Borgarráð - Fundur nr. 5372

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2015, fimmtudaginn 3. september, var haldinn 5372. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.06. Viðstödd voru auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Sóley Tómasdóttir, Halldór Auðar Svansson, Hjálmar Sveinsson, Halldór Halldórsson Júlíus Vifill Ingvarsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Halldóra Káradóttir, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Krogh Ólafsson, Hallur Símonarson og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.

Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á áhættumati vegna lokunar flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli. R15070066

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Í samræmi við nýsamþykkta upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar segir að „ákvarðanir þurfa að byggjast á bestu fáanlegu upplýsingum og almenningur og aðrir hagsmunaaðilar þurfa að vera vel upplýstir um ákvarðanir og forsendur þeirra“. Hér kristallast ágreiningur borgarfulltrúa um málið en Framsókn og flugvallarvinir telja forsendur áhættumats ISAVIA um lokun brautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli séu ekki fullnægjandi, því þar eigi m.a. að taka tillit til áhrifa lokunar á flugvallarkerfi landsins í heild sinni, almannavarna, áhrifa á sjúkraflutninga, fjárhaglegra áhrifa á flugrekstur og að taka hefði átt tillit til hliðarvindsstuðuls 10 hnúta er varðar ákveðnar tegundir flugvéla sem í dag sinna sjúkraflugi. Þrátt fyrir þann ágreining um forsendur er ákvörðun um lokun neyðarbrautarinnar alltaf Innanríkisráðuneytisins eins og lög gera ráð fyrir og staðfest hefur verið á fundi okkar hér í dag. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Áhættumat Isavia nær ekki til þess hvaða áhrif lokun svokallaðrar neyðarbrautar (06/24) hefði á samgöngu- og flugvallarkerfi landsins. Það nær ekki til almannavarna, öryggissjónarmiða né áhrifa á sjúkraflutninga. Áhættumatið nær ekki til fjárhagslegra áhrifa á flugrekstur né efnahagslegra áhrifa almennt. Í áhættumatsskýrslunni er áréttað að framtíð neyðarbrautarinnar er í höndum innanríkisráðherra.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata og  leggja fram svohljóðandi bókun:

Öryggisúttekt Isavia um lokun þriðju brautarinnar dregur fram að óhætt er að loka brautinni þegar horft er til viðmiða Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO). Notkunarstuðull reiknast 97% en alþjóðlegt viðmið er að hann eigi ekki að fara niður fyrir 95%. Þegar metnar eru raunverulegar aðstæður, byggt á nákvæmum vindmælingum, ástandi flugbrautar, skyggni og skýjahæð og raunverulegri notkun í innanlandsflugi og sjúkraflugi er nýting vallarins miðað við að þriðju brautinni sé lokað enn betri, eða vel yfir 98%. Lækkun nýtingar vegna lokunar þriðju brautarinnar reiknast um 0,6%. Öryggisúttektin sýnir þannig fram á að ljóst er að með mildunarráðstöfunum er ásættanlegt að loka þriðju brautinni. Mikilvægt er að það gangi eftir, í samræmi við samninga ríkis og borgar þar um á undanförnum árum, nú síðast samning Reykjavíkurborgar og ríkisins sem samþykktur var einróma í borgarráði þann 31. október 2013.

Karl Alvarsson, Helga Eyjólfsdóttir og Egill Þorsteinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. Einnig taka Greta Björg Egilsdóttir, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Kjartan Magnússon og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 31. ágúst 2015, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 27. ágúst 2015 á meðfylgjandi tillögu að reglum um beingreiðslusamninga við fatlað fólk og forsjáraðila barna, dags. 13. ágúst 2015. R15020189

Samþykkt.

Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir fagna framkomnum reglum sem við teljum vera miklar réttarbót fyrir notendur enda er með þeim verið að festa ákveðið verklag sem í framkvæmd hefur verið. Gagnsæi, lögmæti og skilvirkni ákvarðanatöku ætti að aukast, sem og eiga niðurstöður að vera fyrirsjáanlegri fyrir umsækjendur, sem leiðir til færri ágreiningsmála og sterkari vitundar um rétt og stöðu aðila í þessum málum.

3. Fram fer kynning á hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2015-2020.

Ólöf Kristjánsdóttir og Kristinn Jón Eysteinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R15040074

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir sakna þess að sjá ekki meiri áherslu á öryggissamspil gangandi vegfarenda og hjólreiðafólks í áætluninni sem hér var kynnt og vonumst við til þess að úr því verði bætt í framkvæmd áætlunarinnar.

4. Lagt fram bréf borgarritara, dags. 27. ágúst 2015, þar sem lagðar eru fram til kynningar reglur um meðferð símtalagagna, dags. 26. ágúst 2015. R15080073

Halldór Lárusson og Svavar Jósefsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Lagt fram bréf borgarritara, dags. 26. ágúst 2015, þar sem lagðar eru fram til kynningar endurskoðaðar reglur um farsíma, snjalltæki og heimtatengingar starfsmanna Reykjavíkurborgar, dags. s.d. Jafnframt er lögð fram skýrsla starfshóps um endurskoðun reglna um farsíma starfsmanna Reykjavíkurborgar, dags. í júní 2015. R15010139

Halldór Lárusson og Svavar Jósefsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Lögð fram fundargerð bílastæðanefndar frá 28. ágúst 2015. R15010029

7. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 19. og 25. apríl 2015. R15010030

8. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 27. ágúst 2015. R15010032

9. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 29. apríl og 26. ágúst 2015. R15010007

10. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 19. maí 2015. R15010026

11. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 22. júní 2015. R15010025

12. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 2. september 2015. R15010021

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

13. Lögð fram fundargerð öldungaráðs frá 21. ágúst 2015. R15030096

14. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R15080080

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. ágúst 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. ágúst 2015 á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna lóðar nr. 59 við Laugaveg. R15080097

Samþykkt.

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. ágúst 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. ágúst, á umsögn byggingafulltrúa, s.d., um tillögu af Betri Reykjavík „Breyta nafninu á höfða (t.d. Bíldshöfða) í Svarthöfða“, dags. 31. júlí 2013. Lagt til að breyta heiti Bratthöfða, sem liggur milli Sævarhöfða og Stórhöfða, í Svarthöfða. R15080100

Samþykkt.

17. Lagt fram bréf bílastæðanefndar, dags. 27. apríl 2015, sbr. samþykkt nefndarinnar frá 24. apríl 2015 um gjaldskyldu norðan Hringbrautar. R15040185

Samþykkt.

18. Lagt fram bréf stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, dags. 28. ágúst 2015, varðandi rafræna gagnagátt um fjármál Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum. R13030071

Samþykkt, fjárhagslega hluta erindisins vísað til borgarstjórnar.

Bókun borgarráðs:

Borgarráð fagnar því að vinna við innleiðingu rafrænnar gagnagáttar um fjármál Reykjavíkurborgar sé komin á þann stað að fyrir liggi tímasettar og kostnaðarmetnar tillögur um hvernig standa eigi að henni, sem og opnun gagna borgarinnar almennt. Málið á rætur sínar að rekja til tillögu Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var einróma á fundi borgarstjórnar 2. október 2012 en á þessu kjörtímabili hefur því verið fylgt eftir í stjórnkerfis- og lýðræðisráði. Gagnsæi í rekstri borgarinnar hjálpar til við skilvirka stjórn hennar sem og gefur almenningi færi á að veita henni aðhald og er því mikilvægur liður í þeirri rekstrarhagræðingu sem borgin stendur frammi fyrir. Tillögurnar eru jafnframt í fullu samræmi við það markmið um opin gögn sem finna má í nýrri upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var í borgarráði á fundi þess þann 9. júlí síðastliðinn.

19. Lagt fram bréf innanríkisráðuneytisins, dags. 13. ágúst 2015, um úrskurð ráðuneytisins vegna kæru Ragnars Sigurðssonar Proppé á úthlutun Reykjavíkurborgar á byggingalóðum til annarra trúfélaga en þjóðkirkjunnar án endurgjalds. R14100321

20. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 31. ágúst 2015, ásamt drögum að erindisbréfi starfshóps um aðlögun vegna loftlagsbreytinga. R15080093

21. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að útbúin verði aðstaða í Víðinesi fyrir heimilislaust fólk, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. júlí 2015. Jafnframt er lögð fram umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. ágúst 2015. R14070064

Frestað.

22. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags 30. ágúst 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi viðauka við leigusamning aðila þar sem Reykjavíkurborg yfirtekur skyldur Strætó bs. vegna leiguhúsnæðis í bragga 10 að Þórðarhöfða 4. R15080089

Samþykkt.

23. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. ágúst 2015, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að framlengja núverandi leigusamningi við Toppstöðina vegna Rafstöðvarvegar 4 með ákvæði um að gagnkvæmur uppsagnarfrestur verði sex mánuðir. Jafnframt er lagður fram viðauki við leigusamning frá desember  2011, ásamt fylgiskjölum og leigusamningur, dags. í desember 2009. R15060187

Samþykkt.

24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. ágúst 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að hefja söluferli á eignarhlut Reykjavíkurborgar í Álfabakka 14a. Jafnframt eru lagðir fram leigusamningar við Fröken Júlíu og Blindravinnustofuna. R15080087

Samþykkt.

25. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. ágúst 2015, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að úthluta Evu Björk Gunnarsdóttur og Styrmi Erni Snorrasyni lóð og byggingarrétt fyrir einbýlishús að Haukdælabraut 12. R15030279

Samþykkt.

26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. ágúst 2015, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að úthluta SMG ehf. lóð og byggingarrétt fyrir einbýlishús að Haukdælabraut 36. R15070038

Samþykkt.

27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. ágúst 2015, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að úthluta SMG ehf. lóð og byggingarrétt fyrir einbýlishús að Haukdælabraut 34. R15070039

Samþykkt.

28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. ágúst 2015, þar sem lagt er til að meðfylgjandi leigusamningur við Kynnisferðir ehf. verði samþykktur. Jafnframt er lagt fram tilboð í leigu, dags. 28. ágúst 2015, leigusamningur, dags. 31. ágúst 2015 og kynning frá leigutaka, dags. 31. ágúst 2015. R15080086

Samþykkt.

29. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi tillögu: 

Í nýrri skýrslu fjármálaskrifstofu segir um rekstrarniðurstöðu A-hluta að hann kalli á viðbrögð í fjármálastjórn borgarinnar.  Því leggja Framsókn og flugvallarvinir fram þá tillögu að borgarráð fái aðstoð utanaðkomandi rekstrarsérfræðinga frá viðurkenndri endurskoðunarskrifstofu til að takast á við fjárhagsvanda borgarinnar sem skal vera borgarráði til ráðgjafar í þeirri vinnu sem framundan er til að ná fram sparnaði og hagræðingu til að snúa við hallarekstri borgarinnar. R15090023

Frestað.

Fundi slitið kl. 13.01

S. Björn Blöndal

Halldór Auðar Svansson Halldór Halldórsson

Hjálmar Sveinsson Júlíus Vífill Ingvarsson

Sóley Tómasdóttir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir