Borgarráð - Fundur nr. 5366

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2015, fimmtudaginn 9. júlí, var haldinn 5366. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson, og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Óli Jón Hertervig, Kristbjörg Stephensen, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Krogh Ólafsson og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 18. júní 2015. R15010032

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 18. júní 2015. R15010008

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 11. júní 2015. R15010011

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 18. júní 2015. R15010013

5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 3. júlí 2015. R15010015

6. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. júlí 2015. R15010021

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál. R15060222

8. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 24 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R15070001

9. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R15010088

Samþykkt að veita Golfklúbbi borgarstarfsmanna styrk að fjárhæð kr. 250.000.- vegna endurnýjunar á samstarfssamningum við golfklúbba á höfuðborgarsvæðinu.

Samþykkt að veita Staðlaráði Íslands  styrk að fjárhæð kr. 50.000.- vegna þýðingu og útgáfu ISO 9000 og 9001.

Samþykkt að vísa styrkumsókn Sigrúnar Daníelsdóttur vegna alþjóðlegrar ráðstefnu um holdafarsmisrétti til meðferðar hjá forsætisnefnd. 

Öðrum styrkumsóknum er hafnað. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til bókunar sinnar frá 19. júní 2014.

10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. júlí 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagssráðs frá 1. júlí 2015, um endurauglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Örfiriseyjar, ásamt fylgigögnum. R15010172

Samþykkt. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Skipulag Örfiriseyjar er betra í þeirri tillögu sem fyrir mistök var auglýst en með þeim breytingum sem meirihlutinn í Reykjavík vill halda til streitu. Þá þarf að ítreka að mun betur mætti vinna með skipulag í Örfirisey. Mjög spennandi tækifæri til uppbyggingar liggja á svæðinu en með því að einskorða sig svo við hafnarsækna starfsemi er ljóst tækifærum fækkar. Örfirisey gæti verið eitt af vinsælustu svæðum í Reykjavík og blönduð byggð ásamt hafnsækinni starfsemi þar myndi styðja mun betur við meginmarkmið aðalskipulags Reykjavíkurborgar en það skipulag sem fyrir liggur.

11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. júlí 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagssráðs frá 1. júlí 2015 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5 vegna lóðanna nr. 7 og 9 við Vegamótastíg, ásamt fylgigögnum. R15070031

Samþykkt.

12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. júlí 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. júlí 2015 á breytingu á deiliskipulagi norðan Rauðagerðis, við Miklubraut, ásamt fylgigögnum. R15040036

Samþykkt.

13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. júlí 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. júlí 2015 á umsókn Mannverks ehf., dags. 4. nóvember 2014, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.240.2, Bankareits, vegna lóðarinnar nr. 120 við Laugaveg. R14120107

Samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. 

Erindið er fullnaðarafgreitt í borgarráði með vísan til 4. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórnar Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, sbr. 14. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 16. júní sl.

14. Lagt fram bréf Heiðu Kristínar Helgadóttur, ódags., f.h. Best Peace Solutions, þar sem óskað er eftir heimild til að reisa tímabundið umhverfislistaverk á Bernhöftstorfu í einn mánuð sumarið 2015. Jafnframt lagðar fram umsagnir menningar- og ferðamálaráðs, dags. 23. júní 2015, og umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. júní 2015. R15060114

Samþykkt. með vísan til framlagðra umsagna. Borgarráð felur umhverfis- og skipulagssviði og menningar- og ferðamálasviði fullnaðarvinnslu málsins með umsækjanda.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:  

Framsóknar og flugvallarvinir samþykkja að veita tímabundna heimild til að setja upp umhverfislistaverk á Bernhöftstorfu til eins mánaðar, en teljum að almennt þurfti að fara mjög varlega í veitingu heimilda/leyfa, sem breyta ásýnd Bernhöftstorfu sem og annarra sögufrægra almenningsrýma í borginni.

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. júlí 2015, varðandi kynningu á niðurstöðum dómnefndar úr hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar um rammaskipulag Elliðaárvogs – Ártúnshöfða á svæðum 2, 3 og 4 sem afmarkast af Miklubraut til suðurs, Elliðaárvogi til vesturs, Grafarvogi til norðurs og Gullinbrú til austurs.

Björn Guðbrandsson og Þráinn Hauksson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R15020225

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. júlí 2015, varðandi kynningu á niðurstöðu dómnefndar í hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar og Ríkisútvarpsins um skipulag Efstaleitis.

Helgi Már Hallgrímsson og Sigurður Hallgrímsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R14050095

17. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 2. júlí 2015, sbr. samþykkt stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 1. júní 2015, um að vísa drögum að nýrri upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar til staðfestingar borgarráðs. R15020022

Samþykkt. 

Vísað til umræðu á fundi borgarstjórnar 1. september.

Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun: 

Upplýsingastefna Reykjavíkurborgar 2015-2020 tekur við af gildandi upplýsingastefnu sem er frá árinu 2000. Nýja stefnan er metnaðarfull og nær til allra sviða borgarinnar, ráða og nefnda, deilda, stofnana, starfseininga, kjörinna fulltrúa, fyrirtækja og byggðasamlaga í meirihlutaeigu hennar. Upplýsingastefnan byggist á þeim grunni að vönduð meðferð og miðlun upplýsinga sé mikilvægur lykilþáttur í starfsemi borgarinnar sem huga þarf að á öllum stigum. Gott flæði upplýsinga innan stjórnsýslunnar styður við skilvirka þjónustu og málsmeðferð, gott flæði upplýsinga úr stjórnsýslunni tryggir gagnsæi og gott flæði upplýsinga til stjórnsýslunnar er undirstaða vandaðrar ákvarðanatöku og samráðs. Borgarstjórn og borgarstjóri bera heildarábyrgð á upplýsingastefnunni og endurskoðun hennar en upplýsingastjóri ber ábyrgð á gerð og framkvæmd aðgerðaáætlunar til tveggja ára í senn sem styður við innleiðingu stefnunnar. Mikilvægt er að kynna upplýsingastefnuna vel innan borgarkerfisins og virkja allt starfsfólk hennar í að vinna samkvæmt henni eftir því sem við á. 

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun: 

Framsókn og flugvallarvinir taka undir bókun borgarráðs, en ítreka mikilvægi forgangsröðunar fjármuna nú, vegna  þeirrar þröngu fjárhagsstöðu sem Reykjavíkurborg er í og að sjónarmið ráðdeildar og hagsýni verði höfð að leiðarljósi við innleiðingu upplýsingastefnunnar. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins minna á að eitt er að samþykkja metnaðarfullar tillögur í upplýsingamálum en annað að framfylgja þeim. Í því sambandi er hér minnt á nokkrar tillögur Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum, sem miða að því að auka upplýsingagjöf til almennings um ráðstöfun almannafjár, en ekki hafa komist til framkvæmda þrátt fyrir ítrekaðan eftirrekstur vegna áhugaleysis borgarstjórnarmeirihlutans. Hvatt er til þess að umræddar tillögur verði teknar til afgreiðslu og samþykktar sem fyrst: Í október 2012 samþykkti borgarstjórn tillögu Sjálfstæðisflokksins um að upplýsingar um allar kostnaðargreiðslur borgarinnar yrðu gerðar almenningi tiltækar með rafrænum hætti á netinu. Ekkert hefur gerst þrátt fyrir að kveðið væri á um það í samþykkt borgarstjórnar að útfærðar tillögur um framkvæmd verkefnisins lægju fyrir 15. mars 2013. Í nóvember 2012 lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að gagnsæi yrði aukið í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar með því að birta gögn, sem formlega eru lögð fram á fundum nefnda og ráða borgarinnar, á netinu ásamt fundargerðum og gera þau þannig aðgengileg almenningi. Ekkert hefur gerst þrátt fyrir að fulltrúar þáverandi borgarstjórnarmeirihluta hafi vísað tillögunni til borgarráðs með þeim orðum að unnið væri að málinu. Er Reykjavíkurborg nú orðinn eftirbátur margra annarra sveitarfélaga í slíkri upplýsingagjöf.

18. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 6. júlí 2015, þar sem lagt er til að borgarráð falli frá forkaupsrétti sínum að fiskiskipinu Frera RE-73, skipaskrárnúmer 1345. R15060006

Samþykkt.

19. Lagður fram dómur Héraðsdóms í máli E-850/2014, Guðrún Birna Smáradóttir gegn Reykjavíkurborg. R14030031

20. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 30. júní 2015, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um áhrif uppsagna á aksturssamningum á samgönguvenjur starfsmanna, sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. maí sl. R15020238

21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 18. júní 2015: 

Borgarráð samþykkir að skipaður verði þriggja manna sparnaðarhópur með fulltrúum meirihluta og minnihluta til að vinna ásamt borgarstjóra að tillögum sem leiða muni til sparnaðar í rekstri borgarinnar. Sviðsstjórar og formenn fagráða verði hópnum til ráðgjafar, auk fjármálaskrifstofu sem mun annast utanumhald með vinnu hópsins. Borgarstjóri setji hópnum erindisbréf. 

Borgarráð leggur fram svohljóðandi tillögu: 

Þar sem ekki náðist samstaða um upphaflega tillögu um sparnaðarnefnd er lagt til að borgarráð fari með hlutverk sparnaðarnefndar. R15060165

Samþykkt.

22. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. júlí 2015, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að erindisbréfi stýrihóps um innleiðingu stefnumörkunar í almenningssamgöngum í Reykjavík. R13030084

Samþykkt. Einnig er samþykkt að skipa Kristínu Soffíu Jónsdóttur, Þórgný Thoroddsen og Hildi Sverrisdóttir í hópinn.

23. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. júlí 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning um gæsluvallarhús við Freyjugötu 19. R15060229

Samþykkt.

24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. júlí 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning um hagabeit í landi Norðurgrafar á Kjalarnesi. R15060188

Samþykkt.

25. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. júlí 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að fella niður húsaleigu frá og með 1. ágúst nk. til 1. janúar 2016 á íbúð að Bergvík 2 á Kjalarnesi. R15070021

Samþykkt.

26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. júlí 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning við Skógræktarfélag Kjalarness um leigu á 54 hektara spildu í landi norður af Arnarhamri á Kjalarnesi. R15070019

Samþykkt.

27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. júlí 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning við Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík ehf. (RIFF) vegna hluta af 1. hæð í Tjarnargötu 12. R15060189

Samþykkt.

28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. júlí 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning við Bílastæðasjóð vegna bifreiðastæða í Reykjavík. R15070020

Samþykkt.

29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. júlí 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að heimilt sé að gera lóðaleigusamninga fyrir allar lóðir fyrir atvinnuhúsnæði þegar lóðarverð hefur verið greitt óháð því hvort framkvæmdir eru hafnar eða ekki. R15070023

Samþykkt.

30. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. júlí 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki kaupsamning um sölu lóðarinnar Vallarstræti 2 til Lindarvatns ehf. R14080059

Samþykkt.

31. Lagt fram afrit af bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. júní 2015, til Sorpu bs. um meðhöndlun sérsafnaðs lífræns úrgangs frá Reykjavík. R15050099

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun: 

