Borgarráð - Fundur nr. 5360

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2015, fimmtudaginn 21. maí, var haldinn 5360. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.07. Viðstödd voru: S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Halldór Halldórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Kristbjörg Stephensen, Magnús Ingi Erlingsson og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 22. og 27. apríl 2015. R15010030

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 5. maí 2015. R15010005

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 7. maí 2015. R15010013

4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 8. maí 2015. R15010015

5. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó frá 5. og 15. maí 2015. R15010027

6. Lagðar fram fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. og 20. maí 2015. R15010021

B-hlutar fundargerðanna samþykktir.

7. Lögð fram fundargerð öldungaráðs frá 8. maí 2015. R15030096

8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R15050010

- Kl. 9.09 taka Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Ellý Katrín Guðmundsdóttir sæti á fundinum.

9. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 12. maí 2015, um áhrif væntanlegra verkfalla á starfsemi Reykjavíkurborgar. R15050088

- Kl. 9.12 taka borgarstjóri, Pétur Ólafsson og Birgir Björn Sigurjónsson sæti á fundinum. 

Atli Atlason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Einnig taka Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir og Þórgnýr Thoroddsen sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er eftir upplýsingum um það hvort greidd eru lægri föst grunnlaun en kr. 300.000 án allra aukagreiðslna, fyrir einhver störf hjá Reykjavíkurborg, en sú fjárhæð er krafa vinnumarkaðarins um lágmarkslaun.  Ef svo er, er óskað upplýsinga um það hvaða störf það eru, fjöldi starfanna, á hvaða sviðum þau eru og hvernig þau skiptast á milli kynja.

Frestað.

10. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18. maí 2015, varðandi úttekt innri endurskoðunar á sameiginlegri ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk, ásamt skýrslu innri endurskoðunar, dags. í maí.

Hallur Símonarson og Kristíana Baldursdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. Einnig taka Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir og Þórgnýr Thoroddsen sæti á fundinum undir þessum lið. R15020056

Lögð fram svohljóðandi bókun borgarráðs:

Úttekt innri endurskoðunar á aðdraganda, innleiðingu og framkvæmd breytinga á ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu er vönduð og ítarleg og varpar skýru ljósi bæði á það sem vel var gert og það sem brást í ferlinu. Undirbúningur breytinganna var góður og ekki eru gerðar miklar athugasemdir við þá stefnumótun sem slíka. Brestirnir fólust fyrst og fremst í því að ekki var skýrt hver átti að bera ábyrgð á heildarumsjón með innleiðingu breytinganna eftir að verkefnið hafði verið falið Strætó bs. Upplýsingagjöf var mjög ábótavant, bæði til notenda þjónustunnar og eftirlitsaðila sveitarfélaganna, velferðarsviða og velferðarráða. Vönduð breytingastjórnun byggist á skýrt skilgreindri ábyrgð og góðu upplýsingaflæði og þegar um viðkvæma þjónustu á borð við þessa er að ræða verður að vanda sérstaklega vel til verka. Nauðsynlegt er að draga lærdóm af mistökunum til að tryggja að slíkt gerist ekki aftur þegar viðamiklar breytingar eru gerðar á þjónustu.

Lögð fram svohljóðandi bókun borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Framsókn og flugvallarvinir þakka innri endurskoðun fyrir þá vinnu sem liggur að baki þessari vel unnu skýrslu. Í skýrslunni kemur fram áfellisdómur yfir innleiðingarferli í tengslum við ferðaþjónustu fatlaðs fólks, gagnvart a) stjórn Strætó bs.,  b) kjörnum fulltrúum sem brugðust í eftirlitshlutverkum sínum á sviði fagráða og þá ekki síst velferðarsviða sveitafélaganna og c) félagsmálastjórum á höfuðborgarsvæðinu sem skipuðu samráðshóp um verkefnið. Í úttektarskýrslu sem kom fram í apríl 2013 kom fram að eftirlitshlutverki kjörinna fulltrúa væri mjög ábótavant og virðast kjörnir fulltrúar enn vera í óvissu með eftirlitshlutverk sitt. Pólitískt skipaðar stjórnir verða að bera pólitíska ábyrgð og í því ljósi bendum við á að enn er óafgreidd tillaga okkar Framsóknar og flugvallarvina frá 12. febrúar 2015 um að borgarstjórn hlutist til um að skipta út stjórnarmanni og varamanni sínum í byggðasamlaginu Strætó bs. ásamt því að skorað er á fulltrúa Reykjavíkurborgar í Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að leggja fram tillögu á stjórnarfundi SSH um að öll stjórn Strætó bs. verði leyst frá störfum og ný stjórn skipuð, þar sem núverandi stjórn hefur misst traust íbúa höfuðborgarsvæðisins og borgarbúa til áframhaldandi verka.  Er hér með skorað á borgarráð að taka tillöguna til afgreiðslu strax á næsta fundi borgarráðs.  

Lögð fram svohljóðandi bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

Svört skýrsla um ferðaþjónustu fatlaðra er harkalegur dómur yfir margvíslegum mistökum stjórnar Strætó bs., stjórnenda og velferðarráðs Reykjavíkur. Í skýrslunni er staðfest að öllum starfsmönnum í ferðaþjónustu Strætó bs. var sagt upp öfugt við það sem haldið hefur verið fram. Með uppsögnum fatlaðs starfsfólks hjá Strætó bs. glataðist mikilvæg þekking á þörfum notenda og áratugareynsla fyrir borð borin. Framkoma stjórnenda við starfsfólk var ómannúðleg og ófagleg. Tryggja verður aðkomu hagsmunasamtaka fatlaðs fólks að ferðaþjónustunni með varanlegum hætti. Skýrsluhöfundar beina athyglinni að þætti stjórnar Strætó bs. en fram kemur í skýrslunni að stjórnin hafi verið veik og að hlutverk hennar virðist hafa verið að veita samþykki við gjörðum framkvæmdastjórnar. Ennfremur segir að ekki verði annað séð en að eftirlit stjórnar með rekstri hafi brugðist varðandi verkefni er lutu að ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Reykjavíkurborg ber að axla ábyrgð á þessu sorglega máli og biðjast formlega fyrirgefningar. Það eiga önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að gera líka. Fulltrúar í stjórn hljóta að hugleiða stöðu sína.

11. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. maí 2015 í máli E-4445/2012: Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ehf. gegn Þjóðskrá Íslands og Reykjavíkurborg.

Vilhjálmur Vilhjálmsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14060242

- Kl. 11.05 víkur Björk Vilhelmsdóttir af fundi og Heiða Björg Hilmisdóttir tekur þar sæti.

- Kl. 11.15 tekur Ólöf Örvarsdóttir sæti á fundinum.

12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. maí 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við Fellsveg, ásamt kynningu.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R15050089

13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. maí 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun gönguleiða 2015, ásamt kynningu.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið R15050087

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. maí 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. maí sl., varðandi tillögur Umhverfisstofnunar að verndar- og stjórnunaráætlunum fyrir þrjú friðlýst svæði í Reykjavík, Fossvogsbakka, Háubakka og Laugarás.

Samþykkt.

Snorri Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R15050052

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. maí 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. maí sl., varðandi þjónustusamninga milli Reykjavíkurborgar og Umhverfisstofnunar um umsjón og rekstur náttúruvættanna Fossvogsbakka, Háubakka og Laugaráss.

Samþykkt.

Snorri Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R15050052

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. maí 2015, þar sem kynnt er áætlun um grasslátt sumarið 2015 og stöðu hreinsunar í borgarlandinu.

Hjalti Guðmundsson og Björn Ingvarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R15050096

17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. maí 2015, varðandi aðgerðaáætlun í úrgangsmálum í Reykjavík til 2020.

Eygerður Margrétardóttir og Guðmundur B. Friðriksson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R15050099

18. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 18. maí 2015, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að ganga frá sátt í máli Helga S. Sigurðssonar gegn Reykjavíkurborg. R15020058

Samþykkt.

- Kl. 12.20 víkur Kristbjörg Stephensen af fundinum.

19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. maí 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. apríl 2015, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Suður-Mjóddar. R15040129

Samþykkt.

20. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsráðs, dags.15. maí 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. maí 2015 á umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. maí 2015, varðandi erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 14. apríl 2015, um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. R13060030

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

Vísað til borgarstjórnar.

21. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags.15. maí 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. maí 2015 á umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. maí 2015,  um erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 21. apríl 2015, þar sem óskað er afgreiðslu Reykjavíkurborgar á tillögu að þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2015-2018, fyrri hluta. R15040154

Samþykkt. 

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins. 

Vísað til borgarstjórnar.

22. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. maí 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. maí 2015, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Úlfarsárdal. R15050082

Samþykkt.

23. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. maí 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. maí sl., um auglýsingu á breytingu á afmörkun deiliskipulags Úlfarsárdals fyrir hverfi 4. R15050081

Samþykkt.

24. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. maí 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. maí 2015, um auglýsingu varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 38 og 40 við Sigtún. R15050051

Samþykkt.

25. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. maí 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. maí 2015, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Kvosarinnar. R15010315

Samþykkt.

26. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs frá 7. maí 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. maí sl., varðandi breytingu á deiliskipulagi Rauðarárholts vegna lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt. R13030115

Samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun: 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina hafa ítrekað lagt til að samhliða þéttingu byggðar gæti borgin hagsmuna þeirra sem fyrir eru á þéttingarreitum og komi til móts við áhyggjur og ábendingar íbúa til að tryggja að ekki sé gengið á lífsgæði þeirra. Með reglum Bílastæðasjóðs sem nú eru í vinnslu er lagt til að stigið verði skref í þá átt að tryggja þeim forgang að bílastæðum í íbúðahverfum sem fá íbúakort. Engin reynsla er þó komin á það fyrirkomulag og engan veginn er hægt að fullyrða að nýir íbúar að Brautarholti 7 muni fara sinna ferða með öðrum hætti en á bílum og þar með hvaða áhrif 102 íbúðir muni hafa á nærumhverfið að þessu leyti en 83 þeirra eru án bílastæða. Mikilvægt er að halda áfram að fylgjast með þeirri þróun og bregðast við eins og þörf krefst.

27. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. maí 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. maí sl. á lýsingu, dags. 5. maí 2015, vegna deiliskipulags fyrir Esjumela á Kjalarnesi. R15050080

Samþykkt.

28. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. maí 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 12. maí á umsögn umhverfis- og skipulagssviðs vegna frumvarps til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli, sbr. þingskjal 478, 361. þingmál. R15050032

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins. 

29. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. maí 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. maí á umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. maí 2015, um tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015 til 2033 á vinnslustigi. R15050083

Samþykkt.

- Kl. 12.40 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

30. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um endurskoðun samnings Reykjavíkurborgar við Fylki, dags. 26. mars 2015. Jafnframt lögð fram umsögn íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 15. apríl 2015.

Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14030100

Tillagan er felld með vísan til umsagnar íþrótta- og tómstundasviðs með 2 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins gegn 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata. 

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

31. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að skipta um gólfefni í Fylkishöll, dags. 26. mars 2015. Jafnframt lögð fram umsögn íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 15. apríl 2015.

Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R15030252

Samþykkt að vísa tillögunni til skoðunar við vinnslu fjárhagsáætlunar 2016.

32. Kynnt er dagskrá ferðar borgarstjóra til Barcelona, dagana 27.-31. maí nk., í boði borgarstjóra Barcelona. Borgarstjóri tekur m.a. þátt í ráðstefnu um hlutverk tónlistar og tónlistarhátíða fyrir markaðsetningu og efnahagslíf borga ásamt fulltrúum London, Austin (Texas), Groeningen og Barcelona undir yfirskriftinni The cities of music. Pétur Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, verður með í för. R15050123

- Kl. 12.50 víkja borgarstjóri og Pétur Ólafsson af fundinum.

33. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 15. maí 2015, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 13. maí 2015, um að fallið verði frá greiðslum til skóla Ísaks Jónssonar vegna fimma ára reykvískra barna sem fram hafa farið á grundvelli samþykktar borgarráðs frá 28. apríl 2005. Jafnframt eru lögð fram drög að samningi um framlag til skólans vegna fimm ára barna í leikskóladeild skólans. R15050003

Samþykkt.

Kristján Gunnarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

34. Lagt fram bréf Bílastæðasjóðs, dags. 18. maí 2015, varðandi endurskoðaðar reglur um bílastæðakort íbúa í Reykjavík, ásamt fylgigögnum. R15010229

Samþykkt.

Vísað til samþykktar hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. 

Kolbrún Jónatansdóttir og Vigdís Þóra Sigfúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

35. Lagt fram bréf stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, dags. 5. maí 2015, varðandi starfsáætlun í stjórnkerfis- og lýðræðismálum 2015.

Ásta Guðrún Beck tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R15030090

36. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 19. maí 2015, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um hvort standi til að segja upp aksturssamningum starfsmanna B-hluta fyrirtækja, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. febrúar sl. R15020238

37. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. maí 2015, þar sem óskað er eftir samþykki borgarráðs fyrir því að selja fasteignina Skriðu á Kjalarnesi. R15010176

Samþykkt.

38. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. maí 2015, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að falla frá forkaupsrétti vegna sölu á íbúð merktri 01-04-07, fastanúmer 200-1751, að Vesturgötu 7. R15050053

Samþykkt.

39. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. maí 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að úthluta Ólafi G. Höskuldssyni og Þórunni Kristínu Snorradóttur lóð fyrir einbýlishús við Haukdælabraut 74. R15040199

Samþykkt.

40. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. maí 2015, ásamt fylgiskjölum, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að selja Úlfljótsskála fyrir kr. 56.000.000. R15050072

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun: 

Framsókn og flugvallarvinir lýsa ánægju sinni með að gert skuli gagntilboð í þessu máli og vonumst eftir að það verði til eftirbreytni við sölu fasteigna borgarinnar hér eftir, en því miður hefur það ekki verið lenska við sölu eigna borgarinnar hingað til.  Má merkja stefnubreytingu í þá veru að reyna í hverri sölu að hámarka tekjur borgarinnar.

41. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. maí 2015, ásamt fylgiskjölum, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að seld verði 730 fermetra landspila í hlíðum Úlfarsfells fyrir kr. 365.000, sem liður í lausn ágreiningsmáls kaupanda við Reykjavíkurborg. R14120098

Samþykkt.

42. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. maí 2015:

Lagt er til að borgarráð samþykki að setja á laggirnar starfshóp til að fylgja eftir viljayfirlýsingu á milli Reykjavíkurborgar og Akraness, dags. 16. janúar 2015, um flóasiglingar. Starfshópnum verði falið að vinna úr ábendingum sem skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hefur sett fram varðandi skoðun á verkefninu og er heimilt að ráða sérfræðing til verkefnisins. Í starfshópinn verði skipaðir tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg, þar af hafi annar formennsku, og einn fulltrúi frá Akraneskaupstað. Til verkefnisins verði ráðstafað 2 m.kr., þar af 1 m.kr. sem komi í hlut Reykjavíkurborgar sem færist á kostnaðarstað 09204, sérstakar athuganir og úttektir. 

Greinargerð fylgir tillögunni. Jafnframt fylgja drög að erindisbréfi starfshóps um flóasiglingar, viljayfirlýsing, dags. 16. janúar 2015, og bréf  Faxaflóahafna, dags. 9. janúar 2015. R15020047

Samþykkt.

43. Lagt fram bréf borgarritara, dags. 15. maí 2015, um erindisbréf starfshóps um heilsueflingu starfsmanna Reykjavíkurborgar, ásamt erindisbréfi starfshópsins, dags. 5. maí 2015. R15040137

44. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. maí 2015, um fyrirhugaða fundi borgarráðs sumarið 2015. R15050076

45. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Framsókn og flugvallarvinir óska eftir upplýsingum um hvort að það skilyrði sé sett fyrir búsetuheimild í íbúakjarnanum Rangárseli 16-20 að búsetufólk sé ekki í fíkniefnaneyslu. Þá óskast upplýsingar um i) hvaða úrræði Reykjavíkurborg hefur annars vegar og hins vegar starfsmenn á íbúakjörnum hafa, til að bregðast við ef einstaklingur í búsetukjarna (sem ekki heimilar fíkniefnaneyslu) á vegum borgarinnar verður uppvís að fíkniefnaneyslu, ii) hversu margir íbúakjarnar á vegum Reykjavíkurborgar heimila virkum fíklum búsetu, iii) í þeim búsetukjörnum þar sem virkum fíklum er heimil búseta, hvernig er kynningu og fræðslu til a)nágranna háttað, b) skóla- og frístundaheimila í hverfinu c) annars félagsstarfs í nágrenninu, d) hvaða skref eru tekin í öryggismálum gagnvart liðum a-c annarsvegar og hins vegar gagnvart starfsfólki búsetukjarnans. R15050131

46. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Á borgarstjórnarfundi 20. janúar á þessu ári lögðu Framsókn og flugvallarvinir fram tillögu um að símtöl hringjenda í þjónustuver ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu yrði gert gjaldfrjáls án tafar. Tillögunni var vísað til velferðarráðs sem tók vel í hugmyndina en vísaði henni til stjórnar Strætó bs.  Nú fjórum mánuðum seinna hefur svar enn ekki borist og því er málið tekið upp hér í borgarráði og óskað eftir að því verði beint til stjórnar Strætó bs. að taka tillöguna til afgreiðslu án tafar. R14120069

47. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Um árabil hefur verið rekinn íbúðakjarni fyrir fatlað fólk að Rangárseli 16-20 í góðri sátt við íbúa hverfisins. Nú standa yfir breytingar á fyrirkomulagi í húsinu og er m.a. gert ráð fyrir breytingum á íbúahópi þess. Óskað er eftir upplýsingum um þessar breytingar og hvort þær áhyggjur íbúa hverfisins sem fram komu á opnum íbúafundi í Seljakirkju 20. maí sl. hvort þarna verði íbúar sem með einhverjum hætti geti talist ógn við umhverfi sitt eigi við rök að styðjast. R15050131

48. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi tillögu:

Framsókn og flugvallarvinir leggja fram þá tillögu að Reykjavíkurborg tryggi að við skipan fulltrúa í stjórnir dótturfélaga borgarinnar og byggðarsamlaga skuli þeir sem veljast til starfans uppfylla sambærileg hæfisskilyrði og sett eru í 52. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, með nánari útfærslu í reglum 887/2012 sem fjalla um „hæfismat“. R15050132

Frestað.

Fundi slitið kl. 13:45

S. Björn Blöndal

Halldór Auðar Svansson Sóley Tómasdóttir

Heiða Björg Hilmisdóttir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson Halldór Halldórsson