Borgarráð - Fundur nr. 5361

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2015, fimmtudaginn 28. maí, var haldinn 5361. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.07. Viðstödd voru: S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á stöðu mála á vinnumarkaði.

Atli Atlason tekur sæti á fundi undir þessum lið. R15050088

- Kl. 9.09 tekur Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum. 

- Kl. 9.12 tekur Björk Vilhelmsdóttir sæti á fundinum.

2. Lögð fram fundargerð bílastæðanefndar frá 15. maí 2015. R15010029

3. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 21. maí 2015. R15010032

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 18. maí 2015. R15010009

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 21. maí 2015. R15010014

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 15. maí 2015. R15010022

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 27. apríl 2015. R15010025

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 22. maí 2015. R15010023

9. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 27. maí 2015. R15010021

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R15050010

11. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R15050001

12. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R15010088

Samþykkt að hafna öllum framlögðum styrkumsóknum.

13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. maí 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. maí 2015, um breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík í samræmi við niðurstöðu hugmyndasamkeppni um deiliskipulag Háskólans í Reykjavík, Háskólagarða. R15050142

Samþykkt.

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. maí 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d., um stofnun tveggja lóða fyrir lokahús að Strípsvegi, Vatnsendakrikum. R15050143

Samþykkt.

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. maí 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. maí 2015, um stofnun lóðar undir dreifistöð í landi Esjuhlíðar á Kjalarnesi. R15050138

Samþykkt.

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. maí 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. maí 2015, um stofnun lóðar undir dreifistöð í landi Esjubergs á Kjalarnesi, spilda 7. R15050137

Samþykkt.

17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. maí 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. maí 2015, um stofnun lóðar undir dreifistöð í landi Saltvíkur á Kjalarnesi. R15050139

Samþykkt.

18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. maí 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d., um stofnun lóðar undir dreifistöð í landi Móavíkur á Kjalarnesi. R15050136

Samþykkt.

19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. maí 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. maí 2015 á minnisblaði skipulagsfulltrúa um þróun og endurskoðun deiliskipulags Skeifunnar. R15050145

Samþykkt.

20. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. maí 2015, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að bjóða út framkvæmdir við gönguleiðir skólabarna og aldraða. Kostnaðaráætlun 2 er 120 m.kr. R15050146

Samþykkt. 

Stefán Finnsson og Ámundi Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Í þeim tilgangi að auka umferðaröryggi hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt fram tillögur í umhverfis- og skipulagsráði um að Reykjavíkurborg merki gangbrautir með sebrabrautum og skiltum eins og lög og reglugerðir kveða á um. Mikill misbrestur er á að gangbrautir í Reykjavík séu rétt merktar og augljóslega mikið átak framundan til að færa það ástand til betri vegar. Við fögnum því að borgarráð taki nú upp þær öryggisaðgerðir fyrir gangandi vegfarendur sem við höfum talað fyrir.

Borgarráðsfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun: 

Framsókn og flugvallarvinir lýsa ánægju sinni með átaksverkefni það sem hér er kynnt um málun gangbrauta og samræmingu umferðamerkinga, enda um mikilvægt öryggisatriði að ræða. Þrátt fyrir þetta er ljóst að Reykjavíkurborg þarf að huga að öðrum aðferðum við að ná niður aksturshraða við vástaði og inn í íbúahverfum, ásamt því að mikilvægt er að tryggja öryggi gangandi vegfaranda í borginni. Þetta er lifandi verkefni sem alltaf þarf að huga að.

21. Lögð fram skýrsla umferðaröryggishóps hverfisráðs Grafarvogs, dags. október 2014, um úttekt á umferðaröryggi í Grafarvogi. Jafnframt lögð fram ódags. umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um skýrsluna.

Stefán Finnsson og Ámundi Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R15020005

Borgarráð þakkar umferðaröryggishópi hverfisráðs Grafarvogs fyrir vandaða vinnu og frumkvæði við gerð skýrslunnar. Í henni er að finna góðar ábendingar sem hafðar verða til hliðsjónar við framkvæmdir við umferðarmannvirki í Grafarvogi og skýrslan hefur þegar verið höfð til hliðsjónar við framkvæmdir ársins 2015. Skýrslunni er jafnframt vísað til frekari umfjöllunar umhverfis- og skipulagsráðs.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Skýrsla sem unnin er af umferðaröryggishópi hverfisráðs Grafarvogs er til mikillar fyrirmyndar. Hún dregur fram marga hættulega staði í umferðarskipulagi hverfisins og gerir tillögur um hvað gera þarf til að bæta úr. Í skýrslunni eru mikilvæg skilaðboð til borgaryfirvalda og því nauðsynlegt að fara vel yfir hana í umhverfis- og skipulagsráði og bregðast við. Ástæða er til þess að hvetja önnur hverfisráð í borginni til að taka upp sömu vinnubrögð og hafa þannig áhrif á nærumhverfi sitt með tillögum um það hvernig auka má umferðaröryggi.

22. Lögð fram svo hljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. maí 2015:

Borgarráð samþykkir að veita fjármálastjóra framlengda heimild til að greiða tónlistarskólum í Reykjavík, sem eru í tímabundnum greiðsluvanda, fyrirfram áætlað framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna kennslukostnaðar vegna nemenda á miðstigi í söngnámi og/eða framhaldsstigi í söng- og tónlistarnámi, vegna júní 2015, alls um 16,6 m.kr. Eigi síðar en 1. október 2015 verður aftur horfið til eftirágreiðslu framlags og kemur þá til uppgjörs á ofangreindu fyrirkomulagi.

Greinagerð fylgir tillögunni. R15050134

Samþykkt.

23. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. maí 2015:

Lagt er til að samþykkt verði óundirrituð beiðni Tónskólans Hörpunnar um þátttöku Reykjavíkurborgar í kostnaði skólans vegna veikinda kennara skólans tímabilið apríl-júlí 2014, alls kr. 874.521. Þessi útgjöld verði færð á kostnaðarstað M3010 og fjármögnuð af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð.

Greinagerð fylgir tillögunni. R15050134

Samþykkt.

- Kl. 10.20 víkur Birgir Björn Sigurjónsson af fundinum

24. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. maí 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. maí 2015, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 2-4, 6-8, 10-12 og 14 við Gylfaflöt. R15050141

Samþykkt.

25. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags 22. maí 2015, ásamt fylgigögnum:

Samskipti Alþingis og Reykjavíkurborgar um skipulagsmál í Kvosinni, einkum umhverfi Alþingishússins og Austurvöll, hafa verið til umræðu á milli borgarstjóra og forseta Alþingis undanfarið. Reykjavíkurborg og Alþingi eru sammála um að Austurvöllur og nánasta umhverfi skuli vera borgarprýði. Lagt er til að borgarráð samþykki að stofna til formlegs samráðs um skipulagsmál í nágrenni Alþingishússins í formi sameiginlegs starfshóps, sbr. hjálögð drög að erindisbréfi. R11110054

Samþykkt.

26. Fram fer kynning á nýtingu þjónustustöðva Strætó bs. við Mjódd og Hlemm.

Óli Örn Eiríksson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Helga Guðrún Vilmundardóttir, Árný Þórarinsdóttir og Jón Davíð Ásgeirsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R15040172

- Kl. 11.11 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum

27. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 22. maí 2015, sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs s.d., um að færa málefni frístundaaksturs alfarið yfir á íþrótta- og tómstundasvið. R14090016

Samþykkt að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016.

28. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 20. maí 2015, með yfirliti yfir styrkúthlutanir mannréttindaráðs. R15010097

29. Lagður fram úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 2/2015, Hagar hf. gegn Samkeppniseftirlitinu vegna fasteignarinnar að Stekkjarbakka 4-5 og deiliskipulagi lóðarinnar sem hún stendur á. R13120020

30. Lagður fram dómur hæstaréttar í málinu 580/2014, Arcus ehf. gegn Reykjavíkurborg. R13100195

31. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, sbr. 20. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. mars 2015, um áfangaskýrslu starfshóps um nýju Reykjavíkurhúsin. R13010108

Tillagan er felld með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

Umrædd áfangaskýrsla hefur verið kynnt í fagráðum borgarinnar. Ráðin hafa haft tækifæri til að bóka um afstöðu sína og er litið svo á að það hafi verið fullnægjandi tækifæri til að koma athugasemdum á framfæri.

32. Lögð fram að nýju tillaga Framsóknar og flugvallarvina sem lögð var fram í borgarstjórn þann 20. janúar 2015 um að innkauparáði verði falið að gera nýja innkaupastefnu. Jafnframt lögð fram umsögn innkauparáðs, dags. 13. febrúar 2015, og umsögn fjármálaskrifstofu frá 24. apríl 2015. R15010239

Samþykkt að fela innkauparáði að skoða og meta hvort ástæða er til að endurskoða innkaupastefnu og skila áliti um það til borgarráðs. 

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðsluna.

33. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 22. maí 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili að gerð verði undantekning á sérskilmálum um úthlutun lóða til félaga og samtaka eldri borgara vegna íbúðar að Hólabergi 84. R15050130

Samþykkt.

34. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 22. maí 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að falla frá forkaupsrétti á íbúð fyrir aldraða að Vesturgötu 7. R15050127

Samþykkt.

35. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 22. maí 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úhlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Mýrargötu 27, 29 og 31 og Seljavegi 1a og 1b. R15040207

Samþykkt.

36. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. maí 2015, ásamt drögum að erindisbréfi starfshóps um Nýju Reykjavíkurhúsin í Vesturbugt, tillögu borgarstjóra, dags. 24. mars 2015, um Vesturbugt, úthlutun tveggja lóða, og minnisblað skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 23. mars 2015, um ráðstöfun lóða og kaup íbúða í Vesturbugt. R13090022

37. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Fyrir hálfu ári var 432 aksturssammingum borgarstarfsmanna sagt upp. Forysta BHM hefur krafist þess að uppsagnir samninganna verði dregnar til baka enda er aðgerðin einhliða kjaraskerðing að mati bandalagsins. Í ljós hefur komið að ekki var haft samráð við starfsmenn og hafa borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýnt það. Mikils ósamræmis gætir í aksturssamningum hjá borginni annars vegar og fyrirtækjum í meirihlutaeigu borgarinnar hins vegar. Óskað er upplýsinga um eftirfarandi: Hafa uppsagnirnar haft áhrif á samgönguvenjur starfsmanna? Hafa þeir komið með almenningsvögnum eða hjólandi í vinnuna, eins og að var stefnt, sbr. greinargerð borgarstjóra með tillögu um uppsögn aksturssamninganna? Hver er sparnaðurinn af uppsögnum aksturssamninga? Hefur notkun leigubíla eða bílaleigubíla aukist eða útgjöld aukist af öðrum ástæðum? R15020238

Fundi slitið kl. 11.40

S. Björn Blöndal

Björk Vilhelmsdóttir Halldór Auðar Svansson

Halldór Halldórsson Júlíus Vífill Ingvarsson

Sóley Tómasdóttir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir