Borgarráð - Fundur nr. 5362

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2015, fimmtudaginn 4. júní, var haldinn 5362. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.04. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Ilmur Kristjánsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Gréta Björg Egilsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir, Hrólfur Jónsson, Pétur Krogh Ólafsson og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.

Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 29. maí 2015. R15010030

2. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 26. maí 2015. R15010004

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 28. maí 2015. R15010010

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 21. maí 2015. R15010011

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 1. júní 2015. R15010012

6. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. júní 2015. R15010021

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R15060003

8. Fram fer kynning á stöðu mála á vinnumarkaði.

Atli Atlason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R15050088

9. Lagðar fram yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga og um húsnæðismál. R15020134

10. Lagt fram minnisblað stjórnar SSH, dags. 1. júní 2015, um innleiðingu kjarasamninga grunnskólakennara.

Ragnar Þorsteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R15020134

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 2. júní 2015, með ósk um lausn frá starfi sviðsstjóra.  R15060071

Samþykkt.

Ragnar Þorsteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. maí 2015, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að bjóða út framkvæmdir við frágang gatnamóta við Stórhöfða og Viðarhöfða ásamt gerð göngustígs við Stórhöfða. Kostnaðaráætlun 2 er 40 m.kr. R15060020

Samþykkt. 

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Bókun borgarráðs:

Borgarráð óskar eftir minnisblaði frá umhverfis- og skipulagssviði um framtíðaráform mögulegrar stækkunar sjúkrahússins Vogs, stöðu Gamla Gufunesvegarins og skipulagslega stöðu á svæðinu.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja umræddar vegabætur við Stórhöfða og Viðarhöfða og lagningu göngustígs við Stórhöfða. Við óskum eftir því að samhliða þessum framkvæmdum verði lögð áhersla á að bæta aðstæður hjólreiðamanna með lagningu sérstakrar hjólareinar við hlið göngustígsins á umræddum kafla. Þá verði göngu- og hjólreiðatengsl við sjúkrahúsið Vog bætt með því að tengja hlað sjúkrahússins við væntanlegan göngu- og hjólreiðastíg. Það eru vonbrigði að ekki skuli gert ráð fyrir því að ráðast í endurbætur á Gamla Gufunesveginum á kaflanum frá Stórhöfða að sjúkrahúsinu Vogi á þessu ári en tillaga Sjálfstæðisflokksins þar að lútandi var samþykkt í borgarráði 18. desember sl. Vegurinn er í slæmu ásigkomulagi og hafa m.a. djúpar holur myndast í honum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvetja til þess að farið verði í þessar framkvæmdir samhliða nú í sumar.

13. Lagt fram bréf forseta Alþingis, dags. í maí 2015, þar sem fram kemur að á fundi forsætisnefndar Alþingis þann 15. maí 2015 hafi verið ákveðið að afturkalla kæru Alþingis, dags. 8. nóvember 2013, til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um ákvörðun Reykjavíkurborgar að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar-Landssímareits, sbr. auglýsingu nr. 890/2013 um breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurborgar. R13030137

14. Lagður fram dómur Héraðsdóms, dags. 21. maí 2015, í máli nr. E-107/2014, Hamarr ehf. gegn Reykjavíkurborg. R14010163

15. Lagt fram bréf borgarlögmanns ásamt fylgiskjölum, dags. 1. júní 2015, þar sem lagt er til að borgarráð falli frá forkaupsrétti sínum að Faxa RE-9, skipaskrárnúmer 1742, og Ingunni AK-150, skipaskrárnúmer 2388, ásamt hluta veiðarfæra. R15060006

Frestað.

16. Lögð fram skýrsla innri endurskoðunar, dags. í maí 2015, um stjórnsýslu- og rekstrarúttekt á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.

Anna Margrét Jóhannesdóttir og Atli Þór Þorvaldsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R15060008

Bókun borgarráðs:

Innri endurskoðun er þökkuð vönduð skýrsla og mikilvægar ábendingar. Starfshópi verði falið að fylgja þeim eftir og verður erindisbréf þess efnis lagt fyrir borgarráð á næsta fundi.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað varað við að viðhald gatna og fasteigna í borginni hefur verið ófullnægjandi enda ekki sæmandi að eignir höfuðborgarinnar séu látnar drabbast niður eins og gert hefur verið. Frestun viðhalds er snjóhengja sem mun koma í bakið á borgarbúum með miklum útgjaldaþunga. Tímabundin fegrun ársreikninga með þessum hætti er skammgóður vermir. Í skýrslu innri endurskoðunar kemur fram að viðhald fasteigna hefði átt að vera 1,9 milljarður á síðasta ári en var einungis 900 milljónir. Fram kemur að starfsmenn borgarinnar hafa miklar áhyggjur af ástandi eigna.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallavina leggur fram svohljóðandi bókun:

Í skýrslunni kemur fram að mikið ósamræmi er á milli þess sem fram kemur í forsendum fyrir viðhaldi eigna í útreikningi  á innri leigu og þeirri upphæð sem raunverulega fer í viðhald sem er miður. Upphæðin ætti að vera 1,9 milljarðar en er 900 milljónir. Mikilvægt er að ákvarða undir hvaða markmiðum innri leigu er ætlað að standa undir  og gerð sé áætlun um viðhald fasteigna sérstaklega í ljósi áhyggna af ástandi einstakra eigna. Jafnframt fögnum við því að borgarstjóri hefur nú þegar sett af stað vinnu við starfshóp til þess að fara betur yfir þau verkefni og ábendingar sem fram koma í skýrslunni og hvernig bregðast eigi við þeim.

17. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálaráðs, dags. 28. maí 2015, þar sem óskað er staðfestingar borgarráðs á 10 samstarfssamningnum, ásamt fylgiskjölum, vegna Iceland Airwaves, Jazzhátíðar Reykjavíkur, Myrkra músíkdaga, Blúshátíðar í Reykjavík, Hönnunarmars, Bókmenntahátíðar í Reykjavík, Listar án landamæra, Stórsveitar Reykjavíkur, Kammersveitar Reykjavíkur og Caput. R15060004

Samþykkt.

18. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 1. júní 2015, sbr. samþykkt velferðarráðs, dags. 28. maí 2015, um hækkun á þjálfunarstyrks í Fjölsmiðju. R15060014

Samþykkt.

Bókun borgarráðs:

Borgarráð samþykkir tillögu um hækkun þjálfunarstyrks til nema í Fjölsmiðjunni þar sem styrkirnir hafa ekki hækkað síðan árið 2008 og mikilvægt er að samræma upphæðir milli sveitarfélaga. Fjölsmiðjan er mikilvægur valkostur í því verkefni að gera ungt fólk að sterkari einstaklingum, félagslega, námslega og hæfari á vinnumarkaði.

19. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. mars 2015, með tillögu sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna þann 24. mars 2015 um að hefja athugun á því hvort Reykjavíkurborg geti á ný boðið upp á sumarvinnu fyrir nemendur í 8. bekk grunnskólans, ásamt greinargerð. R14100383

Samþykkt og vísað til atvinnumálahóps.

20. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. mars 2015, með sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna þann 24. mars 2015 um að skóla- og frístundasvið beiti sér fyrir því að frístundamiðstöðvar í Reykjavík ráði til starfa ungt fólk á aldrinum 16-20 ára sem ungliða, ásamt greinargerð. R14100383

Vísað til atvinnumálahóps.

21. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. mars 2015, með tillögu sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna þann 24. mars 2015 um að Reykjavíkurborg og Vinnuskóli Reykjavíkur bjóði upp á fjölbreyttari sumarstörf fyrir unglinga á aldrinum 13-18 ára, ásamt greinargerð. R14100383

Vísað til atvinnumálahóps.

22. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks að viðbót við reglur um ferðaheimildir og greiðslu ferðakostnaðar, dags. 4. mars 2015. Jafnframt lögð fram umsögn formanns starfshóps um endurskoðun reglna um ferðaheimildir og greiðslu ferðakostnaðar, dags. 2. júní 2015. R14080135

Frestað.

23. Lagt fram svar Bílastæðasjóðs, dags. 24. apríl 2015, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um innheimtu bílastæðagjalda af lóðum nýbygginga, sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. mars 2015. R15030192

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir því að borgarlögmaður svari fyrirspurn um innheimtu bílastæðagjalda og gefi sitt álit.

- Kl. 11.47 víkur Ilmur Kristjánsdóttir af fundinum.

24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 27. maí 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi leigusamning við skátafélagið Landnema vegna húsnæðis að Háuhlíð 9, ásamt fylgiskjölum. R15050160

Samþykkt.

25. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. maí 2015, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að bregðast við erindi Knattspyrnufélagsins Vals þar sem óskað er eftir samningaviðræðum um breytingar á samningi Vals og Reykjavíkurborgar frá 24. júní 2013 um endurbyggingu á æfingaaðstöðu og nýjum gervigrasvelli á Hlíðarenda. Einnig er lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Vals, dags. 8. maí 2015, og umsögn borgarlögmanns og íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 26. maí 2015. R14010193

Samþykkt.

26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 1. júní 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að úthluta Feier ehf. 7.025 fermetra lóð við Krókháls 13, ásamt fylgiskjölum. R15050151

Samþykkt með 6 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Sjálfstæðisflokks. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. maí 2015, ásamt fylgiskjölum:

Borgarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að vinna deiliskipulag að reit í Fossvogi sem afmarkast af Fossvogsvegi, Árlandi og göngustígum á móts við Kjalarveg og Klifveg og eiga nauðsynlegt samráð við nágranna og aðra hagsmunaaðila um málið. Í skipulaginu verði m.a. gert ráð fyrir skóla, íbúðum og búsetuúrræði fyrir fatlaða á reitnum. Stefnt skal að því að lýsing og hugmynd að deiliskipulagi reitsins verði lögð fyrir umhverfis- og skipulagsráð eigi síðar en í október nk. 

Greinargerð fylgir tillögunni. R13040077

Samþykkt.

28. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 1. júní 2015:

Lagt er til að borgarráð samþykki að veita 2,5 m.kr. fjárstuðning til hátíðar á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur sem haldin verður sunnudaginn 28. júní nk. í tilefni af því að 35 ár eru liðin frá kosningu Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands. Fjárveitingin færi af liðnum 09205, ófyrirséð. R15060012

Samþykkt.

29. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 1. júní 2015, með tíma- og verkáætlun A-hluta vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar og fimm ára áætlunar 2016-2020. R15010253

30. Lagðir fram fimm aðalmiðlarasamningar í tengslum við útgáfu skuldabréfa Reykjavíkurborgar og viðskiptavakt á eftirmarkaði, við Arion banka hf., Íslandsbanka hf., Landsbanka Íslands hf., MP banka hf. og Straum fjárfestingarbanka hf. R15010222

Samþykkt.

31. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 2. júní 2015: 

Lagt er til að samþykkt verði óundirrituð beiðni Söngskóla Sigurðar Demetz um þátttöku Reykjavíkurborgar í kostnaði skólans vegna veikinda kennara skólans tímabilið ágúst-desember 2014, alls kr. 491.727. Hlutaðeigandi kennari kenndi nemendum sem fjármagnaðir eru af framlögum Jöfnunarsjóðs og verður óskað endurgreiðslu sjóðsins vegna þeirra. Þessi útgjöld verði færð á kostnaðarstað M3010 og fjármögnuð af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð. 

Greinargerð fylgir tillögunni. R15050134

Samþykkt.

32. Kynnt er áhættuskýrsla fjármálaskrifstofu fyrir A-hluta á fyrsta ársfjórðungi 2015. Jafnframt er kynnt minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 18. maí 2015, um lausafjáráhættu A-hluta og álagspróf á lausafjárstöðu A-hluta og OR.

Einar Bjarki Gunnarsson, Gísli H. Guðmundsson og Ásgeir Westergren taka sæti á fundinum undir þessum lið. R15050091

33. Kynnt er mánaðarlegt rekstraruppgjör A-hluta, janúar-mars 2015.

Einar Bjarki Gunnarsson, Gísli H. Guðmundsson og Ásgeir Westergren taka sæti á fundinum undir þessum lið. R15010207

34. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu: 

Borgarráð samþykkir að leggja niður stórbifreiðastæði við Seljabraut þar sem íbúar hafa ítrekað kvartað yfir ónæði vegna þess. Um leið verði því breytt í almennt bifreiðastæði fyrir íbúa hverfisins. R15060079

Frestað.

35. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Óskað er eftir því að þeim borgarfulltrúum sem þess óska verði afhent eintak af ársreikningi Reykjavíkurborgar 2014 þar sem sýndar verði tölur úr upphaflegri fjárhagsáætlun, sem samþykkt var í desember 2013, samhliða niðurstöðutölum ársreiknings 2014. R15030149

Fundi slitið kl. 13.22

Halldór Auðar Svansson

Björk Vilhelmsdóttir Gréta Björg Egilsdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon

Líf Magneudóttir