Borgarráð - Fundur nr. 5358

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2015, fimmtudaginn 30. apríl, var haldinn 5358. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Gerðubergi og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Björk Vilhelmsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Halldór Halldórsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Kristbjörg Stephensen, Ólöf Örvarsdóttir, Hrólfur Jónsson, Anna Margrét Jóhannesdóttir og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.

Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 18. febrúar, 11., 18. og 30. mars og 7. apríl 2015. R15010030

2. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 22. apríl 2015. R15010004

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 14. apríl 2015. R15010005

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 20. apríl 2015. R15010009

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 16. apríl 2015. R15010011

6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 27. apríl 2015. R15010012

7. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 17. apríl 2015. R15010015

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó frá 14. apríl 2015. R15010027

9. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. apríl 2015. R15010021

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál. R15030291

- Kl. 9.07 tekur Sóley Tómasdóttir sæti á fundinum.

11. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R15010088

Eftirtaldar styrkumsóknir samþykktar með 5 atkvæðum, borgarráðsfulltrúi Framsóknar og Flugvallavina situr hjá við afgreiðslu málsins:

Skákfélagið Hrókurinn, 1 m.kr. vegna starfs í þágu barna og ungmenna á Grænlandi og í þágu fólks með geðraskanir.

Bedroom Community, 500 þ.kr. vegna Breiðholt Festival, menningarhátíð í Seljahverfi.

Druslugangan 2015, 1,5 m.kr. vegna Druslugöngunnar í sumar.

Öðrum styrkumsóknum hafnað.

Halldór Auðar Svansson vék af fundinum við afgreiðslu málsins.

12. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 28 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R15040002

13. Lögð fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. apríl 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. apríl 2015 á tillögum að skipulags- og matslýsingum fyrir Árbæ, hverfi 7.1, 7.2., 7.3 og 7.4. Jafnframt lögð fram verklýsing hverfisskipulagsgerðar fyrir Árbæ, dags. 16. mars 2015, með lagfæringum frá 24. apríl 2015. R14010072

Borgarráð staðfestir afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs þar sem lýsingarnar voru samþykktar til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 40. gr. sbr. 3. ml. 5. gr. 37. gr. skipulagslaga nr. 12372010.

14. Fram fer kynning á verklýsingu hverfisskipulagsgerðar fyrir Breiðholt.

Ólöf Kristjánsdóttir og Ævar Harðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

 R14010072

- Kl. 9.18 taka borgarstjóri og Pétur Krogh Ólafsson sæti á fundinum.

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. apríl 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. apríl 2015, á lagfærðum skipulagsuppdrætti vegna deiliskipulags Fitja á Kjalarnesi, vegna athugasemda Skipulagsstofnunar. R14080070

Samþykkt.

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. apríl 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. apríl 2015, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 47 við Bólstaðarhlíð, Háteigsskóla. R15040130

Samþykkt.

17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. apríl 2015, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að bjóða út framkvæmdir við endurbætur á gatnamótum Víkurvegur og Reynisvatnsvegar. Kostnaðaráætlun 2 er 20 m.kr., kostnaðarstaður 3102. R15040188

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. apríl 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. apríl 2015, á göngugötum í miðborg Reykjavíkur sumarið 2015.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi breytingartillögu:

Til að mæta mismunandi sjónarmiðum rekstraraðila í miðborginni og til að gefa betri tíma til undirbúnings er lagt til að gildistími opnunar sumargatna 2015 verði frá 15. maí 2015 í stað 1. maí s.á. og verði til 15. september 2015 í stað 1. október s.á. R15040215

Frestað.

19. Lagt fram bréf skrifstofu þjónustu og reksturs, dags. 28. apríl 2015, um fyrirhugaðar breytingar á skipulagi deilda innan skrifstofunnar, ásamt upplýsingum um stefnumótun og framtíðarsýn skrifstofu þjónustu og reksturs.

Óskar Sandholt tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R15040182

20. Lögð fram þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2015-2018, fyrri hluti, sem samþykkt var í svæðisskipulagsnefnd þann 17. apríl 2015. Jafnframt lagt fram tölvubréf svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, dags. 21. apríl 2015. R15040154

21. Lagt fram bréf bílastæðanefndar, dags. 27. apríl 2015, sbr. samþykkt nefndarinnar frá 24. apríl 2015 um gjaldskyldu norðan Hringbrautar. R15040185

Frestað.

Bókun borgarráðs:

Sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs er falið að afla upplýsinga um hvernig samráðsferli við íbúa var háttað við vinnslu málsins og kynna fyrir borgarráði.

Kolbrún Jónatansdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

22. Lögð fram drög að áfangaskýrslu stýrihóps um hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2015-2020, dags. í apríl 2015. R14100244

Bókun borgarráðs:

Starfshópnum er falið að ganga frá þeirri endurskoðuðu áætlun sem liggur fyrir í drögum og að hún verði tilbúin ásamt kostnaðarmati eigi síðar en í byrjun samgönguviku, 16. september 2015.

Hjálmar Sveinsson, Ólöf Kristjánsdóttir, Björg Helgadóttir, Þorsteinn Hermannsson og Kristinn Eysteinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

23. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 17. apríl 2015, varðandi dómsátt í máli Reykjavíkurborgar gegn íslenska ríkinu vegna starfsólks heimahjúkrunar, ásamt afriti af dómsátt, dags. 31. mars 2015. R14090298

24. Lagður fram dómur Héraðsdóms í máli E-850/2014, Guðrún Birna Smáradóttir gegn Reykjavíkurborg. R14030031

25. Lögð fram skýrsla KPMG, dags. 28. apríl 2015, um ársreikning 2014. Jafnframt lögð fram skýrsla endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar, dags. 27. apríl 2015.

Ólafur B. Kristinsson, Sunna Jóhannsdóttir, Inga Björg Hjaltadóttir, Gísli Guðmundsson og Ingvar Garðarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R15030149

26. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 22. apríl 2015, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um hvað líði vinnu við endurskoðun á verklagsreglum um þjónustu við grunnskólanemendur með fjölþættan vanda, sbr. 48. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. apríl sl. R14100380

27. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 19. janúar 2015, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um reglur um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila við trúar- og lífsskoðunarfélög, sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. desember 2014. R13080055

28. Lagt fram bréf stjórnar kirkjubyggingarsjóðs, dags. 27 apríl 2015, um styrkúthlutanir úr sjóðnum fyrir árið 2015. R15020106

Samþykkt.

29. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 15. apríl 2015:

Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagðan samstarfssamning við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Kostnaður skv. samningnum fyrir árið 2015 skiptist í 2.375 þ.kr. sem færist á kostnaðarstað 09510, ýmsar samningsbundnar greiðslur, viðbótarkostnað vegna úttektar á Betri Reykjavík og Betri hverfum að upphæð 1.619 þ.kr. og færist á kostnaðarstað 09516, þróun og nýsköpun, og viðbótarkostnað vegna viðhorfskönnunar Félagsvísindastofnunar meðal borgarbúa í tengslum við úttektina að upphæð 2.425 þ.kr. sem færist á kostnaðarstað 09204, sérstakar athuganir og úttektir. 

Greinargerð fylgir tillögunni. Jafnframt eru lögð fram drög að samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála 2015 og verkefnistillaga Félagsvísindastofnunar vegna viðhorfskönnunar 2015. R15040113

Samþykkt.

30. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 28. apríl 2015, varðandi samning um yfirdráttarlán fyrir a-hluta. R15010222

31. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 26. apríl 2015, um þróun heildartekna og heildargjalda vegna málaflokks fatlaðs fólks 2011-2014. R15030149

Samþykkt að vísa tillögunni til verkefnastjórnar um endurmat samnings um yfirfærslu á málefnum fatlaðs fólks.

32. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 14. apríl 2015, um mat á stofnkostnaði á hjúkrunarrýmum, sértækum búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk og þjónustuíbúðum aldraðra 2015-2034. R14110067

33. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 14. apríl 2015, um mat á stofnkostnaði stúdentaíbúða 2015-2019. R14010115

34. Lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 25. apríl 2015, um tillögu af samráðsvefnum Betri Reykjavík um lækkun útsvars. R15030254

Tillagan felld með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata með vísan til umsagnar fjármálaskrifstofu. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði með tillögunni. Borgaráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

Málið fer til endanlegrar staðfestingar borgarstjórnar með vísan til ákvæða 48. gr. í samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. 

35. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. apríl 2015, um úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóð nr. 38 við Vatnagarða til Alp hf. bílaleigu. R14030041

Samþykkt.

36. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. apríl 2015, þar sem tilkynnt er að Ilmur Kristjánsdóttir hafi verið kosin varamaður í borgarráð í stað Evu Einarsdóttur. R14060106

37. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 28. apríl 2015: 

Borgarráð samþykkir að framlengja til loka árs 2015 Breiðholtsverkefnið – tilraunaverkefni í Breiðholti um sérstakan hverfisstjóra og aukið íbúalýðræði. Borgarráð felur stýrihópi verkefnisins og hverfisstjóra að koma með tillögur um áframhaldandi þróun íbúalýðræðis og fyrirkomulag þjónustu og stjórnsýslu í hverfinu í samráði við stjórnkerfis- og lýðræðisráð. Tillögurnar byggi á styrkleikum núverandi tilraunaverkefnis og miði að því að auka enn frekar gæði þjónustu við íbúa hverfisins. Tillögugerð skal lokið fyrir 1. nóvember nk.

Greinargerð fylgir tillögunni. R15040202

Samþykkt.

38. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 28. apríl 2015: 

Þann 19. júní 2015 verða 100 ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi. Af því tilefni verða skipulögð hátíðarhöld víðs vegar um land. Reykjavíkurborg veitir starfsfólki sínu frí frá hádegi þann dag til þess að það geti tekið þátt í að fagna þessum áfanga. Starfsmannastjóra Reykjavíkurborgar er falið að halda utan um samræmda framkvæmd málsins í samstarfi við mannauðsþjónustur sviða. Fríið nái til alls starfsfólks borgarinnar sem er með vinnuskyldu þann 19. júní. Starfsfólki sem ekki gefst kostur á frítöku þann dag vegna eðlis starfseminnar býðst að taka frí síðar. R15040180

Samþykkt.

39. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 28. apríl 2015: 

Lagt er til að borgarráð samþykki að skipa þriggja manna atvinnumálahóp, skipaðan kjörnum fulltrúum. Langtímaatvinnuleysi er ennþá til staðar hér þó að það hafi minnkað mikið að undanförnu. Atvinnumálahópur hafi það hlutverk að fylgjast með þróun vinnumarkaðsmála í Reykjavík. Hópurinn verði ráðgefandi um vinnumarkaðsaðgerðir borgaryfirvalda og samhæfi og samræmi aðgerðir, þar á meðal vegna atvinnuúrræða fólks með fötlun og ráðninga sumarstarfsfólks á vegum Reykjavíkurborgar. Hópurinn vinni kortlagningu vinnumarkaðsúrræða á vegum Reykjavíkurborgar, forgangsraði verkefnum og endurskoði fyrirkomulag sumarstarfa. 

Jafnframt lögð fram drög að erindisbréfi stýrihóps um atvinnumál. R15040191

Samþykkt.

40. Lagt fram bréf innanríkisráðuneytisins, dags. 17. apríl 2015, um framkvæmdir á svæði Valsmanna.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

Innanríkisráðuneytið hefur með bréfi dagsettu 17. apríl sl. skorað á Reykjavíkurborg að virða gildandi skipulagsreglur og stjórnsýslumeðferð. Bent er á að uppbygging á Valssvæðinu sé óheimil með vísan til laga um loftferðir. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að framkvæmdaleyfi á svæði Valsmanna við Hlíðarenda verði dregið til baka tímabundið eða þar til þeir fyrirvarar sem ráðuneytið tilgreinir hafa verið uppfylltir en þeir eru að Samgöngustofa hafi lokið umfjöllun sinni um möguleg áhrif lokunar flugbrautar 06/24 og að verkefnastjórn um könnun á flugvallarkostum, svokölluð Rögnunefnd, hefur lokið störfum. Jafnframt er því beint til Samgöngustofu og Rögnunefndar að flýta sínum störfum. R14010193

Frestað.

41. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. apríl 2015: 

Borgarráð samþykkir að veita fjármálastjóra framlengda heimild til að greiða tónlistarskólum í Reykjavík, sem eru í tímabundnum greiðsluvanda, fyrirfram áætlað framlag Jöfnunarsjóðs vegna kennslukostnaðar vegna nemenda á miðstigi í söngnámi og/eða framhaldsstigi í söng- og tónlistarnámi, vegna febrúar 2015, alls um 16,6 m.kr.

Greinargerð fylgir tillögunni. R14050155

Samþykkt.

42. Kynnt er ferð borgarstjóra til Kaupmannahafnar dagana 3.-4. maí nk. í tilefni af úrslitum Nordic Independent Living Challenge Competition sem Reykjavík tekur þátt í. Borgarstjóri tekur þátt í pallborði á mánudeginum þar sem borgarstjórar Norrænu höfuðborganna ræða samstarf um nýsköpun og tækni á sviði velferðarmála. Auk borgarstjóra verður Pétur Ólafsson aðstoðarmaður með í för. R15040210

43. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um hver staðan er hjá Reykjavíkurborg gagnvart fjölgun hjúkrunarrýma í borginni. Liggja inni umsóknir um fjölgun hjúkrunarrýma hjá heilbrigðisráðherra á vegum borgarinnar? Liggja inni umsóknir um fjármögnun byggingar hjúkrunarheimila hjá Framkvæmdasjóði aldraðra í samstarfi við sjálfseignarstofnanir eða á vegum borgarinnar sjálfrar? R15040228

44. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um hversu mörg tjón og hvers eðlis hafa orðið á farartækjum einstaklinga á götum borgarinnar vegna ófullnægjandi viðhalds gatnakerfisins. Borgarstjóra er falið að fá um þetta upplýsingar hjá tryggingafélögunum og leggja fyrir borgarráð. R15040227

45. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:

Vegna umfjöllunar um að breytingar á samþykkt um götu- og torgsölu í Reykjavík frá 15. janúar 2015 hafi þau áhrif að bifreið hafi ekki söluleyfi leggja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á samþykktunum til að ekki sé gerður greinarmunur á því hvort söluvagn er sjálfkeyrandi eða dreginn af bifreið. R15040226

Frestað.

Fundi slitið kl. 12.56

S. Björn Blöndal

Björk Vilhelmsdóttir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir

Halldór Auðar Svansson Halldór Halldórsson

Júlíus Vífill Ingvarsson Sóley Tómasdóttir