Borgarráð - Fundur nr. 5375

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2015, fimmtudaginn 24. september, var haldinn 5375. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8.33. Viðstödd voru S. Björn Blöndal, Sóley Tómasdóttir, Þórgnýr Thoroddsen, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 14. september 2015. R15010030

2. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 17. september 2015. R15010004

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 15. september 2015. R15010006

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 15. september 2015. R15010008

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 14. september 2015. R15010009

6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 17. september 2015. R15010010

7. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 17. september 2015. R15010011

8. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 16. september 2015. R15010012

9. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. september 2015. R15010021

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 14 mál. R15080080

11. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 10 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R15090001

- Kl. 8.34 tekur Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum. 

- Kl. 8.36 tekur borgarstjóri sæti á fundinum.

12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. september 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. september 2015 á auglýsingu um tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.0. sem afmarkast af Vitastíg, Hverfisgötu, Barónsstíg og Laugavegi. R15070069

Samþykkt. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

- Kl. 8.50 víkur borgarstjóri af fundinum.

13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. september 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna 1. áfanga uppbyggingar við skóla, íþróttamannvirki, menningarmiðstöð og sundlaug í Úlfarsárdal. Kostnaðaráætlun er 570 m.kr. R15090121

Samþykkt.  

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

14. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 22. september 2015, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að falla frá forkaupsrétti í félaginu Þríhnúkar ehf., ásamt fylgiskjölum. Jafnframt er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 22. september 2015. R15090127

Samþykkt.

15. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 21. september, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 17. september 2015 á tillögu, dags. 14. september 2015, um nýtingu fjármagns vegna uppbyggingaráætlunar sértækra búsetuúrræða. R15090120

Samþykkt.

16. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 21. september 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi drög að samningi milli Útlendingastofnunar og Reykjavíkurborgar um þjónustu við hælisleitendur. R11060051

Frestað.

Vísað til umsagnar velferðarsviðs og  fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar.

Anna Kristinsdóttir og Sigþrúður Erla Arnardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

17. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 14. september 2015, þar sem fram kemur að rithöfundurinn Orlando Luis Pardo Lazo frá Kúbu er nýr gestur Reykjavíkurborgar í tengslum við ICORN (International Cities of Refuge Network).

Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R15030158

18. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, varðandi úrbætur á áhorfendaaðstöðu á Leiknisvelli, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. júlí sl. Jafnframt lögð fram umsögn íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 18. september 2015. R15070053

Samþykkt að vísa tillögunni til frekari skoðunar hjá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og umhverfis- og skipulagssviðs þar sem fyrir liggur að ÍTR er að vinna að forgangsröðun íþróttamannvirkja í borginni.

19. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 8. september 2015, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um biðlista eftir félagslegum leiguíbúðum, sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. ágúst sl. R15080035

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir lýsa áframhaldandi áhyggjum sínum af því hversu hægt gengur að fjölga félagslegum leiguíbúðum til að hægt sé að ganga á biðlista eftir félgagslegu húsnæði. Biðlisti sem telur yfir 700 umsóknir er óafsakanlegur og ljóst að um mikinn uppsafnaðan vanda er að ræða sem áskorun er fyrir meirihluta borgarstjórnar að takast á við, en það hefur gengið hægt, enda aukning í eignasafni á árinu aðeins 24 íbúðir.  Betur má ef duga skal.

20. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. september 2015, ásamt drögum að erindisbréfi starfshóps um heilsueflingu aldraðra. R15090111

21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. september 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að hefja söluferli á íbúð 0102 í Árskógum 8, ásamt fylgiskjölum. R15090110

Samþykkt.

22. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. september 2015, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að samþykkja kauptilboð Sjöstjörnunnar ehf. í Amtmannsstíg 5a, ásamt fylgiskjölum. R15050153

Samþykkt.

23. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. september 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi fjóra leigusamninga um beitiland í landi Varmadals á Kjalarnesi. Jafnframt lagðir fram leigusamningar við Axel S. Blomsterberg, dags. 15. september 2015, Guðlaug Pálsson, dags. 16. september 2015, Jón Jónsson, dags. 8. september 2015, og Ragnar Pál Aðalsteinsson, dags. 17. september 2015. R15090058

Samþykkt.

24. Fram fer kynning á árshlutareikningi Reykjavíkurborgar fyrir janúar-júlí 2015. R15010207

25. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu um efni fjárlagafrumvarps 2016 vegna fundar fulltrúa Reykjavíkurborgar með fjárlaganefnd 23. september 2015. R15010253

26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra: 

Borgarráð samþykkir að veita fjármálastjóra framlengda heimild til að greiða tónlistarskólum í Reykjavík, sem eru í tímabundnum greiðsluvanda, fyrirfram áætlað framlag Jöfnunarsjóðs vegna kennslukostnaðar vegna nemenda á miðstigi í söngnámi og/eða framhaldsstigi í söng- og tónlistarnámi, vegna september og október 2015, alls um 16,6 m.kr. í hvort sinn. Eigi síðar en 1. desember 2015 verður aftur horfið til eftirágreiðslu framlags og kemur þá til uppgjörs á ofangreindu fyrirkomulagi.

Greinargerð fylgir tillögunni. R15050134

Samþykkt.

27. Lagt fram tölvubréf Bergvins Oddssonar, dags. 23. september 2015, þar sem óskað er eftir tímabundnu leyfi frá störfum fyrir hverfisráð Grafarvogs. R14060118

Samþykkt.

28. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Haft hefur verið eftir fulltrúum meirihlutans í fjölmiðlum að tillaga um að sniðganga vörur frá Ísrael hafi verið í undirbúningi í borgarkerfinu í eitt ár áður en hún var lögð fram. Óskað er eftir öllum upplýsingum um feril málsins eins og fundargerðum, minnisblöðum, útreikningum, áhættumati, kynningaráætlunum og ábyrgðaraðilum ásamt áliti sem unnið var af innkaupasérfræðingum á skrifstofu borgarlögmanns en borgarstjóri upplýsti í viðtali við Viðskiptablaðið 18. september að slíkt álit hafi verið unnið. Þá er óskað eftir upplýsingum um það til hvaða sérfræðinga, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga var leitað í undirbúningi tillögunnar. Að lokum er óskað eftir því að upplýst verði hvernig samráði var háttað. R15090093

29. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu: 

Mikilvægt er að eyða þeirri óvissu sem ríkir um framhald tillögu um að Reykjavíkurborg sniðgangi vörur frá Ísrael. Greinargerð sem fylgdi tillögu Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna í borgarstjórn 22. þ.m. heldur málinu ennþá galopnu þar sem ekki var fallist á að draga greinargerðina til baka, en í henni eru boðaðar áframhaldandi aðgerðir borgarstjórnar í þessu máli. Greinargerðin er því stefnumarkandi. Slík óvissa er mjög skaðleg íslenskum hagsmunum og hefur haft neikvæð áhrif á ímynd lands og þjóðar. Því er lagt til að greinargerðin verði felld úr gildi. R15090093

Frestað.

30. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Óskað er eftir umfjöllun um lögreglusamþykkt Reykjavíkur frá 2008 á næsta eða þarnæsta fundi borgarráðs. Sérstaklega verði fjallað um ákvæði um lagningu stórra bifreiða í íbúðarhúsahverfum og númerslausra ökutækja á opnum svæðum og einkalóðum. R15090137

31. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Í samtali Viðskiptablaðsins við borgarstjóra föstudaginn 18. sept. kl. 18.15 eftir að tilkynning barst frá utanríkisráðuneytinu um að ákvörðun meirihluta borgarstjórnar væri í andstöðu við landslög, alþjóðasáttmála og utanríkisstefnu Íslands, lýsir borgarstjóri því yfir vegna tilkynningar utanríkisráðuneytis að ákvörðun Reykjavíkurborgar um að sniðganga vörur frá Ísrael væri ekki ólögmæt og það hefði farið fram athugun á lögmæti ákvörðunarinnar áður en hún var tekin af innkaupasérfræðingum á skrifstofu borgarlögmanns. Með vísan til þess er óskað eftir upplýsingum borgarlögmanns um þá athugun á lögmæti ákvörðunarinnar og þeirri niðurstöðu að hún væri ekki ólögmæt. R15090093

Fundi slitið kl. 9.39

S. Björn Blöndal

Halldór Halldórsson Heiða Björg Hilmisdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson Sóley Tómasdóttir

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir Þórgnýr Thoroddsen