við höfnina og sjávarútveginn en með fyrirhuguðum byggingum verður lokað á tengsl við höfnina og sjávarsíðuna. Hið nýja hverfi mun einkennast af einsleitum byggingum sem eiga lítið skylt við eldri byggð og byggingarsögu borgarinnar en við teljum að yfirbragð og fjölbreytileiki Gamla vesturbæjarins eigi að vera ríkjandi á svæðinu. Lítil áhersla er lögð á opin svæði og ekki er gert ráð fyrir sparkvelli á svæðinu eins og óskað hefur verið eftir. Ljóst er að byggðin verður án raunhæfra kosta í bílastæðamálum fyrir íbúa og atvinnufyrirtæki á svæðinu en aðeins er gert ráð fyrir 0,8 bílastæðum á íbúð. Graeme Massie arkitektar, sem áttu vinningstillögu í opinni hugmyndasamkeppni um rammaskipulag gömlu hafnarinnar, hafa sent frá sér yfirlýsingu um að stóra þætti í vinningstillögunni sé ekki að finna í deiliskipulaginu.
13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. október 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. september 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.186.3 vegna lóðanna nr. 32 og 34 við Baldursgötu, ásamt fylgiskjölum. R15100024
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. október 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. september 2015 á skýrslu starfshóps um vistvæna vottun þar sem lagt er til að umhverfisvottunarkerfið BREEAM verði notað til að votta byggingar Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum. R15090173
Samþykkt.
Rúnar Gunnarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn og flugvallarvinir samþykkja erindið um vistvæna vottun bygginga Reykjavíkurborgar, en viljum að skoðað sé í víðara samhengi vistvæna vottun íbúðabygginga í borginni og er þar um samspil sveitafélaga og ríkisins að ræða, þar sem mögulegt yrði að byggja umhverfisvæn hús og/eða fá umhverfisvottun, en slíkt myndi mögulega, ef samstæða næðist, leiða til lækkunar á OR gjöldum, fasteignagjöldum, stimpilgjöldum og öðrum sköttum, t.d. söluhagnaði af sölu húsnæðis. Markmiðið er gott og til eftirbreytni, og mikilvægt að horfa til landa sem hafa nýtt þessa leið til lækkunar á húsnæðiskostnaði og rekstrarkostnaði fasteigna. Þetta er langtímaverkefni okkar allra.
- Kl. 10.40 víkur Ágústa Sveinbjörnsdóttir af fundinum.
15. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. október 2015, um aðgerðaáætlun borgarráðs í fjármálum Reykjavíkurborgar, fyrstu skref, ásamt fylgiskjölum. Í erindinu er lagt til að samþykktar verði aðgerðir og verkefni til að stuðla að rekstrarsparnaði árið 2015. Borgarráð mun áfram funda um frekari aðgerðir í fjármálum borgarinnar í tengslum við undirbúning fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016 og fimm ára áætlun. R15090177
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja aðgerðaáætlun borgarráðs í fjármálum Reykjavíkurborgar, fyrstu skref. Um leið áskilja þeir sér rétt til að taka afstöðu til einstakra þátta í áætluninni við breytingu fjárhagsáætlunar og í framkvæmd. Við gerum fyrirvara við innleiðingu á gjaldskyldu í rútustæði í miðborginni og leggjum áherslu á að áður en nokkrar ákvarðanir verði teknar þar að lútandi fari fram víðtækt samráð um málið við samtök rekstraraðila hópferðabifreiða og aðra aðila í ferðaþjónustu. Nauðsynlegt er að taka verulega á rekstri Reykjavíkurborgar strax fyrir árið 2015 og halda áfram umfjöllun um óhjákvæmilegt aðhald í rekstri ársins 2016 sem ákveðið verður í fjárhagsáætlun þess árs sem nú er í vinnslu.
16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 6. október 2015:
Lagt er til að borgarráð skori á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir nauðsynlegum breytingum á tekjustofnum sveitarfélaga til að tryggja að þeir séu í samræmi við þau verkefni sem sveitarfélögum eru falin.
Jafnframt lögð fram áskorun til ríkisstjórnar, ásamt greinargerð. R15100029
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Magnússon, situr hjá við afgreiðslu málsins.
17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 6. október 2015:
Sem liður í fyrstu skrefum í aðgerðaáætlun borgarráðs í fjármálum er lagt til að samþykkt verði að einskiptisgjöld í sund verði hækkuð í áföngum. Sundmiði fullorðinna hækki í 900 kr. frá og með 1. nóvember 2015, en fjölmiðakort og afslættir haldist óbreytt. R15090176
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
18. Lögð fram tillaga fjármálaskrifstofu, ódags., varðandi breytingu á reglum um gerð fjárhagsáætlunar ásamt fylgiskjölum með vinnsludrögum að breyttum reglum, dags. 11. og 28. september 2015. R15010267
Frestað.
19. Fram fer umfjöllun um lögreglusamþykkt Reykjavíkur frá 2008.
Hjalti J. Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R15090137
- Kl. 11.30 víkur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir af fundinum og Jóna Björg Sætran tekur sæti.
20. Lagt fram bréf íbúasamtaka Úlfarsárdals, dags. 19. júní 2015, vegna frágangs byggingalóða í Úlfarsárdal ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. september sl. R13040076
21. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 24. september 2015, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 23. september á tillögu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs um að tillögur sem fram koma í skýrslu starfshóps um samstarf Námsflokka Reykjavíkur og velferðarsviðs, dags. 30. apríl 2015, verði samþykktar og að yfirflutningur starfa náms- og starfsráðgjafa, samtals 2 stöðugildi, verði 31. desember 2015. R15090163
Samþykkt.
Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
22. Lagður fram dómur héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 29. september 2015, í máli nr. E-1548/2014: Ottó ehf. ofl. gegn Reykjavíkurborg. R14040135
23. Lagt fram bréf innri endurskoðunar, dags. 5. október 2015, með verkefnislýsingu vegna fyrirhugaðrar úttektar á þjónustumiðstöðum Reykjavíkurborgar. R15060136
Samþykkt að fela innri endurskoðun að vinna úttektina í samræmi við framlagða verkefnalýsingu.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn og flugvallarvinir telja fjárhagslega mikilvægt að úttekt af hálfu IE fari fram á þjónustumiðstöðvum borgarinnar og samþykkjum við því verkefnið. Komið hefur fram að fjalla á m.a. um stjórnsýslulega stöðu hverfisráðanna skv. lið 4. í verkáætlun með vísan til framtíðarskipulags. Það er brýnt að þar verði einnig horft til þess hvernig hægt sé að 1) tryggja að lýðræði og gagnsæi sé virkt við val fulltrúa í hverfisráð, 2) hvort og hvernig frumkvæði þeirra verði tryggt við málsmeðferð I málum sem tengjast hverfinu, 3) er ætlast til og þá hvernig að hlutverk þeirra sé ráðgefandi, 4) hvert er verksvið og vægi hverfisráðanna innan stjórnsýslunnar, 4.1.) sérstaklega að horfa til skörunar við a) ÍTR, b) SFS og c) VEL og 5. í siðasta lagi skoðað hvort að eðlilegt sé að hverfisráð verði skilgreindur sérstakur fjárhagsrammi í tengslum við ofangreind 3 svið. Árétting er til IE að halda kostnaði við utanaðkomandi keypta þjónustu við vinnunni verði haldið í algeru lágmarki.
- Kl. 11.55 víkur Kjartan Magnússon af fundinum.
24. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. október 2015, ásamt drögum að erindisbréfi starfshóps um rýningu á verkþáttum sem snúa að upplýsingum sem mynda fasteignamat húsnæðis í Reykjavík. R15100025
25. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. október 2015 vegna fjárhagsvanda tónlistarskóla í Reykjavík. Jafnframt lagt fram bréf mennta- og menningarmálaráðherra, dags. 28. september 2015. R14050043
Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Samkomulag ríkisins, borgarinnar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, um lausn á bráðavanda tónlistarskólanna var í burðarliðnum í vor og fól í sér tillögu í tólf liðum þar sem Reykjavíkurborg var tilbúin að leggja fram 90 milljónir, 60 milljónir áttu að koma frá ríkinu og 30 milljónir áttu að koma úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga með lagabreytingu sem Alþingi samþykkti 30. júní sl. Fulltrúar mennta- og menningarmálaráðherra og fjármálaráðherra tóku fullan þátt í vinnu við undirbúning þessa samkomulags og unnu borgaryfirvöld minnisblað um málið um miðjan júní sem átti að leggja fyrir ríkisstjórn í sumar. Borgarráð ítrekar að Reykjavíkurborg er tilbúin að leggja fram sinn hluta strax ef ríkið kemur á móti. Engan tíma má missa ef ekki á illa að fara fyrir þeim tónlistarskólum sem verst standa. Skorað er á ríkisstjórnina að koma að því með Reykjavíkurborg og Sambandi íslenskra sveitarfélaga að leysa þann vanda sem upp er kominn í þágu nemenda, forráðamanna þeirra og áframhaldandi öflugs tónlistarnáms í borginni.
26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. október 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð hafni forkaupsrétti sínum á lóð nr. 10 við Norðlingabraut. R15100020
Samþykkt.
27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. október 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð hafni forkaupsrétti sínum á lóð nr. 19 við Þingvað. R15100017
Samþykkt.
28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. október 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Urðarbrunni 102-104. R15090178
Samþykkt.
29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. október 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Urðarbrunni 106-108. R15090179
Samþykkt.
30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. október 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Urðarbrunni 110-112. R15090180
Samþykkt.
31. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. október 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Urðarbrunni 114-116. R15090181
Samþykkt.
32. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. október 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á umsögn sviðssins, dags. 2. október 2015, um frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, 133. mál. Jafnframt lagðar fram umsagnir Höfuðborgarstofu, dags. 2. október 2015, og Borgarsögusafns, dags. 29. september 2015, um frumvarpið. R15090142
Frestað.
33. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. október 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á umsögn sviðsins um frumvarp til laga um náttúruvernd (varúðarregla, almannréttur, sérstök vernd, framandi tegundir o.fl.), 140. mál. R15090145
Frestað.
Fundi slitið kl. 12.21
Halldór Auðar Svansson
Dagur B. Eggertsson Halldór Halldórsson
Sóley Tómasdóttir Jóna Björg Sætran
Skúli Helgason