Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2015, fimmtudaginn 10. september, var haldinn 5373. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.02. Viðstödd voru S. Björn Blöndal, Sóley Tómasdóttir, Halldór Auðar Svansson, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Birgir Björn Sigurjónsson, Pétur Krogh Ólafsson, Hallur Símonarson og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Rauða krossins, ódags., þar sem óskað er eftir að Reykjavíkurborg taki þátt og komi af stað áskoruninni Vertu næs. R15090034
Vísað til vinnslu hjá mannréttindaskrifstofu sem er falið að leggja tillögu um þátttöku Reykjavíkurborgar fyrir borgarráð.
- Kl. 9.03 taka Birgir Björn Sigurjónsson og Kristbjörg Stephensen sæti á fundinum.
- Kl. 9.04 taka Hrólfur Jónsson og Helga Björg Ragnarsdóttir sæti á fundinum.
2. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 4. september 2015, sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs frá 10. ágúst 2015 á verklagsreglum um úthlutun nýrra styrkja og samstarfssamninga menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar 2016. R14090064
Samþykkt.
Svanhildur Konráðsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 9.14 tekur Björk Vilhelmsdóttir sæti á fundinum.
- Kl. 9.17 víkur S. Björn Blöndal af fundinum.
3. Lagt fram bréf staðgengils borgarstjóra, dags. 8. september 2015, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki tillögur starfshóps um verklag vegna ráðninga starfsfólks til umönnunarstarfa og til að starfa með börnum og unglingum. Einnig er lögð fram skýrsla starfshópsins, dags. í júní 2015. R14090138
Frestað.
Samþykkt að vísa kafla 1.1 um vistun viðkvæmra gagna og kafla 2 um leiðbeiningar vegna öflunar upplýsinga úr sakaskrá til umsagnar starfshóps um gerð verklagsreglna um meðferð persónuupplýsinga og trúnaðargagna.
Kristrún Einarsdóttir, Lóa Birna Birgisdóttir, Halldóra Gunnarsdóttir, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir og Anna Oddný Helgadóttir taka sæti á fundinum undir þessum.
- Kl. 9.24 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
- Kl. 9.50 tekur S. Björn Blöndal sæti á fundinum að nýju.
4. Lagt fram bréf staðgengils borgarstjóra, dags. 8. september 2015, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki tillögur starfshóps um gæðakerfi og rekstrarhandbók Reykjavíkur og að skrifstofu borgarstjóra og borgarritara verði falin umsjón með verkefninu. Einnig er lagt til að kaup og innleiðing á hugbúnaðarlausn verði vísað til fjárfestingaráætlunar og tillögu um ráðningu verkefnisstjóra verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar. Einnig er lögð fram skýrsla starfshópsins, dags. í maí 2015, minnisblað 7.is, dags. ágúst 2015, ásamt umsögnum um skýrsluna. R14020208
Samþykkt.
Anna Rósa Böðvarsdóttir, Guðjón Örn Helgason, Svavar Jósefsson, Halldóra Káradóttir og Bjarni Daníelsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 31. ágúst 2015. R15010009
6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 27. ágúst 2015. R15010013
7. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 1. september 2015. R15010026
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 7. september 2015. R15010023
9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 14 mál. R15080080
10. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 14 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R15090001
11. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að útbúin verði aðstaða í Víðinesi fyrir heimilislaust fólk, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. júlí 2015. Jafnframt er lögð fram umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. ágúst 2015. R14070064
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar velferðarsviðs.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Móttaka heimilislauss fólks á Víðinesi er meðal þess sem hefur verið í skoðun inn á velferðarsviði þegar kemur að framtíðarnýtingu Víðiness. Á meðan svo er, er skynsamlegt að vísa tillögunni til áframhaldandi skoðunar hjá velferðarsviði til úrvinnslu við gerð fjárhagsáætlunar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Vegna vaxandi umfangs vanda heimilislauss fólks og brýnnar þarfar þar sem vetur gengur brátt í garð, væri rétt að láta verkin tala og samþykkja fyrirliggjandi tillögu Sjálfstæðisflokksins um móttöku og hýsingu heimilislausra í ónotuðu húsnæði á Víðinesi. Þess í stað kýs borgarstjórnarmeirihlutinn að vísa henni til frekari skoðunar í borgarkerfinu þrátt fyrir að hún hafi verið þar til skoðunar um hríð. Minnt skal á að tillaga Sjálfstæðisflokksins var flutt í borgarráði um miðjan júlí og hefur hún því legið fyrir án afgreiðslu í tæpa tvo mánuði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að nú þegar hafi gefist nægur tími til að skoða þá framkvæmd sem tillagan felur í sér og styðja ekki að henni verði frestað frekar.
12. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 3. september 2015, ásamt drögum að erindisbréfi starfshóps um samfélagslega ábyrgð Reykjavíkurborgar. R15010225
13. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 18. júní 2015, varðandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stefnumótun um viðhald gatna sem borgarstjórn samþykkti að vísa til meðferðar borgarráðs á fundi sínum 16. júní sl. Jafnframt lögð fram sameiginleg umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. ágúst 2015. R15060173
Tillagan er felld með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata og með vísan til umsagna gegn 2 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Viðhald gatna er tæknilegt úrlausnarefni og fer árangur viðhaldsins eftir samþykktri fjárhagsáætlun hverju sinni. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata telja ekki þörf á því að settur sé upp hópur kjörinna fulltrúa til að fjalla um málið heldur verði aðkoma þeirra að stefnumörkun áfram fyrst og fremst gegnum fjárhagsákvarðanir, frekar en tæknilegar útfærslur. Nú þegar er að störfum hópur sem hefur það verkefni að endurskoða og fara yfir forsendur leigu fasteigna og lagt er til að þeim starfshópi verði einnig falið að endurskoða forsendur leigu gatna.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir að ákvörðun um hvaða götur þarf að laga hverju sinni er tæknilegt úrlausnarefni. Hins vegar gengur tillaga Sjálfstæðisflokksins út á að kjörnir fulltrúar í borgarráði skipi verkefnahóp til að semja drög að stefnu um viðhald gatna sem hljóti svo samþykkt borgarstjórnar. Tilgangurinn með tillögu Sjálfstæðisflokksins er að gera forgangsröðun fjármuna til viðhalds gatna sýnilegri í anda gagnsærrar stjórnsýslu.
14. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 3. september 2015, þar sem fram kemur að á fundi borgarstjórnar þann 1. september 2015 hafi verið samþykkt að vísa skjalastefnu Reykjavíkurborgar aftur til meðferðar borgarráðs, ásamt fylgigögnum. R12120006
Samþykkt.
Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Skjalastefna Reykjavíkurborgar og framfylgd hennar er nauðsynleg forsenda þess að önnur stefnumótun borgarinnar nái fram að ganga. Þannig styður skjalastefna sér í lagi við upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar sem hefur það meðal markmiða að ferlar við ákvarðanatöku séu gagnsæir og rekjanlegir og að upplýsingar séu aðgengilegar á stafrænu formi. Í skjalastefnu er meðal annars kveðið á um að Reykjavíkurborg stefni að rafrænni varðveislu skjala og borgarráð telur mikilvægt að það markmið sé í forgangi. Rafræn varðveisla styður við skilvirka miðlun og meðhöndlun upplýsinga og er að auki umhverfisvæn.
15. Lagt fram bréf staðgengils borgarstjóra, dags. 8. september 2015, þar sem lagt er til að meðfylgjandi reglur og leiðbeiningar um framkvæmd ákvæðis um færslu afgangs/halla á milli ára verði samþykktar sem viðauki nr. 4 við reglur Reykjavíkurborgar um gerð fjárhagsáætlunar. R15090052
Samþykkt.
16. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 7. september 2015:
Borgarstjóra barst bréf, dags. 6. maí sl., með boði frá listamiðstöðinni Neu West Berlin í Berlín um að taka við hluta úr Berlínarmúrnum til eignar og varanlegrar uppsetningar í Reykjavíkurborg. Lagt er til að gjöfin verði þegin. Kostnaður er áætlaður 1,5 m.kr. og greiðist af kostnaðarstað 3104. Verkefnið mun rúmast innan gildandi fjárfestingaáætlunar. Málinu vísað áfram til vinnslu menningar- og ferðamálasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs.
Greinargerð fylgir tillögunni. R15070135
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf Íslenskrar ættleiðingar, dags. 8. júní 2015, varðandi tillögur um afgreiðslu á leigusamningi milli Íslenskrar ættleiðingar og Reykjavíkurborgar um húseignina að Bjarkarhlíð við Bústaðaveg. Jafnframt er lögð fram umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. ágúst 2015. R15070044
Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar er falið að vinna málið áfram á grundvelli umsagnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
18. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 2. september 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að afturkalla samþykki sitt fyrir aðilskiptum að byggingarrétti og lóðarréttindum að Freyjubrunni 23 frá 13. ágúst sl. R13020129
Samþykkt.
19. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 7. september 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að Reykjavíkurborg greiði kostnað við lagningu göngustígs um lóðina við Sundlaugaveg 29-35. Jafnframt er lögð fram kostnaðaráætlun, dags. 3. júlí 2015. R15070107
Samþykkt.
- Kl. 11.40 víkur Halldór Auðar Svansson af fundinum og Þórgnýr Thoroddsen tekur þar sæti.
20. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 10. september 2015, með mótmælum Reykjavíkurborgar við ákvörðun Minjastofnunar Íslands um skyndifriðun hafnargarðs við Austurhöfn. R15060216
Fundi slitið kl. 11.55
S. Björn Blöndal
Þórgnýr Thoroddsen Halldór Halldórsson
Sóley Tómasdóttir Kjartan Magnússon
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir Björk Vilhelmsdóttir