Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2015, miðvikudaginn 4. mars, var haldinn 5352. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Þórgnýr Thoroddsen, Sóley Tómasdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Kristbjörg Stephensen, Ólöf Örvarsdóttir og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð fjölmenningarráðs frá 25. febrúar 2015. R15030011
2. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Breiðholts frá 20. janúar og 17. febrúar 2015. R15010006
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 25. febrúar 2015. R15010012
4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 27. febrúar 2015. R15010015
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó frá 27. febrúar 2015. R15010027
6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál. R15030002
7. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 11 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R15020003
- Kl. 9.08 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. mars 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. febrúar sl., þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að fjárveiting til malbiksframkvæmda 2015 verði aukin um allt að 150 m.kr. R15030021
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Stefna sem tekin var upp á fyrsta fjárhagsári Samfylkingar og Bjartrar framtíðar/Besta flokksins þar sem dregið var verulega úr framlögum til malbiksframkvæmda hefur skilað sér í ástandi gatna sem er óviðunandi. Í dag er staðan sú að venjulegt viðhald dugir ekki, heldur þarf átak sem mun kosta borgarbúa miklu meira en ef árlegt viðhald hefði verið eðlilegt á kjörtímabili Samfylkingar og Besta flokks sem lækkaði framlög til viðhalds á malbiki um 37% árið 2011 sem var þeirra fyrsta fjárhagsár. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja aukin framlög til malbikunarframkvæmda enda verður ekki hjá því komist. Til viðbótar þessu aukna framlagi hafa borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt til að hætt verði við tilgangslausa þrengingu Grensásvegar og fjármagnið 160 m.kr. verði nýtt í viðhald gatna.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn og flugvallarvinir lýsa áhyggjum sínum af afar slæmu ástandi gatna í Reykjavík og hvetja meirihlutann til þess að forgangsraða verkefnum á umhverfis- og skipulagssviði þannig að lagfæring gatna verði sett í forgang á þessu ári og eftir atvikum ef þörf er á, að gatnabreytingaverkefni verði sett á bið. Öryggi borgarbúa og eignaskemmdir á bifreiðum eru hér undir.
9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. mars 2015, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að bjóða út framkvæmdir við gerð hjólastígs vestan Kringlumýrarbrautar milli Laugavegar og Miklubrautar. Hlutur Reykjavíkurborgar verður 40 m.kr. R15030007
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. mars 2015, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að bjóða út framkvæmdir við nýtt dýrahús í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, auk ýmissa framkvæmda í garðinum. R15030008
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. febrúar 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. febrúar sl., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Hamrahlíð, Hlíðaskóla. R15020252
Samþykkt.
Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð áréttar þá stefnu Reykjavíkurborgar að frístundastarfsemi skuli fara fram innan veggja skólanna þar sem því verður við komið.
- Kl. 9.50 víkur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir af fundinum og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir tekur þar sæti.
12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. febrúar 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. febrúar sl., á umsögn skipulags- og byggingarsviðs vegna lagfæringa á skipulagsuppdrætti í framhaldi af athugasemdum Skipulagsstofnunar við breytingu á deiliskipulagi Borgartúns 28. R14040029
Samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.
Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða í samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
- Kl. 10.10 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja ekki svör til Skipulagsstofnunar við athugasemdum stofnunarinnar um málsmeðferð vegna skipulagsbreytinga að Borgartúni 28 og 28a. Skipulagsstofnun telur í athugasemdum sínum sérstaklega mikilvægt að haft sé samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila umfram það sem lágmarkskröfur skipulagslaga um auglýsingu deiliskipulagsbreytinga kveða á um, sbr. sjónarmið um vandaða stjórnsýsluhætti. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til sérstakan fund með íbúum og hagsmunaaðilum en tillagan var felld af meirihlutanum. Með tilliti til athugasemda Skipulagsstofnunar skuldar meirihlutinn íbúum og öðrum hagsmunaaðilum við Borgartún afsökunarbeiðni.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn og flugvallarvinir fagna því að athugasemdir Skipulagsstofnunar hafi verið lagðar fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs og breyttur uppdráttur til samþykktar ólíkt þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru varðandi deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar. Skipulagsstofnun telur sérstaklega mikilvægt að haft sé samráð við íbúa og aðra hagsmunaðila umfram lágmarkskröfur skipulagslaga um auglýsingu, sbr. sjónarmið um vandaða stjórnsýsluhætti. Meirihluti borgarstjórnar var ekki á því og virti að vettugi fjöldamargar athugasemdir sem bárust vegna breytinga á deiliskipulaginu og höfnuðu því að halda upplýsinga- og samráðsfund vegna breytinganna áður en deiliskipulagið var afgreitt. Eru slík vinnubrögð óásættanleg og ekki í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti eins og Skipulagsstofnun bendir réttilega á.
13. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 27. febrúar 2015, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 25. febrúar sl., um breytingar á reglum um leikskólaþjónustu.
Samþykkt.
Ragnar Þorsteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R13020060
14. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 27. febrúar 2015, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um kynjahlutföll skólastjórnenda og kennara í grunnskólum borgarinnar, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. febrúar 2015.
Ragnar Þorsteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R15020234
15. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 22. febrúar 2015, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um opinn og frjálsan hugbúnað, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. febrúar sl. R15010215
16. Lagt fram svar fjármálaskrifstofu, dags. 27. febrúar 2015, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um heildartekjur vegna fasteignagjalda 2014-2015, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. febrúar sl. R15020235
17. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 2. mars 2015, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um starfshópa á kjörtímabilinu, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. janúar 2015. R15010311
18. Lagt fram bréf borgarritara, dags. 23. febrúar 2015, um endurskoðaðar reglur um ferðaheimildir og greiðslu ferðakostnaðar í ferðum á vegum Reykjavíkurborgar sem munu taka gildi í áföngum frá 1. mars, ásamt fylgigögnum.
Jónas Skúlason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Í því skyni að auka gagnsæi og eftirlit við ráðstöfun almannafjár beinir borgarráð því til borgarritara að bæta eftirfarandi texta við lið 1.4. í reglum um ferðaheimildir og greiðslu ferðakostnaðar í ferðum á vegum Reykjavíkurborgar: Ákvarðanir um ferðir starfsmanna og ráðgjafa á vegum borgarráðs eða borgarstjórnar skulu kynntar í borgarráði en aðrar ferðir starfsmanna og ráðgjafa skulu kynntar á fundi þeirrar nefndar eða ráðs, sem viðkomandi svið heyrir undir. R14080135
Frestað.
19. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 27. febrúar 2015, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 26. febrúar sl., um breytingu á tekju- og eignamörkum vegna félagslegra leiguíbúða og breytingar á tekjuviðmiðum á matsblaði með reglum, dags. 16. febrúar 2015. R15030003
Samþykkt.
20. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 2. mars 2015, þar sem óskað er eftir samþykki borgarráðs á sölu á geymslu að Tjarnargötu 10a. R14070035
Samþykkt.
21. Lagt fram minnisblað borgarlögmanns og fjármálastjóra, dags. 3. mars 2015, um málefni tónlistarskólanna. Jafnframt lagt fram bréf Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, dags. 2. mars 2015.
Ragnar Þorsteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14090228
22. Fram fer kynning á fyrirhugaðri ferð borgarstjóra til New York og Boston 6.-13. mars nk. R15030022
23. Fram fer kynning á vinnu við gerð viðbótarlaunakerfis fyrir Reykjavíkurborg.
Helga Björg Ragnarsdóttir, Ragnhildur Ísaksdóttir, Atli Atlason og Ásta Bjarnadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R15030006
24. Fram fer umræða um ferðaþjónustu fatlaðs fólks. R14120069
Fundi slitið kl. 11.55
Sigurður Björn Blöndal
Björk Vilhelmsdóttir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir
Halldór Halldórsson Kjartan Magnússon
Sóley Tómasdóttir Þórgnýr Thoroddsen