Borgarráð - Fundur nr. 5363

Borgarráð

B O R G A R R Á Р

Ár 2015, fimmtudaginn 11. júní, var haldinn 5363. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.08. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Áslaug Friðriksdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Birgir Björn Sigurjónsson, Kristbjörg Stephensen, Ólöf Örvarsdóttir, Hrólfur Jónsson, Pétur Krogh Ólafsson og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð bílastæðanefndar frá 29. maí 2015. R15010029

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 26. maí 2015. R15010006

3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 5. júní 2015. R15010015

4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. júní 2015. R15010021

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R15060003

6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 17 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R15060002

7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. júní 2015, þar sem lagt er til að borgarráð veiti jákvæða umsögn um tímabundið áfengisveitingaleyfi vegna Secret Solstice tónlistarhátíðarinnar í Laugardal sem haldin verður dagana 19.-22. júní 2015. R15050001

Samþykkt.

8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. júní 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á umsókn um leyfi til að halda útilistahátíðina Secret Solstice með vísan til umsagnar sviðsins frá 9. júní 2015. R14100291

Samþykkt.

9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. júní 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. júní 2015, varðandi á breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar Langholtsskóla, nr. 23 við Holtaveg. R15020139

Samþykkt.

10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. júní 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. júní 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 33 við Freyjubrunn. R15030197

Samþykkt.

11. Fram fer kynning á stöðu vinnu við endurskoðun skipulags á Baróns- og Laugavegsreitum. R14100006

12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. júní 2015, ásamt fylgiskjölum:

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum 19. mars 2013 að setja Reykjavíkurborg almenningssamgöngustefnu til næstu ára eða áratuga. Borgarráð skipaði hóp fimm kjörinna fulltrúa um verkefnið og voru tillögur hans um stefnumörkun í almenningssamgöngum í Reykjavík – Samferða Reykjavík lagðar fram á fundi borgarráðs þann 22. maí 2014 ásamt tillögu um að vísa stefnunni til umsagnar Strætó bs., Vegagerðarinnar, umhverfis- og skipulagsráðs og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Umsagnir bárust frá Strætó bs., Vegagerðinni og Garðabæ. Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að stefnumörkun í almenningssamgöngum í Reykjavík – Samferða Reykjavík og að stýrihópur um innleiðingu stefnunnar verði skipaður, sbr. hjálögð drög að erindisbréfi. R13030084

Vísað til borgarstjórnar. 

Hildur Sverrisdóttir og Halldóra Hrólfsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 10.45 víkur Áslaug Friðriksdóttir af fundi og Hildur Sverrisdóttir tekur þar sæti.

13. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. maí 2015, ásamt fylgigögnum, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að hefja söluferli á Amtmannsstíg 5a. Jafnframt er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 9. júní 2015, og umsögn velferðarsviðs, dags 9. júní 2015. R15050153

Frestað.

Vísað til umsagnar velferðarráðs.

14. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 19. maí 2015, með tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks í mannréttindaráði um endurnýjun samstarfssamnings við Samtökin '78. R15050100

Samþykkt. 

Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

15. Lögð fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 9. júní 2015, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi þjónustu- og fræðslusamninga við Samtökin '78. R15050067

Samþykkt.

Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

16. Lagt fram bréf borgarlögmanns ásamt fylgiskjölum, dags. 1. júní 2015, þar sem lagt er til að borgarráð falli frá forkaupsrétti sínum að Faxa RE-9, skipaskrárnúmer 1742, og Ingunni AK-150, skipaskrárnúmer 2388, ásamt hluta veiðarfæra. R15060006

Samþykkt.

17. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 5. júní 2015, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um tjón á farartækjum vegna ófullnægjandi viðhalds gatnakerfis, sbr. 44. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. apríl 2015. R15040227

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Sameiginlegt höfuðmál tryggingafélaga og sveitarfélaga hlýtur að vera að auka umferðaröryggi hvar sem því verður við komið. Samstarf félaganna við höfuðborgina er stór þáttur í að ná því markmiði enda geta aðgerðir Reykjavíkurborgar í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum haft veruleg áhrif á bótagreiðslur tryggingafélaga. Það er því miður að upplýsingar sem bárust frá tryggingafélögunum vegna þessarar fyrirspurnar eru takmarkaðar og að eitt tryggingafélag hafi ekki einu sinni svarað svo sjálfsagðri beiðni um upplýsingagjöf. Niðurstaðan er engu að síður að allt síðastliðið ár voru gerðar 24 skaðabótakröfur í ábyrgðartryggingu Reykjavíkurborgar en það sem af er þessu ári eru þær orðnar 71. Skaðabótakröfur sem rekja má til slæms ástands vega innan borgarmarkanna hafa því þegar þrefaldast og ljóst af því hversu mörgum kröfum var hafnað að margir bíleigendur standa sjálfir uppi með tjónið.

- Kl. 11.10 víkur Björk Vilhelmsdóttir af fundi og Hjálmar Sveinsson tekur þar sæti. 

18. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 8. júní 2015, þar sem lögð eru fram til kynningar drög að erindisbréfi starfshóps um stjórnskipulega stöðu og verkefni skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og verkaskiptingu og samstarf við önnur svið borgarinnar. R15060008

19. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 8. júní 2015, ásamt drögum að viðmiðum um hverjir skuli vera skilgreindir sem innherjar hjá A-hluta Reykjavíkurborgar. R13070157

Samþykkt.

20. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 9. júní 2015, ásamt fylgigögnum:

Lagt er til að borgarráð staðfesti að fyrirhugaðir einkaréttarsamningar við lóðarhafa á svæðum 1, 2 og 3 í Vogabyggð verði samræmdir og staðlaðir og að samið verði við þá lóðarhafa á grundvelli fyrirliggjandi deiliskipulagstillagna og fyrirliggjandi samningsramma starfshóps um Vogabyggð, dags. 12. maí 2015. Starfshópi um uppbyggingaráform í Vogabyggð verði veitt umboð til samninga við lóðarhafa í Vogabyggð á grundvelli meðfylgjandi samningsramma og minnisblaðs.

Greinargerð fylgir tillögunni. R14110192

Samþykkt.

Einar I. Halldórsson, Hrefna Þórsdóttir, Örn Sigurðsson og Ámundi Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. júní 2015, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til þess að auglýsa eftir hugmyndum væntanlegra rekstraraðila að rekstri í byggingum eignasjóðs við Hlemm og Mjódd. R15040172

Samþykkt.

22. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. júní 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að úthluta Árna Þór Hlynssyni og Helgu Maríu Heiðarsdóttur lóð fyrir einbýlishús við Haukdælabraut 20 fyrir byggingu einbýlishúss, allt að 350 fermetra að stærð. R15050014

Samþykkt.

- Kl. 11.59 víkja Ólöf Örvarsdóttir og Hrólfur Jónsson af fundinum. 

23. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 8. júní 2015, um forsendur fjárhagsáætlunar 2016 og fimm ára áætlunar 2016-2020. R15010253

Samþykkt. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

24. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 8. júní 2015, ásamt fylgigögnum, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi tillögu að endurskoðun reglna um notkun innkaupakorta hjá Reykjavíkurborg. R15060091

Samþykkt.

25. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 11. júní 2015, um endurskoðun fjárhagsáætlunar 2015 vegna kjarasamninga, starfsmats, launahagræðingar og afleiddra áhrifa á annan rekstrarkostnað þar sem lagt er til að fjárheimildir fagsviða og annarra rekstrareininga A-hluta fyrir árið 2015 verði hækkaðar um samtals kr. 223.483.733 vegna kostnaðarauka við endurskoðun á starfsmati, vegna kjarasamninga við stjórnendur leikskóla og að teknu tilliti til hagræðinga á móti. Kostnaðarauki verði fjármagnaður af kostnaðarstað 09126, launa- og starfsmannakostnaður. R15010072

Vísað til borgarstjórnar.

26. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina: 

Óskað er eftir upplýsingum um veikindahlutfall starfsmanna Reykjavíkurborgar árið 2014 og kostnað vegna veikinda, sundurliðað eftir sviðum/skrifstofum borgarinnar. R15060123

Frestað.

Fundi slitið kl. 12.13

Halldór Auðar Svansson

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir Hildur Sverrisdóttir

Hjálmar Sveinsson Ilmur Kristjánsdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson Sóley Tómasdóttir