Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2015, fimmtudaginn 26. febrúar, var haldinn 5351. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru: S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Anna Margrét Jóhannesdóttir, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Ólöf Örvarsdóttir, og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð bílastæðanefndar frá 20. febrúar 2015. R15010029
2. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 1. desember 2014. R14010034
3. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 9. og 20. janúar 2015. R15010030
4. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 19. febrúar 2015. R15010032
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 19. febrúar 2015. R15010010
6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 12. febrúar 2015. R15010014
7. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 20. febrúar 2015. R15010015
8. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 13. og 16. febrúar 2015. R15010027
9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 13 mál. R15020006
- Kl. 9.08 taka borgarstjóri, Björk Vilhelmsdóttir, Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Pétur Ólafsson sæti á fundinum.
10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. febrúar 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. febrúar sl., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vogahverfis vegna lóðarinnar nr. 75 við Suðurlandsbraut, Steinahlíð. R15020188
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. febrúar 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. febrúar sl., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 67 við Sólvallagötu, Vesturbæjarskóla. R14050008
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. febrúar 2015, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að bjóða út framkvæmdir við endurgerð og lagfæringar lóða við grunn- og leikskóla skv. fjárhagsáætlun 2015. R15020201
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. febrúar 2015, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að bjóða út ýmsar framkvæmdir vegna meiriháttar viðhaldsverkefna fasteigna á árinu 2015. R15020202
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
14. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. febrúar 2015. R15010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
- Ólöf Örvarsdóttir víkur af fundi kl. 9.30.
15. Fram fer kynning á niðurstöðu starfshóps um tilraunaverkefni um styttingu vinnudags án launaskerðingar.
Harpa Hrund Berndsen, Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir, Ragnar Þorsteinsson og Auður Magndís Auðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R14050127
16. Fram fer kynning á starfi verkefnisstjóra Jafnréttisskóla Reykjavíkur, á skóla- og frístundasviði.
Ragnar Þorsteinsson og Auður Magndís Auðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R13050027
17. Lögð fram að nýju umsögn Reykjavíkurborgar um frumvarp að lögum um náttúrupassa, 455. þingmál, dags. 18. febrúar 2015. Einnig er lögð fram umsagnarbeiðni atvinnuveganefndar Alþingis dags. 6. febrúar 2015. R15020081
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
18. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 20. febrúar 2015, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um ábyrgð á störfum neyðarstjórnar, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. febrúar sl. R14120069
19. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 20. febrúar 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að skrifstofunni verði falið að gefa út lóðarleigusamning fyrir Vesturgötu 64.
Greinargerð fylgir erindinu. R14020147
Samþykkt.
20. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 20. febrúar 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Gefjunarbrunni 1-3. R15020194
Samþykkt.
21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 20. febrúar 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Haukdælabraut 62. R15020088
Samþykkt.
22. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. febrúar 2015:
Borgarráð staðfestir umboð fjármálastjóra til að efna til útgáfu á nýjum skuldabréfaflokki borgarsjóðs í lokuðu útboði og selja úr honum skuldabréf á árinu fyrir allt að 1,7 milljarð króna, náist ásættanleg ávöxtunarkrafa. Endanlegir skilmálar skulu bornir undir borgarráð til samþykktar.
Greinargerð fylgir tillögunni. R15010072
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
23. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. febrúar 2015:
Lagt er til að samþykkt verði beiðni Söngskólans í Reykjavík um þátttöku Reykjavíkurborgar í kostnaði skólans vegna veikinda kennara skólans, alls kr. 767.845. Þessi útgjöld verði fjármögnuð af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð. Jöfnunarsjóður endurgreiðir borgarsjóði hluta af þessum kostnaði.
Greinargerð fylgir tillögunni. R14040139
Samþykkt.
24. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. febrúar 2015:
Borgarráð samþykkir að veita fjármálastjóra framlengda heimild til að greiða tónlistarskólum í Reykjavík, sem eru í tímabundnum greiðsluvanda, fyrirfram áætlað framlag Jöfnunarsjóðs vegna kennslukostnaðar vegna nemenda á miðstigi í söngnámi og/eða framhaldsstigi í söng- og tónlistarnámi, vegna febrúar 2015, alls um 16,6 m.kr.
Greinargerð fylgir tillögunni. R14050155
Samþykkt.
25. Lagt fram bréf Bílastæðasjóðs, dags. 24. febrúar 2015, sbr. samþykkt bílastæðanefndar frá 6. febrúar sl., um hækkun gjaldskrár bílahúsa Bílastæðasjóðs og óskað er eftir staðfestingu borgarráðs á samþykktinni. R15020209
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu borgarráðs á hækkun gjaldskrár bílastæðahúsa. Um er að ræða 87,5%-100% hækkun fyrir skammtímastæði og 13% hækkun á föstu gjaldi. Um er að ræða mikla hækkun á einum tímapunkti sem borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja of mikla í einu vetfangi.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn og flugvallarvinir gera grein fyrir samþykki sínu með þeim hætti, að við teljum eðlilegt að gera breytingar á gjaldskrá bílastæðanefndar í bílastæðahúsum borgarinnar til að jafna og auka nýtingu á þeim. Ekkert er eðlilegra en að borgin geri kröfur um að fjárfestingar borgarinnar skili sér að einhverju leyti, enda er ljóst að ef rekstur bílastæðahúsa væri í eigu einkaaðila eins og á mörgum stöðum í Evrópu, væri verðið miklum mun hærra.
26. Rætt um fyrirkomulag næsta fundar borgarráðs sem haldinn verður miðvikudaginn 4. mars 2015, kl. 9.00-11.00. R15010001
27. Tilkynnt um ferð Hjálmars Sveinssonar borgarfulltrúa til Berlínar þann 3. mars nk., á viðburð að beiðni sendiráðsins í Berlín og Inspired By Iceland, undir nafninu Reykjavík Berlin Cities Talk, til þess að kynna Reykjavík og áfangastaði hér á landi. R15020241
28. Lagt fram bréf kjörstjórnar rafrænna íbúakosninga Reykjavíkurborgar fyrir Betri hverfi 2015, dags. 25. febrúar 2015, ásamt niðurstöðum úr kosningunum. R14090207
29. Lagður fram að nýju 12. liður fundargerðar borgarráðs frá 19. febrúar þar sem lagt var fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. febrúar 2015, þar sem óskað var eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út 1. áfanga gatnagerðar vegna uppbyggingar á Hlíðarenda en í fundargerð var bókuð eftirfarandi afgreiðsla: Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins. R14010193
Rétt afgreiðsla er svohljóðandi og skoðast leiðrétt hér með:
Samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.
Bókun er óbreytt.
Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
30. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:
Framsókn og flugvallarvinir óska eftir upplýsingum um hvert er a) kynjahlutfall skólastjórnenda hjá grunnskólum borgarinnar, skólastjórar og aðstoðarskólastjórar, b) kynjahlutfall kennara. Ef sömu upplýsingar eru til um sjálfstætt starfandi skóla, þá óskast sömu upplýsingar um þá. Þá er spurt hvort að Reykjavíkurborg sé með beinum hætti með aðgerðir eða áætlun um að auka hlutfall karlkyns kennara í grunnskólum borgarinnar. R15020234
31. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:
Framsókn og flugvallarvinir óska eftir upplýsingum um hversu mikið heildartekjur vegna fasteignagjalda (fasteignaskatts og lóðarleigu) hafi aukist frá árinu 2014 til ársins 2015. Óskað er eftir sundurliðun á heildartekjum borgarinnar af fasteignagjöldum eftir tegund húsnæðis, a) íbúðaeignir, b) atvinnueignir og c) aðrar eignir. R15020235
32. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:
Framsókn og flugvallarvinir óska eftir upplýsingum um hvernig bráðabirgðaviðgerðum á holum og slæmu ástandi gatna borgarinnar sé sinnt. Fara starfsmenn borgarinnar um bæinn og leita að þeim eða er beðið eftir ábendingum frá borgarbúum? Hversu langur tími líður frá ábendingu frá borgarbúa og þar til að farið er í bráðabirgðaviðgerð? R15020236
33. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Síðasta mánudag voru sagðar fréttir af því á RÚV að forysta BHM hefði komið á fund borgarstjóra og krafist þess að dregin yrði til baka kjaraskerðing en tilefnið er uppsögn á bílasamningum þeirra starfsmanna sem hafa haft slíka samninga sem hluta af sínum launakjörum. Óánægja er með að uppsagnir bílasamninga hafi verið tilkynntar einhliða og án samráðs við starfsmenn. Sama dag var samþykkt af meirihluta stjórnar Orkuveitunnar að kaupa forstjórabifreið. Litið hefur verið svo á að kjör starfsmanna borgarinnar og B-hluta fyrirtækja séu að mestu sambærileg. Stendur til að hlutast til um að bílasamningum starfsmanna B-hluta fyrirtækja verði sagt upp? Nær uppsögn bílasamninga einungis til almennra starfsmanna en ekki til stjórnenda, eins og ætla má af bílakaupum fyrir forstjóra Orkuveitunnar? R15020238
34. Lögð fram svohljóða fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks, dags. 26. febrúar 2015:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kalla eftir upplýsingum um það hvort meirihlutinn í Reykjavík ætli að koma í gegn einhliða breytingum, án samráðs við íbúa, á starfseminni í Þorraseli þar sem stendur til að breyta starfseminni í skrifstofuhúsnæði fyrir samþættingu heimaþjónustu sem er allt annars eðlis en félagsstarfsemi aldraðra eða dagdeild sem til var stofnað við úthlutun byggingarréttarins árið 1991 og hefur síðan verið í framkvæmd. Íbúar að Þorragötu 5-7-9 hafa haft ástæðu til að treysta á að sú starfsemi sem hefur verið í þágu aldraðra verði áfram í húsinu. Það að sú starfsemi er í húsinu hefur jafnvel ráðið afstöðu einhverra þeirra til íbúðarsetu. Þá er kallað eftir upplýsingum um hvað fyrirhugaðar breytingar kosta, bæði í Þorraseli og á Vesturgötu? R15010218
35. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks, dags. 26. febrúar 2015
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir svörum um það hvernig staðið er að samskiptasíðu undir nafni Reykjavíkurborgar á Facebook. Spurningin kemur til vegna þess að fulltrúi af lista Sjálfstæðisflokksins setti inn gagnrýni á síðuna sem var svarað með skætingi og honum jafnvel gerðar upp skoðanir í skjóli nafnleysis þrátt fyrir að hér sé um einhvers konar samskiptasíðu Reykjavíkurborgar að ræða. Óskað er eftir upplýsingum um í umboði hvers þessi vinna er unnin innan borgarinnar og hvaða starfsmenn borgarinnar sinna framkvæmd hennar. Þar sem þetta er undir nafni Reykjavíkurborgar er þarna um opinbera rödd borgarinnar að ræða og þar af leiðandi undarleg ásýnd á það hvernig samtal borgaryfirvöld vilja hafa við íbúa sína. R15020239
36. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgararráðfulltrúa Sjálfstæðisflokks, dags. 26. febrúar 2015:
Lagt er til að hætt verði við þrengingu Grensásvegar á milli Miklubrautar og Bústaðavegar. Áætlaður kostnaður vegna þeirrar framkvæmdar eru 160 milljónir krónur. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til við borgarráð að setja 150 milljónir króna umfram fjárhagsáætlun í malbiksviðgerðir vegna þess hversu malbik á götum borgarinnar er illa farið. Ráðið lagði ekki til með hvaða hætti spara má á móti þessu aukaframlagi. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja því til að það verði gert með þessum hætti. R15020237
Frestað.
Fundi slitið kl. 10.55
S. Björn Blöndal
Björk Vilhelmsdóttir Halldór Auðar Svansson
Halldór Halldórsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Sóley Tómasdóttir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir