Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2015, fimmtudaginn 2. júlí, var haldinn 5365. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Halldór Halldórsson, og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Halldóra Káradóttir, Guðlaug Sigurðardóttir, Ólöf Örvarsdóttir, Hallur Símonarson, Ebba Schram, Pétur Krogh Ólafsson og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 24. júní 2015, um kosningu fulltrúa í borgarráð til eins árs sem fram fór á fundi borgarstjórnar þann 16. júní sl. R15060178
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 15. júní 2015. R15010009
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 22. júní 2015. R15010012
4. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Vesturbæjar frá 11. og 18. maí 2015. R15010014
5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 19. júní 2015. R15010015
6. Lagðar fram fundargerðir íþrótta- og tómstundaráðs frá 12. og 26. júní 2015. R15010016
7. Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálaráðs frá 22. júní 2015. R15010018
8. Lögð fram fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 24. júní 2015. R15010019
9. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 19. júní 2015. R15010022
10. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 18. og 28. maí 2015. R15010025
11. Lögð fram fundargerð stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 15. júní 2015. R15010033
12. Lagðar fram fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. júní og 1. júlí 2015. R15010021
B-hluti fundargerðanna samþykktur.
13. Lagðar fram fundargerðir velferðarráðs frá 11. og 25. júní 2015. R15010028
14. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 15 mál. R15060222
15. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 11 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R15060002
16. Lögð fram skýrsla stýrihóps um sameiginlega athugun ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um flugvallarkosti á höfuðborgarsvæðinu, dags. í júní 2015 ásamt fylgiskjölum.
Ragna Árnadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Matthías Sveinbjörnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Magneu Guðmundsdóttur, Elsu Hrafnhildi Yeoman, Líf Magneudóttur, Ilmi Kristjánsdóttur, Magnús Má Guðmundssyni, Grétu Björg Egilsdóttur og Þórgný Thoroddsen.
- Kl. 9.43 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum. R15060226
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir góða yfirferð yfir skýrslu Rögnunefndarinnar svokölluðu um flugvallarkosti á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að sá kostur sem nefndin hallast helst að í Hvassahrauni þarfnast miklu meiri rannsókna áður en hægt er að kveða upp úr um hvort sá kostur sé raunhæfur. Eins og staðan er í dag er eini raunhæfi kosturinn flugvöllur í Vatnsmýri. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri verði tryggt í núverandi mynd sem miðstöð innanlandsflugs og sjúkraflugs meðan verið er að rannsaka aðra kosti betur.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina þakkar stýrihópnum góða yfirferð. Eins og fram kemur í skýrslunni er niðurstaða stýrihópsins sú að ef flugvöllur í Vatnsmýri verður lagður niður og byggja á annan flugvöll á höfuðborgarsvæðinu þá er Hvassahraun sá kostur sem helst kemur til greina. Ef vilji er til þess þá þurfi að skoða ýmis atriði nánar. Hlutverk stýrihópsins var aldrei það að leggja mat á hagkvæmni þess að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni í óbreyttri mynd heldur eingöngu að skoða aðra kosti til rekstrar innanlandsflugs á höfuðborgarsvæðinu en framtíðarflugvöll í Vatnsmýri. Athugun stýrihópsins náði því ekki til óbreytts flugvallar í Vatnsmýri enda var það utan skilgreinds verksviðs. Með vísan til þessarar niðurstöðu stýrihópsins þurfa stjórnvöld nú að ákveða hvort vilji sé til þess að skoða flugvallarkost í Hvassahrauni nánar en ljóst er að tryggja verður að flugvöllurinn í Vatnsmýri verði í óbreyttri mynd meðan slík könnun fer fram og þar til endanleg ákvörðun hefur verið tekin. Afstaða Framsóknar og flugvallarvina er jafnskýr nú sem áður, við teljum að Reykjavíkurflugvöllur í óbreyttri mynd sé besti kosturinn.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata þakka fulltrúum stýrihóps ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um flugvallarkosti á höfuðborgarsvæðinu fyrir kynningu á skýrslu hópsins. Stýrihópurinn sammælist um að flugvallarstæði í Hvassahrauni sé álitlegasti kosturinn en að þó séu ýmis atriði sem skoða þarf betur. Mikilvægt er þó að vanda vel til verka þegar næstu skref eru ákveðin og jafnframt að niðurstaða um framtíðarfyrirkomulag liggi fyrir sem fyrst og í sem allra mestri sátt í samfélaginu.
17. Fram fer kynning á athugun á hagkvæmni fluglestar milli Keflavíkurflugvallar og miðborgarinnar.
Runólfur Ágústsson, Guðmundur Guðnason og Björn Þ. Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Magneu Guðmundsdóttur, Líf Magneudóttur, Ilmi Kristjánsdóttur, Magnús Má Guðmundssyni, Grétu Björg Egilsdóttur og Þórgný Thoroddsen. R13110218
18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. júní 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. júní 2015 á framlengingu á Sumargötum - göngugötum í miðborg, niður Bankastræti að Þingholtsstræti, ásamt fylgigögnum. R15040215
Samþykkt.
19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. júní 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. júní 2015 á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 103-105 við Hraunbæ. R15030283
Samþykkt.
20. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. júní 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. júní 2015 á lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna athafnasvæðis Norðlingaholts. R11060102
Samþykkt.
- Kl. 11.15 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.
21. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 25. júní 2015, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 24. júní 2015 á tillögu að breytingu á reglum um leikskólaþjónustu vegna systkinatillits við innritun í leikskóla í Reykjavík. R15060235
Samþykkt.
Guðrún Sigtryggsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
22. Lagt fram að nýju bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 8. júní 2015, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 3. júní sl. á samningi um framlag til leikskólans Skerjagarðs ásamt fylgiskjölum. R15060126
Samþykkt.
Guðrún Sigtryggsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
23. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 25. júní 2015, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 24. júní 2015 á tillögu um stofnun og starfrækslu alþjóðadeildar við Landakotsskóla fyrir allt að 24 nemendur. R15060234
Samþykkt.
Sóley Tómasdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
Guðrún Sigtryggsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
24. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 29. júní 2015, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 26. júní 2015 á tillögu að næsta kynjaða fjárhags- og starfsáætlunarþjónustuþætti.
Stefán Eiríksson og Berglind Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R15050113
25. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 29. júní 2015, sbr. afgreiðslu velferðarráðs frá 26. júní 2015 á minnisblaði um stöðu biðlista í stuðningsþjónustu.
Stefán Eiríksson og Berglind Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
R15060243
26. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 29. júní 2015, sbr. afgreiðslu velferðarráðs frá 26. júní 2015 á minnisblaði um þróun kostnaðar í vistgreiðslum.
Stefán Eiríksson og Berglind Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
R15060244
27. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks, dags. 4. júní 2015, um að leggja niður stórbifreiðastæði við Seljabraut. Jafnframt lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. júní 2015. R15060079
Samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata að vísa tillögunni til frekari skoðunar við vinnslu hverfisskipulags Breiðholts gegn 2 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við atkvæðagreiðsluna.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Þessi afgreiðsla er dæmi um hvernig einföldum málum er þvælt fram og aftur um borgarkerfið árum saman án niðurstöðu. Í nóvember 2013 fluttu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tillögu um endurskoðun á staðsetningu stórbílastæða við Lóuhóla og Seljabraut vegna ítrekaðra óska íbúa. Tillagan gekk eftir hvað varðaði stórbílastæðið við Lóuhóla en þeim hluta hennar, sem sneri að Seljabraut, var í desember 2013 vísað til vinnu við hverfisskipulag Breiðholts. Við teljum að borgarráð eigi nú þegar að leysa þetta tiltölulega einfalda mál í samræmi við margítrekaðar óskir íbúa við Seljabraut í stað þess að vísa því að nýju í sama farveg og það hefur verið í undanfarið eitt og hálft ár.
28. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 25. júní 2015, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um stofnun starfshópa á kjörtímabilinu, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. mars sl. R15010311
29. Lögð fram drög að erindisbréfi stýrihóps um innleiðingu stefnumörkunar í almenningssamgöngum í Reykjavík. R13030084
Frestað.
30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. júní 2015:
Lagt er til að samþykkt um gatnagerðargjald nr. 725/2007, sbr. samþykkt nr. 311/2010, verði breytt og inn í samþykktina komi nýtt ákvæði, h-liður 8. gr. sem verði svohljóðandi:
Af óeinangruðum hjólaskýlum við skóla, opinberar stofnanir og vinnustaði, þar sem fleiri en fimmtíu manns starfa og eru 70 fermetrar eða minni, greiðist ekkert gatnagerðargjald. Ef um stærri skýli er að ræða skal greiða gatnagerðargjald af því sem er umfram 70 fermetra.
Jafnframt lagt fram minnisblað borgarlögmanns, dags. 24. júní 2015. R15050117
Samþykkt.
31. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 30. júní 2015, um staðfestingu á nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, ásamt undirritaðri greinargerð svæðisskipulagsins. R13060030
32. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 30. júní 205, vegna ferðar forseta borgarstjórnar til Gotlands dagana 28.-30. júní sem staðgengill borgarstjóra á ráðstefnu um frumkvæði norrænna borga til að sporna gegn loftslagsbreytingum. R14120124
33. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 29. júní 2015, um nánar tilgreindar breytingar á fjárfestingaáætlun A-hluta Reykjavíkurborgar fyrir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, ásamt fylgiskjölum. R15060224
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
34. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. júní 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki eftirfarandi viðbótarákvæði við 5. gr. í almennum reglum um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar fyrir íbúðarhús í Reykjavík frá maí 2014: „Ef samþykkt verður breyting á deiliskipulagi að ósk lóðarhafa, sem felur í sér aukinn byggingarrétt á lóð eða breytta húsagerð (t.d. úr einbýlishúsi í parhús eða úr raðhúsi í fjölbýlishús), áskilur Reykjavíkurborg sér rétt til að endurskoða söluverð byggingarréttar á viðkomandi lóð(um), og/eða að innheimta greiðslu fyrir aukinn byggingarrétt, með hliðsjón af söluverði sambærilegs byggingarréttar á nálægum lóðum. Skipulagsbreyting að ósk lóðarhafa leiðir þó aldrei til lækkunar söluverðs byggingarréttar.“ R14100405
Samþykkt.
35. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. júní 2015, þar sem óskað er eftir til að borgarráð samþykki að eftirfarandi ákvæði verði bætt í staflið „h“ í 1.3. gr. almennra lóða- og framkvæmdaskilmála frá júní 2013: „h) Viðbótargjald vegna aukins byggingarréttar í kjölfar breytinga á deiliskipulagi: Ef samþykkt verður breyting á deiliskipulagi að ósk lóðarhafa, sem felur í sér aukinn byggingarrétt á lóð eða breytta húsagerð (t.d. úr einbýlishúsi í parhús eða úr raðhúsi í fjölbýlishús), áskilur Reykjavíkurborg sér rétt til að endurskoða söluverð byggingarréttar á viðkomandi lóð(um), og/eða að innheimta greiðslu fyrir aukinn byggingarrétt, með hliðsjón af söluverði sambærilegs byggingarréttar á nálægum lóðum. Skipulagsbreyting að ósk lóðarhafa leiðir þó aldrei til lækkunar söluverðs byggingarréttar." R14120183
Samþykkt.
36. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. júní 2015, ásamt greinargerð og drögum að auglýsingu:
Lagt er til að Reykjavíkurborg leiti eftir hugmyndum um nýtingu lands og fasteigna á Gufunessvæðinu með auglýsingu í dagblöðum, sbr. hjálögð drög. R13110186
Samþykkt.
37. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. júní 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki aðilaskipti á lóðinni Krókháls 13. R15050151
Samþykkt.
38. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. júní 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita Papco ehf. vilyrði fyrir lóðinni að Bæjarflöt 19 með fyrirvara um samþykki deiliskipulags. Einnig er óskað samþykkis borgarráðs fyrir sölu lóða með útboðsfyrirkomulagi að Gylfaflöt 2-12 eftir gildistöku deiliskipulags. R15060133
Samþykkt.
39. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. júní 2015, um úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Lambhagavegi 19. R15050176
Samþykkt.
40. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. júní 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki kaupsamning um sölu lóðarinnar Vallarstræti 2 til Lindarvatns ehf. R14080059
Frestað.
41. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. júní 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki framsal byggingarréttar og lóðarhafaskipti að Lofnarbrunni 16. R15060119
Samþykkt.
42. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. júní 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að falla frá forkaupsrétti að íbúð merkt 01-01 að Hjallaseli 43. R15060190
Samþykkt.
43. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. júní 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að falla frá forkaupsrétti að íbúð merkt 01-0411 að Vesturgötu 7. R15060191
Samþykkt.
44. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 26. júní 2015, um viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna stoðþjónustuúrræðis í Gylfaflöt. R15010072
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
45. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 26. júní 2015, að viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna tilfærslu milli þjónustuþátta velferðarsviðs vegna námskeiðahalds á þjónustumiðstöðvum. R15010072
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
46. Lagt fram bréf Eftirlitsstofnunar EFTA, dags. 30. júní 2015, um rannsókn á hugsanlegri ríkisaðstoð Reykjavíkurborgar vegna leigu á landi og fasteignum á Gufunessvæðinu. R14050123
47. Lagður fram dómur Héraðsdóms, dags. 30. júní 2015, í máli nr. E-327/2015, Snædís Rán Hjartardóttir gegn Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og íslenska ríkinu, Reykjavíkurborg til vara. R15010298
48. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 1. júlí 2015:
Lagt er til að samþykkt verði sérstakt aukaframlag Reykjavíkurborgar til tónlistarskóla að fjárhæð 30 m.kr., sem kemur til útborgunar í júlí á þessu ári, verði drög að samkomulagi sem unnið var af fulltrúum Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisins í samvinnu við STÍR, Samtök tónlistarskóla í Reykjavík, samþykkt af hlutaðeigandi tónlistarskólum í Reykjavík. Þessi útgjöld verði færð á kostnaðarstað M3010 og fjármögnuð af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð.
Greinargerð fylgir tillögunni. R15050134
Samþykkt.
49. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um það hvernig aðstöðu og aðbúnaði er háttað fyrir fatlað fólk í sundlaugum borgarinnar. R15070010
50. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um það hvernig og hvenær verði brugðist við áhyggjum og ábendingum Samgöngustofu af umferð hjólreiðamanna og gangandi vegfarenda á blönduðum stígum, sbr. tölvupóst til borgarfulltrúa 29. júní sl. R15070011
51. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að lagfæra bifreiðastæði fatlaðra við Ráðhúsið í Tjarnargötu þannig að fatlaðir komist án vandkvæða úr bifreið sinni upp á gangstéttina. R15070009
Frestað.
Fundi slitið kl. 13.01
S. Björn Blöndal
Björk Vilhelmsdóttir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir
Halldór Auðar Svansson Halldór Halldórsson
Kjartan Magnússon Sóley Tómasdóttir