Í kjölfar niðurstöðu kærunefndar útboðsmála þann 27. mars sl. í máli Íslenska gámafélagsins/Metanorku vegna gas- og jarðgerðarstöðvar vinnur SORPA bs. nú að útboði á tæknilausn fyrir gas- og jarðgerðarstöðina. Stefna Reykjavíkurborgar er að bjóða íbúum sínum upp á að flokka og skila lífrænum úrgangi til endurvinnslu eftir að gas- og jarðgerðarstöð hefur verið byggð. Í samræmi við þá stefnu leggja borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Framsóknar og flugvallavina áherslu á að ráð verði gert fyrir að tæknilausnin hafi þann sveigjanleika sem þarf til að hægt verði að meðhöndla blandaðan úrgang og sérsafnaðan lífrænan úrgang aðskilið í þeim ferlum sem búnir verða til í kringum fyrirhugða gas- og jarðgerðarstöð.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir telja mikilvægt að útboðið sé þannig úr garði gert að tæknilausnir sem boðnar séu út, styðji við þær úrgangs og endurvinnsluáætlanir sem Reykjavíkurborg hefur þegar samþykkt og gert.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir nauðsyn þess að fólk hafi val um hvers konar þjónustu það nýtir sér varðandi lífrænan úrgang. Þá leggja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins áherslu á að full ástæða er til þess að endurskoða stefnu Sorpu bs. í kjölfar málaferla í tengslum við gas- og jarðgerðarstöð sem og vegna mismunandi áherslna varðandi tæknilausnir í úrgangsmálum.

32. Lagður fram að nýju 23. liður fundargerðar borgarráðs frá 2. júlí sl. Eftirfarandi var fært til bókar: Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 25. júní 2015, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 24. júní 2015 á tillögu um stofnun og starfrækslu alþjóðadeildar við Landakotsskóla fyrir allt að 24 nemendur.

Rétt bókun verður: Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 25. júní 2015, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 24. júní 2015 á tillögu um stofnun og starfrækslu alþjóðadeildar við Landakotsskóla fyrir allt að 24 nemendur. Sviðsstjóra verði falið að ganga til samninga við forsvarsmenn skólans sem feli í sér heimild til að greiða framlög með allt að 13 reykvískum börnum á samningstímanum. R15060234

33. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Óskað er eftir upplýsingum varðandi stöðu mála við varnargarð meðfram strandlengjunni við Ánanaust og Eiðisgranda. Hvaða áform eru uppi um hækkun og breikkun varnargarðsins til suðurs og vesturs, frágang á svokölluðu grjótgeymslusvæði og uppsetningu útsýnispalla? Hvenær verður ráðist í umræddar framkvæmdir? R15070052

34. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu: 

Borgarráð telur rétt að ráðist verði í frekari úrbætur á áhorfendaaðstöðu á Leiknisvelli í samstarfi við félagið. Skoðaðar verði hugmyndir Leiknis um uppsetningu á áhorfendaaðstöðu, sem áætlað er að rúmi um 300 manns, enda ljóst að núverandi aðstaða dugar ekki. R15070053

Frestað.

35. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu: 

Borgarráð samþykkir að ráðist verði í úrbætur vegna varðveislu menningarminja við Grímsstaðavör. Fyrir næsta vetur verði ráðist í nauðsynlegar framkvæmdir við að verja minjarnar gegn frekara tjóni, sérstaklega þann skúr sem er að hruni kominn og hættu gæti stafað af ef ekki verður gripið til aðgerða. R15070054

Frestað.

36. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu: 

Borgarráð beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að gripið verði til virkari aðgerða gegn vargfugli í Reykjavík. M.a. verði gripið til hertra aðgerða gegn mávi við Tjörnina og til að stemma stigu við mávavarpi í eyjum á Kollafirði. R15070055

Frestað.

37. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu: 

Borgarráð beinir því til stjórnar Strætó bs. að sá siður verði endurvakinn að skreyta strætisvagna með fánum við ákveðin tækifæri, þ.e. á helstu fánadögum íslenskum og á þjóðhátíðardögum helstu vinaþjóða. R15070056

Frestað.

Fundi slitið kl. 11.42

S. Björn Blöndal

Halldór Auðar Svansson Halldór Halldórsson

Kjartan Magnússon Kristín Soffía Jónsdóttir

Sóley Tómasdóttir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir