No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2015, fimmtudaginn 27. ágúst, var haldinn 5371. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.08. Viðstödd voru auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Líf Magneudóttir, Halldór Auðar Svansson, Hjálmar Sveinsson, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Halldóra Káradóttir, Óli Jón Hertervig, Ólöf Örvarsdóttir, Hallur Símonarson og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á fornleifauppgreftri í Austurhöfn.
Ragnheiður Traustadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Einnig tekur Heiða Björg Hilmisdóttir sæti á fundinum undir þessum lið.
- Júlíus Vífill Ingvarsson tekur sæti á fundinum kl. 9.10.
- Kristbjörg Stephensen tekur sæti á fundinum kl. 9.14.
- Ellý Katrín Guðmundsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 9.17. R15080047
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn og flugvallarvinir þakka fyrir upplýsandi kynningu og ljóst er að auka þarf samráð við fornleifafræðinga og Minjastofnun við gerð skipulags borgarinnar. Í ljósi þess er óskað eftir að fulltrúar Minjastofnunar komi á fund borgarráðs til kynningar á starfsemi sinni og aðkomu að skipulagi og framkvæmdum Reykjavíkurborgar.
2. Lagt fram bréf skrifstofu þjónustu og reksturs, dags. 28. maí 2015, með tillögu starfshóps að skjalastefnu Reykjavíkurborgar. Jafnframt er lagt fram erindisbréf starfshóps um skjalavistunarstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 28. janúar 2013, og drög að skjalastefnu Reykjavíkurborgar 2015-2020.
Vísað til borgarstjórnar.
Óskar Sandholt, Svanhildur Bogadóttir, Halla María Árnadóttir og Helga Björg Ragnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. Einnig tekur Heiða Björg Hilmisdóttir sæti á fundinum undir þessum lið. R12120006
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 18. ágúst 2015. R15010006
4. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Grafarvogs frá 10. júlí og 18. ágúst 2015. R15010008
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 20. ágúst 2015. R15010010
6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 13. ágúst 2015. R15010011
7. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 24. ágúst 2015. R15010012
8. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 20. ágúst 2015. R15010014
9. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 21. ágúst 2015. R15010015
10. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 21. ágúst 2015. R15010023
11. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. ágúst 2015. R15010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 1 mál. R15070117
13. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 6 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R15080001
14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. ágúst 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. ágúst 2015 á verklýsingu aðalskipulagsbreytingar vegna Nauthólsvegar/Flugvallarvegar, sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er lögð fram verkefnislýsing aðalskipulagsbreytingar Nauthólsvegur/Flugvallarvegur, dags. í ágúst 2015. R11060102
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. ágúst 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. ágúst 2015 á verkefnislýsingu aðalskipulagsbreytingar vegna lagfæringar á þéttbýliskorti 1:20.000, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna Tjarnargötu, Hálsasels, Brekkuhúss og Maríubaugs. Jafnframt er lögð fram verkefnislýsing aðalskipulagsbreytingar, dags. í ágúst 2015. R11060102
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. ágúst 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. ágúst á tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á afmörkun deiliskipulags Úlfarsárdals fyrir hverfi 4. Jafnframt eru lagðar fram innsendar athugasemdir og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. ágúst 2015. R15050081
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. ágúst 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. ágúst á tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Úlfarsárdal. Jafnframt eru lagðar fram innsendar athugasemdir og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. ágúst 2015. R15050082
Samþykkt.
18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. ágúst 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. ágúst 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík í samræmi við niðurstöðu hugmyndasamkeppni um deiliskipulag Háskólans í Reykjavík, Háskólagarða. Jafnframt er lögð fram innsend athugasemd og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. júlí 2015. R15050142
Samþykkt.
- Kl. 10.55 víkur Hjálmar Sveinsson af fundinum.
19. Lagt fram að nýju bréf staðgengils borgarstjóra, dags. 6. ágúst 2015, þar sem lagt er til að borgarráð skori á Alþingi að staðfesta the Humanitarian Pledge og að borgarstjóri sendi forseta Alþingis bréf þess efnis. Jafnframt er lagt fram bréf Peace Boat Hibakusha Project, ódags. R14020160
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokksins samþykkja áskorun til Alþingis um bann við kjarnorkuvopnum þrátt fyrir að við teljum að ekki sé nægjanlega langt gengið í vopnabanni sem aðeins er beint gegn kjarnorkuvopnum en ekki öðrum vopnum sem ganga kaupum og sölum í dag og valda óbreyttum borgurum dauðsföllum á hverjum degi, m.a. í þeim löndum sem eru á lista yfir lönd sem hafa samþykkt þetta bann. Þá eru á listanum yfir lönd sem hafa samþykkt bannið, lönd sem stunda mannréttindabrot og virða mannslíf lítils á hverjum degi og er á enga hátt hægt að túlka stuðning okkar við þennan lið sem samþykki okkar fyrir því sem fram fer í mörgum þessara landa.
20. Lagt fram bréf nefndasviðs Alþingis, dags. 3. júlí 2015, þar sem óskað er eftir umsögn Reykjavíkurborgar um frumvarp til laga um húsnæðisbætur (heildarlög), 788. mál. Einnig eru lagðar fram umsagnir velferðarsviðs, dags. 24. ágúst 2015 og fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 25. ágúst 2015 R15070014
Umsagnirnar samþykktar.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn og flugvallarvinir fagna því frumvarpi sem hér hefur verið lagt fram að því leyti að það hefur í för með sér umtalsverðan sparnað fyrir borgarsjóð. Samkvæmt umsögn fjármála- og efnahagsráðueytis um frumvarpið mun ábyrgð á framkvæmd og fjármögnun almennra húsaleigubóta færast frá sveitarfélögum til ríkisins og mun ríkissjóður því greiða þær að fullu en ríkið hefur verið að fjármagna liðlega 65% af útgjöldunum til þessa. Þá mun breytt fyrirkomulag við umsýslu og útborgun leiða til sparnaðar fyrir borgina í tengslum við minnkandi umsvif tengd húsaleigubótum. Hins vegar gæti orðið meira flækjustig fyrir leigjendur sem bæði fá húsnæðisbætur og sérstakar húsaleigubætur að þurfa að sækja afgreiðslu á sínum málum á tveimur stjórnsýslustigum. Hins vegar er áhyggjuefni eins og fram kemur í umsögn ráðuneytisins að frumvarpið felur í sér að styrkir til leigjenda munu aukast hlutfallslega meira eftir því sem tekjur viðkomandi eru hærri og að aukinn ríkisstuðningur við leigjendur við núverandi aðstæður á leigumarkaði muni eflaust leiða til hækkunar á leiguverði og skila meiri ábata fyrir leigusala en leigjendur.
21. Lagður fram árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir janúar–júní 2015. Einnig er lögð fram skýrsla fjármálaskrifstofu, dags. 27. ágúst 2015 og umsögn endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar, dags. 25. ágúst 2015. R15070134
Samþykkt.
Gísli Hlíðberg Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Uppgjör fyrir rekstur fyrstu 6 mánuði ársins 2015 sýnir að áfram er mikið tap á A-hluta Reykjavíkurborgar eða sem nemur rúmum 3 milljörðum króna sem er næstum tvöfalt meira tap en reiknað var með í fjárhagsáætlun. Staðan er því orðin mjög alvarleg sem er því miður í samræmi við viðvaranir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum. Veltufé frá rekstri A-hluta sem er það fjármagn sem reksturinn skilar í peningum er 1,4% af rekstrartekjum en þarf að lágmarki að vera 9% miðað við greiningu fjármálaskrifstofu í tengslum við ársreikning 2014. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar segir í skýrslu sinni að þessi slæma niðurstaða kalli á viðbrögð í fjármálastjórn borgarinnar. Mikill þungi er í þeim orðum fjármálaskrifstofunnar og undirstrikar þörf þess að markviss vinna verði sett strax af stað við að taka á rekstrarvandamálum Reykjavíkurborgar. Við afgreiðslu ársreiknings ársins 2014 lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að slík vinna færi strax af stað.
22. Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar til mennta- og menningarmálaráðherra, dags. 27. ágúst 2015, varðandi tillögu að lausn á bráðum fjárhagsvanda tónlistarskóla í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum. R14050043
23. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina og leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2014 var lagður fram þann 9. apríl 2015, fyrir tæpum 5 mánuðum. Á þessum tíma hafa Framsókn og flugvallarvinir gefið meirihlutanum svigrúm og vinnutíma til að bregðast við. Ekkert hefur bólað á frumkvæði meirihlutans að hugmyndum eða lausnum á því hvernig og með hvaða hætti hann hyggst taka á þeim mikla rekstrarvanda og taprekstri A-hluta borgarsjóðs, en aðalsjóður var rúmlega 7 milljarða í mínus. Þá hefur ekkert samráð verið haft við minnihlutann til að reyna að koma böndum á reksturinn. Í ljósi þessa og þeirrar staðreyndar að borgarstjórn er fjölskipað stjórnvald, þá óska Framsókn og flugvallarvinir eftir því að meirihluti borgarstjórnar leggi fram í borgarráði ítarlegar upplýsingar um hvernig, með hvaða hætti og til hvaða aðgerða hann hyggst grípa til að bregðast án tafar við rekstrarvanda borgarinnar, eigi síðar en fyrir 9. september 2015. R15030149
Fundi slitið kl. 12:32
S. Björn Blöndal
Dagur B. Eggertsson Halldór Auðar Svansson
Halldór Halldórsson Líf Magneudóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir