Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2015, fimmtudaginn 19. mars, var haldinn 5354. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.02. Viðstödd voru auk borgarstjóra: S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Kristbjörg Stephensen, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Krogh Ólafsson og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 12. mars 2015. R15010014
2. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 3. mars 2015. R15010026
3. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. mars 2015. R15010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vekja athygli á því að á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær var samþykkt að þrengja Grensásveg. Við afgreiðslu málsins greiddu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins atkvæði gegn málinu og bókuðu um sína afstöðu. Á íbúafundi sem haldinn var í Breiðgerðisskóla fimmtudaginn 12. þ.m. var fundargestum sagt að ekki væri enn ákveðið hvort farið yrði út í að þrengja Grensásveg og voru fundargestir hvattir til að hafa samband og senda inn tölvupósta. Af því mátti ráða að enn væri tími til stefnu og umræðu ekki lokið. Nú liggur sú staðreynd fyrir að fulltrúar meirihlutans hafa notað fyrsta mögulega tækifæri til þess að ákveða að fara í þessa óþarfa framkvæmd í andstöðu við fjölda borgarbúa. Málið var sett á dagskrá ráðsins mánudaginn 16. þ.m. eða einum virkum degi eftir íbúafundinn. Af því verður einungis ráðið að aldrei hafi staðið til að nýta fundinn til annars en til sýnis. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýna þessi vinnubrögð harðlega en vísa að öðru leyti til ítarlegrar bókunar fulltrúa flokksins í ráðinu.
4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 15 mál. R15030002
5. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R15010088
Samþykkt að veita Skrautás ehf. styrk að fjárhæð kr. 400.000 pr. blað vegna útgáfu hverfisblaða Grafarvogs, Árbæjar og Grafarholts.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.
Samþykkt að veita Með oddi og egg ehf. styrk að fjárhæð kr. 400.000 pr. blað vegna útgáfu hverfisblaða Miðborgar og Hlíða og Laugardals, Háaleitis og Bústaða.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.
Samþykkt að veita Kvennakór Reykjavíkur styrk að fjárhæð kr. 250.000.- til tónleikahalds af tilefni 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til bókunar sinnar í borgarráði 19. júní sl.
Samþykkt að veita Norræna húsinu styrk að fjárhæð kr. 500.000.- vegna hátíðar um samfélagsmál og pólitík.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til bókunar sinnar í borgarráði 19. júní sl.
Samþykkt að veita samtökunum Móðurmál styrk að fjárhæð kr. 1.500.000.- vegna stöðu verkefnastjóra.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til bókunar sinnar í borgarráði 19. júní sl.
Samþykkt að veita Söngfuglum styrk að fjárhæð kr. 100.000.- vegna kórstjóra.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til bókunar sinnar í borgarráði 19. júní sl.
Samþykkt að veita Klak Innovit styrk að fjárhæð kr. 500.000.- vegna ráðstefnu í Gamla bíó 28.-29. apríl.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til bókunar sinnar í borgarráði 19. júní sl.
Samþykkt að veita Brynju Pétursdóttur styrk að fjárhæð kr. 150.000.- vegna danskeppni í Seljaskóla.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til bókunar sinnar í borgarráði 19. júní sl.
Samþykkt að veita Drengjakór Reykjavíkur styrk að fjárhæð kr. 250.000.- vegna rekstrar kórsins.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til bókunar sinnar í borgarráði 19. júní sl.
6. Lagt fram minnisblað skóla- og frístundasviðs, dags. 19. mars 2015, um húsnæðismál frístundaheimila, ásamt fylgigögnum.
Soffía Pálsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 9.08 tekur Björk Vilhelmsdóttir sæti á fundinum.
- Kl. 9.11 tekur Ellý Katrín Guðmundsdóttir sæti á fundinum. R14110195
Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð samþykkir að fela borgarritara að endurskoða verkferla þegar kemur að húsnæðismálum frístundaheimila í samráði við skóla- og frístundasvið. Brýnt er að ákvarðanir um breytingar á húsnæði frístundaheimilanna séu teknar á vettvangi skóla- og frístundaráðs áður en afstaða er tekin til mála í umhverfis- og skipulagsráði og borgarráði.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Þökkum fyrir góða kynningu og ljóst er að húsnæðisþörf frístundaheimila er mikil, en óljóst er að hve miklu leyti hægt væri að nýta frekar skólahúsnæðið sjálft eftir skóla. Í því skyni er ekki úr vegi að horfa til rekstrar Ísaksskóla, þar sem skólastarf og frístundastarf er allt á sama stað. Það er því áskorun til kjörinna fulltrúa, embættismanna og skólastjórnenda að finna flöt til að nýta betur fasteignir borgarinnar, skólana, enda miklir fjármunir undirliggjandi.
7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. mars 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. mars sl., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Laugardals austurhluta vegna lóðarinnar nr. 32 við Holtaveg. R15030121
Samþykkt.
8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. mars 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. mars 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.4 vegna lóðanna nr. 12b og 16 við Laugaveg. R14100440
Samþykkt.
9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. mars 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir í nýbyggingahverfum 2015. R15030145
Samþykkt.
Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
10. Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 10. mars 2015, við fyrirspurn Sjálfstæðisflokks, dags. 26. febrúar 2015, um breytingar á starfsemi í Þorraseli.
Stefán Eiríksson og Berglind Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R15010218
11. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 18. mars 2015:
Lagt er til að framkvæmdir á árinu 2015 vegna áhorfendaaðstöðu á svæði Fram í Úlfarsárdal, alls 9.150 þús. kr., verði fjármagnað af fjárfestingaáætlun ársins vegna Úlfarsárdals en kostnaður vegna leigu á stúkum, snyrtingum og búningsklefum, alls 8.300 þús. kr., verði fjármagnað af kostnaðarstað I9320 hjá ÍTR, húsaleiga og æfingastyrkir. Þessi þáttur kallar ekki á viðauka við fjárhagsáætlun. Lagt er til að heimilaðar verði framkvæmdir á svæði Leiknis vegna varamannaskýlis, söluskála, miðasölu, viðbótarstúku, stæði fyrir fatlaða, vallarklukku, undirvinnu vegna blaðamannastúku, stálstiga, handriðs, girðinga og hönnunar, umsjónar og eftirlits fyrir alls um 23,5 m.kr. og þessar framkvæmdir verði fjármagnaðar innan fjárfestingaráætlunar ársins. Til lækkunar koma styrkir frá mannvirkjasjóði KSÍ vegna framkvæmdanna en ekki er vitað nákvæmlega um upphæð þeirra. Þegar niðurstaða liggur fyrir varðandi styrki verður lögð fram tillaga um viðauka vegna þessara fjárfestinga en það mun ekki breyta heildarfjárfestingu vegna íþróttamannvirkja á árinu. Þá er gert ráð fyrir að hækkun rekstrarútgjalda ÍTR vegna leigu á stúkum, snyrtingum og búningsklefum, alls 1.200 þús. kr., verði fjármagnað af kostnaðarstað I9320 hjá ÍTR, húsaleiga og æfingastyrkir. Vísað er að öðru leyti til meðfylgjandi tillögu og greinargerðar íþrótta- og tómstundasviðs.
Jafnframt lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 17. mars 2014, um greiningu og kostnað við áhorfendaaðstöðu við knattspyrnuvelli. R14120171
Samþykkt.
Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Í jafnréttismati tillögunnar kemur fram að framkvæmdirnar koma til með að nýtast drengjum og körlum í meiri mæli en stúlkum og konum. Því er eðlilegt að aðkoma borgarinnar skilyrðist við aðgerðir af hálfu félaganna sem tryggja aukna nýtingu kvenna og stúlkna á aðstöðunni eða að sköpuð verði önnur aðstaða til íþróttaiðkunar kvenna og stúlkna til mótvægis. Þá er óskað eftir því að ÍTR og ÍBR setji fram framtíðarsýn og tillögur um hvernig stuðla megi að aukinni blöndun iðkenda í öllum íþróttagreinum með sérstakri áherslu á þær greinar þar sem mikið hallar á annað kynið og að tillögurnar verði unnar í samráði við þau íþróttafélög sem um ræðir hér, Leikni, ÍR og Fram.
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
12. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 16. mars 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki framsal byggingarréttar og lóðarhafaskipti þannig að Bílheimar ehf. verði lóðarhafi lóðarinnar Úlfarsbraut 114 í stað Fasteignafélagsins Hlíð ehf. R15030140
Samþykkt.
13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 18. mars 2015:
Lagt er til að borgarráð samþykki að Reykjavíkurborg gerist aðili að Iceland Health Cluster (Íslenska heilbrigðisklasanum) og tilnefni einn fulltrúa í stjórn klasans. Árlegt þátttökugjald borgarinnar nemur 1.200 þ.kr. auk virðisaukaskatts og greiðist af liðnum Atvinnuþróun/Sóknaráætlun (07160). Sjá nánar meðfylgjandi umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar ásamt fylgigögnum.
Jafnframt er lögð fram umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 16. febrúar 2015. R14100343
Samþykkt.
14. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um opna fundi í hverfum borgarinnar til að fara yfir niðurstöður þjónustukönnunar Capacent, dags. 5. febrúar 2015, sbr. 17. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. febrúar 2015. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 16. mars 2015. R14090108
Samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata að vísa tillögunni til meðferðar borgarstjóra. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Lögð fram svohljóðandi bókun borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata:
Opnir fundir í hverfum borgarinnar standa nú fyrir dyrum. Borgarstjóra er falið að kynna niðurstöður þjónustukönnunar Capacent á þeim fundum, sbr. meðfylgjandi umsögn um tillöguna.
Lögð fram svohljóðandi bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Í árlegri þjónustukönnun Capacent, þar sem þjónustustig 19 stærstu sveitarfélaga landsins er borið saman, hefur Reykjavíkurborg fengið falleinkunn. Niðurstöðurnar eru sláandi og áhyggjuefni. Samanburður á þjónustu borgarinnar við önnur sveitarfélög sýnir að í 8 tilfellum af 12 rekur Reykjavíkurborg lestina. Í könnuninni var meðal annars spurt um þjónustu við fatlaða og aldraða og þjónustu sem veitt er börnum í leikskólum og grunnskólum. Í fyrsta skipti á þessu ári var spurt um þjónustu í öllum íbúðarhverfum borgarinnar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks telja að kynna eigi niðurstöðurnar fyrir borgarbúum í hverfum borgarinnar og nýta þær til að bæta þjónustuna í góðri samvinnu við íbúa. Tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þess efnis er nú efnislega hafnað og ljóst að ekkert á með hana að gera. Niðurstöðum könnunar Capacent hefur þá verið stungið undir stól.
15. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um ástandsúttekt sérfræðinga á götum borgarinnar, dags. 12. mars 2015, sbr. 28. fundargerðar borgarráðs frá 12. mars 2015. R15030101
Samþykkt.
Tillögunni er vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsviðs sem er falið að ráða óháðan aðila til að framkvæma úttektina. Borgarráð leggur þó áherslu á að vinnsla úttektarinnar hægi ekki á nauðsynlegum bráðaviðgerðum.
16. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um opinn fund með íbúum Grafarholts og Úlfarsárdals um framkvæmdaáætlun hverfanna, dags. 12. mars 2015, sbr. 3. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. mars 2015. R15010007
Samþykkt.
Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Opinn fundur með íbúum Grafarholts og Úlfarsárdals er áætlaður þann 16. apríl nk. Opinn fundur með íbúum þar sem embættismenn borgarinnar sátu fyrir svörum var haldin í byrjun febrúar. Fyrirhugaður fundur er eðlilegt framhald þess fundar.
17. Lagt fram svar Félagsbústaða, dags. 12. mars 2015, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um fjölda íbúða í eigu Félagsbústaða 2010-2014 og kaup íbúða á árinu 2014, dags. 5. febrúar 2015. R15020053
18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 16. mars 2015:
Með bréfi dags. 12. febrúar sl. óskaði MARK - Miðstöð margbreytileika og kynjarannsókna Háskóla Íslands eftir endurnýjun samstarfssamnings við Reykjavíkurborg. Með vísan til hjálagðrar umsagnar mannréttindaskrifstofu er lagt til að borgarráð samþykki hjálagðan samstarfssamning við MARK. Kostnaður greiðist af 09205, ófyrirséð.
Jafnframt lagt fram bréf MARK, dags. 12 febrúar 2015, um endurnýjun samstarfssamnings, umsögn mannréttindaskrifstofu, dags. 4. mars 2015 og drög að samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og MARK. R14040067
Samþykkt.
19. Lögð fram umsögn fjármálskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 28. febrúar 2015, um eftirfylgniskýrslu innri endurskoðunar.
Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14060215
20. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 13. mars 2015, varðandi erindi Hreint ehf. til borgarráðs þar sem mælt er með því að borgarráð hafni því að endurskoða ákvörðun innkauparáðs frá 31. október sl. Einnig er lagt fram erindi Hreint ehf., dags. 25. nóvember 2014, vegna útboðs Reykjavíkurborgar nr. 13276, Ræsting og bónun Lindargata 57-66. Jafnframt er lögð fram umsögn innkaupadeildar, dags. 17. febrúar 2015 ásamt fylgigögnum. R14090042
Borgarráð hafnar beiðni um endurskoðun með vísan til fyrirliggjandi umsagna.
21. Fram fer kynning á flutningum skrifstofu borgarstjóra í Árbæ vikuna 23.–27. mars. Fundur borgarráðs verður haldinn í Árseli 26. mars. R15030152
22. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 17. mars 2015:
Lagt er til að borgarráð samþykki áframhaldandi þróun á nýju viðbótarlaunakerfi. Borgarráð skipi rýnihóp til að gefa umsögn um kerfið áður en tekin verður ákvörðun um innleiðingu þess hjá Reykjavíkurborg. Hópurinn hafi það hlutverk að tryggja að nýtt viðbótarlaunakerfi sé í samræmi við þá stefnu Reykjavíkurborgar í launamálum að launaákvarðanir séu gagnsæjar og málefnalegar og taki mið af þeim kröfum sem starf gerir til starfsmanns en jafnframt að laun taki mið af hæfni og frammistöðu starfsmanna og séu hvatning til að veita sem besta þjónustu. Þá skuli þess gætt að nýtt viðbótarlaunakerfi geri ekki upp á milli starfsmanna með ómálefnalegum hætti, t.d. vegna kynferðis. Sjá hjálagt minnisblað til borgarstjóra um viðbótarlaunakerfi.
Jafnframt lagt fram minnisblað borgarstjóra um viðbótarlaunakerfi, dags. 17. mars 2015 og drög að erindisbréfi rýnihóps um viðbótarlaunakerfi, dags. 17. mars 2015. R15030006
Samþykkt.
Jafnframt er samþykkt að skipa Björk Vilhelmsdóttur, Sóleyju Tómasdóttur og Halldór Halldórsson í rýnihópinn.
Ragnhildur Ísaksdóttir, Helga Björg Ragnarsdóttir og Atli Atlason taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn og flugvallarvinir telja að Reykjavíkurborg ætti að setja í forgang að fá jafnlaunavottun áður en farið verður í innleiðingu á viðbótarlaunakerfi eða a.m.k. að vinna það samhliða, þar sem töluverð hætta er á áframhaldandi kynbundnum launamuni í öllum launum sem nefnast viðbótarlaun eða uppbót, sama af hvaða tagi þau eru.
23. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 9. mars 2015, þar sem óskað er staðfestingar eigenda á breytingu á greiðsluröð afborgana lána frá Dexia bankanum. Jafnframt er lögð fram umsögn fjármálskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 16. mars 2015. R11030100
Samþykkt.
24. Lagður fram dómur héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 12. mars 201, Slökkvilið höfuðborgarsvæðis bs. gegn Lánasjóði sveitarfélaga ohf. R15030155
25. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Sveitarstjórn getur ákveðið að innheimta bílastæðagjald af lóðum nýbygginga ef ekki er unnt að koma fyrir bílastæðum á lóð í samræmi við kröfur deiliskipulags. Gjaldið má skv. skipulagslögum nema allt að áætluðum kostnaði við gerð þeirra bílastæða sem á vantar. Bílastæðagjöld skulu renna í sérstakan sjóð og skal honum varið til uppbyggingar almenningsbílastæða í nágrenni viðkomandi lóðar. Af lögunum verður ráðið að hægt sé að krefjast endurgreiðslu gjaldsins hafi sveitarfélagið ekki nýtt það til að gera ný bílastæði í samræmi við ákvæði 19. greinar laganna. Hversu mikið hefur verið greitt í sérstakan sjóð fyrir bílastæðagjöld á undanförnum 5 árum? Hvernig hafa þessi gjöld verið nýtt til uppbyggingar almenningsbílastæða í nágrenni við lóðir gjaldenda? Hverjar eru áætlaðar tekjur vegna greiðslu bílastæðagjalda í fimm ára áætlun borgarinnar og hvernig er fyrirhugað að nýta þær tekjur til uppbyggingar almenningsbílastæða eins og lög kveða á um? Gjaldið má nema áætluðum kostnaði við gerð bílastæða sem á vantar. Óskað er eftir gjaldskrá og útreikningi á því hvernig gjaldið er reiknað. R15030192
26. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hafa verið gerðar umferðarkannanir á vegum borgarinnar í þá veru hvaða áhrif þrengingar á aðalgöturnar Hofsvallagötu og Borgartún hafa á umferð um hliðargötu, bæði hvað varðar umferðarþunga og umferðarhraða? Liggur fyrir hvaða áhrif þrenging Grensásvegar hefur á umferðarþunga og umferðarhraða í nærliggjandi götum? R15030193
27. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að allri vinnu við undirbúning viðhalds gatna verði hraðað eins og mögulegt er. Útboðum verði hraðað þannig að hægt verði að hefja malbikun eigi síðar en í maí. Miðað við það fjármagn sem ákveðið hefur verið í malbikun gatna sumarið 2015 að meðtöldum 150 m.kr. sem bætt var við eða alls 690 m.kr. dugir það til viðhalds á 13,4 km miðað við meðalverð ársins 2014 á hvern kílómetra. Þörfin fyrir malbikun gatna er að lágmarki 15 km á ári og uppsöfnuð þörf verður orðin 42 km hjá Reykjavíkurborg í lok ársins 2015 vegna lækkunar fjármagns til viðhaldsframkvæmda á undanförnum árum. Fyrirliggjandi fjárveitingar duga því engan veginn. Því reynist óhjákvæmilegt að auka fjármagn til gatnaviðhalds þar til búið er að vinna upp uppsafnaða viðhaldsþörf. Vísað er til fyrri tillagna borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um forgangsröðun fjármuna þar sem lagt er til að áætlað fjármagn í þrengingu Grensásvegar verði frekar notað til endurgerðar gatna. R15030021
Frestað.
Fundi slitið kl. 11.50
Sigurður Björn Blöndal
Björk Vilhelmdsdóttir Halldór Auðar Svansson
Halldór Halldórsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Sóley Tómasdóttir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir